Morgunblaðið - 16.05.1987, Síða 16

Morgunblaðið - 16.05.1987, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 Iþróttir í grunnskóla eftirJanus Guðlaugsson Að undanfömu hefur verið þó nokkur umræða í gangi um íþrótta- kennslu í skólum landsins, grunn- skólum, framhaldsskólum og íþróttakennaraskóla íslands. í þess- ari umræðu hefur sitt sýnst hvetj- um. Umræða þessi hefur m.a. farið fram meðal íþróttakennara í skólum landsins, innan nokkurra sérsam- banda ÍSÍ og einnig hafa dagblöðin látið til sín taka í þessum efnum. Sjúkraþjálfarar hafa einnig lagt orð í belg varðandi íþróttakennsluna vegna áhyggjuefnis þeirra um hvað líkamslýti bama fari frekar vaxandi en hitt. Fagnar undirritaður því, að um- ræðan eða efnið íþróttir í grunn- skólum landsins sé tekið upp svo víða og verður hún vonandi til að styrkja og bæta hag skólaíþrótta í landinu. Áður en lengra verður haldið er gott að gera sér grein fyrir þeirri sérstöðu sem íslenskir grunnskólanemendur búa við, en það er að við íþróttakennsluna starfa sérmenntaðir íþróttakennar- ar. Slíka sérstöðu búa nágranna- þjóðir okkar ekki við. Er sú sérstaða ávallt til bóta? Umræðan Um hvað snýst öll þessi umræða? Hún snýst aðallega um það hvort íþróttakennsla (áður nefnd leik- fímikennsla) í grunnskólum lands- ins sé slakari nú en hún var fyrir nokkmm ámm. Nú vilja margir halda því fram að líkamsfar bama í dag sé mun lakara en áður fyrr. Jafnvel knattspymuþjálfarar hafa viljað kenna íþróttakennurum um árangur sinna unglingalandsliðs- manna eins og lesa mátti í DV 21. febr. 1987, án þess að færð væra á það einhver sannindi eða niður- stöður þeirra byggðar á ákveðnum könnunum. Eigum við að kenna tannlæknun- um um tannskemmdir bama á íslandi, þegar þjóðfélagið kann ekki að næra sig rétt? Eða er þetta sök skólanna? Breytingar Kennsla í gmnnskólum landsins hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár. Hún hefur aðlagað sig þjóðfélagsbreytingum á hveijum tíma og þróast í takt við tímann, enda íslendingar nýjungagjamir og hafa ávallt viljað vera í samfloti með öðmm þjóðum hvað mennta- stefnur snertir. í tækniþjóðfélögum sem okkar er reynt að gera allt með sem minnstri fyrirhöfn. Hreyfíng fólks er hér engin undantekning. Hreyf- ingin og vinnan er allt önnur í dag en hún var á ámm áður. Öll tækni- væðing skapar visst hreyfíngar- leysi, og er það ekki eingöngu hjá okkar vinnandi fólki úti á atvinnu- markaðnum, heldur einnig hjá bömum okkar. Þau leika sér á ann- an hátt en áður. Þátttaka þeirra í heimilisstörfum er önnur nú en áð- ur, og sjónvarps- og vídeógláp hefur komið í stað útileikjanna sem áður blómstmðu. Því er gott að spyija sig, hvemig vinnur unga fólkið upp þetta hreyfíngarleysi? Hafa þessir þættir verið hafðir í huga þegar talað er um líkamsfar ungs fólks og hver sé orsökin? Þökk sé skólun- um og íþróttastarfseminni í landinu að þessir aðilar hafa „hreyfíngu" á dagskrá. En em 2—3 kennslustund- ir á viku nægilegur tími til að mæta hreyfíngarþörf bama í dag? Ég tel að svo sé ekki. Mikilseta — lítil hreyfing Hafa stjómendur skóla sem og foreldrar velt