Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1990 C 7 nokkra áratugi, þar til við þessar kosningar. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði: Úrslitin traustsyfir- lysing a storf okkar og stefnu „VIÐ Alþýðuflokksmenn lítum á úrslitin hér í Hafnarfirði sem hreina traustsyfirlýsingu á störf okkar og steftiu. Þetta er ótv- íræður sigur og við höfúm fundið fyrir stuðningi Hafnfirðinga allt þetta kjörtímabil og í siauknum mæli í nýafstaðinni kosningabar- áttunni, fúndið að fólk kunni að meta stefiiumið okkar. En við þorðum tæpast að trúa því fyrr en við tókum á því að úrslitin yrðu jafn ótvíræð og raun bar vitni,“ sagði Guðmundur Arni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði og efsti maður á lista Al- þýðuflokksins í bæjarstjórnar- kosningunum. „Eg þakka sigurinn mjög öflugri og samhentri liðssveit Alþýðu- flokksmanna sem hefur staðið sig frábærlega í kosningabaráttunni og árangursríku starfi flokksins við stjórn bæjarins á því kjörtímabili sem nú er lokið. Einnig þakka ég sigurinn þeim skýra valkosti sem Alþýðuflokkurinn er í hugum kjós- enda hér í Hafnarfirði. Bæjarbúar vita nákvæmlega fyrir hvað hann stendur. Hafnfirðingar hafa haft sterka stjórn hérna og vilja hafa hana áfram,“ sagði Guðmundur Árni. Hann kvaðst telja að sameigin- legt framboð vinstri manna í Reykjavík hefði verið þess virði að það yrði reynt. „Ég hef verið hlið- hollur sameiginlegu framboði þar sem hinn pólitíski jarðvegur byði upp á það. Því var ekki þannig háttað hér í Hafnarfirði en annars staðar var þetta tilraunarinnar virði. Það væri hins vegar blindur maður sem sæi ekki að sú tilraun hefur mistekist. Alþýðuflokkurinn kom víðast hvar ágætlega út úr þessum kosningum þar sem hann bauð fram undir eigin nafni og for- sendurn." Guðmundur Árni sagði að menn hlytu að draga þann lærdóm af sameiginlegu framboði vinstri manna nú að fara ekki þessa leið á ný í næstu framtíð. „Mér finnst það fýsilegri kostur, nú í þessum tilvistarvanda Alþýðubandalagsins, að stuðningsmenn þess, sem flestir eru þegar til kastanna kemur jafn- aðarmenn, gangi til liðs við okkur alþýðuflokksmenn.“ Guðmundur Árni sagði að gott samstarf hefði verið í Hafnarfirði með Alþýðuflokknum og Alþýðu- bandalaginu á síðasta kjörtímabili og málefnalega skildi sáralítið á milli þessara flokka. „Hvernig formlegu samstarfi þessara flokka verður háttað hér í Hafnarfirði er óútkljáð ennþá. Menn eiga eftir að skoða það og ræða. Við höfum átt prýðilegt samstarf við Alþýðu- bandalagið og ef það finnst einhver flötur á áframhaldandi samstarfi þá erum við tilbúnir að vega og meta alla möguleika," sagði Guð- mundur Árni. Óskar Þór Sigurbjörnsson oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ólafsfirði: Takmarkið var að halda meirihluta ÓSKAR Þór Sigurbjörnsson, efsti inaður á lista sjálfstæðismanna á Óiafsfirði segist afar ánægður með úrslit kosninganna á laugar- dag. Sjálfstæðismenn hafi unnið meirihlutann í bæjarstjórn í kosningunum 1986 og hafi nú bætt stöðu sína. D-listi Sjálfstæðisflokksins hlaut 52,52% atkvæða í kosningunum og fjóra bæjarfulltrúa af sjö kjörna. Oskar Þór Sigurbjörnsson, efsti maður listans segir sjálfstæðismenn afar ánægða með kosningaúrslitin; þeir hafi unnið meirihlutann naum- lega árið 1986, en hafi nú bætt stöðu sína. „Við tókum við 1986 eftir 12 ára valdatíma vinstri manna og höfum síðan þá lagt megináherslu á upp- byggingu atvinnulífsins í bænum. Að því verkefni munum við vinna áfram. Jafnframt munum við vinna að hafnarmálum og halda áfram uppbyggingu á því í sviði í sam- ræmi við áætlun sem gerð var á síðasta ári. Okkar bíða líka mörg verkefni á öðrum sviðum, til dæmis í umhverfismálum, íþrótta- og æskulýðsmálum og menningarmál- um,“ segir Óskar Þór Sigurbjörns- son. Ingibjörg Sigmundsdóttir, oddviti H-listans í Hveragerði: t Hyggjumst koma fjár- málunum í rétt horf INGIBJÖRG Sigmundsdóttir, efsti maður á H-listanum, sem hlaut hreinan meirihluta í bæjar- stjórn Hveragerðis í kosningun- um á laugardag, segir að helsta markmið hins nýja meirihluta sé að koma fjármálum bæjarins í rétt horf. H-listinn var borinn fram af Al- þýðuflokki, Alþýðubandalagi, Framsóknarflokki og óflokks- bundnum kjósendum. 1 kosningun- um á laugardag hlaut listinn 53,52% atkvæða og fjóra bæjarfull- trúa kjörna. H-listi var einnig bor- inn fram í kosningunum 1986 og hlaut þá þijá fulltrúa. „Urslit kosninganna eru skýr skilaboð um að kjósendur vildu breytingar," segir Ingibjörg Sig- mundsdóttir. „Við munum á kom- andi kjörtímabili leggja höfuðá- herslu á að koma fjármálum bæjar* ins í rétt horf, en við gerum ráð fyrir að það muni taka tvö ár. Það er ljóst að á þeim tíma munum við lítið geta gert nema halda í horfinu og það gerðum við fólki ljóst í kosn- ingabaráttunni." Ingibjörg segist ekki búast við öðru en að góð samstaða verði inn- an H-listans. Morgunblaðið/Þorkell Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks í Hafnarfirði, þar sem flokkurinn náði meirihluta í kosningunum um helgina, f.v.: Guðmundur Árni Stefáns- son, Árni Hjörleifsson, Valgerður Guðmundsdóttir, Tryggvi Harðar- son, Jóna Ósk Guðjónsdóttir og Ingvar Viktorsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.