Morgunblaðið - 01.11.1987, Page 63

Morgunblaðið - 01.11.1987, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 63 W Sýnd í Bíóhöllinni: Skothylkið, Modine og Kubrick I Bíóhöllinni er nú verið að sýna hina margrómuðu stríðsmynd Stanleys Kubrick, Skothylkið (Full Metal Jacket). Mynd frá Kubrick er sannar- lega stórviðburður. Hver mynd hans á fætur annarri hefur ver- ið meistaraverk, en sjö ár eru liðin frá því sú síðasta, Shining, var frumsýnd. Hann hefur að- eins gert fimm myndir á undanförnum 23 árum, svo það er ekki nema von að menn segi að mynd frá Kubrick sé eitthvað stórmerkilegt og líki þvi við mannaða geimferð. Þess má geta að á 23 árum er hægt að ferðast til Júpiter, eins og Terrence Rafferty bendir réttilega á í grein um Kubrick í nýjasta hefti kvik- myndaritsins Sightand Sound. Með eitt af aðalhlutverkun- um í Skothylkinu fer tiltölulega óþekktur leikari, Matthew Modine að nafni, og hann prýddi forsíðu American Film fyrir skömmu og inni í blaöinu var viðtal sem hér birtast kaflar úr. Modine varð fyrst þekktur af einhverju viti þegar hann lók i Alan Parker-myndinni Birdy. Hann afþakkaði boð um að leika í Top Gun á sínum tíma af því honum líkaði ekki við pólitíkina í henni og vildi frekar ræða um Carl Jung en Holly- wood við „American Film. Nýjasta myndin hans, Munað- arleysingjar, er með Albert Finney í aðalhlutverki, en leik- stjóri er Alan J. Pakula. Spurning: Hvernig er að •eika í umdeildustu mynd árs- ins? Modine: Er hún það? Spurning: Já, meira eða minna. Modine: Ég vissi það ekki. Ég hef ekkii lesið neitt um myndina. Ég þekki ekki umræð- urnar um hana. Spurning: Nú, sumir segja hana snilldarlegan áróður gegn stríði. Aðrir segja hana nílhíska og kiisjukennda. Modine: Allt sem gerist í Skothylkinu er til. Atriðin í he- ræfingabúðunum er sennilega raunsannasta lýsing á æfinga- búðum landgönguliða sem sett hefur verið á filmu . . . Það er ekki ánægjuleg lýsing. Það er engin undankomuleið. Ástæðan fyrir því að sögur Stanleys eru svona sláandi er sú, að þær eru svo trúverðug- ar. Hann reynir ekki að skapa meðaumkun með einhverjum af því þetta er bíómynd og hann vill gera áhorfendur án- ægða. Það er ekki ánægjulegt að sjá mann drepinn. Og það er ekki ánægjulegt að deyja. Hvers vegna að reyna að gera eitthvað rómantískt úr því þeg- ar það er það ekki? Kannski það hafi verið réttlætanlegt, vegna þess sem var að gerast í Evrópu, að gera allar þessar rómantísku stríðsmyndir í seinni heimsstyrjöldinni. En að halda því áfram eru mistök. Veistu, það var frábært sem gerðist á sjöunda áratugnum þegar fólk fór að spyrja hvers vegna. Spurning: Margir bera Skot- hylkið saman við Herdeildina (Platoon). Modine: Mér finnst þær lýsa tveimur algerlega ólíkum skoð- unum. Spurning: Góðu og iilu er lýst miklu skýrar í Herdeildinni. Modine: En það er erfitt að skilgreina gott og illt í lífinu, er það ekki? Það er miklu auð- veldara að gera í myndum gott og illt en þekkja það í raun. Spurning: Fórstu að hata Kubrick? Modine: Nei. Stanley er vin- ur minn. Stundum af hreinni taugaveiklun varð maður reiður við Lee Emey (þjálfarann í æf- ingabúðunum). En það mynd- ast bönd milli manna og það er í rauninni ekki hægt að vera reiður við neinn. Þú reiðist ekki leikstjóranum vegna þess að hann er að búa til listaverk, en ekki bara bíómynd. Þetta er ekki eins popptónlistin sem þú hlustar á á sumrin og glottir að. Þetta er eins og klassísk tónlist sem þú getur hlustað á aftur og aftur og í hvert skipti sem þú hlustar finnur þú eitt- hvað nýtt. Þannig hugsa ég um Stanley. Spurning: Settist Kubrick niður með ykkur og skýrði fyrir ykkur um hvað myndin væri? Modine: Nei, nei. Ég býst við að hann hafi stundum freistast til þess. En ég hef það á tilfinningunni, að með því að segja manni ekki hvað hann vildi fundum við það einhvern veginn saman. Hann gaf þó vissulega skipanir. Við töluðum heilmikið saman um allt frá hnefaleikum til grískrar goða- fræði, frá A til Z. Það var frábært. Tónleikar og danssýning Þjóðdansaflokkurinn Kryshatsjok frá Minsk í Hvítanísslandi, óperusöngkonan Nina Kozlova, söngvarinn Jaroslav Évdomikov og hljóðfæraleikarar halda lokatónleika og danssýningu í Þjóð- leikhúsinu annað kvöld, mánudaginn 2. nóv. kl. 20.00. Fjöl- breytt skemmtiskrá. Aðgöngumiðar seldir í húsakynnum MÍR kl. 10.00-12.00 í dag, sunnudag, og á morgun í Þjóðleikhúsinu frá kl. 16.00. MÍR. Electrolux BW 200 uppþvottavélin náði ekki bara prófinu... hún „DÚXAÐI” ! Á kröfuharðasta neytendamarkaðinum, fékk hún eftirfarandi ummæli frá Svenska Konsumentverket: * Hæsta einkunn (5) fyrir uppþvott og þurrkun * Hæsta einkunn (5) fyrir að vera hljóðlát * Hæsta einkunn (5) fyrir sparneytni * Við bætum svo við ótrúlegu verðtilboði aðeins 34.557, stgr. Láttu ekki uppþvottinn angra þig lengur- „KÝLDU” Á ELECTROLUX ! Electrolux Leiöandifyrirtöki © Vörumarkaðurinii I KRINGLUNNI SÍMI 685440

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.