Morgunblaðið - 03.01.1965, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.01.1965, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 3. janúar 1965 VerkfeiSI fœraleikara i veitmgahúseam Þjónar boða samúðarverkfaEI ísl. lontÉsliBsB hQÉnF fap- oð 3 leikjum vesfan hafs EKKI hafa tekizt sættir með Sambandi gistihúsa- og veitinga- húsaeigenda og Félagi íslenzkra hljóðfæraleikara, og skall verk- fall hljóðfæraleikara á í veitiriga húsum á miðnætti á gamlárs kvöld, þegar klukkur hringdu uýja árið inn. Leika hljóðfæra- leikarar því ekki í húsum þeirra, sem í fyrrgreindu sambandi eru. Samninganefndir deiluaðila sátu á fundi 30. desember, og að- faranótt gamlársdags komust þær að samkomulagi. Var samið um 10% beina kauphækkun og töluverð fríðindi, en upphaflegar kröfur hljóðfæraleikara námu «m 110% kauphækkun. Á al- mennum félagsfundi hljóðfæra- leikara eftir hádegi á gamlárs- dag var samkomulag þetta fellt. Þrjú innbrot SAMKVÆMT upplýsingum rann sóknarlögreglunnar voru þrjú innbrot framin um áramótin. í fyrrinótt var brotizt inn hjá Bifreiðaleigunni Fal á Rauðar- árstíg 31. í>ar var stolið 50 kr. í peningum. Miklar skemmdir voru unnar á innanstokksmun- um og gerð tilraun til að sprengja upp peningaskáp en án árangurs. Um áramótin var framið inn- brot í húsnæði Verzlunarsam- bandsins i Skipholti 37 og stolið þar úr kjallara talsverðu magni af flugeldum. Einnig var um áramótin brot- izt inn í fatageymsiu Hraðhreins unarinnar í Fishersundi 3. Þar voru teknar 20 kr. í peningum, karlmannsfrakki, dömukjóU og blá, vatteruð bamaúlpa. Sprengdur var upp gluggi og far ið þar inn. Hljóðfæraleikarar höfðu tilkynnt að þótt verkfall þeirra hæfist á miðnætti, mundu þeir leika fram á nýársmorgun, eða meðan húsin. væru opin. Á gamlárskvöld voru áramótafagnaðir á sjö eða átta stöðum í Reykjavík, en víðast kærðu veitingahúsaeigendur sig ekki um, að hljóðfæraleikarar lékju. Þess í stað var leikin tón- list af segulböndum og hljófn- plötum _ eða útvarpstæki haft í gangi. Á einum eða tveimur stöð- um munu hljóðfæraleikarar hafa leikið fyrir dansi fram eftir nóttu. Á nýjársdag hélt sáttasemjari ríkisins, Torfi Hjartarson, toll- stjóri, fund með deiluaðilum. Stóð sá fundur frá kl. 14 til 18, án þess að samkomulag næðist. Gera hljóðfæraleikarar nú meiri kröfur en samið hafði verið um í fyrra samkomulaginu, sem fellt var á félagsfundinum. Munu þær kröfur nema um 7-8% kauphækk un ofan á þau 10%, er samið hafði verið um. Nýr sáttafundur hafði ekki verið boðaður á há- degi í gær, en fundvr var boðað- ur eftir hádegi í Félagi íslenzkra hl j óðf æraleikara. Félag framreiðslumanna hefur 'boðað samúðarverkfall frá og með laugardeginum 9. þessa mán aðar, hafi samkomulag ekki náðst fyrir þann tíma. ÍSLENZKA landsliðið í körfu- knattleik lék þriðja leik sinn í Bandaríkjaförinni 30. des. og mætti þá úrvalsliði Bolling flugstöðvarinnar. Vann banda- riska liðið með 91 stigi gegn 63. Hafði bandaríska liðið yfir- burði frá upphafi leiks til loka. í öðrum leik sínum í keppnis- förinni átti ísl. liðið að mæta úrvalsliði íþróttafélaga í Was- hington, en fréttir hafa ekki bor izt af þeim leik; utan þær að Washington Post segir að ísl. liðið