Morgunblaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 22
22 MOjtcrwrtr 4niÐ Sunnudagur 1. júní 1958 Frá vinstri: Einar Þór Garðarsson, Friðjón Gunnar Friðjónsson, Guðm. Grétar Hafstein, Sigurð- ur Gröndal, kennari, Róbert Kristjánsson, Bjarni Bender Róbertsson og Örn Egilsson. Fyrstu nemar Matsveina- og veit- ingaþjönaskólans brautskráðir MATSVEINA og veitingaþjóna-Eyjólfur G. Jónsson, sem er frá skólinn, minntist á fimmtudags- Veitingahúsinu Röðli, moð Svein kvöldið merkisviðburðar í sinni Cuðmundur Jónsson Ægissíðu sjötugur stuttu sögu. Var skólinn stofn- aður fyrir þrem árum, og braut- skráði nú með fullum rétundum fyrstu matsveinana, sem þar ljúka fjögra ára námi og fyrstu veitingaþjónana sem þar hófu nám fyrir þrem árum. Þessa á- fanga var minnst á þann hátt aö nokkrum gestum var boðið tii kvöldverðar í matsal skólans á fimmtudagskvöldið. Kvöldveröur þessi var síðasta prófið af þeim sem hinir ungu matreiðslumenn og veitingaþjónar gerðu undir á þessum eina og sama degi. Mat- sveinarnir sem eru tveir, bjuggu til matinn í skólaeldhúsinu, en veitingaþjónarnir sem eru sex, sáu um alla framreiðslu kvöld- verðarins. Þegar gestir gengu inn í mat- salinn blasti við þeim fallega skreytt matborð þar sem dúkað var fyrir 8 manns á hverju borði. Hver veitingaþjónanna hafði skreytt sitt borð að eigin smekk og voru- skreytingar yfirleitt mjög fallegar, en aðaluppistað- an i skreytingunum voru blóm og kertaljós. Við eitt þessara borða tók prófnefndin sér sæti og fylgdust nefndarmenn þaðan vel með vinnubrögðum hinna ungu þjóna, sem báru fram sjö réttaðan kvöldverð, sem í þess orðs fyllstu merkingu var sann- kallaður veizlumatur. — Skal því til sönnunar birtur hinn glæsilegi matseðill kvöldsins. ★ MATSEÐILL Brauðsnittur á stuðlabergs-ís o Kjötseyði með pönnukökum ©g bökuðum ostasneiðum o Steikt fiskflök með banana- sneiðum, piparávexti og tómatkjöti o Milliréttur var: Turnbauti með hleyptum eggjum og eggjasósu að hætti Bérnbúa. o Steiktur svínshryggur með fylitum ætiþistilbotnum o Spergill að pólskum hætti o Isréttiur o ★ Gestirnir báru mikið lof á mat- reiðslumenn, að sama skapi var öll framreiðslan i höndum veit- ingaþjónanna með ágætum. Matreiðslumennirnir sem gengu til prófs að þessu sinni eru þeir Símonarson að meistara og Þor- lákur Helgason, frá Hressmgar- skálanúm, með Ragnar Guðlaugs- son, sem. meistara í iðnmm. Tryggvi Þorfinnsson Veitingaþjónarnir voru þeir: Einar Þór Garðarsson og Grétar Hafsteinsson, báðir í Nausti, en meistari þeirra þar er Páll Arn- ijótsson. Bjarni B. Róbertsson og Róbert A. Kristjánsson, báðir úr Tjarnarkaffi, en þar nafa verið meistarar þeirra Jón Maríasson og Davíð Þorláksson. Friðjón G. Friðjónsson frá Röðli, rneistari Halldór Kristinsson og Örn Egils- son úr Þjóðleikhúskjallaranurn, en hann hefur lært undír hand- leiðslu Jóns Arasonar Við þetta tækifæri voru nokkr- ar ræður fluttar, en fyrstur tók til máls skólastjórinn Tryggvi Þorfinnsson. Hann gat þess að í vetur hafi skólinn