Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI 1990 C 9 Sigurður Jónsson, oddviti sjálfstæðismanna í Vest- mannaeyjum: Þurfum að ná niður skuld- um bæjarins SIGURÐUR Jonsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Vest- mannaeyjum við bæjarstjórnar- kosningarnar, segir að á kjörtímabilinu verði lögð áhersla á að ná niður skuldum bæjarins. Beðið hafi verið um milliuppgjör vegna stöðu bæjarsjóðs og niður- stöður þess kunni að kalla á end- urskoðun á rekstri bæjarins og framkvæmdum á vegum hans. Sjálfstæðismenn fengu hreinan meirihluta í bæjarstjórn Vest- mannaeyjum í kosningunum. Flokkurinn fékk 53,77% atkvæða og sex bæjarfulltrúa og bætti þar með við sig tveimur fulltrúum. Sig- urður Jónsson segir að þakka megi þessi úrslit góðum undirbúningi sjálfstæðismanna og málefnalegri gagnrýni þeirra á stjórn vinstri manna í bænum á undanförnu kjörtímabili. Ýmsir aðrir þættir hafi haft áhrif; til dæmis hefðu vinstri menn gert þau mistök í kosningabarátt- unni að draga í efa, að sjómaður í baráttusæti sjálfstæðismanna ætti erindi í bæjarstjórn. Jafnframt hefðu alþýðubandalagsmenn ekki staðið undir þeim væntingum, sem til þeirra voru gerðar á síðasta kjörtímabili vegna félagsmála og skólamála. Þá hefðu kjósendur greinilega tekið meira mark á mál- flutningi sjálfstæðismanna en tals- manna fráfarandi meirihluta varð- andi fjárhagsstöðu bæjarins. Sigurður segir, að sjálfstæðis- menn hafi nú beðið um milliuppgjör vegna ijármála bæjarins en hugsan- lega þurfi að endurskoða ýmislegt í rekstri og framkvæmdum bæjar- ins. Meðal annars að auka eftirlit með framkvæmdum og hafa betra skipulag á röð framkvæmda, auk þess sem ástæða væri til að fjölga útboðum vegna framkvæmda á vegum bæjarins. Sigríður Stefánsdóttir, odd- viti Alþýðubandalagsins: Ánægð með að halda fulltrúum okkar „Okkur tókst að halda tveimur bæjarfulltrúum inni, eins og við höfðum áður og eruin auðvitað ánægð með það. Miðað við þá stöðu sem uppi var í bænum þá var spurningi sú hvort við héld- um okkur fulltrúum inni og það tókst, en hins vegar vilja menn alltaf meira, “ sagði Sigríður Stef- ánsdóttir, í efsta sæti Alþýðu- bandalagsins. „Aður en fyrstu tölur korpu var spenningurinn mestur varðandi það hvað nýju framboðin fengju, hvort Kvennalisti og eða Þjóðarflokkur kæmu að manni og þá hvort það hefði í för með sér að við misstum annan fulltrúa okkar. Ég varð frek- ar undrandi á því hvað Kvennalist- inn fékk fá atkvæði, mér finnst það merkilegt hvað þær ná litlum ár- angri og finnst ekki fráleitt að þær endurmeti að einhveiju leyti sínar baráttuaðferðir í kvenfrelsisbarát- tunni og hvaða aðferðir eru bestar til að fá konur meira inn í stjórnmál- in. Þetta leiðir hugann að því hvaða aðferðir eru bestar til að tryggja að konur taki þátt í stjórnmálum og hafi áhrif. Annað sem einnig vakti athygli mína er að sú sjálf- stæðisbylgja sem búið var að spá á landsvísu kom ekki hingað," sagði Sigríður Stefánsdóttir. Sigurður J. Sigurðsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins: Gerðum okk- ur vonir um fimm menn „Við höfðum gert okkur vonir um að ná iimmta manni inn í bæjarstjórn, en úrslitin reyndust önnur, við fengum fjói'a menn kjörna,“ sagði Sigurður J. Sig- urðsson efsti maður á lista Sjálf- stæðisfokksins til bæjarstjórnar- kosninganna á Akureyri. „Það, sem alvarlegast er í þessu, er að Alþýðuflokkurinn fékk ein- ungis einn mann en hafði þtjá, sem gerir það að verkum að áframhald- andi meirihlutasamstarf er ekki lengur mögulegt. Það verður því að leita nýrra leiða til að mynda meirihluta á Akureyri, en það starf er ekki hafið.