Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 25 Gagnrýni þarf að rökstyðja eftirBjörn Hermannsson í Morgunblaðinu — þætti Víkveija — 30. maí sl. getur að líta eftirfarandi: „Á vegum fjárlega- og hagsýslustofnunar stendur nú yfír átak í að bæta gæði í opinberri þjón- ustu og munu vafalaust einhverjir segja að það sé tímabært framtak. Þessa stundina er kröftunum m.a. beint að tollstjóraskrifstofunni sem hefur um langan tíma verið um- deildasta stofnunin hér á landi hvað alla þjónustu snertir." Hér er mikið sagt, ýmislegt^gefið í skyn, en þó flest ósagt. Ut úr þessum orðum má lesa þetta: 1. Það er að frumkvæði fjárlaga- og hagsýslustofnunarinnar verið að kanna þjónustu tollstjóraskrifstof- unnar. Þetta er rangt. 2. Tilefni þessarar könnunar er lé- leg þjónusta. Þetta er líka rangt. Tilefnið er allt annað. Ekki er mér kunnugt um hvaðan greinarhöfundi, sem ekki skrifar undir nafni, kemur sú vitneskja, að tollstjóraskrifstofan hafí um langan tíma verið umdeildasta stofnunin hér á landi hvað alla þjónustu snert- ir. Ég hef að visu orðið var við kvartanir öðru hveiju, einmitt í Víkveija, um lélega „þjónustu" við afgreiðslu, einkum bóka, hjá Toll- póststofunni. Hefur verið sett út á það að innheimtur skuli söluskattur af innfluttum bókum. Kanna þarf hvort þessi gagnrýni er réttmæt, eða öllu heldur er henni beint að réttum aðila? Ekki á ég heldur von á að þessar getsakir séu komnar frá þeim ágætu mönnum, sem með mér eru að störfum nú frá fjárlaga- og hag- sýslunni. Þeir eru að vísu fastir dálkahöfundar í Morgunblaðinu og skrifa um opinbera þjónustu. Þama er því að þeim vegið um trúnaðar- brest. Ég er þess þó fullviss, að þaðan er þetta ekki komið. Greinar- höfundur, hver svo sem hann er, segir að vísu annars staðar og í öðru samhengi í sama pistli, að hann hafí um einhvem tíma verið viðriðinn innflutning. Sennilega er þessi reynsla hans þaðan. En þá skiptir líka höfuðmáli hvaða kröftir gerði hann til sjálfs sín sem innflytj- andi, hvaða þekkingu hafði hann á þeirri vöm, sem hann var að flytja „Ég- fullyrði að vilji er fyrir hendi til að bæta þjónustu toil- stjóraembættisins, en að því tilskyldu að ör- yggissjónarmiða sé gætt. Orökstuddar dylgjur í aðrar áttir bæta ekkert.“ inn? Hvaða væntingar hafði hann í þessu sambandi til þjónustu toll- stjóraskrifstofunnar? Kannski þær, að hún gerði allt verkið fyrir hann eins og ekki er óalgengt með óvana innflytjendur? Til þess konar þjón- ustu ætlast þó hvorki lÖggjafínn, framkvæmdavaldið né fjárveitinga- valdið. En meðal annarra orða, hvað er átt við með orðinu þjónusta? Við þessa stofnun er að vísu veitt marg- háttuð þjónusta, en það er fengist við ýmislegt annað hér. Megin- verkefnið er innheimta, oft þvinguð innheimta. Annað meginverkefnið er löggæsla, stundum einnig þving- uð. Til þess að varpa nokkm ljósi á hvað við er átt, ætla ég að endur- segja kafla úr norskri skýrslu, sem ég hefi nýfengið inn á borð hjá mér, og fjallar um nýja reynslu Norðmanna á vettvangi fjármála- legra afbrota, einkum á tollasvið- inu. Þar segir: „Reynslan af eftirlits- og endurskoðunarstarfí sýnir að orðin er breyting í sam- félaginu, sem