starfað í þrem deildum matreiðsludeild til sveinsprófs, framreiðsludeild, einnig til sveinsprófs og mat- reiðsludeild fyrir fiskiskipamat- sveina. Skólastjórinn gat þess að náms- tími í framreiðslu og matreiðslu þar i sjálfum skólanum væri 4 mánuðir á ári hverju í þrjú ár. í vetur hafa verið alls 28 nem- endur í skólanum. Skólastjórinn gat þess að skort ur væri á kunnáttumönnum í þessum greinum, fen eigi að síður er það svo, sagði hann að margir unglingar sem hafa hug á að leggja inn á þessa braut hafa hvergi getað fengið námssamn- ing. Taldi skólastjórinn að á þessu sviði bæri að stefna að því, að skapa skólanum skilyrði til þess að gera námssamninga við nemendur í þessum iðngreinum. Til þess að svo geti orðið, sagði Tryggvi Þorfinnsson, þarf skólinn að hafa aðstæður til að reka veit- ingasölu á öðrum grundvelii en nú er gert. Skólastjórinn færði þeim samtökum sem sýnt hefðu málefnum skólans beztan stuðn- I ing þakkir og gat þess, að skól- | anum hefðu nú borizt sérstakt skólamerki að gjöf, en gefandinn er fyrrum skólanefndarformaður Lúðvig Hjálmtýsson, fram- kvæmdastjóri. í kjölfar þessarar ræðu fylgdi ræða núverandi formanns skóla- nefndarinnar, Böðvars Steinþórs- sonar, sem ræddi um starfsregl- ur skólans og færði skólastjóran- um og yíirkennara skólans, Sig- urði B. Gröndal, þakkir fyrir frá- bært starf í þágu hins unga skóla. Þá talaði Lúðvig Hjálmtýsson framkvæmdastjóri. 1 ræðu sinni lagði hann áherzlu á hve allar þjóðir heims leggi nú mikla ræKt við að hafa á að skipa nægum veitingg- og gisti- húsakosti, þar sem hinir fær- ustu menn í þessum greinum starfa. Vitnaði hann í þessu sarn- bandi í orð Lange utanrikisráð- herra Norðmanna, sem hafi sagt að þjóðirnar leggi nú mesta alúð við þetta tvennt: sendisveitir sín- ar og hina mörgu þætti gisti- og veitingahúsareksturs. í þessum stofnunum, þó óskyldar séu, kynnast erlendir menn bezt þjóð- inni og draga ályktanir af kynn- um við þessa aðila. Á þessu sviði væri íslendingum mjög áfátt einkum er varðar gistihúsin, sem kunnugt væri, en hinn ungi Mat- sveina- og veitingaþjónaskóli hef ur hér mikið og merkilegt verk að vinna, sagði Lúðvíg. Fór hann viðurkenningarorðum um skóia- stjórann og yfirkennarann, Sig- urð B. Gröndal og bar fram árn- aðaróskir Sambands veitinga- og! gistihúsaeigenda. Halldór Gröndal framkvæmda- stjóri tók næstur til máls og flutti kveðjur frá danska Mat- sveina- og veitingaþjónaskólan- um og sagði frá tilhögun prófa við þann skóla, en hann var gest- ur á 50 ára afmælishátíð skólans nú fyrir skömmu. — 1 ræðu sinm vék Halldór Gröndal að nauðsyn þess að landsins yfirvöld gerðu sér ljósa grein fyrir hlutverki stofnunarinnar, þ. e. a. s. skol- ans, enda hefði á þann skilning skort hjá öllum ráðamönnum landsins til þessa, en hefði þó keyrt um þverbak hjá núverandi ráðamönnum. Að lokum tók Páll Pálmason ráðuneytisstjóri til máls og þakk- aði í nafni gestanna. Hann færði hinum ungu veitingaþjónum og matreiðslumönnum hamingju- óskir og bað að þeim mætti vel farnast í starfi og lauk máli sínu með því að biðja nærstadda að hylla skólann, skólastjóra hans og kennara með húrrahrópi og undir þau orð var kröftuglega tekið. 