Morgunblaðið - 20.03.1997, Síða 11

Morgunblaðið - 20.03.1997, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 11 FRÉTTIR Alþjóðlegt málþing Framtíð norrænna velferðar- samfélaga NORRÆNT svæðisþing Heimssam- taka um framtíðarrannsóknir (World Future Studies Federation) verður sett í dag. Málþingið er skipulagt af Framtíðarstofnuninni sem nokkrir einstaklingar stofnuðu hér á landi í haust. Framtíð norrænna velferðarsam- félaga verður í brennidepli á þinginu en tilefni umíj'öllunar um það efni eru hraðfara breytingar á sviði tækni og alþjóðasamskipta og breytt félagsleg viðhorf sem af þeim leiða. Á fyrri degi ráðstefnunnar verður m.a. fjallað um ný alþjóðleg viðhorf í siðfræði og stjórnmálum, breyting- ar á gildismati fóiks og um grund- vallaratriði sjálfbærrar þróunar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, setur þingið en í upphafi þings flytur prófessor Wendell Bell frá Yale-háskóla erindi um stöðu framtíðarrannsókna. Síðari daginn verður einkum fjall- að um stöðu norrænna velferð- arsamfélaga og þær breytingar sem eru að verða á þeim fyrir áhrif margvíslegra afla og breyttra við- horfa. 70-80 erlendir gestir Málþingið sækja um 70-80 er- lendir gestir hvaðanæva úr heimin- um en flestir þeirra koma frá ríkjum Norðurlanda. Stór hópur norrænna doktorsnema í ýmsum vísindagrein- um sem snerta framtíðarrannsóknir mun einnig sækja þingið. í tengslum við þingið verður hald- inn stjórnarfundur Heimssamtaka um framtíðarrannsóknir. -----......... Lögreglan fylgist með bíl- beltanotkun LÖGREGLAN á Suðvesturlandi ætlar á næstunni að fylgjast sér- staklega með bílbeltanotkun öku- manna og farþega. Þeir, sem upp- vísir verða að því að nota ekki þann lögbundna öryggisbúnað, verða sektaðir. I umferðarlögunum segir að hver sá sem notar sæti í bifreið sem búið er öryggisbelti, skal nota belt- ið. Barn yngra en 6 ára skal í stað öryggisbeltis eða ásamt öryggis- belti nota barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan bömum. Ef slíkur búnaður er ekki í bifreið skal barnið nota öryggisbelti ef það er unnt. „Mikið hefur verið um umferð- aróhöpp i vetur. í ljós hefur komið að afleiðingar sumra slysa má bein- línis rekja til þess að viðkomandi notaði ekki bílbelti áður en óhappið varð. Framundan er ein mesta umferðarvika ársins, páskarnir. Lögreglumenn treysta á heilbrigða skynsemi fólks sem og löghlýðni þess og vonast til að þurfa ekki að hafa afskipti af fólki í umferðinni vegna þess að það notar ekki jafn sjálfsagðan hlut og bílbeltin eru,“ segir í frétt frá lögreglunni. -----♦ ♦ ♦---- Féll af palli VINNUSLYS varð við bensínstöð Skeljungs við Suðurfell í fyrradag. Maður sem var að vinna við við- hald á lofti féll niður af vinnupalli um fjóra metra, þegar áltrappa féll á pallinn, og hlaut meiðsli á baki og hálsi. Maðurinn var fluttur með sjúkra- bíl á slysadeild til frekari rannsókn- ar, en áverkar hans eru ekki taldir alvarlegs eðlis. sportvömifiús OPNUNARTILBOÐ Basic Sweat Hettupeysa + buxur STÍC 'T'Orj, t ' ' «8 Mán.-föstud. 9-18 Laugard. 13-18 Sunnud. 13-16 Stgr. afsláttur 50% Stgr.afsláttur af öllum vetrarfatnaði --------Fæðubótarefni og æfingatæki PROFORM --------Hlaupabrautir SCHWINN --------Þrektæki VECTRA ----Æfingatæki RUSSELL ATHLETIC --— Sportfatnaður 30-70% afsláttur af sportskóm og TRI X I [GiLDAmarx] leikfimifatnaði (ciLDAmarx) --------Leikfimifatnaður wm Sundfatnaður Sportskór Bakpokar -„iTHll.,., □3 031 HREYSTI -----spoii VORU ft ÍIS Fosshálsi 1-112 Reykjavík - Sími 577-5858 - Fax 577-5801

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.