Morgunblaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 13
Sunnudagur 1. júní 1958 MORCIJNBL 4 ÐIÐ 13 REYKJAVIKU RBREF Laugardagur 31. maí Vorharðindi í sumum byggðarlögum lands- ins, er varla hægt að segja, að enn sé komið vor. Harður klaki hylur þar láglendi, og ef ekki kæmi til mikil notkun fóðurbæt- is, sem er dýr og aðfengin vara, mundi þar vera þröng fyrir dyr- um. Blaðið hefur nýskeð birt myndir norðan úr landi, sem sýna, að líkast er að þar sé enn vetur. En síðustu dagana he^ur hlýnað i lofti og vonast menn eftir, að nú taki að sumra. Það mun vera almenn skoðun manna úti á landsbyggðinni, að þeir sem í bæjunum búa, rnuni varla eftir þeim. Fólkið „í dreif- býlinu“ sé eins konar útilegu- menn. En þetta er langt frá því að vera rétt skoðun. Bæjarbúar, og þá ekki síður höfuðstaðarbúar en aðrir, fylgjast náið með því sem gerist í byggðum landsins og taka á sinn hátt þátt í kjörum þess fólks, sem þar býr. Þess er líka rétt að geta, að langflestir af þeim, sem búa í Reykjavík, eru þangað komnir úr sveit (3a þorpum úti á landi. Mikill fjöldi þess fólks stendur einnig í nánu sambandi við hina gömlu heima- haga. Þegar rætt er um Reykjavik og sveitirnar ættu menn að minn ast þess, sem Einar Benediktsson sagði um það efni í kvæði sínu um Reykjavík: „Af bóndans auð hún auðgast, verður stærri, og auðgar hann; þau hafa sama mið.“ Það hefur þótt góð latína á síðustu áratugum, að vekja andúð gegn höfuðstað landsins út um sveitirnar. Sú iðja mui. hafa bor- ið meiri ávöxt en hún á skilið. En vilji menn líta á málin af skyn semi, munu þeir sjá, að í svo smáu þjóðfélagi sem hinu ís lenzka, eru hagsmunir allra ná- tengdir. Þess vegna hljóta harð- indi, sem ganga yfir, eins að varða hina miklu. ísland er held- ur ekki svo stórt að nokkurt byggðalag þurfi að óítast að pað muni gleymast. r A fimmtiidaginn var Ekkert hús var nefnt jafnoft í blöðum vinstri flokkana fyrir bæjarstjórnarkosningarnar og Skúlatún 2. Það var fremur öðru gert að rógsefni á hendur Sjálf- stæðismönnum, að þeir hefðu byggt hús þetta fyrir ýmsa starf- semi bæjarfélagsins, og jafnframt búið þar bæjarstjórn og bæjar- ráði hæfileg salarkynni. En það var ekki að sjá á fulltrúum þess- ara sömu flokka, að þeir kynnu neitt illa við sig í bæjarstjórnar- salnum nýja sl. fimmtudag, þeg- ar fjárhagsáætlun bæjarins var þar til síðari umræðu. Síðan á kosningadag hafa þeir heldur ekki minnzt einu orði á Skúlatún 2. Að vísu mátti sjá pað á fuiitrú- um vinstri flokkana, að þeir töldu sig hvergi nærri hafa nokkra þægilega aðstöðu á þess- um fundi, en það var sízt af öllu hinum vistlega fundarsal að kenna. Astæðan var allt önnur. Hér var nefnilega að vissu leyti eins konar reikningsskiladagur fyrir þessa menn. