Bindindistíðindi - 06.12.1884, Page 3

Bindindistíðindi - 06.12.1884, Page 3
3 Til að fyrirbyggja misskilning skulura vjer taka það fram, að það er ekki skoðun vor, að eigi þurö annað enn að vera í bindindi til að vera dugandi mað- ur og reglusamur, því vjer vitum vel, að bindindismað- urinn getur bæði verið ráðleysingi og óreglusamur, en ofdrykkian er svo almenn og eykur alla aðra óreglu, að hún þarf sjerstaklega mótspymu. Vjer, sem nú sendum yður, heiðruðu iandar, þetta iitla blað, viljum styðja að því, að bindindisfjög komizt á fót, og við haldist sem víðast hjer á landi, Vjer viljum hvetja til, að sem flestir gangi í slík fjelög, og að þau flest eða öll hafl samband sín á milli, og einkum vilj- um vjer mæla með, að Goodtemplarsfjelagið, sem uáð heflr fótfestu hjer á landi, útbreiðist, og deildir verði stofnaðar í kauptúnum og þjettbyggðum sveitum. þetta litla blað mun því ræða um bindindishreyflngar, ogvill geta gefið skýrslar um bindindisfjelög og bindindismál, eptirþvísem það á kost á. Óráðið er hve tíðindi þessi koma opt út, þar sem þau hafa enga kaupeudur og fáa styrktarmeun enn sem komið er, líklega kemur út hálf örk fjórum sinn- um á ári að minnsta kosti. Gæti þetta orðið vísir til að hjer kæmist upp reglulegt bindindistímarit, er tilgangÍQ- um náð, því vjer ætlum að það yrði bindindisfjelögun- um til eflingar, sem vjer vonum að fremur fjölgi enn fækki framvegis.

x

Bindindistíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bindindistíðindi
https://timarit.is/publication/121

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.