Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐ1Ð Laugardagur 20. jólí 195T ;A ustan Edens eftir John Steinbeck 85 Daginn eftir kenndi Faye sér einskis meins. — „Þetta er sjálf sagt einhvers konar andarteppa" sagði hún. „Nú verðum við hara að sjá þér fyrir einhverri sjúkrahjálp“, sagði Kate. — „Ég er búin að sjóða kjúklingasúpu handa þér og baunasalat — eins og þú villt hafa það, með olíu og ediki og tebolla á eftir“. „Ég segi þér það alveg satt, Cate. Mér er alveg batnað. „Það skaðar engan að borða auðmelta fæðu. Þú gerðir mig svo hrædda í gærkvöldi. Ég átti frænku sem dó úr hjartasjúk- dómi. Og slíku gleymir mað- ur aldrei og þú skilur“. „Ég hefi aldrei fundið til neinn ar hjartabilunar. Bara svolítið mæðin, þegar ég geng upp stig- ana“. 1 eldhúsinu jós Kate súpunni á tvo diska. Hún bjó til franska sósu í bolla og hellti henni yfir baunasalatið. Á bakka Fayes setti hún eftirlætisbollann henn- ar. Loks tók hún dropateljarann og lét tvo dropa af croton-olíu drjúpa niður í baunasalatið. Hún skrapp að þessu loknu inn í her- bergið sitt, gleypti í sig inni- 1) — Hvar hittir þú þessa frök ea Lovísu? — í járnbrautinni. Hún ætlar að reka hrossabú og temja hesta. Myndarleg stúlka, er það ekki? Þýðing Sverrir Haraldsson □--------------------□ haldið úr litlu glasi með Cascara Sagrada og flýtti sér aftur fram í eldhúsið. Þar fyllti hún teket- ilinn með sjóðandi vatni og fór með bakkana inn til Faye. „Ég hélt að ég væri ekkert svöng“, sagði Faye. — En lyktin af súpunni er svo góð að mig dauðlangar í hana“. „Ég bjó til alveg sérstaka sal- atsósu fyrir þig“, sagði Kate— „rósmarin og blóðberg. Smakk- aðu á henni og segðu mér hvern ig þér líkar hún“. „Hún er alveg ágæt“, sagði Faye. — „Hvað er það sem þú getur ekki gert betur en allir aðrir?“. Kate veiktist fyrst. Kaldir svitadropar þöktu enni hennar og hún krepptist saman, hljóð- andi af kvölum. Augun urðu starandi og munnvatnið rann út úr henni. Faye hljóp í dauðans ofboði út á ganginn og hrópaði á hjálp. Stúlkurnar og nokkrir 2) — Hún er nú ekki stúlka lengur. — Markús, mig langar til að ræða við þig um hreindýrahjörð ina ,ef Sírrí getur sleppt þér stutta stund. sunnudagsgestir þyrptust inn í herbergið. Kate engdist sundur og saman á gólfinu. Tveir af gestunum lyftu henni upp. lögðu hana í rúm Fayes og reyndu að rétta úr henni, en hún hljóðaði og krepptist öll saman aftur. Svitinn bogaði af öllum lkama hennar og bleytti fötin. Faye var að þurrka svitastork ið enni Kate, þegar hún fékk fyrsta kvalakastið sjálf. Það var ekki fyrr en eftir klukkustund að dr. Wild kom í leitirnar, þar sem hann var að spila euchre heima hjá einum kunningja sínum. Tvær móður sjúkar vændiskonur drógu hann með sér heim til Faye. Kate og Faye þjáðust af ofsalegum upp- sölum og niðurgangi og öðru hverju fengu þær áköf krampa- flog. „Hvað borðið þið?“ spurði dr. Wild, en svo kom hann auga á bakkana. — „Er þetta baunasal- at heimatilbúið?", spurði hann. „Já“, svaraði Grace. — „Við bjuggum það til núna um dag- inn. „Hefur nokkur ykkar borðað það?“. „Ja — nei. Það er sko —“. „Farið þið þá fram og brjótið hverja einustu krukku“, sagði dr. Wild. — „Þetta fjandans baunasalat —“. Svo tók hann magapumpuna upp úr tösku sinni. Á þriðjudag sat hann inni hjá veiku konunum ,sem báðar voru fölar og máttfarnar. Búm Kates hafði verið flutt inn til Faye. — „Ég get sagt ykkur það nú“, sagði hann. — „Mér datt ekki í hug að þið mynduð lifa þetta af. Þið megið sannarlega vera forsjóninni þakklátar. Og borðið aldrei framar heimatilbúið baunasalat. Kaupið það heldur". „Hvað var þetta, sem að okk- ur gekk?