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri og Geir Hallgrímsson bæjar fulltrúi gerðu grein fyrir því, að vegna bjargráðanna svonefndu, verðbólgufrumvarps vinstri flokkanna, hlyti rekstrarkostnað ur bæjarfélagsins að hækka veru lega. Útgjöldin færu sýnilega mjög fram úr því, sem áætlað var. Og það varð ennfremur ljóst, að verð rafmagns og hitaveitu- gjaldið, auk fargjalda strætis- vagnanna, hlytu að hækka af I sömu ástæðu. Allt voru þetta ómótmælanlegar staðreyndir. Þeg ar allt var saman talið, var hér um milljónatugi að ræða. Hækk- unin á rekstrargjöldum bæjarins, vinnulaunum og fleira, var áæti- að að mundi nema tæplega 12 milljónum krónum. En svo var allt hitt eftir. Og allt verður al- menningur að borga, því undan slíku verður ekki komizt. Það var vegna þessara stað- reynda, sem fulltrúum vinstri flokkanna þótti vistin ekki sem bezt í Skúlatúni 2, þennan dag. Og viðbrögð þeirra báru líka svip af þessari vanlíðan. Einn eftir annan af fulltrúum sömu flokka, sem voru einmitt þennan dag að samþykkja verðbólgufrumvarpið á Alþingi, risu nú úr sætum sín- um í bæjarstjórnarsalnum. Fyrst kom einn fulltrúi kommúnista. 'Þegar leið á fimmtudaginn og menn höfðu ækið sér ríflegt mat- arhlé, dró enn .. ^ — ræðum fulltrúa vinstri flokkan.— Hver ful.'.rúi . óti til að tala tvis . ar, en ræðumen.. minnihluta flokkanna notuðu sér varla þann rétt. Loks stóð einn bæjar fulltrúi 1 ímúnista, Guðmund- ur J. Guðmundzron, sté. ður og sterklegur, sem hefur viður- nefnið Jaki. Hann —r verið eins konar hershófðingi kommún ista í ofbeldisverkum í sambanci við vinnustöðvanir, og mun ha n kunna betur við sig. í þeim ham á vegum úti, heldur en í sæti s.nu í bæjarstjórn. Þessi vöðvamikli fulltrúi reis nú þunglamalega upp og sagðist ekki ætla að :efja tíma fundarmanna með langri ræðu. Og eftir örfáar mínútur lýsti hann því yfir, að hér yrðu efnum landsins af hagsýni og ráðdeila. Tæplega mun nokkur sem heyrði og sá bæjarstjórnarfund- inn á fimmtud. hafa komizt hjá að spyrja sjálfan sig: Hvernig væri umhorfs, ef ástandið í bæj- arstjórninni væri eins og það er nú í sjálfri stjórn islenzka ríkis- ins? Klofnar fylkmgar Nú hefur verðbólgufrumvarp ríkisstjórnarinnar verið sam- þykkt. Það hefur fyrir löngu komið í ljós, að um það er djúp- stæður ágreiningur innan stjórn- arflokkanna. Þetta kom þegar i ljós í umræðunum í 19 manna nefndinni svonefndu, þar sem sér stökum brögðum þurfti að beita til að fá nauman meirihluta til að fallast á að vinna ekki beinlínis gegn þessum ráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar. Margir helztu menn kommúnista innan Alþyðu- sambandsins lýstu sig andvíga Nýjasti togari tslendinga, Þormóður goði, eign Bæjarútgerðar Reykjavíkur, veiðir nú í salt á Grænlandsmiðum. Hcfur veiðin gengið vel og standa vonir til að hann ljúki veiðiförinni, sem hófst 3. maí, í lok þessa mánaðar. Er það önnur veiðiför togarans. Ræða hans hafði heyrzt oft áður, reyndar oft og mörgum smnum Þetta var eins og gamalt dægur- I lag, sem fyrir löngu er orð'ð leiðigjarnt. Margir bæjarfullwú- ar, og þar með einnig sumir fylgis menn ræðumannsins, risu úr sætum sínum og leituðu skjóls í hliðarherbergjum í Skúlatúm 2, meðan á ræðunni stóð. Þetta var sama platan um „sukk og óráð- síu íhaldsins“, um að taka ætti milljóna tugi lán handa bænun, sem enginn veit hvar ætti að fá, og annað fram eftir þeim göt’in- um. í lokin kom svo fjarskalega þokukennt tal um að „bæjar- nýta“ öll kvik-iyndahú., ' snum og ennfre - framleiðslu gos- drykkja og sælgætis. Eins og bær inn yrði eitthvað sælli fyrir það, þó hann færi að framleiða gos og s—Iwceti! Mur.di ekki vera hyggi- legra að láta þá sem til kunna annast þá atvinnu, en vegar á þá útsvör til bæjarþarfa, eins og líka er gert og það í rík- um mæli! Þannig var um ræðu oddvita stærsta andstöðuflokksins Ekki voru hinar ræðurnar .’eig-imciri. Hér var staðið andspænis sta'i- reyndum, sem ekki verða umr.