Morgunblaðið - 20.03.1997, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.03.1997, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Borgarafundur um vímuefnavarnir Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Húsavík - Að tilhlutan starfshóps- sem unnið hefur að heilsueflingar- verkefni H-bæjanna svonefndu skipaði bæjarstjórn Húsavíkur starfshóp um vímuefnavarnir. Hópinn skipa Ingólfur Freysson, form. Völsunga, Sveinn Hreinsson, tómstundafultlrúi, Elín B. Hart- mannsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsugæslu, Soffía Gísladóttir, fé- lagsmálastjóri og Hreiðar Hreiðars- son lögregluþjónn. Hefur sá hópur tekið þátt í forvarnarverkefni SAA, sem er sveitarfélagaverkefni, en fjögur önnur sveitarfélög taka þátt í þessu verkefni. Markmið verkefnisins er að sveitarfélögin marki sér heildstæða stefnu í forvömum, sem taki til hinna ýmsu þátta þess vandamáls, sem fíkniefnaneysla er. Til að skýra bæjarbúum frá til- gangi forvarna og frá því sem starfshópurinn hefur unnið og hyggst gera og fá hugmyndir ann- arra, boðaði hann til borgarafundar í síðustu viku. Þar höfðu framsögu Elín B. Hartmannsdóttir, Halldór Valdi- marsson skólastjóri og Ingibjörg Markúsdóttir námsráðgjafi. Að framsögu lokinni fóru fram pall- borðsumræður þar sem framanrit- aðir voru fyrir svörum auk Katrín- ar Eymundsdóttur, forseta bæjar- stjórnar Húsavíkur. Á fundinum var mikið rætt um ástand þessara mál á Húsavík og framtíðarhorfur. Fram kom að þótt fíkniefnaneysla væri ekki orðið sér- stakt vandamál á Húsavík, væri ekki því að neita að hennar hefði orðið vart og væri því fullkomlega nauðsynlegt að vera á verði, og að birgja brunninn, áður en barnið dytti ofan í. Foreldrar barna í grunnskólan- um mynduðu síðastliðið haust hóp gæslumanna sem eru á vakt á göt- um bæjarins um helgar og fylgjast með útiveru ungmennanna. I ljós hefur komið að þetta er nauðsyn- legt og gott starf. Kvenfólk í meirihluta Segja má að það hafi vakið eftir- tekt, hvað kvenfólkið var fjölmenn- ara á borgarafundinum en karlar. FRÁ borgarafundinum á Húsavík. Morgunblaðið/Silli Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason GAMLA kaupfélagshúsið í Stykkishólmi verður að ráðhúsi Stykkis- hólms enda falleg bygging frá árinu 1930 og setur svip á bæinn. Á þessu ári verður varið 15 milljónum króna til að endurbyggja húsið. Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 25 milljónir kr. til að undirbúa bygg- ingu sundlaugar Stykkishólmi - Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 1997 hefur verið samþykkt á fundi bæjar- stjórnar. Samkvæmt henni er margt á dagskrá sveitarfélagsins á þessu ári. Aðalframkvæmdir sveitarfélags- ins á þessu ári er að lokið verður við byggingu íbúða á vegum þess fyrir 1. október. Þá er í fyrsta sinn á íjárhagsáætl- un ætlaðir peningar til að hefja und- irbúning að byggingu nýrrar sund- laugar í Stykkishólmi. Áætlaður eru 25 miiljónir til verksins á þessu ári. Fljótlega verður farið að hanna mannvirkið og undirbúa framkvæmd- ir. Nýja sundlaugin verður byggð við suðurhlið nýja íþróttahússins og teng- ist því. Þá verður 15 milljónum króna varið í að endurbyggja