Heimskringla - 04.03.1909, Blaðsíða 5

Heimskringla - 04.03.1909, Blaðsíða 5
HEIMSE5K I NGLX WINNIPEG, 4. MARZ 190«. bls 5 Starfsemi Góðtemplara. T'trýming áfengra drykkja er eitt af stærstu áhugamálum góÖra manna og kvenna á yfirstandandi tima. Fjölda mörg félög, með mis- munandi nöfnum, en sama tak- marki, starfa af kappi miklu og á- huga að því, að tukmarka veldi Bakkusar, og eyðileggja hann með öllu, þar sem því verður viðkom- ið. Láta þennan forna fjanda mannkynsins verða að nátt-trölli. Arlega vex óðfluga í öllum lönd- um tala þess fólks, sem berst fyrir þfessu. 'Bindindishreyfingin fer eins •g eldur í sinu, meðal allra þjóða. Sumstaðar er nú þegar komið að síðasta takmarkinu : algerðri út- rýmingu áfengis, t. d. á Islandi og ■Finnlandi. Við Islendingar þekkj- nm aðallega eitt af þessum bsnd- indisfélögum, Góðtemplara félagið. 1 því félagi hafa íslendingar starf- að vel, bæði austan hafs og vest- an. — Stórstúka Manitoba og Norðvesturlandsins hefir nú nýlega haldið sitt árlega lfing hér í borg- inni. Alt bindindisfólk islenzkt vest an hafs tilheyrir þeirri stórstúku, »g Islendingar hafa lengi átt sæti í framkvæmdarnefnd hennar. Stórstúku þingið var sett þriðju dagskveldið þann 16. þ.m., að við- stöddum 200 manns, er flest voru erindrekar frá undirstúkum. Stór- kanslari Mr. Low, frá Roland, Man., stýrði þinginu, i forföllum Stórtemplara séra Ruuólfs Mar- teinssonar á Gimli, er ekki gat >nætt. Séra Runólfur sendi skýrslu til þingsins, um starfið á síðasta ári, og athuganir viðvíkjandi starf inu í framtíðinni. Hann minntist á ^öggjöf siðasta fylkisþings, er gef- ur sveitunum vald til að ráða, hvort vínsalá skuli levfð í sveitun- uin eða ekki, meö meiri hluta at- kvæða. Hann fann að þeim lögum, að beiðnin um, að atkvæðagrciðsl- an skuli fram fara, þarf sam- kvæmt þeim, að fara fyrir fund sveitanefndarinnar. Vildi láta hana að eins fara til sveitarskrifarans. Sveitanefndirnar héldu fundi mjög str jála á sumrin og haustin, og ef þaer væru á móti vinsölubanni sjálfar, þá væri þeim innan handar að halda enga fundi, og stinga málinu þann veg undir stól. ]>essu ákvæði laganna ætti að breyta, svo sveitastjórnirnar gætu ekki á neinn hátt hindrað, að at- kvæðagreiðslan færi íram, ef um hana væri beðið. Skýrsla stórritara sýndi, að á irinu sem leið hafa verið stofnað- ar 15 undirstúkur og ein umdæm- isstúka. Undirstúkur eru nú 46 að tölu og meðlimir 1855. Unglinga- stúkur eru 7, með 382 meðlimupi- íslenzka unglingastúkan hér í Win- Hipeg er langstærst, hefir mikið á annað hundrað meðlimi, og vex óðum. Enda hefir hún haft ágæta fyrirliða, sem mjög hafa látið sér ant um vöxt hennar og viðgang, þær Mrs. Gróu Brynjólfsson, Mrs. Guðrúnu Skaptason, Mrs. Ásu Sveinsson, Mrs. Gróu Pálmason, Miss þóru Johnson o.fl. Að kenna unglingunmn strax að berjast fyr- ir útrýmingu áfengis, er einn hinn stærsti þáttur bindindis starfsem- fnnar. Stórstúkan