Bindindistíðindi - 06.12.1884, Blaðsíða 7

Bindindistíðindi - 06.12.1884, Blaðsíða 7
7 að fjelagsmenn er stóðu undir þessari stórdeild voru álíka margir og árið áður n.l. um 90,000 fullorðnir og 50,000 börn. — Sunnudaginn 30. f. m. var hinn venjulegi viku- fundur haldinn í deildinni „lsafold“ og voru um 60 fje- lagsmenn á fundi. Rætt var um útgáfu líindindistíð- inda og var samþykkt að þau skyldu útgefln í nafni deildarinnar. þrem fjelagsmönnum var falið á hendur að lesa yfir innihald þeirra. Einn fjelagsmaður hafði lofað að kosta 1. blaðið. Einn af slofnendum deildar- innar hjelt snjalla ^ræðu á fundinum, og ljet í ljós á- nægju stna yflr framförum deildarinnar. {>egar hún hefði verið stofnuð hefðu menn ekki gert sjer glæsi- legar vonir um framtíð heunar, og þá mundi engum hafa komið til hugar að fjelagsmenu yrðu eins margir á einu ári og nú væru þeir orðnir. Deildin hefði stöðugt haldið vikufundi og næstum á hverjum fundi hefðu ein- hverjir gengið inn, opt 3 eöa 4 í einu, jafnvel 10. Hann sagði, að það gieddi sig, að margir af skólasveinum Guðmundar Hjaltasonar hefðu gengið f fjelagið, því hann vonaðist eptir að sumir þeirra kynuu síðar meir að úlbreiða það, og ekkert væri jafn líklegt til útbreiðslu bindindis sem þaö, að ungir námsmenn yrðu bindind- inu hlyntir. Hann sagði, aö það væri ekki einasta að fjelagsmenn neyttu ekki víns sjálfir, heldur hefðu þeir einm'g góð áhrif á utanfjelagsmenn með sínu góða eptirdæmi, og styrktu þá sannfæring hjá fólki, að vín- drykkja væri óþörf og optast skaðleg. Hann kvaðst vona að sú tíð rinni bráðum upp að víndrykkjusiðurinn, sem verið hefði almennur og í meiri hluta, yrði sjaldgæfur

x

Bindindistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bindindistíðindi
https://timarit.is/publication/121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.