Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ '40 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 LISTIR____________________ Schubert og Brahms á loka- tónleikum kammerhátíðar Fyrsti diskur Ostlunds DJASS Hljómdiskar PÉTUR ÖSTLUND FLOWER POWER Kvartett Péturs Östlunds: Fredrik Lj- ungkvist, sdpran- og tenórsaxófónn, Eyþór Gunnarsson, píanó, Þórður Högnason, bassi, og Pétur Östlund, ~ ' trommur. Auk þeirra í einu verki: Veigar Margeirsson, trompet, og Ed- ward Fredriksen, básúna. Verk eftir Pétur Östlund og ýmsa bandaríska tónmeistara. Hljdðritað í Reylgavík í maí 1997, utan eitt verk í Stokkhólmi 27.11.1996. Útgáfa: Jazzís 108Í. Verð kr. 1.999. ÝMSIR bassa- og trommuleikar- ar, þó heimsfrægir séu, eru varla skrifaðir íyrir diski ævilangt. I þeim hópi voru lengi þeir trommu- leikarar evrópskir er ég held einna mest uppá: Alex Riel og Pétur Östlund. Þeir hafa verið burðarás ýmissa fremstu hljómsveita Norð- urálfudjassins og hljóðritanir þeirra "•teru taldar í hundruðum. Pétur Östlund er að gefa út fyrsta diskinn sinn, en Alex hefur verið ögn dug- legri. Tríódiskur 1963, tónleikadisk- ar 1993 og 1996 og svo diskur með bandarískum stórstjörnum á þessu ári. Kannski er ekkert skrýtið að þessir piltar hafi ekki verið mikið að bauka uppá eigin spýtur. Þeir hafa sjaldnast leikið með eigin hljóm- sveitum og siminn stanslaust hringjandi og þeir pantaðir til að '"sfeika með heimsstjörnunum. Kveikjan að diski Pétur var hing- aðkoma hans á RúRek djashátíðina 1996, en þá lék hann með Eyþóri og Þórði í Tónleikasal FÍH, Loftkast- alanum og Píanó. Þeir félagar náðu vel saman og úr varð að Isdisk- ar/Jazzís, útgáfufélag FÍH, fékk Pétur hingað í maí sl. að hljóðrita disk og leika á djassklúbbnum Múl- anum. Með Pétri í för var saxófón- leikarinn ungi, Fredrik Ljungkvist, sem íslenskir djassgeggjarar höfðu kynnst í hljómsveit sænska trommarans Fredrik Noréns á RúRek tónleikum í Leikhúskjallar- anum í ágúst 1996. Það er skemmst frá því að segja ' -jið hér er á ferðinni þrusukvartett sem leikur kraftmikið bíbopp, einsog víðast tíðkast um þessar mundir. Pétur hefur samið þrjú lög fyrir diskinn. Power Flower er í hefðbundnum New York stíl, og minnir það dálítið á tónsmíðar Sig- urðar Flosasonar þegar hann er í þessum ham. Anja, er undurfalleg ballaða og vekur hjá mér sama hug- blæ og Laura hin klassíska. Hið þriðja er örstuttur eftirmáli, Epilogue, þar sem Pétur leikur sér að ýmsu slagverki og Fredrik blæs nokkra Ijúfa tóna. Það verk er hljóðritað í Stokkhólmi. Fredrik er allajafna ekkin Ijúfur blásari. Hann býr yfir æskuþrótti og nýtur sín hvað best er hann keyrir sem mest. Hann leitar víða fanga og minnir í því á ungu banda- rísku ljónin svo sem James Carter. Tónninn er allajafnan sterkur og hvellur og hann ýlfrar óhikað finn- ist honum það við eiga. Eyþór er ljúfari spilari og hljómavefur hans töfrum gæddur. Það gefur þessum diski vissa dýpt hve andstæðurnar eru sterkar í sólóum Fredriks og Eyþórs. Dýnamík er allri listsköp- un nauðsyn. Þórður Högnason sam- samar sig Pétri vel í rytmanum og um Pétur þarf ekki mörg orð að hafa. Hann er galdramaður við trommurnar. Lyftir alltaf undir leik félaga sinna, eflir þá og styrkir. Krafturinn er mikill og sveiflan heit. Auk laga Péturs má finna fimm verk á diskinum. The Saga of Harrison Crabfeathers eftir pí- anistann Steve Kuhn, ljúfsára ball- öðu; You Stepped