hefir haft mann til að ferðast um og útbreiða regluna nú í sl. 3 mánuði. Hann hefir ferð- ast einkum um Alberta fylkið. — J>ess utan sendi stórstúkan menn í ýmsar sveitir í haust til að tala fyrir vínsölubanni, áður en at- kvæðagreiðslan fór íram, og hafði það góðan árangur. Atkvœða- greiðsla fór íram í 28 sveitum, og vínsölubannið fór í gegn í 9 af þeim. Allar þær sveitir, cr höíðu haft vinsölubann áður og greiddu atkvæði um það aftur, voru ein- dregið með því áfram, utan ein (Kildonan), en þar réðu úrslitum áhrif frá Winnipeg búum, sem eiga þar eignir, og hafa þar því atkv. Mælt er, að 90 prósent af sveitar- búum sjálfum hafi verið með banninu. Nti eru 35 sveitir í Mani- toba, sem hafa vínsölubann. þeim íjölgar árlega um einn tug eða ná- lægt því. Fjögur hundruð dollurum hefir stórstúkan varið til bindindis út- breiðslu á árinu, en í sjóði átti hún nú $189.00. Á árinu var stofn- uð ríkis-stórstúka, er nær yfir alt Canadaveldi. Hún heldur næsta þing sitt í Winnipeg árið 1910. Fulltrúi stórstúkunnar, er send- ur var á Alheimsstúku þingið í Washington sl. sumar, Mrs. Guð- rún Búason, gaf mjög fróðlega skýrslu um vöxt og ástand Góð- templara reglunnar yfir heim allan um. 1 Bahdaríkjtinum eru 1224 undirstúkur með 50,297 meðlim- Innan reglunnar eru nú 34,684 ung- lingastúkur með 239,586 meðlim- um. 1 Canada 328 stúkur með 15,- 787 meðlimum. Á Rnglandi 2662 stúkur með 140,772 meðlimum. í Evrópu (meginlandinu, Island tal- ið þar með) 4016 stúkur með 260,- 099 meðlimum. 1 Ástralíu 365 st. með 15,089 meðlimum. í Asíu 120 fitúkur meö 5,371 meðlimum. t Afríku 200 stúkur með 10,949 með- Kmum. — Árlega vex tala stúkna um mörg hundruð, og meðlima- fjöldi um marga tugi þúsunda. Með merkilegri lagabreytingum, er fram komu á Alheimsstúkuþing- inu, var sú, að stórstúkum væri heimilt, að búa til nýja siðbók. — Megn óánægja hefir orðið á síðari árum út af trúarbragðastagli því, sem er í þeim siðbókum, sem nú eru til. Sérstaklega voru það Sví- ar, sem hreyfðu þessu máli. þeir hótuðu, að fara alveg úr sam- bandi við regluna, ef þeir fengju ekki siðbók, sem þeim líkaði. Nú hafa þeir samið uppkast að nýrri siðbók, þar sem trúarbragða at- riði eru ekki nefnd á nafn. Engar biblíuklausur eða því um líkt. — Framvegis verða siðbœkurnar því tvær, að líkindum. Rétttrúnaðar- menn brúka þá bók, sem nú er, en frjálstrúarmenn nýju bókina. Síðasta daginn, sem stórstúku- þingið stóð yfir, sendi það nefnd manna og kvenna, ásamt öðrum bindindisfélögum hér í borginni, til viðtals við Manitobaþingið, til að bera þá beiðni fram við það, að samin væru lög, er bönnuðu að hafa ‘‘Bar rooms” i hótelum. — Sendinefndin frá félögunum var svo stór, að þinghúsið fyltist svo, að maður stóð við mann (nálega 1600 manns). Roblin stjórnarfor- maður og þingmenn allflestir, þar á meðal T. II. Johnson (Sigtrvgg- ur sást ekki) tóku á móti nefnd- inni í þingsalnum. þrír