Morgunblaðið - 12.08.1956, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.08.1956, Blaðsíða 9
Sunnudagur 12.ágúst1956 M ORCIJIV BZAÐIÐ 9 Reykjavfkurbréf : Laugardagur 11. ágúst Horlt yfirsveifir - Samkomur, umferð og löggæzla - Náftúran og ferðafélkið- Tvíþælfsvar - Áfstaða kommúnisfa - Án varnarliðs engar varnir - Völd og gróði - Spurning til blaðs utanríkisráðherrans - Metflugdagur hjá Flugfélagi íslands - Nýjungar í innanlandsflugi. Horft yfir sveitir UNDANFARXÐ hefur verið ein- muna veðrátta á Suðurlandi. Hvarvetna þar, sem farið er um byggðir, blasa við slegin tún og góður stofn er víða sprottinn til seirmi sláttar. Nýting heyja hef- ur verið með afbrigðum góð, víða hafa þó, framundir þetta, staðið hey á túnum úti. Hafa ýmsir veg- farendur furðað sig á þvi, að ekki skyldi allt hey þegar vera byrgt í hlöðum, en ástæðan er þá sú, að hlöðurnar- eru þegar íullar og aðeins beðið eftir því, að nýja heyið nái þvi að síga svo hægt sé að láta ofan á það. Þegar farið er nú um sveitir, blasa víða við ljósgráir heyturn- ar. Þeir eru tiltölulega nýr þátt- ur í landslaginu, ef svo má kalla það. Og á mörgum býlum er líka súgþurrkun. Óþurrkasumarið í fyrra ýtti undir marga að reisa turna eða íá sér súgþurrkunar- tæki. Nú er svo komið, að fjöldi bænda á nú ekki allt sitt undir sól og regni, eins og forðum var. Þeir eiga að vísu góða sprettu undir hagfelldu veðri, en um uppskeruna eru þeir nú óháðari náttúruöflunum en áður var. Það er líka mála sannast, að landbún- aðarframleiðsla í þeim mæli, sem nú er, væri gersamlega óhugs- andi án þeirrar tækni og ræktun- ar, sem orðin er. Mannaflinn, sem landbúnaðurinn á yfir að ráða, dregst saman, en jafnframt eykst framleiðslan. Slíkt gæti ekki gerzt án vélamenningar og nýrrar ræktunar. Þrátt fyrir alla þá örðugleika, sem vitað er að bændur eiga við að etja, er þó ómögulegt að líta yfir íslenzka nútímasveit án þess að fyllast bjartsýni. Þeir, sem muna gamla tímann, þegar mið- aldir ríktu enn í íslenzkum land- búnaði, meta framfarirnar ef til vill meira en þeir, sem hafa alizt upp með þeim og telja allt hið nýja og góða vera sjálfsagðan hlut. Úr því liokinn sláttumaður gat glaðzt yfir því, sem hrökk af hans mjóu ljáspík í gömlu túnþýfi, hversu miklu fremur mættibóndi nútímans ekki gleðj- ast, þegar hann sér vélsJegna sí- breiðu á alsléttu túni? Samkomur, umferð og löggæzla UM síðustu helgi var margt um farartæki á þjóðvegunum. Gisti- staðir voru allir fullir af fólki og víða mátti sjá hvít tjöld í hvömmum og rjóðrum. Fólk frá sjávarsíðunni, þreytt á bæjar- þrengslunum, létti sér upp og hvarf út í náttúruna. Óvíða sáust menn á hestum, slíkt má nú heita horfið af vegunum, og er að því stórkostleg eftirsjá. f stað þess eru komnir gljáfægðir bílar, stór- ir og smáir. En ferðum bæjarfólksins fylgir ýmislegt, sem er miður gott. Til allrar hamingju eru þó flestir aðeins venjulegir, friðsamir ferða langar, sem fara um landið til að njóta fegurðar þess. En svo eru hinir, sem velta svo hressilega af sér reiðingnum, að löggæzlumenn hafa hvergi nærri við að hirta þá til reglu. Þessháttar fei'ðafólk setur svip sinn á margar skemmt- anir, eins og dæmin sýna. Bæj- arfólkið á raúnar ekki eitt hlut að máli, því ýmsir þeir, sem á landsbyggðinni búa, eru líka „til í tuskið“. Það er ömurlegt til þess að vita, að í vaxandi mæli skuli vera þörf fyrir löggæzlu á vegum úti og skemmtistöðum. Til síð- ustu tíma hefur lítið skipulag verið á slíku, en á síðustu árum lét Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, þessi mál til sín taka, og verði svo framhaldið, eins og hann lagði grundvöllinn, ætti löggæzla á almennum skemmtunum og á þjóðleiðum að komast í betra horf á naéstu ár- um en verið hefur. í sveit Það þarf ekki marga gikki í hverri veiðistöð til að spilla henni. Það þarf ekki marga öku- þrjóta