Morgunblaðið - 07.07.2000, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 07.07.2000, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 D 5 hennar ótrúlega afkastamikil. Ein slík lirfa étur fleiri hundruð blaðlýs á æviskeiðinu og fer létt með það. Hins vegar ef við skoðum stærri rándýr, til dæmis ýmsar bjöllur, eru þær tiltölulega klaufsk rándýr. Maður sér til dæmis maríuhænur fai-a í gegnum blaðlúsaþyrpingar og þær sparka fleiri lúsum út af blaðinu en þær éta. Þær eru eins og skrímsli úr tölvuheiminum sem gossast áfram í gegnum lífið. Hér á landi er ein maii'uhænuteg- und sem hefur verið hér alla tíð og er lítil og frem- ur sjaldgæf og sést ekki oft á ferðinni í görðum. Maríuhænur eru afskaplega falleg dýr...“ Já, maður saknar þess að hafa ekki fleiri teg- undir af maríuhænum, eins og margar af þessum fallegu tegundum sem eru víða erlendis... „Þær slæðast oft hingað með innfluttum jóla- trjám, en lifa yfirleitt ekki lengi...“ Svo eru húsagarðar morandi af kóngulóm ef að líkum lætur? „Já, kóngulær eru auðvitað þama á ferðinni, þai’ á meðal krosskóngulær, sem eru mjög áber- andi dýr. Af þeim eru raunar nokkrar tegundir. Þetta eru stór dýr og vekja stundum ótta. Kross- kóngulær eru snaggai-aleg rándýr sem veiða bráð sína í haglega gerðan vef.“ Baráttan í birkinu „Ef við þrengjum þetta hins vegar og skoðum til dæmis eitt birkitré í garðinum getur það gefið okkur vísbendingu um fjölda dýrategunda í garð- inum öllum miðað við fjölda og stærð trjáteg- unda, blómabeða og grasflata. Við getum nefnt um tuttugu skordýrategundir sem sækja á birki. Um helmingur þeirra veldur skaða en aðrar eru tiltölulega meinlausar. Fyrst skal telja fiðrilda- lirfur, eða það sem menn kalla trjámaðk, og í hverju birkitré geta verið að minnsta kosti þijár tegundir af þeim. Á birkinu getum við líka fundið birkihnúðmý, en lirfan lifir í birkifræinu. Þá má sennilega finna þar einnig tvær tegundir af blað- lúsum og í þessum blaðlúsum geta lifað, þrjár til fjórar tegundir af sníkjuvespum, það er að segja lirfur sem lifa inni í lúsunum. Þessar vespui’ eru örsmáar og rétt er að ítreka að það eru til alls konar vespur á ferð og flugi í lífrfldnu og er sá ættbálkur raunar afar fjölskrúðugur. Ef við höldum okkm- áfram við birki þá má finna á birkiblöðunum randaflugulirfur sem lifa á blaðlús og eru því mjög gagnlegar. Við getum líka fundið þama annað rándýr sem heitir birkinet- vængja en bæði lirfan og fullorðna dýrið éta blaðlýs. í rótum birkisins þrífst skaðleg bjöllu- lirfa af tegundinni birkirani, sem étur rætumar, og síðan gæti bjallan sjálf verið uppi í trénu, ann- að hvort að éta blöðin eða börkinn af greinunum. I birkirótinni getur líka verið skjaldlús. Ég nefni þetta nú bara til að gefa örlitla innsýn í fjölbreyti- leikann í einu birkitré í garðinum og ef við tækj- um víðinn mætti nefna ennþá fleiri tegundir.“ Skæð sitkalús Guðmundur sagði að tiltölulega lítið af skor- dýram væri í innfluttum trjátegundum en þó fjölgaði þeim hægt og bítandi. Sem dæmi nefndi hann að yfir þrjú hundrað tegundir af skordýrum lifa á lerki í Síberíu en ekki ein einasta þeiixa hef- ur tekið sér bólfestu hér á landi. Eitt af rannsóknarverkefnum Guðmundar hjá Skógrækt ríkisins er að finna leiðir til að draga úr skaðsemi skordýra í trjágróðri. Hann hefur með- al annai’s tekið þátt í Evrópuverkefni um sitka- lús, sem er einn skæðasti skaðvaldurinn í trjám hér á landi, en hún getur farið afar illa með greni- tré þar sem hún kemur upp. „Þegai’ verst lætur hreinsar hún nánast allt barr af greninu,“ segir Guðmundur. „Hún blossar oft upp eftir milda vetur og kemur þá upp að hausti til. Henni smáfjölgar að vori og fyrrihluta sumars og svo ríður plágan yfír um haustið og getur þá reynst erfitt að ráða við hana. Eituráðun á vorin kemur því ekki að gagni þegar sitkalúsin á í hlut en það er eitt sem ötulir úðunarmenn átta sig ekki á, að þeir era ekki alltaf að úða á réttum