Morgunblaðið - 28.12.1997, Síða 22

Morgunblaðið - 28.12.1997, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Hamlet fyrir unga fólkið - og alla hina Morgunblaðið/Kristinn „í HEILD er þetta athyglisverð sýning sem vel má kallast sigur fyrir leikstjórann og lið hans allt.“ LEIKLIST Þjúðleikhúsið HAMLET EFTIR WILLIAM SHAKESPEARE. íslensk þýðing eftir Helga Hálfdanarson. Leik- stjóri: Baltasar Kormákur. Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Ingvar E. Sigurðsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Erlingur Gíslason, Þrúður Vil- hjálmsdóttir, Sveinn Geirsson, Stefán Jónsson, Þór H. Tulinius, Steinn Ármann Magnússon, Valdimar Örn Flygenring, Randver Þorláksson, Atli Rafn Sigurðarson, Gunnar Hansson og Sig- urður Siguijónsson. Leikmynd: Vytautas Nar- butas. Búningar: Vytautas Narbutas og Filippía I. Elísdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Stóra sviðið 26. desember. ,ÁGRIP ALDARINNAR og spegil dags- ins“ kallar Hamlet Danaprins leikara á ein- um stað í þessu frægasta leikverki allra tíma sem frumsýnt var á stóra sviði Þjóðleikhúss- ins á öðrum degi jóla. Segja má að leikstjóri sýningarinnar, Baltasar Kormákur, hafí þessi orð að leiðarljósi þegar hann velur að nota samtímann sem viðmið uppfærslunnar - fremur en tíma Shakespeares. Ekki svo að skilja að sýningin sé staðfærð og leikin upp á nútímann frá byrjun til enda. Síður en svo, sem betur fer. Leikstjórinn er trúr Shakespeare í öllum grundvallaratriðum, en hann sníður sýningunni ramma (í góðri sam- vinnu við samstarfsfólk sitt) sem skírskotar til samtimans. Þetta er gert með tónlist, bún- ingum og áherslum í leik og túlkun. Og leik- stjórinn hefur árangur sem erfiði; hann hef- ur skapað sterka, kraftmikla sýningu sem ætti að draga marga í leikhúsið, ekki síst meðlimi hinna yngri kynslóða. I sjálfu sér er aðferð Baltasar Kormáks ekkert byltingarkennd; allir leikstjórar sem setja upp Shakespearesýningar í dag verða að beita sköpunargáfunni og velja leið að verkunum sem hæfa áhorfendum á ofan- verðri 20. öld. Fáránlegt væri að reyna að endurskapa leikhús Elísarbetartímans og lítt vænlegt til árangurs: karlmenn í sokkabux- um eru í besta falli aðhlátursefni (eins og bent er á í þessari uppfærslu í atriðinu þegar Hamlet segir leikaranum til). Einnig verða allir leikstjórar að Shakespearesýningum að stytta nokkuð þann texta sem fyrir liggur (fáir leikhúsgestir í dag nenna að sitja undir fímm tíma sýningum) og óhætt er að segja að styttingin hafí tekist mjög vel í þessu til- viki. Með smávegis tilfæringum þéttir leik- stjórinn atburðarásina, fellir brott nokkur atriði og fellir saman önnur aðskilin en tengd atriði. Þannig sleppir Baltasar til dæmis upphafsatriðinu þegar vofa fóður Hamlets birtist varðmönnunum í hallargarðinum enda er það í raun endursagt stuttu síðar þegar Marsellus og Hóras segja Hamlet frá fyrir- burðinum. Sýningin hefst þvi á hinu kænlega og tvíræða ávarpi Kládíusar sem hefur ný- verið jarðað konunginn bróður sinn og kvænst ekkju hans. Ingvar E. Sigurðsson fer vel með það byrj- unarávarp og koma þar fram þau karakter- einkenni sem hann