1 DAG er Guðmundur Jónsson, Ægissíðu, 70 ára. Á Ægissíðu er hann fæddur og hefir alltaf átt þar heima. Guðmundur er sonur sæmdarhjónanna Guðrúnar Páls- dóttur og Jóns Guðmundssonar frá Keldum. Bjuggu þau að Ægis- síðu í marga áratugi og gerðu garðinn frægan. Guðmundur ólzt upp í hópi systkina og naut þeirr- ar hlýju og þess öryggis í upo- vextinum, sem góðir foreldrar og ágætt heimili veitir. Guðmundur á Ægissíðu varð fljótt vinnugef • inn og kappsfullur. Hann fékk snemma orð fyrir að vera óvenju- lega afkastamikill verkmaður. Fijótt báru nágrannar Guðmund- ar og þeir, sem kynntust honuai, mikið traust til hans. En því trausti, sem Guðmundi hefur verið sýnt, hefur hann aldrei brugðizt. Ægissíða er þannig i sveit sett, að hún var miðstöð fyrir ferðamenn áður en bifreið- arnar leystu hestinn af hólmi. Lengi var Ægissíða eina lands- símastöðin á stóru svæði. Það var því oft gestk'^æmt á Ægissíðu á þeim tíma og mörgu að sinnna. Var Ægissíðuheimilið, húsbænd- ur og systkinin öll, orðlögð fyrir gestrisni og hjálpsemi við ferða- merin. Lét Guðmundur sitt ekm eftir liggja að leiðbeina og greiða úr vanda gesta og ferðamanna. Ferðamaður er Guðmundur ágæt- ur, enda vandist hann snemma ferðalögum, sérstaklega fjallferð- um. Er talið að hann hafi farið a. m. k. 50 fjallferðir á Holta- mannaafrétt, en hver ferð tók 10 daga. Fór Guðmundur oft tvær ferðir -sama haustið, sérstaklega þegar farið var í priðju leit. Það kom sér vel að vera kunnugur á afréttinum, því veður voru oft slæm síðla hausts og þá ekki unnt að rata nema fyrir þaul- kunnuga. En Guðmundur þekkti leiðina og villtist aldrei í hinum mörgu og erfiðu ferðum. Afrétt- arferðir voru skemmtilegar þvi náttúrufegurð og víðsýni er mik- ið á Holtamannaafrétti. Var fróð- legt að vera með Guðmundi í fjallferðum þar sem hann kunni glögg skil á öllu og sagði þeim, sem ókunnugir voru skilmerKi- lega um allt viðkomandi afrétt- inu. Nú er hægt að reka á af- réttinn. Telur Guðmundur það mikið tjón með því að of þröngt verður í heimahögunum. Guð- mundur hefur mikinn áhuga fyr- ir brú á Tungnaá, þar sem brúin KEFLAVÍK, 25. maí. — S.l. föstudag 23. maí var Tónlistar- skóla Keflavíkur slitið í Ung- mennafélagshúsinu að viðstödd- um allmörgum gestum. Helgi S. Jónsson ávarpaði nem endur og gesti fyrir hönd Tón- listarfélags Keflavíkur með snjallri ræðu. Gat hann þess m.a. að skólinn hefði nú þegar á þessu fyrsta starfsári sínu af- kastað miklu starfi og væri þeg- ar sýnt að mikils væri af hon um að vænta í framtíð. Þákkaði hann skólastjóra og kennurum fyrir þeirra árangursríka starf og hinum fyrstu nemendum fyrir góða ástundun. Ennfremur þakk- aði hann öllum þeim er gert hefðu Tónistarfél. kleift að stofnsetja og reka þennan skóla. Að ræðu Helga lokinni hófust nemendatónleikar með leik blokkflautuhljómsveitar úr