“, spurði Kate. „Matareitrun. Við vitum ekki mikið um þessa tegund eitrun- ar, en þeir eru fáir sem lifa hana af. Ég held að það sé vegna þess að þér eruð ung og hún seig“. Svo snéri hann sér að Faye: — „Haf- ið þér enn magablæðinguna?" — Jæja, ég kem Davíð. 3) — Ég sé ykkur seinna í dag. Nú ætla ég að fara með Sigga yfir að Deildarlæk og líta á bjórana. 4) Á meðan: „Já, hún er ekki alveg hætt“. „Jæja, hérna eru nokkrar mor fínpillur. Þær gera sitt gagn. Þér hafið sennilega fengið magasár. En menn segja að það sé ekki hægt að drepa hóru. Jæja, svo verðið þið báðar að hafa hægt um ykkur næstu dagana“. Þetta var hinn 17. október. Faye náði sé raldrei til fulls eftir þetta. Hún virtist stund- um á varanlegum batavegi, en svo hnignaði henni alltaf aftur. Hinn 3. desember leið henni mjög illa og hún var mjög lengi að ná sér eftir þann afturkipp. Hinn 12. febrúar urðu maga- blæðingarnar ákafari og nú sá- ust merki þess að hjartað væri farið að veikjast. Dr. Wild hlust aði hana lengi og nákvæmlega, Kate var einnig mjög máttfar- in og svo mögur að furðu sætti. Stúlkurnar reyndu að fá hana til að flytja inn í sitt herbergi aftur ,en Kate tók ekki í mál að fara frá Faye. „Guð má vita hvenær hún sofnaði", sagði Grace. „Ef Faye dæi, þá myndi það ríða Kate að fullu“. Dr. Wild tók Kate með sér fram í forstofuna og setti svörtu töskuna sína upp á stól. — „Það er alveg eins gott að ég segi yð- ur strax hvernig málum er kom- ið“, sagði hann. — „Ég er hrædd ur um að hjartað í henni þoli ekki slíka ofreynslu öllu lengur. Hún er öll skaðskemmd innvort- is. Þessi fjandans eitrun. Hættu legri en nokkur skellinaðra. — Hann leit undan hinu starandi skelfingar-augnatilliti Kate. — „Mér fannst réttast að segja yður alveg eins og er, svo að það kæmi yður ekki á óvart“, sagði hann vingjarnlega og lagði hendina á beinabera öxl hennar. — „Það eru fáir jafntrygglyndir og þér. Gefið henni ofurlítið af heitri mjólk ef hún getur komið henni niður“. Kate kom með heitt vatn í fati og setti það á borðið, við hliðina á rúminu. Þegar Trixie leit inn í herbergið, var Kate að þvo Faye með mjúkum léreftsklút. Svo burstaði hún stríða, ljósa hárið og fléttaði það. Hörund Fayes hafði skorpnað, svo að kinnbein og kjálkar virt- ust ætla að sprengja það utan af sér og augun voru stór og svipbrigðalaus. Hún reyndi að tala, en Kate greip fram í fyrir henni: „Uss, svona, svona. Reyndu að hlífa kröftunum. . . Reyndu bara að hlífa kröftunum, mamma.“ Svo gekk hún fram í eldhúsið og sótti glas af volgri mjólk, sem — Jæja Lalli, hvernig gengur það með merarnar? — Ég held að allt sé í bezta lagi. Jörp ætti að vera búin að kasta. Við skulum fara og at- huga. hún setti á borðið við rúmið. Því næst tók hún tvö lítil glös úr vasa sínum og saug örlítið úr þeim báðum upp í dropateljar- ann: — „Opnaðu nú munninn, mamma. Þetta er nýtt meðal. Nú verðurðu að vera dugleg. Bragð ið er víst ekki sem allra bezt“. Hún gætti þess að láta dropana fara alla sem næst tungurótun- um á Faye og svo hélt hún höfð- inu á henni uppi svo að hún gæti drukkið mjólkina og eytt þann- ig óbragðinu úr munni