karlmenn og einn kvenmaður fluttu ræður, af hálfu bindindismanna, en Rob- stórritara Mrs. G. Búason ritvél (Typewriter) í þakklætisskyni fyr- ir velunnið starf. Hún hefir nú í 8 ár verið stórritari, og leyst það starf snildarlega af hendi, svo vel, að fáir karlmenn mundu hafa gert það eins vel eða betur. Vonandi er að gefendurnir athugi, að Mrs. G. Búason er í s 1 e n z k, og gefi henni þá ritvél (Remington), sem ein allra ritvéla sinnir kröfum móðurmáls okkar, með því aö hafa alla stafi þess, svo eins vel má rita með þeim á hreinni og góðri íslenzku og ensku. þær rit- vélar kosta nál. $125.00. Junginu var slitið á fimtudags- kveldið 18. f.m. •Meira). A. J. JOHNSON. Fréttabréf. SEATiTLE, WASII. 24. febrúar 1909. Herra ritstjóri! 1 allra mesta flýti hripa ég þér fáar línur, en lofa bót og betrun um ítarlegra bréf bráðlega. Tiðin hefir verið mikið fremur stirð. Síðan frostunum og snjó- komunni lauk, hefir verið mikið um rigningu og storma. Raunar er það nú ckki nýnæmi, að rigni hér vestra um þetta leyti árs, en kalsinn hefir verið óvanalegur. Atvinna hefir verið með betra lin stjórnarformaður svaraði fyrir hönd stjórnarinnar og þingsins Svar lians var mjög óákveðið, og á huldu. Kvaðst hann sjálfur — og sama mundi vera um þingið — vilja verða við beiðni bindindis- manna, ef fólkið vildi fylgja sér í því máli. Auðvitað getur hann og þingið varið sig með því, að ekki sé víst, hve stór hluti fólksins óski eftir takmörkun á vínsölu. — þess vegna er afar-áríðandi, að bindindismenn krefjist þess sem fyrst, að almenn leynileg at- kvæðagreiðsla fari fram um þetta, eins og gert var á íslandi í haust. þá sést hinn s a n n i vilji fólks- ins. þá getur engin stjórn eða þing haft sér það til afsökunar, að ekki sé víst, hvoru megin fólkið sé í þessu máli. þá verður þing og stjórn, að láta að vilja meiri hlut- ans, nema því að eins að þjóðræð- ið sé brotið á bak aftur, en það mundi ekki líðast til lengdar. — Annars sýnist vera svo, aö þing- menn hér í landi hafi annað fyrir markmið, með því að ná í þing- sæti, en að vinna aö iafnmiklu vel- ferðarmáli og bindindismálið er. Stórgæzlumaður kosninga kvaðst hafa ritað öllum þingmönnum í Manitoba, Saskatehewan og Al- berta, — beir munu vera uin 120, — og beðið þá um álit þeirra á fcindindismálinu, ásamt því, að fvlgja því fram á þingunum, en að eins t v e i r höfðu svarað. Tveir þingmenn af 120 virða embættis- menn stórstúkunnar svars, — hin- ir ekki. Eitthvað þarf þetta að breytast, ef vel á að vera. Embættismenn stórstúkunnar fyrir næsta ár voru kosnir þessir: Stórtemplari Mr. C. Colvin, Win nipeg. Stórkanslari G. G. Wilson, Nin- ga, Man. Stórvaratemplar Mrs. Scott, Winnipeg (endurkosin). Stórnitari Mrs. Guðrún Búason, Winnipeg, endurkosin. Stórgjaldkeri Mr. B. M. I.ong, Winnipeg. Stórgæzlumaður kosninga Mr. A. S. Bardal, Winnipeg_ Stórkapelán Mrs. Cameron, Win- nipeg. Stórgæzlumaður