Morgunblaðið - 20.03.1997, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.03.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 25 ERLENT Reuter Ruplað og rænt NOKKUR ólga er í stjórnmálunum á Papúa Nýju segi af sér. t gær var efnt til mótmælagöngu í Gíneu og hafa andstæðingar stjórnarinnar krafist Port Moresby og notaði þá nokkur hluti göngu- þess, að Julius Chan, forsætisráðherra landsins, manna tækifærið til að ræna í verslunum. Seinkun EMU útheimtir breytingu á Maastricht MAASTRICHT-sáttmálinn veitir ekkert svigrúm til að fresta gildis- töku Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) frekar en orðið er, að sögn embættismanna, sem Morgunblaðið ræddi við i Brussel. Viðmælendur blaðsins segja að vilji menn seinka gildistöku EMU, til dæmis vegna efnahagsvandans i Þýzkalandi, verði að breyta sátt- málanum, en slíkt sé nánast útilok- að vegna þess tíma og fyrirhafnar, sem það hefði í för með sér, burt- séð frá pólitískum afleiðingum. Fylgismenn frestunar á gildis- töku EMU hafa vitnað í grein 109j í Maastricht-sáttmálanum, en þar segir að hafi dagsetning gildistöku EMU ekki verið ákveðin fyrir árslok 1997, skuli myntbandalagið ganga í gildi 1. janúar 1999. Viðmælendur Morgunblaðsins segja að það hafi aldrei verið ætlunin að hægt yrði að lesa út úr þessari grein að gildi- stakan gæti orðið síðar en 1999, heldur hafi hún þvert á móti átt að gefa kost á að flýta gildistöku EMU. Hafa ekki lesið sáttmálann „Seinkun gildistöku er ófram- kvæmanleg. Hún hefði í för með sér að taka yrði samninginn upp að nýju og síðan yrðu fimmtán þjóð- þing að staðfesta breytinguna. Þetta gæti seinkað EMU um tíu ár,“ segir hátt settur embættismað- ur framkvæmdastjórnar Evrópu- EMBÆTTISMENN ESB eru ekki í vafa um að nýja Evr- ópumyntin, evró, taki við af gjaldmiðlum aðildarríkja EMU 1. janúar 1999. EVROPA^ sambandsins. „Umræður í Þýzka- landi um að seinka gildistöku EMU fara eingöngu fram á meðal þeirra, sem hafa ekki lesið Maastricht-sátt- málann.“ Það viðhorf er ríkjandi á meðal sérfræðinga í peningamálum að þýzka stjórnin muni reyna sitt ýtr- asta til að standa við skilyrði Maas- tricht-sáttmálans um fjárlagahalla og opinberar skuldir hvað sem það kostar, jafnvel með „bókhalds- brögðum", en Þjóðveijar hafa gagn- rýnt slíkatalnaleiki hjá öðrum aðild- arríkjum Evrópusambandsins. Svigrúm til pólitískrar túlkunar Sérfræðingar benda jafnframt á að Maastricht-sáttmálinn gefi nokkurt svigrúm til pólitískrar túlk- unar á því, hvort markmiðunum hafí verið náð — fjárlagahalli upp á 3% af landsframleiðslu og skulda-* hlutfall upp á 60% séu ekki heilag- ar tölur. Það nægi til dæmis að ríki „nálgist" markmiðið um 3% fjár- lagahalla „umtalsvert og samfellt“, eða þá að halli umfram 3% sé að- eins „tímabundin undantekning." „Kostnaðurinn af sameiningu Þýzkalands er tímabundin undan- tekning," segir einn þeirra embætt- ismanna, sem við var rætt. EMU sem „tóm skel“? Að sögn Eeuters-fréttastofunnar hafa hugmyndaríkir lögfræðingar varpað því fram að takist nægilega mörgum aðildarríkjum ekki að upp- fylla skilyrðin í Maastricht sé hægt að hleypa EMU af stokkunum sem „tómri skel“ — þ.e. að myntbanda- lagið taki gildi samkvæmt samn- ingnum en hafi engin aðildarríki. Upplýsingaherferð ESB um sjávarafurðir Áherzla á „óvirðulegri“ tegundir EVRÓPUSAMBANDIÐ hóf í fyrradag upplýsingaherferð um sjávarafurðir og verndun fiski- stofnanna. Emma Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórn sambandsins, sett- ist undir stýri á stórum sýningar- vagni, sem mun aka á milli borga Evrópu næstu mánuði og dreifa kynningarefni og sýnishornum af hinum ýmsu sjávarréttum til al- mennings. Meginmarkmiðið með herferð- inni er að upplýsa neytendur í ESB, einkum ungt fólk, um nær- ingargildi sjávarafurða og jafn- framt um gildi þess að varðveita auðlindir sjávar. Sérstök áherzla verður lögð á „óvirðulegri" fisk- tegundir, sem hafa verið minna eftirsóttar en aðrar og eru því ekki í sömu útrýmingarhættu. Framkvæmdastjórnin telur að t.d. síld, sardínur, makrill, brynstirtla og brislingur séu „heilnæmar og fljótlegt að borða þær, í samræmi við nútimalegan lífsstíl." Þar að auki séu þessar tegundir á prýði- legu verði. Sjávarútvegsstefnan útskýrð Á meðal annarra markmiða herferðarinnar er að kenna neyt- endum að þekkja gæðafisk í fisk- borðinu og að útskýra hina sam- eiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB fyrir þeim. Sýningarvagn framkvæmda- sljórnarinnar mun aka um öll ríki ESB. Ferðin hefst um miðjan apríl í Brussel í tengslum við hina al- þjóðlegu sjávarútvegssýningu og henni lýkur í Köln í október, en þá er alþjóðleg matvælasýning haldin í borginni. Aðrir þættir i herferð fram- kvæmdasijórnarinnar eru t.d. sam- keppni á meðal gagnfræðaskóla- barna um gerð kvikmyndar um auðlegð og heilbrigði sjávarins, uppski-iftakeppni á meðal beztu sjávarréttakokka Evrópu, pall- borðsumræður um mikilvægi fisks í vörnum gegpi hjarta- og æðasjúk- dómum og kynning á sjávarafurð- um í 400 stórmörkuðum á svæðum, þar sem fiskneyzla er minnst. Fagnaðu með Litnum! afmælisalsláttur HTGÆA Bostik Mn*** Utupiim er sérverslun með málningarvörur þar sem þú nýtur persónulegrar þjónustu fagfólks, sem hugsar aöeins um þarfir þínar. Prufudns á 100 kr. léttir leitina að rétta litnum! ...rétti liturinn, rétta verðié, rétia fólkið Síðumúla 15, sími 553 3070 o
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.