Morgunblaðið - 04.06.1995, Síða 18

Morgunblaðið - 04.06.1995, Síða 18
18 B SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNIBAUGL YSINGAR Leikskólakennarar Leikskólakennari óskast í 100% starf á leik- skólann Heiðarborg sem rekin er af Sjúkra- húsi Akraness. Heiðarborg er einnar deildar leikskóli með u.þ.b. 15 barngildi. Ráðningartími er frá 28. ágúst nk. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 431 2311. Vopnafjarðarskóli auglýsir Kennara vantar við Vopnafjarðarskóla næsta skólaár. Meðal kennslugreina eru: Tungu- mál, raungreinar, samfélagsfræði, hand- og myndmennt og kennsla yngri barna. Vopnafjarðarskóli er einsetinn með 130-140 nemendur í 8 bekkjardeildum. Flutningsstyrkur og niðurgreidd húsaleiga í boði. Upplýsingar veita aðstoðarskólastjóri í síma 473-1556 og 473-1108 og formaður skóla- nefndar í síma 473-1439. Leikskólakennarar Leikskólastjóra vantar við leikskólann Brekkubæ, Vopnafirði, sem er nýlegur skóli með um 50 börn í þremur deildum. Flutningsstyrkur og niðurgreidd húsaleiga í boði. Upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 473-1210. Wm ÆttSES Össur hf. er öflugt fyrirtæki í stoðtækjafram- am BHB leiðslu með dótturfyrirtæki hér á landi og er- ■ lendis. Fyrirtækið er í örum vexti á erlendri 8 grund og framundan er mikil áhersla á sölu og ™ markaðsmál. Össur hf. er vel skipulagt, hefur AeCI ID ákveðin markmið og vinnur eftir gæðakerfinu uooun IS0 g001 Markaðsstjóri Markaðsstjóri óskast til starfa hjá Össur hf. og dótturfyrirtækjum. Starfið: ★ Stefnumótun, markaðsrannsóknir og markaðsáætlanir. ★ Yfirumsjón með samskiptum við erlenda aðila. ★ Þátttaka í frekari uppbyggingu fyrirtækj- anna og stækkun markaðssvæða. Hæfniskröfur: ★ Háskólamenntun á sviði viðskipta eða tækni. ★ Reynsla af markaðsstarfi fyrir erlenda markaði. ★ Frumkvæði og þekking til að byggja upp árangursríkt og öflugt markaðsstarf. Leitað er að einstaklingum sem hafa náð góðum árangri f sambærilegu starfi. Hér er á ferðinni óvenjulegt tækifæri til að starfa að uppbyggingu alþjóðlegs fyrirtækis. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Össur hf. - markaðs- stjóri" fyrir 15. júní nk. RAÐGARÐUR hf SIJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN17 105 REYKJAVÍK SÍMI5616688 Ræstingar Framleiðslufyrirtæki í vesturbæ Reykjavíkur óskar eftir að ráða starfsmann til ræstinga í framtíðarstarf. Starfið felst í ræstingum á mötuneyti og skrifstofum fyrirtækisins. Unnið er u.þ.b. 6 tíma á dag eftir hádegi. Ráðning verður fljótlega. Umsóknarfrestur er til og með 9. júní nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni, sem opin er frá kl. 9-14. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustíg 1a - 101 Reykjavík - Sími 5621355 Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Deildarstjóri óskast við mæðradeild Ljósmóðir með hjúkrunarfræðimenntun ósk- ast í fullt starf deildarstjóra við mæðradeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Staðan veitist frá 1. ágúst 1995, eða eftir samkomu- lagi. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 1995. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Heilsu- verndarstöðvarinnar eða hjúkrunarfram- kvæmdastjóri mæðradeildarinnar í síma 552-2400. 31. maí 1995, Heilsugæslan í Reykjavík. Skriflegar umsóknir sendist til Ráðningar- þjónustunnar, Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík, sími 558-3309. RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN hefur tekið til starfa. Pjónusta til einstaklinga og fyrirtækja. Háaleitisbraut 58-60, sími 558-3309. Við viljum benda þeim sem eru í atvinnuleit eða hugsa sér að skipta um atvinnu á að láta skrá sig hjá Ráðningarþjónustunni sem fyrst. Umsóknareyöublöö á skrifstofunni. Sendum eyðublöð út á land ef óskað er. Háskóla Islands Við tannlæknadeild Háskóla íslands eru eftir- taldar stöður lausar til umsóknar: ★ Staða lektors í bitlæknisfræði með kennsluskyldu í formfræði tanna. ★ Staða lektors í tannfyllingu. ★ Staða lektors í tannholsfræði með kennsluskyldu í líffræði munnhols. ★ 37% staða lektors tanngervafræði. ★ 37% staða lektors í almennri lyflæknis- fræði. ★ 37% staða dósents í meinafræði. Áætlað er að ráða í stöðurnar frá 1. sept- ember 1995 til þriggja ára. Umsækjendur um ofangreindar stöður, skulu láta fylgja umsóknum sínum rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, rit- smíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Með umsóknunum skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækj- enda, prentuðum og óprentuðum. Ennfrem- ur er óskað eftir greinargerð um rannsóknir, sem umsækjandi hyggst stunda verði honum veitt staða. Áætlað er að ráða í stöðurnar frá 1. septem- ber 1995 til þriggja ára. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðuneytis. Umsóknarfrestur er til 11. júlí 1995 og skal umsóknum skilað til starfsmannsviðs Há- skóla íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Hárgreiðslufólk Óskum eftir sveini í fullt starf og einnig í hlutastörf. Upplýsingar í síma 567 2442 mánudaginn 5. júní og þriðjudaginn 6. júní milli kl. 19.00 og 21.00. Fyllsta trúnaði heitið. Ritari Verzlunarskóli Islands leitar að ritara sem þarf að geta hafið störf hið fyrsta. Starf ritara er einkum fólgið í þjónustu við skólastjórn og kennara auk sjálfstæðra verk- efna á skrifstofu skólans. Lögð er áhersla á góða íslensku- og rit- vinnslukunnáttu (Word for Windows). Stúdentspróf eða sambærileg menntun er nauðsynleg, þar sem starfið krefst góðrar þekkingar á íslensku, ensku og einhverju Norðurlandamálanna. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt við „ margvísleg krefjandi verkefni. Umsóknir skulu berast skólastjóra fyrir 8. júní nk. Verzlunarskóli íslands. lll ALÞJOÐA LIFIRYGGINGARFEIAGIÐ HF. LÁGMÚLI5 - REYKJAVÍK Viltu starfa sjálfstætt með góð laun? Alþjóða líftryggingafélagið í Reykjavík óskar að ráða sölumann til starfa. Félagið er með elstu starfandi líftryggingafélögum á íslandi, stofnað árið 1966. Við leitum að: einstaklingi til að veita fag- lega ráðgjöf, sem hefur ánægju af mannleg- um samskiptum, getur starfað sjálfstætt og vill takast á við áhugavert verkefni. Vinnutími sölumanns geturverið sveigjanlegur en hefst þó að jafnaði seinni hluta dags. Starfið hent- ar jafnt konum sem körlum. í boði er sjálfstætt, krefjandi og vel borgað starf hjá traustu félagi með mikla reynslu. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar: „226“ fyrir 10. júní nk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.