fyrir sér hinni miklu setu hjá skólabömum í dag, sam- fara þeim þáttum sem hér að framan hafa verið nefndir? Benda má á að fyrir nokkmm ámm vom tímar í íþróttum skólabama skomir niður. í stað þriggja tíma áður í eldri beklq'um, em þeir nú 2—3 (val skólastjóra). Getur slíkt verið til bóta á „setudögum" sem þessum? Hér þurfa stjómvöld að grípa inm og boða nýja stefnu bömum þjóðar- innar til farsældar. Hefur fólk velt því fyrir sér, að kennslustundir 12 ára bama í 5 daga vikunnar, þar sem þau sitja meira eða minna við borð, em um og yfír 30 talsins. Bætum við 1—2 tímum á dag í heimanám og 2 tímum á dag í sjón- varpsgláp (5 daga vikunnar). Leggið sjálf saman og sjáið hver útkoman verður. Verða hlutimir betri þegar komið er í framhalds- skólana? Ég tel að svo sé ekki. Því má heldur ekki gleyma að leikurinn og hreyfíngin er bömum jafn nauð- synleg og vinnan er þeim fullorðnu. Markmið íþrótta- kennslunnar Kennsla í íþróttum er orðin mun fjölbreyttari og yfírgripsmeiri og hefur þróast samfara öðm námi. Hún er ekki lengur bundin við fim- leika og leikfímiæfingar, heldur hefur hún náð til íþróttagreinanna sem hér á landi em stundaðar. At- huga ber þó, að íþróttagreinamar ATRIÐASKIPTING KENNSLUSTUNDAR í SKÓLAÍÞRÓTTUM Stöðvahringur Áhaldahringur Grunnþjálfun Fijálsar íþróttir ttikai Knattleikir og aðrar greinar UPPHTTUN 5-10 mín. AÐALÞÁTTUR 20 - 30 mín. NIÐURLAG 5-10 mín. Upphitun 4 3 2 * 5 STÖÐVA 1 HRINGUR 6 7 8 Teygjur Slökun Hér má sjá dæmi um atriðaskiptingu í tima í skólaíþróttum. Ef litið er & álagsveginn virðist síðasti hlutinn — niðurlagið — oft gleym- ast, bæði í iþróttatimum sem og við þjálfun afreksfólks, sér í lagi í knattleikjum. em aðeins möguleiki fyrir kennar- ann til að ná settum markmiðum. Markmiðum íþróttakennslunnar er skipt í sex þætti samkvæmt nám- skrá frá 1976, en þau em: 1. að stuðla að alhliða þroska nem- enda, efla heilsufar þeirra, líkamlegan þroska og afkasta- getu 2. að búa nemendur líkamlega und- ir margvísleg störf í þjóðfélaginu 3. að veita nemendum örvun og ánægju og vekja hjá þeim áhuga á reglubundinni íþróttaiðkun meðan skólaganga varir og eftir að henni lýkur 4. að efla siðgæðisþroska, áræði, sjálfstraust og viljastyrk og fé- lagslegan þroska nemenda 5. að stuðla að fagurfræðilegu upp- eldi nemenda 6. að fræða nemendur um starf- semi líkamans, heilsuvemd og líkamsrækt, íþróttaþjálfun og skyndihjálp. Drög að nýrri námsskrá í drögum að nýrri námsskrá er gert ráð fyrir nokkmm áherslu- breytingum, þó svo að meginmark- miðin séu þau sömu og hér að ofan. Þó er ein nýjung er nefnist „gmnn- þjálfun". Hún felst í því að efla almennt þrek nemenda og bæta líkamsfar þeirra og styrk með markvissari hætti en áður. Hér er gert ráð fyrir að grunnþjálfunin sé fastur liður í kennslunni frá og með 4. námsári. Þessi þáttur gefur nem- endum kost á að fást við viðfangs- efnið upp á eigin spýtur og fylgjast með eigin getu og framfömm. Það er því mikilvægt að kennarar kynni sér aðferðir eins og hring- og stöðvaþjálfun og nýti sér slíkt skipulagsform við gmnnþjálfunina. Ráðstefna knatt- spyrnuþjálfara