Þjóðólfur - 05.03.1897, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 05.03.1897, Blaðsíða 1
Árg. (60 arklr) kostar 4 kr. Krlendig 5 kr. — Borgist fyrir 15. júli. Uppsögn, bundin við áramót, ögild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. ÞJðÐÓLFUE. XLIX. árg. ReykjaTÍb, föstudaglnn 5. marz 1897. Nr. 11. Lagasynjanir stjórnariimar eru farnar að verða nokkuð ískyggilegar á síðustu árum, þá er flestum stærstu og merkustu frumvörpum þingsins er synjað allrahæstar staðfestingar hvað ofan í annað, og þótt þingið í ýmsum atriðum geri sér far um að laga sig eptir dutlungum stjórnar- innar, þá hefur sú tilhliðrun frá þingsins hálfu reynzt öldungis áhrifalaus. Stjórn- in stappar samt sem áður í sama farið og sker allt niður við sama trogið ár eptir ár með sýnilegri ánægju. Henni verður ekki flökurt af því, þótt starf þingsins verði að miklu leyti árangurslaust af henn- ar völdum, þvi að íslendingar borga brús- ann, og stjórnin þvær hendur sínar í sak- leysi, þótt hún ein sé þess valdandi, að vér fáum ekki framgengt þýðingarmiklum umbótum á löggjöf vorri. Tilgangurinn er anðsær. Stjórnin reiknar það út, að hún geti kúgað þing og þjóð til að sleppa öllum tökum og leggja þau mál algerlega á hylluna, er eigi öðlast náð fyrir hinum rangeygðu sálarskjáum danskra eða dansk- lundaðra stjórnarvalda, er mestu ráða um úrslit mála vorra. En óaéð er, að henni verði kápan úr þvi klæðinu, þótt vér ís- lendingar séum bæði „fáir, fátækir og smáir". Og þeir tímar munu koma, að ristur mun verða blóðörn á baki þeirra, er nú ganga bezt fram í því að traðka sjálf- sögðum rétti og sanngirniskröfum hinnar íslenzku þjóðar í baráttu hennar fyrir auknu sjálfsforræði og endurbótum á hög- um landsins. Pess hefnr áður verið minnzt hér í blaðinu, að sex lagafrumvörpum frá síð- asta alþingi hafi verið synjað staðfesting- ar, svo að segja i einum rykk, og það eru engin smámál. Nú hafa tillögur lands- höfðingja og yfirlýsingar ráðgjafans verið birtar í Stjórnartíðindunum, en eins og vænta mátti, er harla lítið á þeim pappír- um að græða. Fyrst keraur röðin að prestkosningar- lögunum. Sakir mikillar óánægju opt og einatt yfir aðferð biskups og landshöfð- ingja við úrval eða skrásetningu umsækj- endanna, hafa söfnuðurnir alvarlega kraf- izt að fá rétt sinn að öllu óskertan, þann- ig, að þeir megi velja um alla umsækend- , ur, eins og eðlilegast er. Það er bein af- leiðing af lagabreytingunni um einveldis- afnám veitingarvaldsins í skipun presta- kalla. Úr því að þessi breyting einu sinni var gerð, og söfnuðirnir fengu nokkra hlutdeild í þessu máli, þá mátti ganga að því visu, að menn sættu sig ekki lengi við svona lagaðan hrærigraut, sem hvorki er fugl né fiskur, hvorki heilt né hálft, og hefur einmitt orðið til þess að kveikja ófrið og óánægju í ýmsum söfnuðum. En veitingarvaldið vill fyrir engan mun sleppa því tangarhaldi, er það nú hefur. Það hyggur víst, að þá fari allt á ringul- reið, og að hin síðari villan verði argari hinni fyrri. En því mundi fjarri fara, því að þá fyrst, er söfnuðirnir hefðu óbundnar hendur í valinu og ábyrgðin hvildi á þeim einum. mundu þeir kosta kapps um, að valið tækist sem allrabezt. Auk þess eru svo miklar takmarkanir fólgnar í þessu nýja