Morgunblaðið - 04.06.1995, Síða 10

Morgunblaðið - 04.06.1995, Síða 10
10 B SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ ""KVIKMYIMDIRv^ Erkalda stribinu þá ekki lokib? Kafibátatryllir KALDA stríðinu er lokið á flestum stöðum öðrum en Hollywood. Ein af vinsælustu myndunum vestan- hafs þessa dagana er kafbátatryllirinn „Crimson Tide“ með Gene Hackman og Denzel Washington. Hún tók inn 18 milljónir dollara fyrstu sýningarhelgina og var komin í tæpar 40 milljónir fyrstu 10 dagana. Áætlað er að sýna hana í byijun september í Sambíóunum. HÚN markar afturhvarf til gömlu kalda- stríðstryllanna en í henni hafa þjóðemissinnar undir stjórn Vladimirs Zhir- inovskís hertekið kjarn- orkuvopnabúr eftir eftir Arnold Indriðoson í Sovétríkj- unum. Heimurinn lendir þar með enn eina ferðina á helj- arþröm. Einn af bandarísku kjamorku kafbátunum sem sendir eru í viðbragðsstöðu er Alab- ama undir stjóm Hack- mans. Ástandið austur þar versnar til muna og skipan- ir berast kafbátnum um að skjóta kjamorkuflaug í loft- ið. En skipunin er óskýr og yfírmennirnir Hackman og Washington taka hvor sína afstöðuna með tilheyrandi afleiðingum. Framleiðendur myndar- innar eru Don Simpson og Jerry Bruckheimer, sem unnið hafa saman að karl- hormónamyndum eins og „Top Gun“ og „Days of Thunder“, og leikstjórinn er Tony Scott. „Crimson Tide“ er einmitt lýst sem „stráka- mynd“ frá fyrsta til síðasta ramma. Fjöldi höfunda átti þátt í gerð handritsins án þess nöfii þeirra komi fram, menn eins og Robert Towne (Kína- hverfið) og Steven Zaillian (Listi Schindlers) og ekki síst Quentin Tarantino, sem Denzel Washington hakkaði í sig um leíð og hann sá hann. Leikarinn vildi vita af hveiju leikstjórinn notaði svona mikið orðið niggari í Reyfara og varð fátt um svör. Scott sagðist ekki mundu leikstýra myndinni nema Tarantino yrði fenginn til að yfirfara handritið. „Mér fannst," sagði Scott, sem síðast gerði „True Romance“ eftir handriti Tarantinos, „að hann gæti komið með ferskar hugmyndir. Ég meina, hann er uppá- hald allra og ekki að ástæðulausu heldur vegna þess að hann veit sínu viti og lýsir samskiptum fólks í alveg nýju ljósi.“ Tarantino er gangandi uppflettirit um bíómyndir og eitt af því sem bættist inn í samtöl áhafn- arinnar voru tilvísanir í gamlar og góðar kafbáta- myndir. Framleiðendurnir hugs- uðu myndina sem sambland af „The Caine Mutiny“ og „Fail Safe“ og óskamaður- inn í aðalhlutverkið var Warren Be- atty. Hann lætur hins vegar menn bíða eftir sér og það þoldu Simpson og Bruckheimer ekki til lengd- ar og töluðu við A1 Pacino. Brad Pitt sýndi þá áhuga en Pac- ino tvísté og hætti svo við og þar með missti Pitt áhugann. Washinton og Hackman hrepptu hlutverkin um síðir jafnvel þótt Disney-kvik- myndaverið, sem borgar brúsann, hefði áhyggjur af AÐ skjota eða ekki skjóta; Washington og Hackman tak- ast á í „Crim- son Tide“. því að Hackman laðaði fólk ekki lengur í bíóin. Þær áhyggjur hafa orðið að engu. Síðasta kafbátamynd HEIMTAÐI Tarantino; leikstjórinn Scott með Washington. sem gerð var í Hollywood var Leitin að Rauða októ- ber, sem Scott þótti ekki merkileg. Hann þykist hafa gert betri mynd. EINN lítill indjáni; úr ævintýramyndinni „The índi- an in the Cupboard“. Indjáninn í skápnum EIN AF sumarmyndun- um í Bandaríkjunum í ár er Indjáninn í skápnum eða „The Indian in the Cup- board“, sem Frank Oz leik- stýrir eftir handriti Melisu Mathison, en það er fyrsta handritið sem kvikmyndað er eftir hana síðan hún skrifaði „ET“. Myndin byggir mikið á tæknibrellum en hún segir af níu ára gömlum strák sem fær lítinn plastindjána í afmælisgjöf og gamlan skáp með. Þegar indjáninn er í skápnum sprettur hann til lífsins og kennir strákn- um