Ungtemplara — Mrs. Guðrún Skaptason, Win- nipeg (endurkosin). Stórdróttseti Mr. M. Ilagg, Win nipeg (endurkosinn). Stórinnvörður Mr. Guðbrandur Árnason, frá Sask. Umboðsmaður Alheiins stúkunn- ar Mr. II. Hutchson, W’peg. Stórgæzlumaður kapplestra (Con tests) Mr. W. Ilolt, Winnipeg. Mjög fjölmenn samkoma var haldin þinglokakveldið i Westmin- ster kirkjunni á Notre Dame Ave. Prógrammið var söngur og kapp- lestrar. Gullmedalíuna íyrir kapp- lestur fékk þá Miss R. Swanson, dóttir Swansons málara. Enn- fremur var útbýtt gjöfum, bæði frá stórstúkunni og einstökum mönnum, til þeirra unglingastúkna og unglinga, er bezt höfðu unnið á árinu. Mr. Skapti B. Brynjólfsson, Mrs. G. Búason og Mrs. G. Skaptason höfðu fyrir ári síðan heitið verð- launum, er væru frá $4.00—$5.00 virði, þeim ungum stúlkum, er kæmu með flesta meðlimi á árinu t barnastúkuna. þessi verðlaun nnnu þær Hanna Blöndal, Jónína Friðfyinsson og G. Johnson. Stórstúkuþingið ákvað að gefa móti, heilsufar einnig, og ekki man ég til, að neinn hafi látist aí lönd- um síðan ég skrifaði síðast. — Jú, það er satt : A jóladagskveld varð íslendingur fyrir járnbraut- arlest hér í Seattle, og beið bana af. Hann nefndi sig John Gunder- son, cn mun liafa heitiö Guðjón Guðjónsson. Hann mun hafa þekt mjög fáa Íslendinga hér, og liklega engan, og fáir eða engir þekt hann aðrir en Jakob Bjarnason lögreglu- þjónn, setn sagði mér frá þessum manni. Ilafði Bjarnason veitt hon- uin eftirtekt í haust, og áleit hann mundu vera einn af hinum„ miður æskdlegu borgurum, sem Seattle liefir svo mikið af, ekki sízt á vetr- um, þar eð hann hélt sig mest á veitingahúsum og þar í kring, og svo vitist ytra útlit hans að öllu levti benda til þess. Bjarnason tók hann því eitt sinn tali, og fékk þá að vita hafn hans og þjóðerni, án þess þó að Bjarnason léti uppi, hverrar þjóðar hann væri sjálfur. Kvaðst hann ættaður af Landinu í Rangárvallasýslu (Bakkalæ-k ? ), og eiga bróðtir, Sem Magnús héti, og systur, sem væri gift kona við Faxaflóa. Ilafði farið að heiman nálægt tvítugu með skipbrots- mönnum frá Ilafnarfirði, og lík- lega þó huldu höfði. Dvaldi lengi í Kaliforníu, sem matreiðslumaður aðallega, fór síðan til Alaska, og stundaði sömu atvinnu. Kól þar á fótum og var síðan tekinn fastur, kærður fvrir einhver afbrot, en kvaðst hafa verið saklaus og enda aldrei sekur fundinn. En eftir það kvaðst hann aldrei hafa borið sitt barr. Á síðari árum kvaðst hann fleyta fram lífinu með því, að gera ýms viðvik liér og þar. — Á jóla- daginn sá Bjarnason hann, og þá lítið eitt við öl, og þegar svo frá slysi þessu var skýrt, sem vildi til um kveldið, þá fór Bjarnason og skoðaði líkið, og sá, að þar var maður hinn sami. Goodtemplara stúkan Island dafnar vel og fjölgar meðlimum. Munu þeir nú nær 50. þá var leikinn hér sjónleikur 6. febr. Hann beitir “Hermanna g 1 e t t u r ”, og kannast margir við hann. (þú horfðir