slípar vel sýninguna út í gegn: galgopaháttur og flærð, áhyggja og ör- vænting í bland við elskulegan losta í garð Geirþrúðar, sem Tinna Gunnlaugsdóttir leik- ur af rólyndu öryggi og með góðum blæbrigð- um. Samleikur þeirra tveggja var og trúverð- ugur. Ingvar fer einnig með hlutverk vofu hins fyrra konungs og var það atriði, þegar vofan birtist Hamlet fyrir hugskotssjónum, eitt það magnaðasta í sýningunni. Það var hins vegar Hilmir Snær Guðnason í titilhlutverkinu sem var hetja sýningarinn- ar, eins og vera ber. Hilmir er makalaus leik- ari og það er frábært að horfa á hann á sviði. Það eru ekki margir leikarar sem geta látið texta lifna á viðlíka máta og Hilmir Snær. Texti Shakespeares í yfirfærslu Helga Hálf- danarsonar er af shkum gæðaflokld að unun er á að hlýða. Þegar saman kemur slíkur texti og þvílíkur listaflutningur rís leikhús- nautnin hæst. Hér er kannski nóg sagt, en samt freistast ég til að bæta við að Hilmir sýndi öll þau geðbrigði sem textinn kallaði á: jafnt kátínuna sem örvæntinguna og kald- hæðnina; léttlyndið sem þunglyndið og sorg- ina; væntumþykjuna og örlætið sem og mis- kunnarleysið og hrokann. Enn einn leiksigur hjá Hilmi Snæ. Sagt er að fall sé fararheill og vonandi á það við leikferil Þrúðar Vilhjálmsdóttur, sem steig sín íyrstu spor á sviði Þjóðleikhússins í hlutverki Ófelíu, og hrasaði og datt þegar hún hljóp út af sviðinu í fyrsta sinn. Það kom þó ekki að neinni sök fyrir leikinn eða sýn- inguna. Þrúður var viðkvæm og falleg Ófeha í byrjun og var leikur hennar afar sannfær- andi, en síðar verða á gervi hennar breyting- ar sem erfitt er að átta sig á hvaða tilgangi þjónuðu (stutt, svartlitað hár og glyðrulegur búningur) nema ef vera skyldi að eiga að vera útvortis tákn þeirrar innvortis átaka sem persónan gengur í gegnum eftir að Hamlet hefur fleygt henni frá sér. Þessi um- breyting á Ófeliu eykur ekki dýpt við persón- una og reyndar tel ég að hún ræni hana öhu fremur dýptinni, því ekki tókst Þrúði nándar nærri eins vel upp í síðara gervinu líkt og því fyrra og snart sinnisveiki hennar og örvænt- ing mann ekki eins og svo sannarlega er til- efni til. Vissulega er hér um að ræða með erfiðari kvenrullum heimsbókmenntanna og gæti reynsluleysi Þrúðar valdið hér nokkru en þó skelli ég skuldinni fremur á leikstjóm- arlega túlkun á hlutverkinu. Svipað var uppi á teningnum varðandi hlutverk Hórasar, sem er í höndum Stefáns Jónssonar. Gervi hans og látæði benti til þess að hann væri blindur og sæti á svikráð- um við konung og jafnvel vin sinn Hamlet. Þessar áherslur virkuðu nokkuð furðulegar á mig og er mér táknrænt gildi blindunnar hulið. Stefáni Jónssyni tókst ágætlega að koma hlutverkinu til skila eins og það er lagt upp. Erlingur Gíslason átti 40 ára leikafmæli á sýningunni og lék hann Póloníus, ráðgjafa konungs, af kunnuglegum töktum og var hann sannfærandi í bai’nalegri sjálfsánægj- unni, sem Hamlet skopast að oftar en einu sinni í verkinu. Son hans, Laertes, leikur Sveinn Geirsson og er hann bæði skörulegur og myndarlegur á sviði. Tilþrif Sveins voru góð þegar honum svall móður til fóðurhefnd- ar, en erfiðar átti