Morgunblaðið - 20.06.1971, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.1971, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNl 1971 KonimgshöUin fyrir enda Karls Johana-götu í Osló. HUGRÚN skrifar: Ég sá vorið vakna TUTTUGASTA og níunda aprll hefi ég skrifað í dagbók mína: „Eftir skamma stund lendum við á Kastrupflugvelli. Ég sé að vötn eru ísi lögð og jörðin í gráum möttli. Aðeins barrtrén eru í sinum óumbreytaniega búningi. Það verður gaman að sjá vorið vakna í Naregi." Nokkrum dögum seinna: — Vorgyðjan er farin að rumska, og hefir opnað annað augað. 1 svefnrofunum breiðist hlýtt bros yfir fagurt andlitið, svo að himinn og jörð faliast í faðma af gleði. Það fer titring ur um skóginn. Lífið vill brjót- ast fram á stundinni. Það er ekki hægt að biða. Vorgyðjan hefir klætt sig í nærldæðin. — Brátt mun hún standa alklædd skarti sumarsims. Tveimur dögum seinna: Hví lik umskipti. Vorgyðjan hefir töfrað fram alia sina hirð. Lif- ið er I algleymingi. Frá grósku miklum trjákrónunum kveður við margraddaður fuglasöngur. Þessir fögru gleðigjafar ráða ekki við sig fyrir fögnuði. Ég get ekki setið inni, í þess ari veðurblíðu. Þótt árla sé morguns, og fáir á ferli, legg ég leið mina inn I hallargarð- inn, en hann er í nágrenni skól ans í Staffeldsgötu þar sem ég bý um þessar mundir. Það eiga margir erindi í „Slotsparkinn". Þar er friður fyrir bifreiða- þvargi, og því hættulaus veg- farendum að þvi leyti. En þeg- ar kvölda tekur, gerast menn þar uppvöðslusamir og djarf- tækir til kvenna og er því hyggilegra fyrir einstakar kon ur að vera þá ekki þar á ferli. Furðar mig á því að ekki skuli vera lagt bann við að heimilislausir ógæfumenn liggi þar eða hafist þar við að nóttu tll, algjorlega eftirlitslausir. Þvl ekki vita þessir menn hvað þeir gera þegar þeir eru annaðhvort í eiturlyfjavimu eða í helfjötr- um Bakku.sar. Þennan friðsæla hlýja morg- un, sá ég nokkra þeinra hvar þeir lágu sofandi undir trjákrón unum. Það verður ekki þver- fótað um þessa jörð, jafnvel ekki á fegurstu stundum og stöð um, án þess að verða harmi sleg in vegna annarra ógæfu. Manna og kvenna sem þrátt fyrir alit, þrá að verða frjáls, og losna undan þessu ógnþrungna böli sem þrúgar flestar þjóðir meira enn nokkuð annað. Ég reyni að stefna huganum að öðru. Þarna get ég hvort sem er ekkert gert. — Lítill yndislegur ikomi hoppar niður úr einni trjákrónunni. Hann staðnæmist alira snöggvast, 'horfir á mig með sínum fögru stóru augum. Ég rétti fram höndina, eins og ég hafi eitt- hvað til þess að gefa honum. Hann lætur glepjast og tekur stefnuna í áttina til mín, ég fer til móts við hann. Þegar hann er komin að fótum mínum beygi ég mig niður, þá sér hann að ég hefi aðeins verið að ginna hann. Ég rétti út höndina og ætla að grípa hann, en hann er var um sig og tekst að sleppa. Eins og örskot þeytist hann aft ur upp í trjákrónuna og sezt þar á afturendann. Hann ögrar mér, dökku augun hans hlæja út í sólskinið. Ég veit hvað hann hugsar. „Komdu og náðu mér nú“. Ég sakna þess að hafa ekki hnetu eða brauðmola. Einu sinni gaf ég íkoma úr lófa mínum. Það varð mér efni í smásögu. Ég geng vestur fyrir höilina, og niður að tjöminni. Þar eru bekkir til þess að tylla sér á. Tvær konur og nokkur böm hafa orðið á undan mér þang- að, með brauð handa fuglunum. Úti á tjöminni eru endur á sundi, og yfir henni garga máv- ar, en dúfur, gráspörvar og þrestir keppast við að tina í sig brauðmola. Það er enginn vafi á því að endumar eru komnar í hjúskaparhugleiðingar. Ástar- leikimir eru þeim meira virði en nokkrir brauðmolar. Tveir litfagírir steggir eru í hörku á- flogum á miðri tjöminni. Þeir hafa báðir orðið ástfangnir af sömu dömunni, sem horfir á þá í sælli hrifningu. Af hreyfing- um hennar get ég lesið að hún finnur ekki lítið tii sin. Hún teygir hálsinn og ber höfuðið hátt, á meðan hún sytndir hægt og virðulega umhverfis stríðs- hetjumar. Hún hefir ekki aug- un af þeim og stolt hennar leynir sér ekki. Það er hún sem barizt er um. Hún elskar aðeins annan