Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 10
MORGZJNBLAÐ1Ð Laugardafíttr 20. Jtilí 1957 Fallegur, hvítur sumarklæðnaður. Heillaráb ÞEGAR afskorin blóm verða máttlaus og „niðurlút“, er oft hægt að hressa þau við á ný. Fyllið fötu af vatni, stingið blóm- unum ofan í og klippið síðan svo- lítið af hverjum einstökum stilk en munið að klippa undir vatn- inu. Eftir hálftíma eða svo hafa blómin rétt sig alveg við aftur og geta staðið lengi. Hins vegar mun það hafa litla þýðingu að setja sykur eða asperín í vatnið, eins og sumir hafa haldið. * Erfitt um nýjan f isk Uppskriftir að Iveim góðum fiskréiium 0"VARVETNA þar sem matur og matarinnkaup ber á góma þessa ■“ dagana má heyra á húsmæðrunum hversu erfitt er að fá nýjan og góðan fisk eða yfirleitt hvað það er erfitt að fá eitthvað í mat- inn. — Ýsa er eins sjaldgæf og glóandi gull og þorskurinn svo horaður að hann er naumast ætur, a.m.k. er þess ekki nokkur kostur að borða hann soðinn, Þá er ráð að hafa hann í hina ýmsu rétti, t.d. baka hann í ofni í eldföstu fati með sítrónusneiðum, tó- mötum og smjöri. Við getum einnig notað hann í eftirfarandi rétti. FISKUR í KARTÖFLUM 4 stórar kartöflur — salt 1 matsk. smörl., 2 matsk. hveiti 2 dl. mjólk, %—1 dl. fisksoð 1 eggjarauða 2 dl. soðinn fiskafgangur (100 gr. rækjur) salt, og pipar 1—2 mastk. rifinn ostur Hreinsið kaftöflurnar vel og bakið þær í um það bil 1 klst. í ofninum, skerið „lok“ ofan af þeim og takið innan úr þeim þannig að aðeins verði þykk skel af kartöflum utan með eftir. 3úið til þykka „kaftöflustöppu" úr því sem innan úr kom og sprautið utan um „opið“ á kartöflunni. Búið til ljósa sósu úr smjörl. og hveiti og bakið upp með mjólk- inni og fisksoðinu og látið sjóða í nokkrar mínútur. Bætið þá eggjarauðunum, fiskafganginum og rækjunum (ef þær eru hafðar með) út í. Kryddið síðan og látið í kartöflurnar, og stráið rifnum osti yfir. Þessu er brugðið inn í ofninn vel heitan rétt áður en borið er fram. 40 gr smörl. hvítur fiskjafningur 100 gr rækjur Búið til jafning úr 40—50 gr. af smjörl., 1—iy2 dl hveiti, 2 dl mjólk 1—2 dl. fisksoði, salti, pip- ar og e.t.v. dál. papríku, 3—4 dl hreinsaður soðinn fiskur 1 eggja- rauða og 14 dl af rjóma. Látið rækjurnar út í jafninginn. Þeyt- ið eggin og bætið vatninu út í og steikið eggjakökuna á pönnu. Hrærið í með gaffli þar til hún er orðin stíf og búin að fá á sig lit. Látið þá helming kökunnar á fat, hellið fiskjafningnum þar á og skellið svo hinum helmingi kökunnar þar ofan á. Stráið hakk aðri pétursselju yfir kökuna áður en hún er framreidd. EGGJAKAKA MEÖ RÆKJU- OG FISKJAFNING 4^—5 egg 5—7 matsk. vatn salt NÚ ER SÁ tími hjá okkur þeg- ar dagsljóssins gætir allan sól- arhringinn og þá fer ekki hjá því að foreldrar eigi í stríði við börn «ín um útivist á kvöldin. Um þetta atriði eru skýr á- kvæði í 19. gr. Lögreglusamþykkt ar Reykjavíkur, þar sem segir m. a. á þessa leið: „Börn yngri en 12 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 20 á tímabilinu frá 1. okt. til 1. maí og ekki seinna en kl. 22 frá 1. maí til 1. október nema í fylgd með fullorðnum. Þegar sérstaklega stendur á Ljómandi fallegur röndóttur tæki færisjakki. getur bæjarstjómin sett til bráða I birgða strangari reglur um úti- vist bama allt að 16 ára, Foreldrar og húsbændur barn- anna skulu, að viðlögðum sekt- um sjá um að ákvæðum þessum sé framfylgt“. MISBRESTUL Sennilegt er að nokkur mis- brestur sé á að þessari grein lögreglusamþykktarinnar sé fram fylgt, og trúlegt að ekki sé nægi- lega strangt eftirlit með útivist barna og unglinga á kvöldin. Og þeir foreldrar sem vilja fara eftir lögreglusamþykktinni og sjá um að börnin haldi al- mennri heilbrigði með því að hafa nægan svefn eiga í stríði við börnin, þegar þau heyra í jafn- öldrum sinum og félögum hróp- andi og skríkjandi úti fram eftir öllu. Því hefur réttilega verið hald- ið fram að við íslendingar séum mjög morgunsvæfir. Væri ekki tilvalið að byrja á því að venja bömin strax frá því fyrsta á að fara tímanlega í rúmið og kom- ast þeim mun fyrr á fætur á morgnana? — Þeir foreldrar, sem leyfa börnum sínum kannski ekki eldri en 5 og 6 ára, að vera úti á kvöldin geta verið vissir um að þeir eru hvorki að gera börn- unum né nágrönnunum greiða. Mjög fallegur kvöldkjóll. Takið eftir hve „skottið“ kemur ein- staklega klæðilega úr eins konar belti, sem er „draperað" undan saumunum að framan Byrjið srax á að venja börnin á sémasamlegan háttafíma Skýr ákvæði lögreglusamþykktarinnar oftlega þverbrolin < m : > ■ 'W : Tvcir glæsilegir sumarkjólar, annar langröndóttur en hinn köflóttur. Sniðin eru bæði einkar einföld og klæðileg hvort heldur er fyrir grannar eða þreknar stúlkur. — Hvaða efni sem ber sig vel er tilvalið í þessa kjóla. Tvílitur telpukjóll úr lérefti. Tak ið eftir hve litlu slauíurnar skreyta kjólinn vel. — Jakkinn er úr einlitu efni, þvi sama og neðsti hluti pilsins. Er hann ekki fallegur, úr ljósu organdy, pilsið stífrykkt með blúndulaufum að neðan og litlum blómum. Litlar „púff“-ermar, skreyttar með blúndulaufunum sem ná yfir allt berustykkið og eins er blúnda utan um kragann Athugið ! ÞEGAR allt heimilisfólkið fer í burt í sumarfrí eða jafnvel ekki nema helgar fri er ágætt að hafa það fyrir fasta reglu áður en íbúð- Svartur aðskorinn dagkjóll. Sév- iega klæðilegur fyrir grannar stúlkur . . . Ef hveitið hrekkur ekki til 1 sunnudagssósuna og hvergi hægt að fá það má nota í staðinn kar- in er yfirgefin að athuga vendi- lega hvort vel sé skrúfað fyrir alla vatnshana og hvort slökkt sé á eldavélinni, og ekki séu skyldir eftir logandi vindlingar í ösku- bökkunum. töflumjöl, 1 teskeið fyrir hverja matsk. af hveiti .... . . . Fisklykt hverfur af höndun- um ef þær eru nuddaðar meS sítrónusneið og fínu borðsalti, — þ-'tta er ágætt fegrunarmeðal .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.