hann með að koma harmi sínum til skila, t.a.m. þegar honum er til- kynnt um drukknun Ófelíu. I hlutverki Gullinstjörnu og Rósinkrans eru þeir Steinn Armann Magnússon og Þór H. Tulinius sem báðir skiluðu sínu ágætlega en guldu þess að vera í hálfafkáralegum bún- ingum. Valdimar Öm Flygenring, Randver Þorláksson, Atli Rafn Sigurðarson og Gunn- ar Hansson leika allir fremur lítil hlutverk en engu að síður mikilvæg og var undan fáu að kvarta hjá þeim. Sigurður Sigurjónsson sýndi alkunna kómíska takta í hlutverki leik- ara og grafara og kallaði fram nokkur hlátra- sköll, eins og hans er vandi og vísa. Umgjörð sýningarinnar er kapítuli út af fyrir sig, líkt og ganga má út frá sem visu í uppfærslum á sviði Þjóðleikhússins þessi misserin. Þar ríkir listrænn metnaður af hæsta gæðaflokki og eiga allir viðkomandi mikið lof skilið. Sviðsmynd Narbutasar er mikið augnayndi og göldrum líkast hvernig hún tók á sig sífellt nýjar myndir með dyggri aðstoð ljósameistara Þjóðleikhússins Páls Ragnarssonar. Lýsing hans var í einu orði sagt frábær. Narbutas gerir búninga í sam- vinnu við Filippíu I. Elísdóttur og var hand- bragð hennar auðþekkt á frumlegum og smart búningum. Þó fundust mér búningar á samlokunni Gullinstjömu og Rósinkrans fara aðeins yfir strikið, eins og áður er sagt, og minntu þeir helst á sambland af kúrekum og hermönnum úr visindaskáldskap. Tónlist- in rak endahnútinn á, en blanda af ljúfum tónum úr smiðju Jóns Leifs og erlendri rokktónlist var bæði áhrifarík og kraftmikil. I heild er þetta athyglisverð sýning sem vel má kallast sigur fyrir leikstjórann og lið hans allt - og kom það fáum á óvart að Baltasar Kormákur myndi valda þessu verk- efni með sóma, eftir frábæra frammistöðu hans við sviðsetningu á öðru 17. aldar leik- verki, Leitt hún skyldi vera skækja, í fyrra. Ég skora á áhugafólk um leiklist að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara og sér- staklega skora ég á ungt fólk sem ekki þekk- ir verk Shakespears af eigin raun að fjöl- menna í leikhúsið, því mun varla leiðast. Og það sem mestu varðar er að innihaldsríkur texti Shakespeares lifir hér mögnuðu lífi í allri sinni fágætu margræðni og snilld. Soffía Auður Birgisdóttir Nostrað við smáatriðin LEIKLIST Leikfélag Akureyrar á Renniverkstæðinu Á FERÐ MEÐ FRÚ DAISY Höfundur: Alfred Uhry. Þýðing: Elísabet Snorradóttir. Leikstjóri: Ás- dís Skúladóttir. Leikmynd og búning- ar: Hlín Gunnarsdóttir. Lýsing: Ingv- ar Björnsson. Hljóðstjórn: Gunnar Sigurbjörnsson. Aðstoð og ráðgjöf við förðun og hárgreiðslu: Guðrún Þorvarðardóttir. Leikarar: Aðal- steinn Bergdal, Sigurveig Jónsdóttir og Þráinn Karlsson. Föstudagur 26. desember, annar ijólum. ÞEGAR Á ferð með frú Daisy var frumsýnt í New York þótti það sæta tíðindum að verk sem léti jafn lítið yfir sér skyldi slá svo eftirminnilega í gegn. Höfundurinn hafði öðlast nokkra viðurkenningu fyrir handrit að söngleikjum en í þetta skipti leit- aði hann til uppruna síns og skrifaði um tíma, persónur og aðstæður sem hann gjörþekkti. Verkið leggur áherslu á það sammannlega í jarð- arbúum öllum og höfundi tekst með látleysi að koma boðskap