Morgunblaðið - 07.07.2000, Page 1

Morgunblaðið - 07.07.2000, Page 1
Krabbakóngulo bídur átekta efst i blominu á meóan bráóin nálgast. ■ FUTURICE, ALÞJÓÐLEG FATAHONNUNARSYNING/2 ■ LISTAKONA A NÍRÆÐISALDRI j FULLU FJÖRI/3 ■ PÖPPULÍFIÐ ÚTI í GARÐI/4-5 ■ ÞEGAR KARLAR VERÐA ÓLÉTTíd /6-7 ■ TÓBAKSREYKINGAR/8 ■ Ljósmyndir/Oddur Sigurösson Seó neóan a krosskónguló í vef hennar í Blesugróf. ari NÁTTÚRAN skartar nú sínu feg- ursta, gróandinn iðar, flugurnar suða og pöddurnar sprikla. Kóngu- lær láta ekki sitt eftir liggja og spinna vefi sína af mikilli list, en úr þeim kemur fmgerðasti vefur sem þekkist. Kóngulær eru fjölskipaður ættbálkur og í „Stóru skordýrabók Fjölva“ segir að 20 þúsund tegundir þeirra skiptist í 200 ættir en obbinn sé þó örsmár. Hér á landi eru um 80 tegundir af kóngu- lóm og þar af nær 60 hinar smágerðu voðkóngu- lær, svartar á lit, sem eru í milljónatali um allar grundir. Þær kjósa helst að vera í rakri mold og á haustin verða verk þeirra mjög áberandi. Þá spinna þær þræði um allar trissur líkast því sem ábreiða sé lögð á jörðina, sem glampar á í sólskini og í vætu raðast vatnsdropar á þræðina. Kallast það „vetrarkvíði“ og segir þjóðtrúin að harður vet- ur fylgi ef mikið er um voðina. Voðkóngulær hafa líka þann háttinn á að gefa úr sér góðan spotta af spunaþræði, láta síðan vindinn grípa hann og svífa þannig langar leiðir. Talið er að þær hafi borist til Islands svífandi með vindinum yfir úthafið og hef- ur það eflaust verið langt og strangt ferðalag. Stærsta kónguló hér á landi er krosskónguló en hún er af ætt hjólkóngulóa, sem svo eru nefndar vegna þess að að þær vefa á einni nóttu hjóllaga net sem þykir mikil listasmíð. Netið notar kross- kóngulóin til veiða og má sjá það í mishæðum, skurðum, klettaskorningum, helst þar sem sólar- hita gætir í hlýjum lautum og undir sunnanverð- um fjallahlíðum, en einnig í tijágreinum og húsa- skotum í þéttbýli. Ef bráð, oftast fluga eða fiðrildi, festist í neti hennar er hún eldsnögg og lipur að klifra eftir netinu, bindur bráð sína með vafþráð- um og geymir hana lifandi sem matarforða. Kvendýrið étur karldýrið en hann gerir sér Ijósa hættuna og gætir slíkrar varúðar við mökun að honum tekst oft að sleppa. Krosskóngulóin vefur sér kúpulaga bú skammt frá neti sínu og þar klekjast ungarnir út. Hún er oft kölluð fjalla- kónguló en það er villandi því hún er meira á lá- glendi. Ekki er ráðlegt að taka krosskónguló í lóf- ann því hún getur bitið og segja sumir að eitur hennar valdi höfuðverki. Krabbakóngulær draga nafn sitt af því hve klunnalegir fætur þeirra og göngulag eru. Þær liggja í leyni eftir bráð og er vænlegasti staðurinn í hunangsríkum blómum. Til að villa fyrir eru þær í skrautlegum blómalitum. Hér er ein þeirra út- breidd, svokölluð blaðkónguló, aðeins um 3 mm á stærð, gulleit og lifir í grasi, einkum nálægt jarð- hita. Hnoðkónguló er af ætt veiðikóngulóa en þær spinna ekki vef heldur lifa sem flökkuræningjar enda hafa þær engan fastan samastað. Eggin ung- ast út í poka á bakinu, sem er kallaður hnoð, og þar liggja ungarnir og fylgja móður sinni þar til þeir eru orðnir stálpaðir. Fyrir kemur að móðirin losar sig við pokann ef henni finnst lífið liggja við að komast undan. Setur hún þá ungana út á guð og gaddinn og skeiðar burt eins og fætur toga. Skyldar kóngulóm eru langfætlur sem margir halda að séu kóngulóarættar en svo er ekki. Búk- ur þeirra er einskiptur en kóngulær eru með tvískiptan búk. Nokkrar tegundir eru þekktar hér á landi og sú algengasta um allt land auðþekkt á gríðarlega löngum, örmjóum fótum. Sú er tíður gestur í görðum landsmanna og á húsveggjum og gerir hún oft mikinn usla, einkum þegar hún skeiðar öruggum skrefum upp bera fótleggi sóldýrkenda. Óþarfi er þó að óttast langfætlur þvi þær eru ekki eitraðar og allar mun veikbyggðari en kóngulær svo þær hafa ekki kraft til ránveiða heldur lifa sem hrædýr á dauðum skordýrum. ■ Sjá Pöddulíf D 4-5 VöfðaUlga liðagikt Kviðslit Bakvcrkir Si Nýtt efni aem uppbaflega var þróað NASA sem mótvægi á þeim þrýstingi sera geimfarar verða fyrir við geiraskot. Aðiagast að líkamshita Evrópskar og Amerískar stærðir Nt/kmmm €kme£e iepjpmseít a>g gmrdmmæfim ístíl Amerísku heilsudýnumar Chiwpmctt Ein viðurkenndasta heilsudýna í heimi Ein mest selda heilsudýna á landinu AVÍk - AKUP Chiwpradic eru einu heilsudýnumar sem eru þróaðar og viðurkendar af amerísku og kanadísku kírópraktorasamtökunum. Yfir 32 þúsund kírópractorar mæla þvf með Chiropmctic þar á meðal þeir islensku. 2233 • Dalsbraut 1, Akureyri, sími 461 1150 • www.svefnogheilsa.is L

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.