Out of a Dream, sem Pétur kallar gjarnan You Stepped Out of a Drum. Þar blása Veigar og Edward og hefur Pétur útsett lagið í svölum stíl með heit- um tilbrigðum. Burstaleikur hans er stórkostlegur þar. ‘Round Midnight hefur Pétur umskrifað í 7/4 og kallar ... ‘Round seven? og svo eru tvö verk af efnisskrá Miles Davis: Joshua eftir Victor Feldman af Seven Steps to Heaven, og E.S.P. eftir Wayne Shorter af samnenfndri hljómplötu. Kannski segir túlkun þessara laga meira en margt annað um disk Péturs. „Grú- við“ á Joshua er ekki fjarri því sem er hjá Miles og félögum, en E.S.P. er dálítið öðruvísi í túlkun Péturs. Miles var á þessum tíma að brjóta upp sambandið við hrynsveitina sem varð bundið og frjálst um leið. Pétur lætur aftur á móti sjóða á keipum og krafturinn í E.S.P. er einkennismerki disksins - hann lætur engan ósnortinn sem ann djassi með sveiflu. Vernharður Linnet LOKATÓNLEIKAR á Kammer- og ljóðatónlistarhátíð Camerartica sem staðið hefur í haust verða haldnir í Listasafni íslands, þriðju- daginn 30. desember kl. 20.30. Há- tíðin er haldin til að minnast þess að í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu Franzs Schuberts og 100 ár frá fæð- ingu Johannesar Brahms. A tón- leikunum verða fluttir tveir þekkt- ustu kvintettar tónskáldanna sem eiga það sammerkt að hafa verið síðustu stóru kammerverk þessara meistara. Flytjendur eru Camerartica ásamt Bryndísi Höllu Gylfadóttur en hópinn skipa þau Armann Helga- son, klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Sigurlaug Eð- valdsdóttir, fiðluleikarar, Guðmund- ur Kristmundsson, lágfiðluleikari, og Sigurður Halldórsson, sellóleik- ari. Þau Hildigunnur og Sigurður segja flutning á strengjakvintetti Schuberts og klarinettukvintett Brahms vera kjarnann í þeirri hátíð sem hópurinn hefur staðið fyrir í haust í samstarfi við fjölmarga aðra tónlistarmenn og menningarmið- stöðina Gerðuberg. Verkin tvö eru bæði talin standa upp úr kammer- ferli tónskáldanna og Hildigunnur segir þau marka hápunkt kammer- tónlistar á 19. öld. „Það er draumur allra flytjenda að glíma við þessi verk og ef einhver tónverk geta talist óumdeilanleg þá eru það þessi tvö,“ segir Hildigunnur og bætir við að gildi kammerverkanna sé slíkt að þeim megi líkja við 5. sinfóníu Beet- hovens. Schubert samdi yfirgripsmikinn strengjakvintett sinn í C dúr op. 163 á síðasta æviári sínu en hann lést eftir erfið veikindi 31 árs að aldri. Verkið var þó ekki fi-umflutt fyrr en rúmum 20 árum síðar. Um Sehubert hefur verið sagt að hann hafi samið tónlist til að lifa, - til þess að halda lífi. Þau Sigurður og Hildigunnur segja síðasta strengjakvintett hans bera augljós merki þessarar ánetj- unar Schuberts á tónlistinni og þrátt fyrir heilsubresti skíni lífsgleði hans og kraftur í gegnum verkið. Bryndís Halla Gylfadóttir leikur með í kvin- tettinum en hljóðfæraskipan er all óvenjuleg þar sem verkið er skrifað fyrir tvær fiðlur, víólu og tvö selló, fremur en tvær víólur og eitt selló eins og þá var hefð fyrir. Hljóðfæra- skipanin gefur heildarhljóminum mikla dýpt, tónsviðið breikkar og Hildigunnur segir að verkið verði að vissu leyti sinfónískt fyrir vikið, því aukasellóið sjái tónunum fyrir fyll- ingu og samspil hljóðfæranna myndi ýmist þéttofinn eða gagnsæjan tón- vef. Fjórir kaflar verksins eru mjög ólíkir, allt frá söngrænu upphafi til hraðari sveitastíls og austur-evr- ópskra áhrifa í lokakaflanum. „I þessu verki hefur Schubert tekist að skrifa hljóðfærin á þann hátt að þau njóta sín öll jafn vel,“ segir Hildigunnur en mörg verka Schuberts reynist hljóðfæraleikur- um mjög erfitt að spila. „Strengja- kvintettinn er mjög blæbrigðaríkur og spannar nánast allan þann til- finningaskala sem tjáður er í tónlist- inni.