sínum til skila. Ýmsum bætti eflaust að óathuer- uðu máh að eftir óskarsverðlauna- mynd með frábærum bandarískum leikurum ætti þetta verk lítið er- indi til íslenskra áhorfenda rétt rúmum áratug eftir að það fyrst leit dagsins ljós. En amað kemur á daginn. Hér er nostrað við hvert smáatriði og leikurinn - sem er alltaf á lágu nótunum - skilar til áhorfenda mjög heilsteyptri sýn- ingu. Leikurinn byggist mikið á and- stæðum pólum; Hoke og Daisy. Þau eru af ólíkum uppruna og stétt, félagsleg staða þeirra og fjárráð eru ólík, þau tilheyra hvort sínum „kynþættinum". En tíminn jafnar út mismuninn og í lokin er það einmitt liðinn tími sem þau eiga í sameiningu. Leikritið gerist á aldarfjórðungi og miklu máli skiptir að áhorfendur fái tilfinn- ingu fyrir að þótt tíminn líði hægt sé allt breytingum undirorpið. Þessu er komið á framfæri með nostursamlegum skiptum á leik- munum, búningum, gervi og látæði. Tilfærslumar frá einu atriði Morgunblaðið/Kristj án „ÞAÐ ER ótrúlegt hve Þráni tekst vel að komast inn í per- sónuna ...,“ segir Sveinn Har- aldsson m.a. í dómi sínum. til annars eru sáralitlar: nýr sími í einu, hærur meira áberandi í öðru, leikaramir stirðna og eldast smám saman. Allt ber að sama bmnni. Málfar þýðingarinnar er upphafið og bóklegt sem ljær verkinu klass- ískan blæ. Sviðið er þrískipt sem gefur ótal möguleika á tilbrigðum og um- skiptum þó að Daisy búi alltaf vinstra megin og sonur hennar eigi heima og vinni hægra megin. I miðjunni ræður Hoke Colebum ríkjum og þar fáum við að sjá dæmi um bílana sem hann ekur á þessum tuttugu og fimm áram sem sagan greinir frá. Ljósin era ein- fóld, markviss en dempuð í stíl við verkið; hljóðmyndin er skemmti- lega fjölbreytt og hljómurinn tær. Útlit verksins er þannig heilsteypt og sannfærandi og styður alltaf vel við það sem fer fram á sviðinu. Þráinn Karlsson er sérstaklega eftirminnilegur sem bílstjórinn Hoke Coleburn. Það er ótrúlegt hve Þráni tekst vel að komast inn í persónuna og túlka fínlega skaps- muni þess sem hefur ekki látið ævi- langa þjálfun í því að bæla þá niður hafa áhrif á kímnigáíúna og sjálfs- virðinguna. Sigurveigu Jónsdóttur tekst mjög vel að lýsa hinni við- skotaillu Daisy. Sigurveig er þekktust sem gamanleikkona og í þvílíku bregst henni ekki bogalistin en hún nær líka að koma til skila varnarleysi Daisyar og vanmætti. Aðalsteinn Bergdal er einstaklega traustur í hlutverki sonar hennar. Það hefði kannski að ósekju mátt vera stærra einstaka sinnum en það er greinilegt að leikstjóranum hefur þótt það á skjön við stíl sýn- ingarinnar og slíkt ber að virða. Þessi áhersla á heildaryfirbragð leiksins orsakar það að manngerð- irnar koma allar mjög skýrt fram, jafnvel persóna tengdadótturinnar sem aldrei sést á sviðinu. Ef koma á til skila hvemig undir- ritaður upplifði þessa sýningu mætti reyna að líkja henni við ein- leiksverk eftir Bach. Tónninn spinn- ur yfir og allt í kring um laglínuna jafnframt sem hann kemur henni á framfæri í einfaldleika sínum. Lát- leysi verksins verður eftirminnileg- ast auk heilsteyptrar túlkunai’. Sveinn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.