lýsir sér í því, að jafnvel dæmigerð alvömatvinnufyr- irtæki víla ekki lengur fyrir sér að ganga á snið við þau lagaákvæði og reglugerðir, sem okkur (þ.e. toll- stjóminni) er uppálagt að fram- kvæma. Allt til þessa höfum við getað byggt á trausti til þessara fyrirtækja, en verðum nú að búa okkur undir að næstum hvert ein- asta atvinnufyrirtæki geti lent undir smásjánni. Þetta gerir eftirlitið afar þungt, sérstaklega þar sem flest atvinnufyrirtæki nota nú tölvuvætt bókhald, stjómað af sérfræðingum, sem hafa aðstöðu og þekkingu til að fela hinar ólöglegu aðfarir undir löglegu yfirskyni. Tollstjómin verð- ur því að byggja í auknum mæli á upplýsingaöflun svo að unnt verði að taka þau atvinnufyrirtæki til sérstakrar skoðunar, sem líta má á Björn Hermannsson sem hættuleg öðmm fremur.. . Aðeins með því að ráða til starfa færa tollendurskoðendur, sérfræð- inga, verðum við þess megnug að fást við fjármálaleg glæpaverk (ökonomiske kriminalitet)." Tilvitn- un lýkur. Hvað vilja menn kalla starfsemi af þessum toga? Þjónustu? Nei. Á þessum vettvangi em ýmis störf unnin, sem ekki verða flokkuð und- ir þjónustu, þó erfiðlega gangi að koma því sjónarmiði til skila. Ég vona að okkar reynsla verði ekki sú, að við hættum að geta treyst „alvöru" atvinnuinnflytjend- um, því einmitt gagnvart þeim höfum við reynt að hraða vinnu við að losa vöm úr tollviðjum. Þar höf- um við einmitt eygt möguleikann til bættrar „þjónustu", gegn því aftur á móti að innflytjendur gerðu sér ljósa ábyrgð sína og sættu raun- vemlegum viðurlögum við ítrekuð- um brotum á settum reglum með því að missa um tíma eða þá alfar- ið heimild til fljótvirkari tollmeð- ferðar. Ég fullyrði að vilji er fyrir hendi til að bæta þjónustu tollstjóraemb- ættisins, en að því tilskyldu að öryggissjónarmiða sé gætt. Órök- studdar dylgjur í aðrar áttir bæta ekkert. Mér er heldur ekki sama um þegar starfsfólk embættisins, sem flest allt er af vilja gert að leysa störf sín vel af hendi við mik- ið álag, en léleg kjör, verður fyrir aðkasti úr launsátri. Það er ekki beðist undan gagnrýni, en þess krafist að hún sé rökstudd og heið- arleg. Höfundur er tollstjóri. r&' . u? Er með beina innspýtingu. Er 105 hestöfl. Er 5 gíra „Overdrive". Er með vökvastýri. Er vestur*þýskur. sf LIMAfíl ÍT Sýningarsalurinn er opinn mánudaga — föstudaga kl. 9-6 og laugardaga kl. 1-5. Sveinn Egilsson hf.; Nýr sýn- ingarsal- urtekinn í notkun SVEINN Egilsson hf. tekur i notkun nýjan sýningarsal fyrir nýja bíla í dag, laugardaginn 6. júní. Sýningarsalurinn er í ný- byggingu fyrirtækisins við Skeifuna og hefur húsinu verið gefið nafnið Framtið. Á götuhæð hússins em u.þ.b. 1300 fm sýningarsalur fyrir nýja bíla auk 700 fm rýmis fyrir notaða bíla. Öll sölustarfsemi Ford, Suzuki og Fiat umboðanna flyst nú í þetta nýja hús, en varahluta- og viðgerð- arþjónusta og skrifstofur verða áfram í Skeifunni 17. Gæði og öryggi í akstri eru forsenda góðra bílakaupa. Þess vegna kaupir þú BMW. Sýningarbílar í sýningarsal. *Miðað við júní gengi DEM 21,3996. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 686633.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.