“ Sigurður sagði einnig athyglis- vert hversu dræm kjörsóknin hefði verið og slæmt að fólk nýtti ekki þennan dýrmæta rétt sinn, ýmist til að hafa áhrif til breytinga eða til að staðfesta það sem fyrir er. Gísli Bragi Hjartarson, oddviti alþýðuflokksmanna á Akureyri: Sigruðum síðast, töp- um núna „Það er ekki hægt að segja að við séum beinlínis ánægð, en þetta gengur svona, við sigruðum síðast og töpum núna,“ sagði Gísli Bragi Hjartarson, efsti mað- ur á lista Alþýðuflokks á Akur- eyri, en flokkurinn fékk einn mann kjörinn — hafði þrjá síðast. „Þegar maður lítur yfir sviðið f heild, sýnist mér að hvarvetna þar sem atvinnumál voru sett á oddinn hafi meirihlutinn fallið, sama hveij- ir skipuðu hann. Einnig virðist mér sem efnahagsumhverfíð í landinu og það atvinnuleysi sem verið hefur hafi komið niður á okkur. Þá get ég líka nefnt að meirihlutanum var kennt um það sem hefur verið að gerast hjá Alafossi og Sambandinu, en á þeim vettvangi gerðum við allt sem á okkai' færi var.“ Gísli Bragi sagðist óska sigur- vegurunum til hamingju, en kratar myndu ekki láta deigan síga, heldur blása til nýrrar sóknar. „Ég tel okkur hafa sannað það með veru okkar í síðustu bæjarstjórn, að við vorum gott afl og ég vona að næsti meirihluti, hver sem hann vei'ður, muni áfram vinna að þeim mála- flokkum sem við unnum að, bygg- ingu félagslegra íbúða, álmálinu, íþróttamálum og öldrunarmálum svo eitthvað sér nefnt.“ Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, oddviti Framsóknarflokks- ins á Akureyri: Okkurer treyst fyrir forystu í bæjarmálum „VIÐ erum ákaflega glöð yfír úrslitunum," sagði Ulfhildur Rögnvaldsdóttir, sem skipaði efsta sætið á lista Framsóknar- flokksins. Flokkurinn fékk fjóra fúlltrúa kjörna í bæjarstjórn, en hafði tvo síðast. „Það er greinilegt að fólk treyst- ir okkur til að hafa forystu í bæjar- málum og fyrir það erum við afar þakklát, við erum þakklát fyrir þann mikla stuðning sem við hlutum í þessum kosningum. Hópurinn sem stóð að B-listanum vann mjög vel saman og við fundum mikinn með- byr, en úrslitin fóru samt fram úr okkar björtustu vonum. Við bæjar- stjórnarkosningarnar 1986 töpuð- um við einum fulltrúa og við stefnd- um að og vonuðumst til að vinna hann aftur, en það að fá fjóra bæj- arfulltrúa fór fram úr okkar björt- ustu vonum,“ sagði Úlfhildur. Valdimar Pétursson, oddviti á lista Þjóðarflokksins: Hefði kosið önnur úrslit „Ég liefði kosið að úrslitin hefðu orðið önnur, en hins vegar erum við tiltölulega ánægð með okkar gengi. Við vorum þarna að etja kappi við gamla og gróna flokki, sem sumir hverjir virtust hafa ótakmarkaða fjármuni til að kosta baráttuna, en það höfðum við ekki,“ sagði Valdimar Péturs- son efsti maður á lista Þjóðar- flokksins. „Úrslitin komu mér í sjálfu sér ekki á óvart, ég var ekki sérlega bjartsýnn á að við næðum inn manni. Það sem kom mér hins veg- ar á óvart var það að um 30% kjós- enda sátu heima á kjördag og einn- 'ig skil ég engan veginn þetta góða gengi Framsóknarflokksins, það er alveg lokuð bók fyrir mér.