Morgunblaðið - 16.05.1987, Side 51

Morgunblaðið - 16.05.1987, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAI 1987 51 x sýnir hvar skera á neðan við Græðlingur tilbúinn til töku af blaðöxl. hnýði. Dalíur Margt fínlegt og viðkvæmt í meðförum hefur að bjóða fegurð. Svo er með dalíur sem hafa mik- inn fjölbreytileika varðandi blómgerð og vart sést fegurri „hönnun" á blómi og á pompon- dalíum (ekki boltadalíum) sem er eins og fínasta víravirki. Dalíur eru ættaðar frá Mexíkó eins og blessuð kartaflan enda eiga þessar tvær jurtir það sam- eiginlegt að þola ekki ffost. Einnig má segja að laufgerð þeirra sé ekki óáþekk. Dalían er rótarhnýði sem er eins konar fóðurbirgðastöð. Þessi birgðastöð safnar næringu að sumrinu og geymir til næsta vors þegar ræktun hefst að nýju. Þá er ekki fyrir hendi rótametið sem teygir sig út frá plöntunni í leit að næringu. Þar sem fæðurætum- ar (rótametið) eru grunnt undir jarðvegsyfírborðinu er mjög gott að gefa plöntunni fljótandi áburð. Þegar dalíuhnýðin koma í versl- anir á vorin í skrautlegum umbúðum er erfitt fyrir þann sem ekki þekkir afbrigðin sem á boð- BLÓM VIKUNNAR Umsjón: Ágústa BJÖmadóttlr stólum em að velja þau réttu. Þeir sem em að kaupa hnýði í fyrsta sinn láta oft freistast af glansmyndum utan á pökkunum. Það sem er hvað mest áríðandi að hafa í huga er að kaupa þau afbrigði sem em fljótust til að blómstra því allar dalíur em fal- legar, bara mismunandi fallegar. Það getur munað allt að tveimur mánuðum hve dalíur em fljótar að blómstra og fer það eftir af- brigðum. Það er því fróðlegt fyrir kaupandann að spyija kaup- manninn um þetta atriði. Það verður nefnilega að gera ráð fyrir að kaupmaðurinn þekki þá vöm sem hann er að selja, annars á hann ekki að hafa hana á boðstói- um. Sumar verslanir em með ráðgjafa sem veita góða ráðgjöf um slík efni. Dalíur þarf að forrækta. Það fer eftir aðstæðum hvers og eins hvenær sú forræktun hefst. Ef reiknað er með að rækta þær úti í garði á skjólgóðum stað, að sjálf- sögðu, þá em margir sem gróður- setja þær í fyrstu viku júnímánað- ar. Ef kalt gróðurhús er fyrir hendi má hugsa sér að forræktun- in hefjist fyrstu vikuna í apríl. Er þá hnýðið sett í pott sem rúm- ar það rétt sæmilega, umpotta svo í stærri pott um 1. maí til að gefa rótunum betra rými. Það hindrar að rætur verði eins hring- vafðar inn í pottinum. Ef það skeður þarf að losa um rætumar svo þær taki rétta stefnu út í jarð- veginn við gróðursetningu. Áður en plantað er út í garðinn er gott að vökva plöntumar vel því þá verða rætumar mýkri og með- færilegri og skemmast síður. Nauðsynlegt er að binda plöntum- ar upp og þá er gott að hafa bambus við höndina. Ef einhver hefur áhuga á að rækta dalíur i glerhúsi er nauð- synlegt að gæta að hitastiginu. Mörgum hættir til að hafa of heitt í glerhúsum yfirleitt. Dalíur þola þetta illa og spíra og stilkurinn verður linur og stendur vart undir sér. Þess vegna fara dalíur illa í samfélagi við ýmsar aðrar plönt- ur, sem þola og/eða þurfa meiri hita. Oft vaxa margir stilkar frá sama hnýði. Þá er rétt að láta ekki fleiri en tvo vaxa upp en bijóta hina af. Síðan má nota þá sem græðlinga. Það þarf bara að skera með beittum hníf rétt fyrir neðan blaðöxl (sjá meðf. mynd). Þessir græðlingar eru settir t.d. í vel rakan vikur þar sem þeir róta sig á ca. 20 dögum. Þá em þeir settir í litla potta með góðri mold og mynda þeir þá hnýði yfir suma- rið. Látið þá aldrei þorna og ekki heldur mynda blóm en hættið að vökva áður en fer að fijósa að haustinu. Þannig geymast hnýðin í pottum yfir veturinn. Gleymið ekki að nafnmerkja plönturnar. Þegar fer að líða á sumarið skal varast að nota verkfæri til að hreinsa illgresi í kringum dalí- ur. Þið verðið að nota guðsgaff- lana pakkaða inn í gúmmíhanska ef ekki vill betur. Þetta er vegna rótanna sem liggja svo gmnnt undir yfirborðinu. Gróðurríkt sumar. Kristinn Helgason Munið sjónvarpið kl. 18 — Grænmetisþáttur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.