Bindindistíðindi - 06.12.1884, Side 4

Bindindistíðindi - 06.12.1884, Side 4
4 Um útbreiðslu Goodtemplarsfjelagsins. (Frá einum fjelagsmanni). Fyrir hjer um bil 10 mánuðum var stofnuð á Akureyri hin fyrsta Goodtemplarsdeild hjer á landi, og heflr hún tekib fljótum framförum, þar sem nú eru um 60 bæjarmenn í fjelagiuu, og 40 utanbæjar; flest eru það karlar, og er nálægt því þriðji hver fermdur karl- maður hjer í fjelaginu. Goodtemplarsfjelagið heflr á hinum síðustu árum mjög útbreiðst á Norðurlöndum, og er álitið að vera eitt hið traustasta bindindisfjelag ( heimi. pað er einn af höfuðkostum þessarar reglu, að deildirnar halda fund í hverri viku, og eru þannig sí- starfandi og bindindismálinu með þvi stöðugt haldið í hreyfingu. pað hefir nú sýnt sig, að fjelagið getur þrif- izt og gert gagn hjer á landi, og því virðist mjer, er þetta skrifa, að æskilegrt væri, að það útbreiddist og sem víðast yrðu stofnaðar deildir, en einkum og sjer i lagi vil jeg ráða til að stofnaðar yrðu Goodtemplars- deildir I flestum kauptúnum landsins. Jeg vil biðja góða meun i Reykjavík að taka það tii íhugunar, hvort ekki muudi geta leitt gott af því, að þar yrði stofnuð deild. Jeg er sannfærður um að fjelagið myndi þrifast þar eigi síður enn á Akureyri. Til þess eru mörg dæmi að Goodtemplarsdeildir hafa getað haldizt við á þeim stöðum, þar sem önnur bindiudisfjelög hafa liðið undir lok von bráðar. Jeg hefl það traust tll góðra manna í Reykjavík að þeir vilji styrkja það, að deild yrði þar stofnuð því alveg fyrirhafnarlaust verður það ekki gert. Til þess að stofna deild, hvort heldur er ( Reykja- vtk eða annarsstaðar, þurfa 10 menn að minnsta kosti

x

Bindindistíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bindindistíðindi
https://timarit.is/publication/121

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.