á okkur leika hann í Winnipeg, man ég, veturinn 1902—3). Leikurinn þótti takast vel yfirleitt hér, er mér ó- liætt að fullyrða, held ég, þó mér sé skylt málið nokkuð. Til stend- uð, að við sýnum hann aftur þann 25. febr., og svo er í ráði, að sýna liann eitt kveld í Blaine, nálægt miðjum marz, í þeirri von, að Blaine-búar fjölmenni að sjá hann. það hefir verið býsna marg- breytt innihaldið í Heimskringlu nú í seinni tíð, og margt hefi ég haft gaman af að lesa þar, en hörmulega vel sannar ritdeila þeirra Kristj. Á. Benediktssonar og A. J. Johnsons, hvað inönnum hættir undir eins við, að hlaupa í persónuleg meiðyrði, hvað lítið sem út af ber, og sem Stefán Thorson svo réttilega tekur fram í fyrirlestri sínum. En ég má nú ekki fjölyrða um þetta núna. — það, sem áreiðanlega flestum hefir verið mest ánægja að lesa, er þó hinn glæsilegi námsferill Skúla Johnsons og allir hans yfirburðir. það hlýtur hverjum sönnum ís- lendingi að hlýna um hjarta, er les um Skúla eða heyrir, og óska honum allra heilla. Og sannarlega taka einnig margir undir ham- ingjuóskir til fóstra hans herra Thorsteinsons. — Eins og þeir mega varmenni heita, er þjóð- flokki sínum vilja ílest til smánar gera, eins verður þeim seint full- þakkað, sem auka sóma hans með afburða írammistöðu, eins og svo margir islenzkir námsmenn gera hér vestra. Sigurður Magnússon. Leiðrétting. 7302 19th Ave. N.W., Ballard Sta., Seattle, Wash., 16. febrúar 1909. Heiðraði Mr. Baldwinscm. 1 greininni “Kyrrahafs Islending- ar í vígamóð”, sem prentuð er í Hkr. 4. þ.m., hefir aðallega í tveim stööum nokkuð raskast meining mín í ensku ritgerðinni, sem gefinn er útdráttur úr.------— — 1) 1 áminstri grein, fyrstu setn- ing þriðju málsgreinar ætti að vera : “að áhrif kvenna á umræð- ur í þinginu mundu vart telj- andi”. t enska bréfinu var setn- ingin : “no doubt they have in- flueneed the debates! ”, í beinni upptekning með háðsmerki. 2) 1 sjottu málsgrein hefir mis- prentast “íslenzk blöð”, á að vera "Canadisk blöð”. — því það fræðir lítið hérlendu þjóðina um oss, sem vér ritum um oss sjálf á voru eigin máli. 3) Einnig finst mér rétt að geta þess, að það sem kom þessari hreyfing af stað hér var það, að “Seattle Times” prentaði óhróð- ursgreinina um ísland upp eftir hinu enska tímariti, án nokkurra athugasemda, og án þess að til- nefna hvaðan hún væri runnin. Af | því vér erum hér nokkuð fjölmenn- lir, landarnir, fanst oss lítilmann- jlegt, að andmæla henni ekki. Vér i vorum því ekki að yrðast við tímarit heima á Englandi, heldur eitt aðalblaðið í vorum eigin bæ. LEIÐBEININGAR - SKRÁ YFIR ÁREIÐANLEGA VERZLUNARMENN í WINNIPEG MUSIC OG HLJÓÐFÆRI VÍNSÖLUMENN CROSS, QOULDINO & SKINNER, LTD. 323 Portage Ave. Talslmi 4413 QEO VELIB Hei’dsöln Vtnsali. 185. 