þeirra, en það er dásam- legt að vera eftirsótt. Eftir litia stund gefst annar elskhuginn upp, og siguivegarinn leggur á flótta með elskuna sína. Hann vilil ekki eiga neitt á hættu, og vill búa einn að sinu. Þau lyfta sér upp af vatninu, og fljúga yf ir girðinguna hlið við hlið og hafna á tjöminni í Drottningar- garðinum. Það siðasta sem ég sá til meðbiðilsins var að hann lagði leið sína upp á bakkann, þar sem brauðmolarnir lágu, og hvarf þar í fuglahópinn. Brauð- molamir voru þó einhver sára- bót. Ég gekk aðra leið til baka. Og brá mér fyrst ekki alllitið í brún, er ég kom auga á nokkra menn sem komu á hlaupum eft ir stígnum. Þegar þeir nálguð- ust þekkti ég þama m.a., kenn ara úr skólanum. Ég vék út af stígnum, og reyndi að láta ekki bera á undrun minni. En biáð lega áttaði ég mig. Það var nefnilega „trimmað" víðar en á Islandi, og auðvitað er morg- unninn bezti tíminn, fyrir aUa, bæði þá sem trimma, og hina sem þurfa að komast óhindraðir leiðar sinnar. Morgunstund gefur gull í mund“. 17. maí. Borgin fánum skrýdd. — Mörgum verður tíðlitið til him- ins, í von um ofurlitla sólar- glætu. Þykk, dökk ský hranna loftið. Samt eru allir í há- tiðarskapi, og þá ekM sizt börn in, sem safnast saman í hjarta borgarinnar til þess að taka þátt í skrúðgöngunni. Hver skóli með sitt lið og einkennis- fána. Endalaus skrúðganga með lögreglu og lúðrasveit í fylking artorjósti. Þessi dagur er stolt norsku þjóðarinnar. Maður hlýt- ur að gleðjast með henni. Jafn vel himinninn tók að giáta gleði tárum, svo allar regnhlífar urðu útspenntar. Aldrei hefi ég séð annan eins skóg af regn- hlifum eða litadýrðin. Konung- urinn, prinsinn og frú komu út á svalimar þegar skrúðgangan nálgaðist höliina. Bömin fögn- uðu þjóðhöfðingjunum hjartan lega, og þeim var svarað frá svölunum. Það var auðséð að konungur- inn var hjartanlega glaður yfir því að meðtaka kveðjur bam- anna. Þótt hann væri ekki heiU heilsu þessa dagana, sá engin það á honum. Daginn eftir sögðu blöðin að hann hefði ver ið lagður inn á sjúkrahús til rannsóknar. Sonju prinses.su var færður út stóll til þess að sitja á. Hún ber nú erfingja norsku krúnunnar undir belti, og þjóðin bíður með eftirvænt- ingu, hvort muni fæðast prins eða prinsessa. Mig grunar að óskin beinist fremur að karl- leggnum. Þá er öruggt að há- sætinu verður borgið. Mér skiid ist að engin lagastafur væri til fyrir þvl að kona fengi að setj- ast í hásætið. En nú bendir ým- islegt til þess að hefðin sé ekki óbreytanleg, þar sem prins inn fékk að kvænast alþýðu- stúlku. Ég varð þess greini- lega vör að Sonja tilvonandi drottning er mjög vinsæl með- al fólksins og sómir sér ágæt- lega í hefðarstöðu sinni. Á meðan ég rölti heim í rign ingunni, og ég var komin út úr mestu þrönginni og regnhlifa farganinu, lét ég hugann reika til bernskudaganna og rökkur- ævintýranna, þar sem þau byrj- uðu mörg þannig: „Það var einu sinni kóngur og drottning í ríki sinu, þau áttu sér son eða dóttur, og karlinn og kerl- ingin í kotinu, áttu líka sitt óskabam, sem síðar meir náði þeim áfanga eftir dularfullum leiðum, að mægjast við kóng og drottningu, og ungu hjónin tóku síðar við ríkinu, iifðu vel og lengi og áttu böm og buru. Verzlunarhúsnœði ásamt góðu geymsluplássi til leigu að Hverfisgötu 50. Einnig íbúð 2ja herb. og eldhús. Upplýsingar mánudag kl. 13—16 hjá Pétri Guðjónssyni. Lóubúð — Nýkomið Dömublússur í úrvali, lágt verð! — Stuttbuxur jersey á 465/— Sundbolir og bikini, slæður, — Telpublússur og sundföt. Sumarfatnaður á böm. Sími 30455. LÓUBÚÐ, Starmýri 2. Einkaritari Vanur einkaritari óskast strax. Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna Aðalstræti 6. i Endurbyggðar vélar Tökum gömlu vélina \ n uppígreiöslu. Allar vélar þarf að endurbyggja ein- hvern tíma. Þess vegna eigum við flestar tegundir og stærðir á lager — þegar endurbyggðar. Sé sú gamla orðin slöpp — þá kom- ið og skiptið. Það tekur oft ekki nema einn dag. Laugavegi 118-Simi 22240 EGILL VILHJÁLMSSON HE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.