sér. —■ „Svona, nú skaltu leggjast út af og reyna að sofna. Ég kem aftur rétt strax“. Kate læddist hljóðlega út úr herberginu. Það var dimmt í eldhúsinu. Hún opnaði útidyrn- ar og laumaðist út í garðinn, bak við húsið. Jarðvegurinn var meir eftir vorregnið. Hún gróf örlitla holu niður í jörðina og lét niður í hana nokkur lítil glös og dropateljarann. Svo rót- aði hún moldinni aftur í holuna og eyddi öllum verksummerkj- um. Það var byrjað að rigna, þegar Kate fór inn aftur. f fyrstu urðu þær að leggja hendur á Kate ,svo að hún færi sér ekki að voða. Þegar mesta æðið rann af henni, færðist yfir hana einhver dapurlegur sljó- leiki. Hún var mjög lengi að ná sér eftir þetta mikla áfall og hún hafði algerlega gleymt erfðaskránni. Það var Trixie sem síðast mundi eftir henni. 22. KAFLI Heima á Trask-býlinu lifði Adam í einveru og aðgerðaleysi. Hið ófullgerða Sanchez-hús stóð opið fyrir stormum og regni og nýju gólffjalirnar verptust og undust af raka. Matjurtagarðarn ir fylltust af illgresi. Adam sökkti sér niður í hyl- dýpi sinnuleysis og deyfðar, er hefti hreyfingar hans og hugsan- ir. Hann sá heiminn í gegnum gráa móðu. Öðru hverju brauzt hugur hans út fyrir takmörk þessa gráa hjúps, en þegar ljósið náði til hans, færði það honum aðeins sjúkleika og sorgir og hann lét sig falla niður í sama deyfðardýpið aftur. Hann vissi af tvíburunum, af því hann heyrði þá hlæja og gráta, en hann hafði aðeins óljósa óbeit á þeim. f augum Adams voru þeir tákn taps hans og missis. Ná grannarnir komu akandi heim í litla dalverpið til hans og sér- hver þeirra hefði skilið reiði eða sorgir — og hjálpað honum. En þeir gátu engu orkað gegn því skýi, sem yfir honum hvíldi. Adam veitti þeim enga mót- spyrnu. Hann bara sá þá ekki og brátt hættu nágrannarnir alveg að aka upp veginn ,undir eikar- trjánum. Um tíma reyndi Lee að vekja Adam til veruleikans, en Lee var störfum hlaðinn. Hann bjó til matinn ,gerði hreint, baðaði tví- burana og mataði þá. Smátt og smátt fór honum að þykja vænt um þessa tvo litlu drengi. Hann talaði við þá á sínu máli og það voru kínversk orð sem þeir heyrðu fyrst og reyndu að eftirlíkja. SHtltvarpiö Laugardagur 20. júlí: Fastir liðir eins og venjulega, 12.50 Óskalög sjúklinga (Sjöfn Sigurbjörnsdóttir) 14.00 „Laugar dagslögin". 19.30 Einsöngur: Giu- seppe Valdengo syngur (plötur). 20.30 Einsöngur: (plötur). 20.50 Leikrit: „Gamli bærinn“ eftir Niels Th. Mortensen, í þýðingu Ragnars Jóhannessonar (Áður útvarpað 26. maí í fyrra). Leik- stjóri: Indriði Waage. Leikendur: Róbert Arnfinnsson, Herdís Þor- valdsdóttir, Benedikt Árnason, Indriði Waage, Valdimar Helga- son, Þorgrímur Einarsson, Rúrik Haraldsson, Jón Aðils, Rósa Sig- urðardóttir, Haraldur Adólfsson, Klemenz Jónsson og Guðrún Ás- mundsdóttir. 22.10 Danslög (plj. 24. Dagskrárlok. Ford Consul • Sumcðrhústaður við Þingvallavatn til sölu Búsíaðurinn er 5 herbergi og eldhús, 75 ferm. á stórri eignarlóð. 1955 til sýnis og sölu í dag kl. 2—5 Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, að Laugavegi 170, sími 2-44-66. Guðlaugs Þorlákssonar & Guðmundar Péturssonar Aðalstræti 6, Símar 12002, 13202 og 13602. MARKÚS Eftir Ed Dodd AAARK, WHERE DID yOU RUN ACROSS LOUISE LEEDS ? OKAY, EDS...OLD DUSTY iHOULD HAVE HAD A _____BY NOW...WE'LL -fé RIDE OVER AND SEE / M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.