187 I^ortage Ave. R,. Smó-sölu talslmi 352. Stór-sölu talstmi 464. MASON & RISCH PIANO CO , LTD. 356 Main Stree Talstmi 4 80 W. Aífred Albert, lslenzkur umboðsmabur STOCK8 & BONDS WHALEY ROYCE & CO. 356 Main St. Phone 2 63 W. Alfred AJbert, bnöarþjónn. W. SANEORD EVANS CO. 32 6 Nýja Grain Kxchango Talsími 3696. ACCOUNTANTS & AUDITORS BYGGINGA- og ELDIVIÐUR. A. A. JACKSON, Accountant and Anaitor Skrifst.—28 Merchants Bank. Tals.: 5 70? J. D. McARTHUR CO , LTD. Bygginga-og Eldiviöur 1 heildsölu og smésölu. Sölust: Princess og Higgins Tals. 5060,5061, 5062 OLÍA, HJÓLÁS-FEITI OG FL. MYNDASMIDIR. WINNIPEG OIL COMPANY, LTD. Bna til Stein Ollu, Gasoline og hjólás-Aburö Talsími 15 90 611 Ashdown Blocftr O. H. LLEWELLIN, “Medallions” og Myndarammar Starfstofa Horni Park St. og Logan Avenue TIMBUR og BÚLÖND SKÓTAU í HEILDSÖLU. THOS. OVSTADt 208 Kennedv Bldg. Viöur I vagnhlössum til notenjp-, bulönd til sölot AMES HOLDEN, LIMITED. Princess & McDermott. Winnipeg. PIPE & BOILER COVERING , TIIOS. RYAN & CO. Allskonar Skótau. 44 Princess St. GREAT WEST PIPE COVERINQ CO. 132 Lombard Street. THE Wm. A. MARSH CO. WESTERN LTD. Framleifiendur af Finu Skótaui. Talsimi: 3710 88 Princess St. "Hifjh Merit" Marsh Skór VlKGIRÐINGAR. THE QREAT WBST WIRE FENCB CO., LTI> Alskonar vlrgiröingar fyrir bœndur og borgarau 76 Lombard St. Winnipeg. RAFMAGNSVÉLAR OG ÁHÖLD JAMBS STUART ELECTRIC CO. 3 24 Smith St. Talsimar: 3447 og 7802 Fullar byrgóir af alskonar vélum. ELDAVÉLAR O. FL. McCLARY’S, Winnipeg. Stœrstu framleiöcndur t Canada af Stóm, Steinvöru (Granitewares] og fl. QOODYEAR ELECTRIC CO. Kellogg's Talslmar og 011 þaraOlát. AhOld xalsimi 3023. S6 Albert St. ÁLNAVARA í HEILDSÖLU KAFMAGN8 AKKOKÐSMENN MODERN ELECTRIC CO 412 Portage Ave Talsími: 5658 Viögjörö og Vlr-lagning — allskonar. R. J. WHITLA & CO., LIMITED 264 McDermott Ave Wiunipeg “King of the Road" OVERALLS. BYGGINGA - EFNI. BILLIARD & POOL TABLES. ^ _ W. A. CARSON P- O. Box 225 Room 4 1 Molson BnnJca^ Öll nauBsynleg éhéld. Ég gjðri vi6 Pool-horO JOHN QUNN A 50NS Talstmi 1277 266 Jarvis Ave. Höfum bezta Ste n, Kalk, Cement, Sand o. fl. BYGGINGAMEISTARAR. N Á L A R. J. H. O. Rt’SSELL v r ' % Byggingameistari. I Silvester-Willson byggingunni. Tals: 1068 JOHN RANTON 203 Hammond Block Talslmi 467D SendiÖ strax eftir Verölista og Sýnishornuwu GAHOLINE Vélar og Bruiinborar ONTARIO WIND BNGI.NK and PUMP CO. LTIk 301 Chamber 8t. Slmi: 2988 Víndmillur— Pnmpur — Agætar Vélar. Jakobína Johnson. Æfimining. Vigdísar Gnðmundardóttir. Fædd 29. des. 1834. Dáin 17. des. 1908. Vigdís sál. var dóttir Guðmund- ar Gissurssonar, vaktara i Reykja- vík, og Ingibjargar Jónsdóttur. þau hjón bjuggu á Grjótabæ í Reykjavík. V i g d í s heitin ólst upp hjá foreldrum sínum, þar til hún var 19 ára, þá giftist hún Magnúsi þorkelssyni. þau bjuggu 18 ár á Grímsstöðum við Reykja- vik, og siðar á Auðnum á Vatns- leysuströnd. Á 9. ári þeirra þar brann bærinn Auðnir, og brann Magnús í þeirri brennu til bana. Alls bjó Vigdis þar 10 ár. þá flutti hiún til