Fjallkonan - 22.06.1885, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 22.06.1885, Blaðsíða 3
PJALLKONAN. 47 hefir jafnmikil áhrif á hugarfar og hjarta barns- ins og hún, þegar hún er vaxin hinu vandasama verki sínu? Eða mun ekki börnunum verða ljúfara og eðlilegra að fá hina fyrstu tilsögn hjá móðurinni enn óviðkomandi mönnum? En til þess, að hún geti veitt þeim sem bezt uppeldi, út- heimtist, að þau beri virðingu fyrir henni og hafi fuílkomið traust á ráðum hennar og orðum. Nú er víst, að börnin trúa engum jafnvel og móður- inni, meðan þau eru sem menn kalla milli vita, og þá liggur í augum uppi, hve áríðandi það er, að orð hennar sjeu jafnan sönn ogholl, og að börn- unum sje ætið óhætt að trúa þvi þegar hún fræðir þau um eitthvað, sem þau hata ekki skilið áður. Greind og eftirtektasöm börn taka eftir mörgu °g spyrja margs, og þau gjöra sig ekki ánægð með að fá úrlausn að eins að hálfu leyti eða jafnvel ekki. Að minnsta kosti hlýtur það, að móðirin ekki getur gefið þeim fullnægjandi upp- lýsingar á spurningar þeirra eða ef hún eyðir þeim, að veikja traust þeirra á þekkingu og yfirburðum hennar. Aldurinn frá io til 16 ára er sá tími, sem hentastur er til undirbúnings fyrir börnin til meiri mentunar og andlegs þroska. Á þess- um aldri hafa þau ekki náð þeirri íhugunarsemi að þau geti sjeð, hvort von sje til að móðirin geti leyst úr spurningum þeirra, eða veitt þeim þá tilsögn, sem þau æskja eptir. þ>eim þykir aðeins sjálfsagt að hún viti þetta eða hitt, er þau spyrja að, og bregðist það, er hætt við að traust þeirra til hennar og virðing sú, er þau hafa borið fyrir henni minnki, og þá veikjast þau áhrif, sem hún getur haft á vilja og lífsstefnu þeirra, þótt hún í mörgu öðru tilliti kunni að vera fær um að vísa þeim leið. fað er líka æskilegt, að móðirin sje svo menntuð að hún geti haft eptirlit með hvern- ig börnum hennar er kennt, taki hún aðra til þess, og geti leiðbeint í því tilliti ef henni ekki líkar hvað eða hvernig er kennt. Enda mundi það glæða virðingu og traust barnanna til henn- ar ef þau sæu að hún væri þeim jafnan fremri, þótt þau kæmust nokkuð áleiðis, og að hún stæði ekki á baki kennara þeirra hvað menntun og þekkingu snerti. Hún fengi þannig meira vald yfir vilja þeirra og hugsunarhætti enn ella ; orð hennar festu þá dýpri rætur og yrðu þeim minni- stæðari. f>að eru svo mörg og djúp áhrif, sem góð og menntuð kona getur haft á mannfjelagið, að eins með uppeldi barnanna, að torvelt verð- ur að telja upp, hvernig hún getur beint huga unglinganna að hinu góða og sanna, hvernig hún getur við smá atvik minnt þau á, að margt það, sem er hvað mikilvægast, á rót sína í atvikum, sem lítill gaumur er gefinn. Hún getur sýnt þeim, að þau eiga ekki einungis að lifa fyrir sig, heldur einnig fyrir aðra; að ættjörð og þjóð þeirra hefir kröfu til að þau noti krafta og hæfilegleika sína, og að hið sanna gagn og hugsanir liggi ekki ætíð í að leita sem fjarst, og byltast í umsvifamiklum fyrirtækjum, heldr í því, að verðasem færastur í hvaða stöðu sem er, og rækja sem bezt þær skyldur, sem menn hafa að uppfylla, og að þótt þær sjeu ekki ætíð fljótt á að líta þýðingarmiklar, þá geti þær þó verið mikil- vægar, og jafn áríðandi að stunda þær vel og þótt meira bæri á þeim. Hún er það, sem eink- anlega á að leiðbeina dætrunum, að venja þær á þrifnað og hreinlæti. Hún sýnir þeim hvernig hreinlæti og vandvirkni eiga rót sína í hugarfar- inu.ogsje hugsunarhátturinn hreinn og góður, hljóti verkin að verða eins. Hún á að sýna þeim hve áríðandi það er, að fá sern mesta og gagn- legasta menntun og þekkingu, og benda þeim jafnframt á, að hjegómaskapur og tepur eru langt frá allri sannri menntun, og tilfinningin fyrir hinu fagra og góða á ekkert skylt við glys og glingur. Hún sýnir þeim, að mannúð og hluttekning í annara kjörum eru ávextir sannrar menntunar, og að það sjeu einkum konur, sem geti opt mýkt böl annara með nærgætni og lipurð. Hún sýnir þeim, hvernig þær eigi að láta sjer annt um þær systur þeirra, sem ekki hafi fengið tækifæri eða hæfilegleika til að taka jafmiklum framförum og þær, og að það sje skylda þeirra, að gefa þeim heil ráð og segja þeim til eptir megni, en henda ekki gaman að fáfræði þeirra, eða sýna þeim hrak og fyrirlitningu,sem vottar að eins heimsku og menntunarskort sjálfra þeirra. þ>annig leggur góð og menntuð kona grundvöllinn til velgengni og heilla þjóðarinnar, með því hún vekur löngun barna sinna að verða öðrum til gagns, og glæðir þekkingu þeirra og hvetur þau til ósjerplægni og göfuglyndis. Hún er sem steinhöggvarinn, sem meitlar og lagar grjótið, svo úr ólíku og ólögu- legu efni verðr reist öflug og varanleg bygging, sem vekur undrun og virðingu seinni alda manna. í>að er vonandi, að menn taki nú þetta mál til alvarlegrar umhugsunar áður langt líður, og að það verði ekki að eins hinir einstöku menn, sem hingað til hafa hafið máls á því, heldur al- menningur. J>að er vonandi, að konur sjái nú sjálfar að hjer er um heill og rjettindi þeirra að tefla, og að þær sitji ekki lengur aðgjörðalausar og horfi þegjandi á, ef einhver ber fram merki þeirra, heldur gangi örugglega fram, og berjist við deyfð og dofa, ófrelsi og hleypidóma, sem hingaðtil hafa staðið í vegi fyrir öllum andlegum og verklegum framförum þeirra. þ>að er vonandi, að þær finni sannleika málsháttarins: „þekking er veldi“. þ>að er vonandi að þær skilji nú loks- ins „tákn tímanna11 og sjái, að þeim er einnig mál að rísa upp af svefni. jpað er vonandi, að þær vilji sýna, að þær sjeu rjettbornar dætur hinna fornu, frjálsu íslendinga, sem ekki þoli nein- um að sitja yfir rjetti sinum og frelsi. Jeg enda þá mál þetta að sinni, og vona að einhver af hinum ungu og framfara og mennta konum riti betur um það en jeg hefi gjört, svo það verði ekki algjörlega dregið út af dags- skránni, heldur standi þar efst á blaði jafnt hin- um mestu áhuga og framfara málum þjóðar vorrar. Æsa. (Frá fréttaritara vorum í Khöfn.) Danmörk. Héðan er í rauninni eigi mikið að frétta; alt gengr eins og áðr; sama styrjöldin

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.