Morgunblaðið - 20.03.1997, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.03.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 21 ÚR VERINU Arnarborg EA á rækju- veiðar við Svalbarða Fiskistofa upplýsir umfangsmikið kvótamisferlismál á Suðurnesjum Um 40 tonnum af þorski landað sem ufsa hjá fyrirtæki í Sandgerði Morgunblaðið/Sigurgeir ÞORSKINUM landað. Myndin tengist á engan hátt efni greinarinnar. FISKISTOFA hefur upplýst tvö kvótamisferlismál í Sandgerði og er annað þeirra það stærsta sem komið hefur inn á borð Fiskistofu til þessa. Málið er nú í höndum lögreglunnar í Keflavík en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins verður rannsókn í hinu málinu haldið áfram þar sem grunur leik- ur á frekara svindli. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hefur Fiskistofa að undanförnu rannsakað tvö meint kvótamisferlismál á Suður- nesjum. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu var í öðru tilfellinu um 40 tonnum af þorski landað sem ufsa hjá fyrirtækinu Jóni Erl- ingssyni ehf. í Sandgerði. Er hér um að ræða mesta magn sem gengið hefur verið eftir í einu máli af hálfu Fiskistofu. Rann- sóknin nær um einn mánuð aftur í tímann og er einkum talið að um sé að ræða afla úr togaranum Hauki GK, sem er í eigu fyrirtæk- isins, en verið er að rannsaka hvort fleiri bátar eru viðriðnir málið. Málið er nú í höndum lögreglunnar í Keflavík. Hámarkssekt um fjórar milljónir króna Grunur vaknaði um misferlið við rannsókn Fiskistofu á vinnslu á ufsa á ákveðnum stöðum en Hilm- ar Baldursson, lögfræðingur Fiski- stofu, segir Suðumes ekki vera undir sérstöku eftirliti Fiskistofu frekar en aðrir staðir á landinu. Töluverðar breytingar voru gerðar á viðurlögum við brotum á lögum um umgengni um nytja- stofna sjávar sl. sumar. Lámarks- sekt fyrir brot af þessu tagi er 400 þúsund krónur en hámarks- sekt við fyrsta brot er fjórar millj- ónir króna. Fram til þessa hefur einkum verið miðað við andvirði þess afla sem um er að ræða. Þá er ljóst að hlutaðeigandi bátar verða sviptir veiðileyfi vegna máls- ins. Viðurlög hafa verið hert í þessu tilliti einnig og á grundvelli þessara laga hefur einn bátur þeg- ar verið sviptur veiðileyfi í fimm vikur. Hilmar segir að í þessu til- felli sé um að ræða veiðileyfissvipt- ingu í lágmark tvær vikur og há- mark tólf vikur. Um það verði tekin ákvörðun að loknum skýrslu- tökum og þegar ljóst þyki hvaða skip áttu hlut að máli. Frekari rannsókn hjá Nesfiski hf. Þá stóðu eftirlitsmenn Fiski- stofu skipveija skips í Garði að því að landa 1.900 kílóum af þorski í fiskvinnslu Nesfisks hf. í Garði en þar var aflinn skráður sem ufsi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins verða skoðaðar fleiri land- anir í fyrirtækið, en grunur leikur á að þar sé um meira magn að ræða, jafnvel á bilinu 10-20 tonn. Þá er í rannsókn kvótamisferli hjá fyrirtækinu Nausti hf., Bíldu- dal, þar sem talið er að unninn hafi verið fiskur sem ekki hafi verið fenginn með eðlilegum hætti. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er um nokkuð stórfellt mál að ræða, en erfitt að ná fram sönnunum, enda talið að málið nái allt að tvö ár aftur í tímann. ARNARBORG EA, sem er í eigu Snorra Snorrasonar, útgerðar- manns á Dalvík, hélt fyrir síðustu helgi á rækjuveiðar við Svalbarða. íslensk skip hafa lítið reynt veiðar á þessu svæði og segir Snorri svæðið erfitt vegna ísa og veðra. Annað skip sömu útgerðar, Dal- borg EA, hefur haldið til veiða við Marokkó. „Samkvæmt mínum skilningi má að minnsta kosti eitt íslenskt skip stunda veiðar á þessu svæði, með hliðsjón af Svalbarðasáttmá- lanum. Við höfum einungis til- kynningaskyldu að gegna til sýslu- mannsins á Svalbarða," segir Snorri. Reglugerð Norðmanna ekki viðurkend Stakfell ÞH gerði tilraunir til rækjuveiða á Svalbarðasvæðinu fyrir fáum árum með slökum ár- angri, m.a. vegna afskipta norsku strandgæslunnar. Norsk stjórnvöld gáfu út reglugerð í júlí á síðasta ári þess efnis að aðeins eitt ís- lenskt skip hefði veiðiréttindi á þessu veiðisvæði í einu. íslensk stjórnvöld viðurkenndu ekki reglu- gerðina og sögðu hana bijóta gegn jafnræðisreglu Svalbarðasáttmál- ans, auk þess sem Norðmenn byggðu reglugerðina á aflareynslu sem íslendingar hefðu ekki haft tækifæri til að öðlast og vísuðu til þess að norska strandgæslan hafi bolað Stakfelli ÞH af svæðinu þeg- ar það reyndi þar veiðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.