lagafrumvarpi, að því er atkvæðatöl- una snertir, að veitingarvaldið getur ráð- ið virslitum, ef enginn umsækjandi um brauðið fær 9/s hluta atkvæða þeirra, er greidd eru af rúmum helmingi kjósenda á fundi, og er það strangara en nú er heimtað til löglegrar kosningar, eins og rétt er í sjálfu sér. JÞað er hvöt fyrir söfnuðina að koma sér saman um valið, frekar en nú þarf. — Nú hefur stjórnin synjað frumvarpi þessu staðfestingar sam- kvæmt tillögum landshöfðingja, eins og hún gerði í „niðurskurðinum miklau 10. nóv. 1894. Þá kemur eptirlaunalœhkunin, er stjórn- inni þykir óhæflleg og landshöfðingi hefur lagt eindregið á móti. Þetta frnmvarp var og eitt í „niðurskurðinum mikla“, og byggði stjórnin þá nær eingöngu á mót- mælum landshöfðingja, og vitnar til þess nú, eins og geta má nærri. Það er dá- samleg umhyggja fyrir komandi embættis- mönnum, sem lýsir sér í þessum synjunum. Landsjóður íslands er nógu ríkur til að varpa út mörgum tugum þúsunda árlega í eptirlaun um aldur og æfi, lianda mörg- um uppgjafa embættismönnum, er ef til vill liafa verið embættishneyksli alla sina tíð sumir hverjir. Það er mikln viðkunn- anlegra og sæmilegra en að verja því fé til að efla framfarir í landinu eða koma á fót einhverjum þýðingarmiklum kennslu- stofnunum. Til þess skortir oss fé segir stjórnin af einskærri föðurlegri umhyggju náttúrlega. Þá þykir stjórninni öldungis ótækt að afnema dómsvald hæstaréttar í íslenzkum málum, þótt í þeim rétti sé nú enginn maður, sem beri verulegt skynbragð á ís- lenzk lög. Það stoðaði ekkert, þótt þing- ið síðast hleypti því ákvæði inn í frum- varpið, að tala dómenda í landsyfirréttin- um skyldi aukin um tvo. Forlög þess urðu nú hin sömu, eins og 10. nóv. 1894, hvort- tveggja samkvæmt tillögum landshöfðingja. (Niðnrl. næst). Dr. Heusler uni ísland. (NiJurl.). Höf. tekur það skýrt fram, að í flestum útlendum ferðabókum sé lunderni og framkomu íslendinga eigi rétt lýst, þvi að alstaðar sé klifað á því, að þeir séu alvörugefnir, hlédrægir, tortryggnir í fyrstu, en sómamenn og mjög guðræknir. Segir höf., að þessi skoðun muni sprottin af því, að flestir útlendir ferðamenn skapi sér fyr- irfram þannig lagaðar hugmyndir um lands- menn, og er þeir svo ferðast um landið án þess að skilja neitt í málinu, virðist þeim þetta hugboð sitt rætast. En þessu sé ekki þannig varið, ef menn kynnist ís- lendingum nánar og geti talað tungu þeirra, er skipti mjög miklu. Segir hann, að íslendingar séu kátir og fjörugir, góðir félagsmenn, fyndnir og gamansamir, en yfirleitt eigi búralegir heldur viðkvæmir og tilfinninganæmir, þoli lítt andmæli og álas og vilji láta taka tillit til skoðana sinna, en séu þó hógværir i orðum. Kveðst hann hafa séð karlmenn gráta af við- kvæmni(!). Þeir hafi óbeit á ófriði og her- búnaði stórþjóðanna, og séu jafn nákvæm- ir og blíðir við börnin, eins og við dýrin. Eigi telur hann þunglyndi lundareinkenni íslendinga almennt, eins og margir hafa gert. Hitt sé eigi að marka, þótt menn séu eigi fljótir að taka aptur gleði sína, ef eitthvað mótdrægt hefur þeim að hönd- um borið. Höf. segir, að íslendingar séu ekki jafnþolgóðir og hraustir til vinnu, sem annað bændafólk. í 6—8 vikur um hey-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.