und- irbúningsdeild Þá lék Elíasa- bet Guðmundsdóttir einleik á blokkflautu, en hún er yngsti nem. skólans aðeins 5 ára. Var henni ákaft fagnað af áheyrend- um. Þá léku þrjár stúlkur einleik á píanó þær Jóna Fjalldal, Sig- rún Ragnarsdóttir og Ragnheið- ur Skúladóttir. Þá lék Jón Sig- urðsson einleik á trompet og Rúnar Lúðvíksson einleik á vald- horn. Var þessum fyrstu nem- endatónleikum mjög fagnað af viðstöddum. Þá ávarpaði skóla- stjórinn Ragnar Björnsson nem- mundi gera miklu léttara að nota afréttinn, auk þess sem hún stytt- ir leiðina á milli landsfjórðunga og gerir fólki auðvelt að kom- ast til fjallá og njóta þeirrar náttúrufegurðar, sem þar er að sjá. Guðmundur á Ægissíðu var oft heillaður af fegurð fjallanna í kyrrð öræfanna, en tilkomu- meiri fjallasýn en frá Ægissíðu hefur hann hvergi séð á ferðum sínum um öræfi eða ókunnar sveitir. Er því að undra þótt Guð- mundur hafi unað vel hag sínum að Ægissíðu alla tíð. — Guð- mundur giftist 1927 ágætri konu, Sigurlínu Stefánsdóttur frá Bjólu, og byrjaði búskap sama ár á nokkrum hluta Ægissíðunn- ar móti bræðrum sinum, Þorgils og Torfa. Hefir alltaf farið vel á með þeim bræðrum, hafa þeir byggt og ræktað og haldið við þeirri reisn, sem áður var á Æg- issíðu, þótt þar sé nú ekki leng- ur miðstöð gesta og -ferðamanna, eins og áður vegna breyttra staðhátta. Þau Sigurlína og Guð- mundur eiga eina efnilega dóttur uppkomna, vonandi vercíur hún kyrr á Ægissíðu og tekur við húsfreyjustöðu þar á sínum tíma. A 70 ára ævi Guðmundar hefir hann mörgum kynnzt og unnið traust þeirra allra. Munu hinir mörgu vinir hans senda honum hlýjar kveðjur og árnaðaróskir á afmælinu — og óska þess, að hann, ósamt fjölskyldu, megi njóta gæfu og hamingju á ókomri um tímum. I. J. endur og þakkaði hann þeim fyrir góða ástundun í vetur. Rakti hann í stórum dráttum starfsemi skólans á þessu fyrsta starfsári. Kvað hann árangur af fyrsta starfsári skólans vera mjög góðan en 42 nemendur hefðu verið í skólanum og af þeim hefðu 18 tekið próf. Af- henti hann síðan nem. skírteini. Sagði hann síðan skólanum slit- ið. Þá fóru fram verðlaunaaf- hendingar. Guðm. Magnússon af- henti Ragnheiði Skúladóttur bókaverðlaun frá Karlakór Keflavíkur fyrir beztan árangur í undirleik. Guðm. Guðjónsson af henti Rúnari Lúðvíkssyni bókar- verðlaun frá Lúðrasveit Keflavík ur fyrir beztan áran|ur nemenda í leik á blásturshljóðfæri. Þá af- henti frú Vigdís Jakobsdóttir form. Tónlistarfél. þeim nem. bókarverðlaun er hæstu einkunn hlaut yfir skólann en sá nem. var Ragnheiður Skúladóttir. Frú Vig dís gat þess að framvegis myndi Tónlistarfélagið verðlauna þann’ nemenda er beztum árangri næði við skólann. Þá afhenti Kristinn Pétursson bóksali yngsta nem- anda skólans, Elisabetu Guð- mundsdóttur, bókaverðlaun fyrir hennar góðu frammistöðu í skól- anum. Að lokum lék Lúðrasveit Kefla víkur nokkur lög og sýnd var kvikmynd af lífi og starfi Jasha Heifetz. —Ingvar. Tónlistarfélag Keflavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.