árstíma." Guðmundur sagði að rannsóknai’verkefnið væri nú langt komið: „Við höfum skoðað allt mögulegt í sambandi við lúsina en með ákveðið markmið í huga, sem er einmitt að leita annaraa lausna en að eitra fyrir henni. Þai’ koma auðvitað til náttúralegar lausnir. í fyrsta lagi að finna önn- ur tré eða harðgerðari stofna sem þola lúsina bet- ur. Annað er að finna náttúralega óvini sitkalús- arinnar, hvaða dýr það era sem éta hana og hvaða dýi’ eru dugleg við að halda henni niðri, rándýr eða sníkjudýr. Einnig geta komið til sýkingar og hér hafa einmitt fengist afar áhugaverðar niður- stöður um sýkingar á sitkalús. Við ísiendingar höfum alltaf verið vel að okkur í ættfræði manna og eitt af því sem við höfum verið að skoða hér er ættfræði lúsarinnar. Við höfðum lengi sterkan gium um að lúsin okkai’ væri af dönsku bergi brotin og höfum nú fengið sterkai’ vísbendingar um að svo sé. Sú vitneskja gæti reynst okkur gagnleg því segjum svo að danskur starfsbróðir finni grenitré sem lúsin vinnur ekki á, þá er þar ef til vill komin lausn á vandamálinu," sagði dr. Guð- mundur Halldórsson, skordýrafræðingur. Hér verðum við að láta staðar numið að sinni enda komin út í flókna umræðu sem ekki er hægt að gera skil í stuttri blaðagrein, ekki frekar en að ætla sér að reyna að gefa heildarmynd af pöddu- lífi í húsagarðinum. Geitungur í óvenju góðu skapi enda að safna sykurúrgangi frá blaðlús. Randafluga á fingri Ijósmyndarans, Odds Sigurðssonar. Lirfa möðrufeta hlykkjar sig á lúpínublómi. tegundirnar má auðvitað líka finna í venjulegum húsagarði. Það er töluvert af bjöllutegundum á ferðinni í grasinu og af þeim er járnsmiðurinn mest áberandi. Nefna má fleiri skyldar tegundir, svo sem jötunuxa, sem eru vel þekktir þótt hinn eini sanni jötunuxi, þessi stóri, sé mun sjaldséðari nú til dags en áður var.“ Afhverju stafarþað? „Hann var algengur í kringum útihús í sveitum hér áður fyrr. Með breyttum búskaparháttum hafa taðhaugar við giipahús hoi’fið og búsmali stendur nú yfirleitt á grindum og er hugsanlegt að með því hafi þrengt talsvert um kjöraðstæður stórra jötunuxa. Sumir segja reyndar að maður hætti að sjá þegar maðm’ hækkar úr grasi og það á sjálfsagt ekki síst við um pöddur. Eflaust verð- ur maður meira var við þær á barnsaldri. En af þessum litlu jötunuxum er mikill fjöldi og þeir eru mjög gagnlegir. Þeir éta til dæmis mikið af eggj- um annarra skordýra. Ef við víkjum aftur að garðinum og skoðum þetta myndrænt. Ríkir styrjaldarástand þama á milli hinnaýmsu dýrategunda? „Lífsbaráttan er vissulega hörð og dýrin mis- jafnlega dugleg að koma sér áfram í lífinu. Ef við tökum birkinetvængjuna sem dæmi þá er lirfa birkiblað í Elliðaárhólma. blóm gulmöðru. kalla vespur, en af þeim eru þijár tegundir...“ Og sú hættulegasta væntanlega „Vespus vulgaris"..? „Já, við getum haldið okkur við þá kenningu. Að minnsta kosti gefur latneska heitið til kynna að hún sé úr hófi raddaleg og árásargjörn. Ann- ars hefur örlað dálitið á vissum raglingi varðandi vespumar því til era ýmsar gerðir af þeim, til dæmis svokallaðar blaðvespur, eins og víðirekla- vespa, sem verpir í rekla á víði og á htið skylt við stóru geitungana sem valda yfirleitt umsáturs- ástandi í görðunum þegar þeir birtast, svo maður tali nú ekki um þegar þeir komast inn í híbýli manna.“ Guðmundur sagði að á grasflötum gætu menn fundið áttfætlur sem sumir kalla grasmaura en eru þó ekki maurar: „Það era þessi litlu rauðu kvikindi sem maður sér stundum koma úr gras- inu, fara upp í gluggakistur og storma inn í hús. Annars er fremur lítið af skordýrum sem lifa beinlínis á grasinu sjálfu í húsagörðum, það er miklu meira af þeim í villtu graslendi og mörg sem lifa til dæmis á sinu og era fæðuuppspretta fyrir rándýr. Auk skordýra era ýmsar fleiri Uð- dýrategundir á ferð í grasinu, alls kyns bjöllur og ) kóngulær sem lifa á þessum grasætum. Og sumar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.