“ Valdimar sagði að það fólk sem tekið hefði þátt í störfum Þjóðar- flokksins myndi hittast á næstu vikum og ræða framhaldið og á hvern hátt haga ætti baráttunni fyrir næstu kosningar. Kosninga- baráttuna nú kvað hann hafa verið heldur leiðinlega, að sínu mati, gömlu flokkarnir hefðu ekki haft neitt nýtt fram að færa, en stagl- ast á sömu gömlu lummunum. Þjóð- arflokkurinn hefði verið málefna- legur og þá hefðu menn hrópað: úlfur. úlfur. Morgunblaðið/Sigurgeir Nýi sjálfstædismeirihlutinn í Vestmannaeyjum kom saman til fundar á sunnudag til að fara yfir stöð- una, þeir eru f.v.: Ólafur Lárusson, Georg Þór Kristjánsson, Sigurður Jónsson, Bragi I. Ólafsson, Sigurð- ur Einarsson og Sveinn Valgeirsson. „Við erum ekki óánægð með úrslit- in, síður en svo og mig langar til að færa öllu því fólki þakkir sem studdi okkur og vann fyrir okkur fyrir þessar kosningar," sagði Sig- urður J. Sigurðsson. Valgerður Magnúsdóttir, oddviti á Kvennalistanum: Áttum von á betra gengi „Við urðum óneitanlega fyrir vonbrigðum, við áttum von á betra gengi en raun varð á og það hafa margir haft á orði að þeir séu hissa á að við skyldum ekki fá meira og það segir mér að töluvert af okkar fylgi hafi ekki skilað sér á kjörstað,“ sagði Valgerður Magnúsdóttir sem skipaði efsta sæti á Kvennalistan- um. „Ég er enn trúuð á að við eigum meira fylgi en sem þessu nemur. Við munum taka mið af þessum úrslitum i okkar vinnu á næstunni. Við vorum reiðubúnar til að axla þá ábyrgð að vinna innan stjórn- kerfis bæjarins, en í ljósi úrslitanna munum við vinna sem virkir borgai'- ar og vonumst til að sjá sem flesta þá sem kusu okkur í því starfi.“ Valgerður sagði að mikill hugur væri í konum, fyrir lægi undirbún- ingu fyrir alþingiskosningar, auk hátíðarhalda 19. júní vegna 75 ára afmælis kosningaréttar kvenna. „Við ætlum okkur alls ekki að leggja upp laupana, við erum reynslunni ríkari eftir þessar kosn- ingar og það sem við erum auðvitað mjög ánægðar með, er að hafa tek- ið þátt í þessari baráttu og verið með,“ sagði Valgerður Magnúsdótt- ir. Minna fylgi sameiginlegra framboða en flokkanna áður NY SAMEIGINLEG franiboð í kaupstöðum fengu í flestum tilvikum minna fylgi í kosningunum á laugardag, en flokkarnir sem að þeim standa fengu i kosningunum 1986, þegar þeir buðu fram hver í sínu lagi. í tíu kaupstöðum, þar sem sameiginleg framboð komu fram, töpuðust bæjarfulltrúar í fimm, fúlltrúatala var óbreytt í Qórum og í einum vannst fulltrúi. Fylgistap sameiginlegu framboðanna var í flestum tilvikum svipað í prósentum talið og fylgisaukning Sjálfstæð- isflokksins á hverjum stað. í Reykjavík stóðu Alþýðuflokkur og hluti Alþýðubandalags að Nýj- um vettvangi ásamt fleirum. Nýr vettvangur og G-listi fengu 7,5% minna fylgi og einum borgarfull- trúa færra en A- og G-Iisti saman- lagt í kosningunum 1986. Fylgis- aukning Sjálfstæðisflokksins nam 7,8% sem dugði til að vinna einn fulltrúa. Á Seltjarnarnesi stóðu vinstri menn að N-lista Bæjarmálafélags- ins. Sá listi fékk einum bæjarfull- trúa færra en listar Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags saman- lagt fyrir íjórum árum. Fylgisaukn- ing