ún ar. Vinstri flokkarnir urðu að svara fyrir það í bæjarstjórninni, sem þeir voru að samþykkja á Alþingi þennan sama dag. Reikn- ingsskilin létu ekki bíða eftir sér, ekki einu sinni einn dag. Hér bar allt upp á sama daginn. ekki frekari ræðuhöld af hálfu þeirra vinstri manna og settist hann síðan niður. Sólin leit í hvern krók bæjar- stjórnarsalarins og þar var ailt kyrrt. Alfreð Gíslason baðst loks leyfis forseta til að mega segja „örfá orð“ og að þeim loknum settist hann niður aftur. Þessi maður var nýkominn frá því að simþykkja verðhækkanafrum- varp ríkisstjórnarinnar á Alþingi. Hann hafði að vísu látið sér um munn fara þau hreystiyrði, að hann mundi aldrei samþykkja það frumvarp — í hæsta lagi sitja hjá. En auðvitað rétti hann upp hendina, þegar a hólminn kom Það bjóst heldur enginn við öðru. Og nú sat hann þarna í sæti sínu — með landlæknisembættið í baksýn. Þeir voru sízt af öllu öfunds- verðir fulltrúar minnihlutaflokk- anna í bæjarstjórn á fimmtudag- inn var. En það skiptir minnstu máli, hvernig um þá fór. Hitt, skiptir öllu máli, að alþjóð verð- ur að borga fyrir róðleysi og svik in loforð þessara flokka, sem nú ráða hér á landi. Allan ófarnað- inn verður að borga í auknu verð lagi, líka í hækkunum á rafmagm og hita. Áfram er haldið út í al- gleyming verðbólgu og hrörnandi verðgildi íslenzkra verðmæta. — Það er annað að standa ó vegum úti og stöðva umferð með hótun um og vöðvaafli, en stjórna mál-1 brigða á gefnum loforðum. því, og töldu það freklegt brot á gefnum loforðum. — Þegar á Alþing kom snerist sjálfur for- maður Sósíalistaflokksins, Einar Olgeirsson, öndverður gegn frum varpinu. Tveir Alþýðuflokks menn, Eggert G. Þorsteinsson og Áki Jakobsson, greiddu atkvæði á móti því. E. G. Þ. skilaði sér stöku nefndaráliti og taldi að frumvarpið fæli í sér brot á yfir- lýstri stefnu ríkisstjórnarinnar og væri í ósamræmi við það, sem Alþýðusambandið hefði lofað. Hér riðluðust því allar fylkingar í stjórnarherbúðunum, nema Framsókn. Þar er ein hjörð og 2 hirðar. Og þar heyrist aldrei stuna né hósti, enda vel séð fyrir þrengstu klíkuhagsmunum Fram- sóknarflokksins, eins og bezt sést á því, að Alþingi hefur nú sam- þykkt lög, sem fela í sér að opna samvinnufyrirtækjunum leið tii að ráða því að mestu eða öiiu sjálf, hverja skatta þau greiða til opinberra þarfa. Framsóknar- klíkan hefur einn munn og einn maga, og ef hann er fullur, þá heyrist þar aldrei hljóð. En meðal hinna flokkanna eru háværar deilur og svo háværar, að þær hafa sjaldan risið öllu hærra. Innan kommúnistaflokksins standa yfir harðvítugar deilur. Einar Olgeirsson og þeir sem hon um fylgja vilja að kommúnistar rjúfi stjórnarsamstarfið vegna móti þeim standa hinir nýju Al- þýðubandalagsmenn, með Finn- boga Rút Valdimarsson í broddi fylkingar. Einari Olgeirssyni mun nú vera ljóst, að hann og hinn gamli