Þjóðólfur - 05.03.1897, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 05.03.1897, Blaðsíða 2
42 annir á sumrin sé unnið af kappi, en á öðrum árstímum miður. Það vanti nógu mikinn áhuga og sístarfandi vinnusemi. Menn séu svo trauðir að byrja á nokkru nýju, koma sér að verki. Spyrji menn einhvern bónda: „Hvers vegna reynið þér ekki að afla fiskjar hér á firðinum?“, þá svarar hann, að það hafi aldrei verið reynt o. s. frv. Ferjubátunum sé fleytt yfir fljótin, þótt þeir hálffyllist af leka, og smá- brýr úr tré eða torfi yfir torfærur séu svo hrörlegar, og svo götóttar, að hestarnir þori ekki yfir þær, svo að sneiða verði hjá þeim út í mýrarnar. í sambandi við þetta, sem sagt hefur verið af lundar- einkennum og framtaksleysi íslendinga, lætur höf. þess getið, að það beri að sumu leyti vott um apturför í kjarki og krapti hjá þjóðinni í samanburði við fyrri tíma eða allt fram á 16. öld, og eignar hann það einkum erlendri kúgun. En jafnframt því sem karlmennska og þróttur lands- manna hafi þorrið í baráttunni, hafi and- legt fjör og sálaratgerfi þróast hjá þjóðinni á tímum neyðarinnar. A.ð lokum kemst höf. svo að orði: „Útlendur maður, sem bregður sér snöggvast inn í hús og hreysi eyjarskeggja, sem vinur þeirra, gæti oigi óskað sér að eðlisfari íbúanna væri öðruvísi háttað, en nú á sér stað. Eg þekki ekki elskulegri þjóð en íslendinga. í snyrtimannlegu og vingjarnlegu viðmóti gæti eg að eins líkt þeim við ítali. Menntun þeirra kemur miklu bersýnilegar í Ijós í framkomu þeirra og umgengni, en í þekkingu þeirra. Þá er bóndi eða prestur fór með mig eptir dimm- um jarðgöngum inn í hina þröngu, fátæk- legu stofu, bauð mér sæti og tók að skegg- ræða um hitt og þetta með snyrtimannlegu látbragði, þá hvörfluðu í hug mér optar en einusinni þessi ummæli hins mikla ljóða- skálds íslands (Bjarna Thorarensen) um látinn vin sinn(Odd Hjaltalín): „Konungs hafði hann hjarta með kotungsefnum“. Gestrisni og greiðvikni landsmanna lofar höf. alimjög og segir, að sér hafi hví- vetna verið mætavel tekið. Tekur hann til dæmis viðtökurnar á bóndabæjunum: Kal- mannstungu, Barkarstöðum, Grundarfirði og Eeykjahlíð og á prestsetrunum Stóra- núpi, Breiðabólstað, Reykholti, Staðarbakka, Grenjaðarstað og Akureyri, og verzlunar- stöðunum Eyrarbakka og Ólafsvík. Einn- ig minnist hann með miklu lofsorði á við- tökurnar,er þau hjónin hafi fengið i Reykja- vík, en einna mest er hann þó hrifinn af gestrisni sýslumannins í Arnarholti og Bystur hans. Höf. segist gefa sérhverjum, er ferð- ist á íslandi þetta ráð: „Skoðaðu hvern og einn sem „gentleraaun", (göfugmenni) enda þótt hann standi frammi fyrir þér í gauðrifinni treyju“. Kvartanir sumra ferða- manna yfir stirðlyndi og ósanngjörnum kröfum landsmanna hljóti að verajjsprottn- ar af því, að menn hafi annaðhvort litið smáum augum á íbúana sem heimskt bændafólk eða skoðað þá beinlínis sem ó- breytta þjóna, er létu sér allt lynda, en það tjái ekki að haga sér þannig víð íslendinga. Útlendir ferðamenn á íslandi verði að leggja allan embættis- og stétta- hroka á hylluna, ef vel eigi að fara, en geti þeir það ekki, sé þeim sæmra að stíga aldrei fæti á land^þessarar höfðiugja- þjóðar — íslendinga. " Eigi er höf. þeirrar skoðunar, að ís- lendingar séu mjög andlega sinnaðir, og hyggur hann, að hér beri einna mest á kæruleysi í trúarefnum, og sér hafi verið sagt, að þeir væru margir, er eigi vissu glögglega, hverju þeir tryðu. í blöðunum birtist einnig stundum svo lagaðar árásir gegn trúnni, sem naumast mundu mega sjást á prenti á Þýzkalandi o. s. frv. Þá talar höf. um íslenzka pólitik og