“ Klarinettkvintett Brahms er eitt af fjórum síðustu kammerverkun- um sem tónskáldið skrifaði. Hann hafði þá ákveðið að hætta tónsmíð- um en ári eftir þá ákvörðun sína hlýddi hann á leik klarinettuleikar- ans Richards Miihlfeld og hreifst svo af að hann hætti við að hætta. Klarinettið er í forgrunni í þessu verki og á það leikur Ármann Helgason. Klarinettkvintettinn í h moll op. 115 ber þess merki að vera skrifað af rosknu tónskáldi. Tónarn- ir eru þéttofnir og laglínur flóknar. Mótþrói og róttækni tónskáldsins skín í gegn en hann er einnig aug- ljóslega undir áhrifum frá kvintett Mozarts. Einkennandi eru sterk formbygging og ljóðræn spenna eða togstreita. Þau Hildigunnur og Sigurður segja að haldið sé út í óvissuna með því að stefna saman þessum tveim- ur margrómuðu kvintettum, báðir taki langan tíma í flutningi svo nú reyni mjög á úthald hljóðfæraleik- aranna. Þeim þykir sérstaklega við- eigandi að ljúka starfsárinu á verk- um þeirra Schuberts og Brahms því þrátt fyrir ólíkan persónulegan stfl séu verkin tvö mjög hátíðleg og vel til þess falin að spila á „sparistund“. Morgunblaðið/Þorkell KAMMER- OG LJÓÐATÓNLISTARHÁTÍÐ Camerartica og fleiri hljóðfæraleikara lýkur á tónleikum sem haldnir verða í Listasafni íslands 30. desember. BÆKUR Ritskýring FERÐ HÖFUNDARINS eftir Christopher Vogler. Þýð. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson. 295 bls. Utg. Mál og mynd. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg ehf. 1997. Verð kr. 3.990. ÞETTA er dæmigerð bandarísk ritskýr- ing. I formálanum þakkar höfundurinn vin- um og stuðningsmönnum sem voru honum á einhvern hátt hjálplegir við ritun og frágang bókarinnar. Og það er enginn smáræðis fjöldi. Þama í ráðstefnulandinu gera menn hvort tveggja, að kynna sjálfa sig og leita styrks hjá öðrum. Til þess sækja menn mál- þing og fundi. Ferð höfundarins er þannig mjög amerískt verk. Vogler kveðst byggja rit sitt að verulegu leyti á bók Josephs Campell, Hetjan með þúsund andlit. Ennfremur á ritgerð sinni, Hagnýta leiðarvísinum, sem lengi hafi verið _ .-^tuðst við af handritahöfundum og kvik- myndafólki. Vogler skírskotar allnokkuð til bókmennta, einkum fomra, en langmest til kvikmynda. Hollywood kemur títt við sögu í riti hans. Kenning hans er sú að öll frásaga, gömul og ný, fylgi í stórum dráttum hefð og fyrirmynd goðsögunnar sem dragi slóða aft- ur til grárrar fomeskju, óralangt aftur fyrir það sem skráðar sögur herma. Kjami goð- ~%ögunnar sé ávallt hinn sami þótt hún taki á sig breytta mynd með breyttum tímum. Að- íáé'íÁÍ Sci & § i * * ilié-l-ö-í Goðsagan alpersóna goðsögunnar sé hetjan. Allar sög- ur - og þar með leiknar kvikmyndir sem fela í sér sögu - séu með nokkrum hætti hetjusögur. Hetjan sé okkur nauðsynleg fyr- irmynd. Henni viljum við líkjast. »Við flytj- um okkur inn í skapgerð hetjunnar og sjáum heiminn með augum hennar,« segir Vogler. I framhaldi af því höfðar hann til þekktra Hollywood-stjama: »Okkur langar til að eiga hlutdeild í sjálfstrausti Katrínar Hepburn, glæsileik Freds Astaire, skynsemi Carys Gr- ant og vera jafn aðlaðandi og Marilyn Mon- roe,« segir hann. Alfullkomin má hetjan þó hreint ekki vera. »Persónur án innri vandamála virðast flatar og lítt áhugaverðar, hversu hetjulega sem þær annars hegða sér. Þær verða að vera hrjáðar af innra vandamáli, persónuleika- bresti eða siðferðistogstreitu.