hafi tapað öllum þremur leikjum sínum í Bandaríkjaför- inni. Úrvalslið Bolling flugstöðvar- inriar var gestgjafi ísl. liðsins frá 29. des. til laugardags. Liðið nefnist „The Capitols" og hefur i á að skipa mörgum reyndum leikmönnum, þar af þremur sem verið hafa í úrvalsliði flughers Bandaríkjanna s.l. tvö ár. Þeirra þekktastur er negrinn Hershel Weatherspoon, sem á úrtökumóti AAU fyrir Olympíuleikana var kjörinn „Most Valuable Player“ af öllum hermönnum sem þátt tóku í mótinu. Washington Post hefur viðtal við Boga Þorsteinsson formann KKÍ og fararstjóra ísL liðsins. Þar er haft eftir Boga að körfu- knattleik á íslandi aukist stöðugt vinsældir og telji hann að eftir 5 ár verði körfuknattleikur vinsæl asta innanhússíþróttin á íslandi. Það er smæð leikmanna og léttleiki sem hefur orsakað tap ísl. liðsins í Bandaríkjunum fremur en mismunur leikreglna (bandarískar leikreglur eru nokkuð öðruvísi en alþjóðaregl- GLASGOW Rangers og Glasgow Celtic léku sinn árlega „nýárs- kappleik" á föstudag og árang- urinn var sá að fjöldi stuðnings- manna liðanna var fluttur í sjúkrahús marinn og meiddur. Glasgow Rangers vann leikinn með 1—0 og þótti leikurinn vel leikinn af báðum. Þórólfur Beck lék með Rangers og fékk góða dóma. Kappleikur þessi var nú sem áður miklu meira en knattspyrnu kappleikur því trúarbrögð bland ast í leikinn. Flestir stuðnings- menn Rangers eru mótmælenda- trúar en Celtic rómversk kaólsk- ir. Og á hverju ári verða átök milli stuðningsmanna lið- anna miklu harðari og verri en átökin milli leikmannanna á vell inum. Lögreglan reyndi að stilla til friðar en gekk illa. Einn lög- ur). Bogi segir í viðtalinu, að Þor steinn Hallgrímsson sé bezti körfuknattleiksmaður á íslandi og móti verulega leik landsliðs- ins. Washington Post telur að ísL liðið muni tapa 4. leiknum sem vera átti í gær (laugardag) gegn Gatholic University en liðið eigi sigurmöguleika gegn Gallaudet College á mánudag. reglumanna fékk flösku í höfuð- ið og liggur mikið meiddur. Flytja varð 6 áhorfendur i sjúkrahús og meira en 40 fengu læknisaðstoð á leikvellinum. Er sjúkrabifreið var að fara frá leikvellinum með 2 særða réðst hópur manna að bílnum og reyndi að velta honum. ÁstæS -an er sú að í Skotlandi eru sjúkrabílar bláir en blátt er lit- ur Rangers (Celtic hefur græn- an lit). Sextíu þús. áhorfendur voru að leiknum og 500 manna lög- regluliði tókst ekki að hindra óeirðirnar, sem hófust er einum leikmanna Celtic, Jimmy John- stone var vísað af leikvelli. Þá flugu viskíflöskur, bjórflöskur og bjórdósir milli manna og nið- ur á völlinn með fyrrgreindum afleiðingum. Stúlka óskast » til amerískra hjóna í New York í eitt ár til að gæta 2ja ára drengs. — Má ekki vera yngri en 18 ára, verður að vera barngóð og geta talað ensku. — Nánari upplýsingar í síma 17690 milli kL 5 og 7 e.h. í dag. 50 manns særöust í leik Rangers og Celtic MADE IN U.S.A. % ;il! r „Camel stund er ánægju stund!“ Kveikið í einni Camel og njótio ánægjunnar af gæðatóbaki, mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði. BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN. Ir^mel stund fstrax í dag!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.