Ameríku (1887), með 5 börnum sínum, og fóstursyni sínum. Bjó hún í Nýja íslandi um nokkurra vetur, og flutti ]>aðan vestur í Shoal Lake nýlendu, og dó hjá Grími syni sínum að Ideal P. oi þeim lijónum varð 14 barna auðið, og eru 6 á lífi enn þá. þau eru þessi : Grímur bóndi í Shoal Lake, þorkell sögunarmylnu eig- andi í Keewatin, húsfrii Vigdís, kona Guðmundar þórarinssonar, plasturmanns í Winnipeg, Guðrún kona Stefáns Sigurðssonar bónda, Árnes P.O., Ingibjörg kona Th. Johnstones, fiskimanns í Keewatin og Björn vélastjóri samastaðar. Börnin eru öll myndarleg og dug- leg. Tveir fóstursynir Vigdísar sál. eru í þessu landi : Sigurður G. Magnússon, Winnipeg, og Joseph Zeller, Shoal Lake. Vigdís var góð og göfug kona, liöfðingi í lund heim að sækja og hjálpsöm við bágstadda menn. •Árin líða, öld og dagur, jEska lífs og sældarhagur, Gleði og sorgir enda fá. Alt sem lifnar, lífi tapar, Ljósið myrkri aldur skapar, Iafsins hærsta landi á. jEví þín er liðin líka Ljúfa móðir! elskuríka ÖUum, sem að þektu þig. Góðlynd, blíð og göfug varstu, Gleði og sorg sem hetja barstu Hinsta fram á ævistig. Móðir dýra! minning þína Mér láti’ guð i hjarta skína Meðan sólin sendir yl. þitt dygðaríka dagfar lýsi, Mér dag og nótt — á hálum ísi, — Unz að heiminn eg við skil. Eg finn þig aftur ljóss á landi, þá losnar sál úr heims sam- blandi Og endað er mitt æviskeið. Á þina minning blessun breiða Börnin þín! Og hug að leiða: þangað allra liggur leið. (Undir nafni Vigdísar, dóttur hinn ar látnu konu). Kb Ásg. Benedikisson. — J. S. Armstrong, vcrkfræðing- ur í St. John borg í New Bruns- wick, hefir lagt fyrir verzlunar- nefnd Montreal borgar tillögur sín- ar um aðferð til þess að renna járnbrautalestum yfir um St. Lawrenee ána. Hann ræður frá, að brúin mikla, sem hrapaði í ána í fyrra, sé endurbygð, heldur séu gerð stálgöng undir ána. Hann vill láta byggja voðamikinn stálhólk, cr liggi í árbotninum, 40 fet tindir yfirborði vatnsins, og sem sé til beggja enda tengdur við stein og cement stöpla, er bygðir verði beggja megin árinnar. í hólk þess- um vill hann hafa 4 járnbrauta- spor, 2 fyrir eimlestir og 2 fyrir strætisvagna, svo að umferð fólks og farangurs milli Quebec og Lew- is bæ jar geti orðið eins og á þurru landi. Svo hefir verzlunarnefndinni þótt uppástunga þessi mikilsvcrö, að hún hefir kallað almennan íund til að ihuga hana og skoða upp- drætti þá, sem herra Armstrong hefir gert af þessu verki, eins og hann hugsar sér að það verði gert. Skianliiivinlir Mjög vandaðar, stðrar og fagrar, af skálclkrtngunum íslenzku, Hall- grfmi Péturssyni og Jrtnasi Hall grfmssyni, fást hjá nudirskrifuðum, önnur á 35c en báðar á 60c. Agæt stofuprýci. ATH. — Þessir hafa þegar tekið að sér útsölu á myndunum : — Friðrik Svemsson, 618 Agnes St., Winnipeg; Wm. Anderson. 