« En hetjan er sjaldnast ein á ferð. Hún á sér tíðast kennara eða uppalanda sem höf- undur kallar mentor. Ennfremur verður hetjan að eiga sér andstæðing eða mótstöðu- mann; öðravísi getur hún ekki sannað krafta sína og yfirburði. Vörður heitir hann í goð- sögumynstri Voglers. Og hann tekur dæmi af sjálfum sér. Maður nokkur hafi fundið sig knúinn til að tæta niður kenningar sínar eins og þær birtust í Hagnýta leiðarvísinum. Að og verkið athuguðu máli hafi sér hugkvæmst að bjóða manninum til rökræðna. Og þær rökræður hafi orðið sér og kenningum sínum til hins mesta framdráttar. Vogler telur upp ýmsar gerðir hetjunnar. Eina þeirra kallar hann einfara. »Sögur sem skarta þessari hetjutegund sýna í fyrstu hetjuna úr tengslum við samfélagið,« segir hann. »Náttúrulegt umhverfi þeirra er óbyggðimar; náttúralegt ástand er einver- an.« Hvað sem öðra líður getur þessi skil- greing sem best átt við íslenskar útilegu- mannasögur. Og alveg sérstaklega getur hún átt við Grettis sögu. Enn önnur frammynd í hetjusögunni er svo grallarinn. I því sambandi vísar höfund- ur til norrænnar goðafræði þar sem Loki leiki einmitt slíkt hlutverk. Algengt er í amerískum kvikmyndum, en einkum þó í vestranum, að menn hittist á kránni og ráði þar ráðum sínum. Vogler út- skýrir það sem sögulega hefð, þannig hafi frammaðurinn átt sér samkomustað við vatnsbólin. Skýringin er langsótt en ef til vill ekki svo fjarstæð. Eins og títt er í amerískum ritum af þessu tagi er þama mikill háskólalærdómur saman dreginn, tilvitnanir margar, ályktanir ennþá fleiri. Vogler vitnar í Freud, en þó einkum í Jung. Svo virðist sem kenningai- þeirra hafi sigið á því lengra sem liðið hefur á öldina. Þessi Ferð höfundarins er í raun kennslu- bók, enda með verkefnum. Og eins og gerist og gengur um kenningasmiði leggur Vogler kapp á að sýna fram á gildi fræða sinna en sparar sér að líta til annarra átta. Máli sínu til stuðnings skírskotar hann meðal annars til Völsunga sögu. Og meira en svo að hann nefni hana; hann er augljóslega heima í því sem hann vitnar til. Rithöfundum ræður hann heilt - þeir skuli fara eftir kenningu sinni ef þeir vilji ná árangri í list sinni: »Ef skáld era sér meðvituð um stofngerðimar geta þau gætt persónur sínar meiri sál og dýpt og komist þannig hjá flatneskju ... Stofngerðimar geta orðið til þess að gera persónur okkar og sögur sálfræðilega raun- veralegri og trúar fornri visku goðsagn- anna.« Og síðar segir hann um hlutverk rit- höfundarins: »Skáld skyldu hafa í huga að þau era eins konar mentorar lesenda sinna; seiðmenn sem ferðast til annarra heima og koma aftur með sögur sem era fólkinu lækn- ing.« Þýðingin er nokkuð góð, að því er ég best fæ séð. Það er líkast til fáfræði um að kenna að undirritaður skuli ekki skilja hvað það merkir að fara »Krýsuvíkurleiðina í ástar- málum.«. Ennfremur má minna á að upp- runa samkvæmt skal rita í hymnalagi en ekki í himnalagi. Með hliðsjón af útliti og frá- gangi er bókin látlaus og smekkleg. Erlendur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.