Sjálfstæðisflokks nam 3,9% og dugði til að vinna einn fulltrúa. I Garðabæ stóðu Alþýðubanda- lag og Framsóknarflokkur að E- lista ásamt fleirum. Sá listi fékk 7,7% minna fylgi nú, en B- og G-listi fengu 1986 og einum bæjar- fulltrúa færra. Fylgisaukning Sjálf- stæðisflok^s nam 14,3% og dugði til að vinna einn fulltrúa. í Mosfellsbæ var E-listi borinn fram af Alþýðuflokki, Framsóknar- flokki og Álþýðubandalagi. Sá listi fékk 9,8% minna fylgi nú en A-, B- og G-listar fengu samanlagt 1986. Fjöldi bæjarfulltrúa er óbreyttur. Fylgisaukning Sjálf- stæðisflokks nam 10%. I Stykkishólmi var borinn fram einn listi gegn Sjálfstæðisflokki, H-listinn. Hann fékk 24,1% minna fylgi nú, en Alþýðuflokkur, Alþýðu- bandalag, Félagshyggjumenn og Kvennalisti fengu samanlagt við síðustu kosningar og einum bæjar- fulltrúa færra. Fylgisaukning Sjálf- stæðisflokks nam 16,1% og dugði til að vinna einn fulltrúa. í Bolungarvík fékk F-listinn nú 19,7% minna fylgi en Framsóknar- flokkur, Alþýðubandalag og Óháðir fengu samanlagt 1986. Fulltrúa- tala er óbreytt. Fylgisaukning Sjájfstæðisflokks nam 11,6%. Á Siglufirði kom nú fram F-listi Óháðra og fékk 5,1% meira fylgi en Alþýðubandalagið 1986, en G-listi var ekki borinn fram nú. F-listi fékk einum fulltrúa fleira en G-listinn hafði. Sjálfstæðisflokk- ur tapaði 1,1% fylgi. Á Dalvík komu fram þijú ný framboð, H-listi framsóknar- manna, N-listi Jafnaðarmanna og F-listi Fijálslyndra. Samanlagt fylgi H- og N-lista nú var 11,5% minna en sameiginlegt fylgi Al- þýðubandalags og Framsóknar- flokks 1986 og einum bæjarfulltrúa færra. F-listinn fékk nú 13,5% og einn mann. Sjálfstæðisflokkur tap- aði fylgi sem nam 2%. Á Seyðisfirði buðu Alþýðubanda- lagsmenn fram tvo lista 1986, G og S, og Alþýðuflokkur bauð fram A-lista. Enginn þessara var boðinn fram nú, en nýr listi, T-listi Tinda fékk 6,5% minna fylgi nú, en hinir þrír 1986. Tala bæjarfulltrúa þeirra er óbreytt. Fylgisaukning Sjálf- stæðisflokks nam 1,5%. Á Selfossi sameinuðust Alþýðu- flokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti um K-listann nú. Hann fékk 11,5% minna fylgi en A-, G- og V-listar fengu samanlagt 1986. Tala bæjarfulltrúa þeirra er óbreytt. Þá kom fram F-listi Óháðra og fékk 8,5%, engan mann kjörinn. Fylgisaukning Sjálfstæðis- flokksins nam 10,5%. í nokkrum kaupstöðum voru áfram boðnir fram sameiginlegir listar sem einnig voru í kjöti 1986. Þar á meðal H- og K-listar á Blönduósi, samanlagt fylgi þeirra varð nánast það sama nú og fyrir fjórum arum og fulltrúatala óbreytt. Á Ólafsfirði tapaði H-listi lítillega fylgi, fulltrúatala er óbreytt. Á Egilsstöðum tapaði H- listi 3,1% og hefur áfram einn mann. Á Höfn í Hornafirði jók H-listi Kríunnar við fylgi sitt um tæp 2% og hefur áfram 3 bæjarfull- trúa. í Hveragerði jók H-listinn við fylgi sitt um 11,1%, sem nægði til að vinna mann og fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins, sem tapaði þessu'hlutfalli nú. í Ólafsvík var borinn fram L- listi óháðra, auk lista stóru flokk- anna. L-listinn bætti við sig 7,3% og hefur áfram einn mann. A Sauð- árkróki er K-listi Óháðra auk stóru flokkanna. K-listinn tapaði tæpu prósenti í fylgi og lieldur sínum fulltrúa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.