gamla Kaupfé- lagshúsið við Hafnargötu en því er ætlað að hýsa skrifstofu bæjarsins og aðra starfsemi sem tengist honum. Þá verður lokið við íþróttavöllinn sem byrjað var á í fyrra. Gengið verður frá hlaupabrautum og aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins gerði ráð fyrir 192 milljónum króna í tekjur. Þar af er útsvar 148 millj- ónir eða 77% af tekjum. Heildartekj- ur bæjarfélagsins og fyrirtækja þess eru áætlaðar 244 milljónir króna. Rekstur bæjarfélagsins mun kosta 164 milljónir krónar og fjármagns- gjöld um 9 milljónir. Fjárfesting bæjarsjóðs er áætluð 120 milljónir króna og eru ofangreind verkefni langstærsti hluti fjárfestingarinnar. Skuldir bæjarins munu því aukast eitthvað á þessu ári. Fjárhagsáætlun bæjarins sýnir að hér er bjartsýni og áhugi fyrir nýrri sundlaug hefur vaxið mikið eftir að fannast heitt vatn í landi Hofsstaða í 5 km fjarlægð frá bænum. Heklukot á Hellu Hellu - Nýlega efndi Foreldrafé- lag leikskólans á Hellu til sam- keppni um nafn á leikskóla stað- arins. Góð þátttaka var meðal íbúa, en úr innsendum hugmynd- um var valin tillaga Svövu Þor- steinsdóttur, kennara á Hellu. Hún stakk uppá nafninu Heklu- kot. Við athöfn í leikskólanum af þessu tilefni var Svövu afhent viðurkenning, Drífa Hjartardótt- ir, varaoddviti Rangárvalla- hrepps, rakti sögu skólans en auk þess voru börnunum færð endur- skinsvesti að gjöf frá Reykja- garði hf. á Hellu. Að því loknu þáðu gestir kaffi og kökur, en börnin í Heklukoti þökkuðu fyrir sig með því að syngja nokkur lög fyrir viðstadda. FÓRNARLÖMB „sprengingarinnar". Morgunblaðið/Egill Egilsson DEGINUM áður var haldið verklegt námskeið í súrefnismeðferð, spelkun o.fl. Fjölmenn slysa- æfing á Flateyri Flateyri - Nýverið var haldið á Flateyri námskeið á vegum 13 starfsmanna Slökkviliðs Reykjavík- ur fyrir björgunarsveitirnar á Vest- fjörðum, í fyrstu hjálp á slysstað. Námskeiðið var fjölmennt og þurfti að skipta mönnum upp í hópa. Á fyrsta degi námskeiðsins var farið í gegnum skoðun og mat á sjúklingum á slysstað, súrefnismeð- ferð og spelkun. Sams konar nám- skeið hafa verið haidin fyrir sjúkra- flutningamenn, en aðeins öðruvísi hvað varðar björgunarsveitir, þar sem mönnum er kennt að meta ástand sjúklings á slysstað. Á seinni degi námskeiðsins var sett upp hópslysaæfing. Tilkynning barst til björgunarsveitanna að sprenging hefði orðið í gamalli mjöl- verksmiðju á Flateyri og að starfs- menn lægju alvarlega slasaðir inn- andyra. Þegar komið var á slysstað brugðust menn skjótt við og hófust þegar handa við að greina og meta ástand sjúklinganna og veita þeim fyrstu hjálp. Utandyra þurfti að sinna tveimur erfiðum einstakling- um sem fengið höfðu taugaáfall vegna sprengingarinnar. Að æfingu afstaðinni var safnast saman í mötuneyti Kambs og farið yfir atburði dagsins. Því næst af- hentu starfsmenn Slökkviliðsins Jóni Svanberg Jónssyni, formanni Björgunarsveitarinnar Sæljóss á Flateyri, góðar gjafir frá A. Karls- syni h/f, Donnu ehf. og Öryggismið- stöð íslands. Að því loknu var farið á Vagninn í góukaffi sem Slysa- varnadeildin Sæljós hélt þennan sama dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.