sitthvað um iífið og til- veruna. Indjáninn í skápn- um er byggð á geysivin- sælli barnabók með sama nafni. Framleiðendur eru Kathleen Kennedy og Frank Marshall, gamlir vin- ir og samstarfsmenn Steven Spielbergs, en Para- mount framleiðir. Rodriguez búinn með f ramhaldið MEXÍKÓSKI kvikmyndaleikstjórinn Robert Rodriguez hefur lokið við framhald hálfs milljarðs króna mynd- arinnar „E1 Mariachi". Framhaldsmyndin er margfalt dýrari en fyrri myndin enda kostuð af kvikmyndamógúlum í Holly- wood. Hún heitir „Desperado“ og með aðalhlutverkið fer spænski leikarinn Antonio Banderas ásamt Salma Hayek. í nýju myndinni á trúbadorinn svali í útistöðum við eiturlyfjabarón og ómenni hans. Raul Julia átti að fara með stórt hlutverk í myndinni en lést skömmu áður en tökur hófust. Hins vegar fer leikstjórinn Quentin Tarantino með hlut- verk og m.a. er hausinn sprengdur af honum. Rodrigues gerir myndina fyrir Columbia-kvikmyndaverið og sagðist hafa verið látinn að mestu í friði niðrí Mexíkó. AFTUR til Mexíkó; Banderas og Hayek í „Desperado“. 5,000 höfðu séð Ódauðlega ást ALLShöfðu um 5.000 manns séð mynd- ina Ódauðlega ást um ævi Beethovens í Stjörnubíói eftir síðustu helgi. Þá höfðu um 5.000 manns séð Bardaga- manninn, 4.500 Litlar konur og 10.500 Vinda fortíðar. Næstu frumsýningar Stjörnubíós eru á erótísku myndinni „Exotica" eftir kana- díska leikstjórann Atom Egoyan og breska spennutryllinum „Shallow Grave“, sem sýndur verður áð líkindum um miðjan þennan mánuð. Síðan er von á myndum éins og „Hig- her Learning“ eftir John Singleton og kvenvestranum „The Quick and the Dead“ með Sharon Stone undir leikstjón Sam Raimi. Um miðjan næsta mánuð frumsýn- ir svo Stjörnubíó riddaramyndina „First Knight" með Sean Connery og Richard Gere. ULeikstjórí „Batman For- ever“ er Joel Schumac- her, sem ekki hefur gert margt bitastætt um dagana en hann á talsvert áhrifam- ikinn aðdáanda, metsölu- höfundinn John Grisham. Sá valdi hann úr hópi leik- stjóra til að stýra nýjustu spennumyndinni byggðri á bók eftir Grisham, „A Time to Kill“. ULíklega bíða margir eftir því að Jonathan Demme geri Lömbin þagna 2 en sagan er ekki tilbúin. Þang- að til hefur hann í hyggju að kvikmynda m.a. mann- réttindadramað „Parting the Waters“. UFinnski hasarmyndaleik- stjórínn Renny Harlin hef- ur lokið við „Cutthroat Is- land“ en næsta mynd þar eftir verður spennutryllirinn „The Long Kiss Good night“. Greiddar voru fjór- ar milljónir dollara fyrir handritið, sem er eftir Shane Black, og hefur það þó verið endursamið veru- lega síðan. -kLeikarínn smávaxni Danny DeVito er að verða risavaxinn kvikmyndafram- leiðandi vestra. Fyrirtæki hans heitir Jersey Films og átti m.a. þátt í Reyfara Tarantinos en á næstunni framleiðir það „Get Shorty“ með Travolta, „Feeling Minnesota" með Keanu Reeves og síðast en ekki síst „Death Fish“, framhald bresku gaman- myndarinnar Fiskurinn Wanda með John Cleese, Kevin Kline, Michael Pal- in og Jamie Lee Curtis. í BÍÓ SUMARIÐ var áður lélegur bíótími hér á landi en það hefur breyst verulega und- anfarin ár og er nú orðið í líkingu við það sem gerist í Bandaríkjunum og öðrum löndum í kringum okkur, enda erum við í mörgum tilvikum farin að fá stóru sumarmyndirnar að vestan aðeins nokkrum vikum eftir að þær eru frumsýndar. Þannig verður varla mán- uður liðinn frá því „Die Hard 3“ var frumsýnd í Bandaríkjunum og þar til hún kemur í Sambíóin nú seinnipartinn í júní. Kongó eftir sögu Michael Crichtons gæti orðið önnur júnímynd í Háskólabíói og í júlí koma Batman að eilífu í Sambíóin og riddaramynd- in „First Knight“ í Stjörnu- bíó. Einhverntímann hefðum við orðið að bíða þessara mynda til jóla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.