1797 7th Ave. W , Vancouver, B. C.; S. Bárðarson, R. F. D. 1, Box 90, Blaine, Wash.; Sigurður John- son, Bantry (ogUpham),N. Dak. Jóh. H. Húnfjörð, Brown. Man. OSThormodson,Pt.Robert,Wash J. G. Westdal, Minneota; Olafur G. Isfeld, Kristnes, Sask.; S.Pét- ursson, Arnes (og Nes), Man.; C.Christianson,Marshland, Man.; Sigurður Bjarnason, Big Quilí (og Wynyard), Man ; Konrad Sigtryggsson, Belmont, Man. F. R. JOHNSON, 1419 W. 57th St., Seattle, Wash. YFIRLtSING. Að gefnu tilefni lýsi ég yfir þvi, að bréfkaflar liéðan að vestan, sem birtast kutina, eða birst hafa, í íslenzku blöðunum, eru því að eins frá mér, að nafn mitt sé und- ir þeim. Seattle, Wash., íebr. 24, ’-OO. Sigurður Magnússon. Land til sölu hjá undirskrifuðuim, umgirt tneð bygjgimgum. Hross og g.ripir, 28 til 36 boins af hjeyi, heyvélar, sleði o. fl. Gott verð, góðir skilmálar. — Grípið tækifærið. B. IIJÁLMSSON, tf. Otto P.O., Man. KENNARA vantar við Kristnes skóla (N« 1267 N.W.T.) fyrir 7 mánuðd, írá fyrsta apríl til fyrsUa nóvembesv Umsœkjandi verður faö hafa gfld- andi skírteini fyrir Saskatchewau, tiltaka kaupupphæð, segja til reýnslu í kennarastörfum o.s.frv. Tilboð sendist til undirskrifaðs fyrir 15. marz 1909. G. NARFASON, 11-3 Kristnes P.O., Sask, KENNARI. Ibne Creek skólahcrað No. 1360* æskir eftir skólakennara fyrir þrjá mánuðii, sem byrji 15. marz nk. — Hver, sem vildi sinna þessari aug- lýsingu, geri svo vel og sendi til- boð, sem taki fram mentastig, reynslu og kanp t*« E. E. einarson, Sec. Treas. 11-3 Pine Valley P.O., Man. KENNARA scm hefir 2. og 3. kenmarastig, vanitiar við Norður-Stjörnu skóla No. 1226 n,æs«ta kensliitimabdl, siox mámuði, frá 1. *naí til 1. nóv. Til- boðutm, scm tilgreina nietntastig og katip, sean, óskað er eftir, verðiip veitt móttakia aí undirrituðum til, 15. marz næstkom,andi. Stoiny Hill, Mau., 23. jan. 1909. G. JOHNSON, Sec’y-Tr.ias. KENNARA sem hefir 2. kennarastig, vantar að Westside skóla No. 1244, kensla tímabil 8 mánuðir, byrjar 1. apríl. Tilboðnm, sem tilgreini mentastig og kaup, sem óskaö er eftir, verð- ur veitt móttaka af undirskrifuð- um til 20. tnarz næstk. TH. SIGURDSON, lg-3 Iæslie, Sask. Tames Flett & Co. * PLUHBERS Leiða Gas- Vatns- og pfpur í hús yðar, fyrir sanngj. borgun. Verk vandað, fljrttlega gert og ábyrgst. 572 Notre Dame Avenue Telephoue nr. okkar er 3380 4e5a 8539. Kæru bændurl Ef ykkur langar til að eignast eítirfylgjandi Calendar, sem gefur góða hugmynd um það yfirnáttúr- lega málverk, sem Sharplers Skilf ví,ndu félagið býður frítt meðaa það endist, öllum sem óska þess^, — þá skrifið umboðsmanni félags.- ins G. S. Guðmundsson, Framnes, Man., Can., og biðjið hann um þessa stoíuprýði, ásamt sérstökum skilvindu verðlista fyrir febrúar og marz. Sendið 16c í silfri fyrir pöst- gjald og umbúðir. Il-S SHARPLESS SEPERATOR CO. Woodbine Hotel Stærsta Billiard Hall NorÖvestnrlandín^ Tln Pool-borÖ.—Alskonar vln og vindl&Ei Lennon A llebb, Bigendnr.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.