Fjallkonan - 22.06.1885, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 22.06.1885, Blaðsíða 2
46 FJALLKONAN. gómlega og smálega til hins göfuga, góða og fagra. Hún hlýtur að hafa áhrif á alla hugsun og lífsstefnu vora. Hún glæðir löngunina eptir öllu góðu og nytsömu, en yekur óbeit á öllu ófögru, lítilfjörlegu og hjegómlegu ; öllu gjálfri og hlægi- legu glysi, sem er að eins á yfirborðinu, en er í raun og veru kjarnalaust. Menntunin heimtar, að hver og einn sje það, sem hann vill sýnast. Hún bendir oss á köllun vora, glæðir hæfilegleikana, hvetur viljann og eflir þrekið; hún heimtar að skyldur og gagnsmunir sitji í fyrirrúmi fyrir skemmtunum, þótt það kunni stundum að útheimta sjálfsafneitun. Fyrir því hlýtur konan að sjá betur skyldur sínar og köllun sje hún menntuð enn ella. Dóttirin sjer þá gjör, hvaða skyldur hún hefir að uppfylla gagnvart foreldrum sínum, að hún þarf meira enn að heimta og taka við, að hún hefir jöfnum skyldum að gegna gagnvart þeim og synirnir; að hún er jafnskyld að sjá þeim farborða á efri árum og styrkja þau með ráðum og dáð og verða nýtur limur í þjóðfjelaginu sem þótt hún væri sonur þeirra. Einhleypa konan hlýtur þá að sjá betur hvers henni ber að gæta gagnvart sjáifri sjer og al- menningi; hún veit að hún hefir krapta og vilja, sem hún á að verja í þjónustu hins sanna, góða og nytsama ; hún sjer þá að staða hennar hefir einnig talsverða þýðingu í mannfjelaginu, og að það hefir rjett til að heimta óskipta krapta ein- staklinganna sjer til framfara ogvelgengni, og að hún hefir einnig tækifæri, þótt það kunni að vera í smáum stíl, til að vinna að almenningsheill á- samt bræðrum sinum. Sagan sýnir henni líka, að til hafa verið konur á öllum öldum og í ólíkum ástæðum, sem hafa þó tekið mikinn þátt í áhugarmálum þjóðar þeirra, og unnið opt ótrauð- ar að hag og heill fósturjarðar þeirra. Hún sjer að það er heimska ein, að láta gamlan vana og rótgróna hleypidóma blinda huga og framkvæmdir sínar, þegar um áhugamál og velferð almennings er að ræða, og þótt í fyrstu kunni að vera tekið misjafnt upp, að hún fylgir af áhuga framförum tímans, og þótt ýmsar torfærur verði á vegi henn- ar þegar hún vill halda fram sannfæringu sinni eða stofna til nýrra fyrirtækja, vekja áhuga og efla fjelagskap hjá systrum sínum, þá má hún ekki láta slíkt tálma sjer eða letja sig að halda áfram. þ>að er jafnan hægra að endurbæta hlutinn enn að frumsmíða, og jafnan hefir öll nýbreytni mátt sæta óvild margra, hversu þörf sem hún hefir verið, enda hafa opt forvígismenn framfaranna verið fótum troðnir, þótt minningu þeirra hafi siðar verið haldið á lopti öldum saman. þ>eir hafa opt einir og aðstoðarlausir byrjað að ryðja þá braut, sem þúsundir manna hafa síðan með ljúfu geði lokið við og farið. þ>ví hljóta hverjir þeir, sem að framförum vinna og vilja brjóta gamlan vana á bak, að búa sig við að hafa ekki ætíð almenn- ingsálitið sin megin i fyrstu. En sje haldið á- fram jafnt og sjálfu sjer samkvæmt með gætni og fyjrirhyggju, fella menn sig smám saman við nýbreytnina, þegar þeir sjá að hún er þarfleg og sanngjörn. jpannig getur vel borið til, að það I verði í fyrstu kallað óþarfa framhleypni og „vas“, ef konur leyfa sjer að leitast við að fylgja tim- anum, en það á sjer ekki langan aldur, því að margir hinna skynsamari manna álita það æski- legt og sanngjarnt og vilja styðja að þvi með ráð- um og dáð. þ>annig liggur opinn verkahringur fyrir einhleypum konum, sem hafa þær á- stæður, að geta verið öðrum óháðar, og vilja leggja nokkuð í sölurnar fyrir rjettindi sin og framfarir. Gipta konan sjer skyldur sínar sem eiginkona, móðir og húsmóðir frá annari hlið en áður, og þær verða Ijósari og markverðari i augum hennar. Hún sjer, að hún er gagnvart manni sínum sem fjelagi og ráðgjafi, er ræður öllum ráðum sam- eiginlega með honum. En til þess að slik stjórn fari vel úr hendi þarf hún fjölbreytta þekkingu, svo hún byggi jafnan ráð sín á skynsamlegum rökum. Hún á þá hægra með að skilja mann sinn, tilgang hans og vilja, og betra vit til að ráða honum heilt ef honum skjátlast, og taka bendingum hans ef þess þarf við. Aðal-grund- völlur góðs skipulags í heimilislífinu er að konan þekki skyldur sínar og hafi bæði vilja, þekkingu og hæfilegleika til að uppfylla þær. þ>að yrði bæði torvelt og óþarft, að vilja reyna að telja upp hin- ar ýmsu skyldur konunnar, því sje hún í orðsins fyllstu merkingu kona, getur enginn fundið þær jafnvel sem hún, og þá er víst að hún leysir þær af fremsta megni af hendi. Hin menntaða kona hlýtur að eiga hægra með að standa vel í stöðu sinni gagnvart hjúum sínum, en hin ómenntaða, og orð og ráð hennar hafa meira gildi i augum þeirra, af því að þau reka sig ekki á vankunn- áttu og þekkingarleysi í neinu tilliti. Auk þess getur hún komið miklu góðu til leiðar og kennt hinum fáfróðari margt þarft. Hún getur bent vinnukonum sínum á, að þær hafi einnig tækifæri til að láta sjer fara fram, og sýnt þeim, að það er ekki staðan, sem skapar hæfilegleikana, held- ur sjeu það opt hæfilegleikarnir, viljinn og fram- kvæmdin, sem skapa stöðuna, og að engin staða sje svo þýðingarlítil. að á sama standi hvernig í henni sje staðið ; enda. hafa það opt verið inenn af lægstu stigum, sem hafa komizt til mestu met- orða og orðið bjargvættir þjóðar sinnar. jpannig getur menntuð kona fremur vakið áhuga og keppni í framfaralegu tilliti enn hin ómenntaða, og er slíkt mjög þýðingarmikið. En þó kemur hvergi jafn ljóslega fram munur- inn á vel menntaðri konu og líttmenntaðri sem gagnvart börnum þeirra. Móðirin er ætíð hinn fyrsti og sjálfsagðasti leiðtogi barnsins, og mun þá nokkur geta neitað því, að til að geta gegnt vel skyldu sinni—hinni þungu og ábyrgarmiklu skyldu—að vera fóstra og fræðari hinnar upp- vaxandi kynslóðar þarf bæði menntun, þolgæði og ljósa þekkingu í sem flestu. Menn munu segja, að lítil þörf sje á að konur sjeu spreng- lærðar fyrir þær sakir, því nú sje lítill hörgur á hæfum kennurum. En þó svo væri viljum vjer spyrja: hver getur veitt barninu aðra eins tilsögn og móðirin, sje hún góð og menntuð? Hver

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.