minnist meðal annars á stjórnarskrárbar- áttuna. Virðist hann vera þeirrar skoð- unar, að íslendingar hugsi meira um póli- tik, en góðu hófij gegni, og kveðst hann hafa hitt nokkra menn að máli, er hafi látið í Ijósi þá sannfæringu sína, að stór- pólitíkina gætu menn gjarnan látið liggja í þagnargildi svo áratugum skipti, og hin núgildandi stjórnarskrá væri alls ekki til hindrunar búnaðarframförunum, er væri hið þýðingarmesta verkefni framtíðarinnar. Þetta er gamla viðkvæðið, sem vér þekkj- um ofurvel, og lætur vel í eyrum margra manna. Yfir höfuð virðist oss stjórnmála- kaflinn í ritgerð höf. einna fátæklegastur, og er auðséð, að íslenzk pólitik liggur skilningi hans fjærst af því, sem hann rit- ar um, en alstaðar lýsir sér þó einlæg við- leitni til að skýra rétt og samvizkusam- lega frá. Síðustu kaflar ritgerðarinnar eru um byggingarstil (einkum á kirkjum), um forn- menjar, sönglist og bókmenntir, einkum um skáldskap. Eru þar margar góðar athugasemdir og bendingar, og allt mjög hlýlega ritað í vorn garð. En óþarft virð- ist oss að rekja frásögn höf. um þessi efni frekar, enda mun það, sem þegar hefur verið tekið úr ritgerð þessari, nægja til þess að gefa lesendunum dálitla hugmynd um álit höf. á þjóð vorri. Og þótt ýmsir kunni að vera þeirrar skoðunar, að dóm- ar höf. séu ekki keipréttir, þá er svo mik- ið víst, að sárfáir útlendir menn, er hér hafa ferðazt, hafa gert sér jafnmikið far um að kynnast þjóð vorri jafnrækilega sem dr. Heusler, enda hafa fáir ritað um hana með gleggri þekkingu og meiri sann- leiksást en hann. Hann segir sjálfur í ritgerðinni, að hann hafi viljað forðast allt oflof, enda getur hann víða um kosti og lesti, eins og sjálfsagt er, og væri fávís- legt að flrrtast af því, þótt höf. hlaði ekki einberu skjalli á oss, því að þá væri rit- gerðin eigi jafumikils virði, sem hún er. Yér hljótum því að vera höf. mjög þakk- látir fyrir haua í heild sinni. Það er ann- að snið á henni en ferðasöguþvætting þeim, sem flestir útlendingar hafa sett saman um þjóð vora, og optast er annaðhvort eintómt skjall upp úr öllu valdi eða ó- rökstutt níð niður fyrir allar hellur. Húsabótamál. Jarðskjálftamir í sumar hafa orðið drjúgur forði fyrir ísafold. Það má svo heita, að aðal-inuihald hennar síðan hafi verið þar að lútandi. Og nú að síðustu hefur hún flutt miklar ritgerðir „um húsa- bætur á landskjálftasvæðinu", og er það vel að virða. Þó flest af því, sem hún nú flytur um húsabótamálið, sé endurtekn- ing á því, er fyrir stuttu hefur verið skrif- að um það, bæði í blaðinu sjálfu, Búnaðar- ritinu og víðar, þá má segja um það, að „aldrei er góð vísa of opt kveðiu“. Fyrsti kafli ritg. i ísafold er eptir Þ., og er alveg rakin hugmynd mín um bæj- arhúsaform, eins og eg hef framsett hana í Búnaðarritinu VI., 1892 (sbr. 50. bls.), og mælir blaðið nú sérstaklega með því, sem hagkvæmu á fátækum heimilum; en eins og bent er á í áminnstri ritgerð minni, getur það byggingarlag átt við aistaðar jafnt, því húsin eru að eius höfð stærri (og hærri, portbyggð) þar sem meiri húsa- kynna þarf við. Efnisvendni og vandvirkni Jóns Sveins- sonar má eins koma við, þó þessari hug- mynd sé fylgt, ef ástæður annars leyfa það, sem æskilegt væri. get nú af eigin reynslu borið um, að húsaskipunar- fyrirkomulagið er mjög þægilegt, eptir hug mynd okkar Þ., ef eigi skortir efni til að gera húsin vel úr garði. Þau taka ekki á sig veður, eru loptgóð, hlý, björt og notaleg til allrar umgöngu. Enn hef eg eigi orðið þess var, að neinn hafi pantað eða fengið flutt hér til

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.