Grein sú er ég gat um hér að framan, og fékk mig m.a. til að stinga niður penna nú, birtist í DV 2. febrúar 1987 og er skrifuð af Halldóri Halldórssyni. Ein af yfír- skriftum greinarinnar var „slök leikfimikennsla í gmnnskólum". Þetta var sett upp í anda sam- þyk&tar frá knattspymuráðstefnu frá 1985 (að hans sögn). Ekki ætla ég að velta mér mikið upp úr grein þessari, en minna hina sömu á íslenska orðtakið: Árinni kennir illur ræðari. Það er skemmst frá því ad segja að stuttu eftir að þessi grein birtist í DV, hélt innreið sína hér til lands landslið unglinga frá V-Þýskalandi. Þar bám okkar menn höfuð og herðar yfír íþróttastór- veldið V-Þýskaland. Þá minnist enginn á, hvorki Geir Hallsteinsson þjálfari né nokkur annar, slakan líkamsburð okkar manna, nem: síður sé. Okkar menn vom ávallt Janus Guðlaugsson skrefínu á undan, unnu alla sína leiki við jafnaldra sína í Evrópu. Hér var á ferðinni vel þjálfað íslenskt handknattleikslið og þar var jafnvel að fínna nokkra ein- staklinga úr unglingalandsliðum KSÍ. Ekki ætla ég að þakka íþrótt- um í gmnnskólum fyrir árangur þessara drengja, heldur markvissri og góðri þjálfun eftir að gmnnskóla lauk. Ég vil því spyija knattspymu- þjálfarana sem samþykktu slíka niðurstöðu: Er eitthvað að þjálfun ykkar? Hætta er á að manni fari aftur ef sjálfsgagnrýni vantar á eigin vinnu. Á sviði íþrótta er eins og sjá má í margar holur að líta eins og hjá tannlæknunum. Það er því sam- bandanna að vinna að framgangi íþróttanna og taka við bömunum þegar skólagöngu þeirra er lokið, og vinna að markvissri líkamsupp- byggingu samfara sérþjálfun í ákveðnum greinum. Þannig má vonandi fylla í holumar svo kom- andi kynslóðir falli ekki niður um sömu göt. Ábyrgð sérsambanda og félag- anna gagnvart líkamlegum og andlegum þroska bama og unglinga er ekki síðri en skólanna, það má ekki gleymast. Vegna þessarar greinar vil ég nefna nokkur heilræði handa stjóm- endum félaga sem hafa íþróttir á dagskrá sinni: — Ráðið til ykkar þjálfara eða leið- beinendur með sérþekkingu á sviði íþrótta og líkamsuppbygg- ingar. Einnig og ekki síst við yngri flokkana. Þar er lagður gmnnur að góðu félagi. Á þetta einnig við um hinar fjölmennu heilsuræktarstöðvar sem skotið hafa upp kollinum síðustu árin. — Kannast allir þjálfarar félag- ánna við orðið upphitun, teygjur og slökun? Svo eitthvað sé nefnt. Eru þessir þættir o.fl. fastir liðir í æfíngatímum þjálfaranna? Ef svo er ekki, þá bætið úr sliku. . — Það er ekki markmið gmnnskól- ' vanna að útskrifa afreksmenn eða \ búa þá undir afreksíþróttir. Eitt \ af meginmarkmiðum íþrótta- ’ kennslunnar er að stuðla að alhliða þroska nemenda, efla heiísufar þeirra, líkamlegan þroska og afkastagetu. Það er því félaganna að taka við þar sem skólamir ná ekki. — Námskrá í skólaíþróttum á að ná til allra bama en ekki ein- Æfingar sem þessar taka ekki langan tíma, en geta gert mikið gagn. Hvers vegna ekki að gera «Hlt« hluti að föstum liðum í kennslustundum sem og á vinnustöðum. Leikurinn er það sama og vinnan er þeim fullorðnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.