Moskvukjarni innan Sósíalistaflokksins eru í alvar- legri hættu. Með því að leita lags við vinstri menn á borð við Rút, Hannibal bróðir hans, Alfreð Gíslason og aðra þvílíka, hafi myndazt hætta á klofningi innan flokksins, en slík hætta var ekki til áður. Slíkt er algerlega nýtt fyrir Einar Olgeirsson og félaga hans. Nú geta þeir„á hverri stundu átt á hættu, að iflenn eins og Finnbogi Rútur kljúfi sam- tökin, ef ekki er farið að þeirra vilja. Rútur er nú mjög eindreg- inn talsmaður þess, að halda stjórnarsamstarfinu áfram til þrautar, enda mun hann telja sig hafa mikla persónulega hagsmuni þar í veði. Fylking kommúnist- anna er því sízt af öllu he.il, og má vera, að þeirra sé vandinn ekki minnstur, eins og nú standa sakir. Verkfallaalda? Það er alkunnugt að öll stærstu verkalýðsfélögin í Reykjavík og nágrenni hafa sagt upp samning- um þegar 1. júní. Fjölda mörg félög hafa sent Alþingi harðorð mótmæli gegn „bjargráðunum“ Síðustu vikur hefur verið mikið um það rætt milli manna, að verk fallaalda kynni að vera í upp- siglingu. Á föstudag segir Tím- inn, „að afstaða Einars Olgeirs- sonar og áhangenda hans hafi innan verkalýðshreyfingarinnar sett skriðu af stað, sem vel getur leitt til nýrrar verkfallsöldu”. — Tíminn gleymir því ekki í leið- inni að segja, að Sjálfstæðismenn „rói kappsamlega undir“. Verk- fallsalda er aldrei lausn á neinu máli og ekki heldur nú, en skelli sú alda yfir eiga þar engir meiri sök en Framsóknarmenn, sem eiga mestan þátt í þvi, að nú hafa verið lagðar nýjar stórálög- ur á þjóðina, án þess að hún sjái nokkra von til þess að vandi efna hagsmálanna verði leystur. Ef það verða verkföll, sem ríkis- stjórnin sker upp, má ekki gleyma þvi, að það er hún, sem hefur sáð til þeirra, og ekki aðr- ir. —• Var samið eða ekki? Laugardaginn þann 24. maí gaf að líta yfirskriftir í blöðum stjórnarflokkanna um gð sam- komulag væri orðið milli þeirra. Alþýðublaðið og Tíminn lögðu áherzlu á orðið „samkomulag“, en Þjóðviljinn notaði orðið „sig- ur“. Blaðið taldi að sinn flokkur hefði unnið „sigur“ í landhelgis- málinu og á miðvikudag'inn var birt í blaðinu reglugerð, um út- færslu íslenzku landhelginnar. Jafnframt réðst blaðið með miklu offorsi að utanríkisráðherranum fyrir afstöðu hans til þess máls. Alþýðublaðið tók nú til and- svara á fimmtudag. Sagði það að sinn flokkur hefði „stöðvað Nasser-stefnu kommúnista í landhelgismálinu" Sú reglugerð sem Þjóðviljinn prentaði, hefði „ekkert gildi, enda málið enn til umræðu milli stjórnarflokk- anna“. Kvað blaðið svo sterkt að orði, að ef áhrifa Alþýðuflokks- ins hefði ekki notið við, mundi Lúðvík Jósefsson, sjávarútvegs- málaráðherra hafa „eyðilegt ís- lenzka togaraútgerð og hafið ill- deilur við aðrar þjóðir“. Hér hefði ráðherra kommúnista stofn. að til „glæfraleiks", og sá leik- ur hefði verið gerður í þeim til- gangi að „draga ísland í fang kommúnistaríkjanna í austri“. Taldi Alþýðublaðið að kommún- istar hefðu reiðst því, að þeir fengu ekki komið áformi sinu fram, og af því væri heift þeirra í garð utanríkisráðherrans sprottin. Tíminn lét sig þessar deilur Alþýðuflokksins og Þjóðviljans Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.