eða slagsmálahunda til að gera vegina ótrygga og breyta ánægjulegum samkomum í skríls legan mannsöfnuð. Aulcin lög- gæzla á vegum og samkomum er nú orðin knýjandi nauðsyn. Náttúran og ferðafólkið EN það er líka á öðru sviði, sem úrbóta þyrfti við í sambandi við ferðalög um landið, en þar er ekki hægt að grípa til löggæzlu- manna. Er hér átt við umgengni fólksins úti í náttúrunni. Nú tjaldar fjöldi fólks á fallegum stöðum og menn taka nestisskrín- ur sínar úr „skotti“ bifreiðarinn- ar og borða og drekka undir beru lofti. En viðskilnaður fólksins við slíka staði er ekki alltaf eins og skyldi. Mjög víða má sjá pappírs- tætlur, dósarusl, matarleifar og annað ógeðslegt drasl, sem fólk skilur eftir á viðkomustöðum sín- um. Þeir, sem síðar koma, geta ekki sezt að á mörgum fallegum stað vegna þess að búið er að spilla honum með slíkri um- gengni. Og það tekur langan tíma þangað til dósirnar eru ryðgaðar niður í svörðinn og aðrar minjar um hirðuleysi ferðafólksins eru orðnar máðar burt af vindi og veðri. Þannig er mörgum skjól- góðum og fögrum áningarstað spillt um mörg ár eftir svo sem stundardvöl illa siðaðra ferða- langa. Einhver mundi segja, að rétt væri að hafa hendur í hári slíkra manna, leiða þá fyrir dóm og sekta þá. Það er auðvitað rétt, að oft er gerður reki að því, sem minna er um vert en sóðalega umgengni á fögrum stöðum í ís- lenzkri náttúru. En armur rétt- vísinnar getur ekki náð út um hraun og heiðar, skóga og hvamma, þar sem ófyrirleitið ferðafólk spillir og skemmir. Hér þarf nýr hugsunarháttur að skap- ast. Hver íslendingur á að vera alinn upp í virðingu og kærleika til náttúru lands sxns. Ef það yrði að almennum þætti í uppeldinu að kenna þeim, sem eru að kom- ast á legg, að elska sitt land framar en með vörunum einum, þá mundi ekki lengur sjast, að menn misbjóði náttúru þess með kæruleysi og sóðaskap. Tvíþætt svar ÞEGAR tillagan um endurskoðun varnarsamningsins var lögð fyrir Alþingi, báru Sjálfstæðismenn fram rökstudda tillögu um, að fram yrði látin fara athugun á því, hvort hyggilegt væri, með hliðsjón af öllum aðstæðum, að segja varnarsamningnum upp. Sjálfstæðismenn töldu eðlilegt, að óskað væri eftir endurskoðun á samningnum, en hitt gátu þeir ekki fellt sig við í svo alvarlegu máli, að því væri fyrirfram sleg-' ið föstu til hvers endurskoðunin ætti að leiða, þ. a. til uppsagnar. Þessi tillaga var felld. Framsókn og Alþýðuflokknum lá svo mikið á, að engu varð um þokað. Kosn- ingar voru nú fyrir dyrum og af- staðan í varnarmálunum átti að vera það áróðursvopn, sem gerði út af við Þjóðvarnarflokkinn og leysti Framsókn af óttanum við að tapa þingsætum og Alþýðu- flokkinn af hræðslunni við að þurrkast ef til vill út á Alþingi. Nú átti að ryðja brautina fyrir því, að Hermann Jónas- son gæti myndað atjórn með kommúnistum, eftir að ein- angrun þeirra væri rofin. Það var því flanað að því að sam- þykkja tillögu um brottför varnarliðsins, sem runnin var frá nýafstöðnu þingi Fram- sóknarmanna, án þess að ráðg- ast við bandalagsþjóðir okkar. Það var fyrst löngu síðar, að utanríkisráðherra bað Atlants hafsbandalagið um álit sitt á því, hvort enn væri þörf á þeirri að- stöðu, sem varnarsamningurinn veitti. Nú hefur svarið borizt fyrir stuttu síðan, eins og al kunnugt er. Svarið greinist raunverulega í tvennt. í fyrsta lagi hin al- mennu stjórnmálalegu sjónarmið og í öðru lagi þau, sem eru her fræðileg. Um hin síðari hafx æðstu hernaðaryfirvöld banda lagsins fjallað, en þau síðan ver- ið athuguð af ráðinu og staðfest af þvi. Blöð stjórnarinnar hafa haldið því á lofti, að svar ráðs- ins væri aðeins óskalisti frá ein- hverjum herforingjum, sem ekki beri að taka alvarlega. Þessu er haldið fram til að draga úr mikil vægi svarsins og villa mönnum sýn. En þessi blöð þegja sem vandlegast yfir því í greinum sínum um svariff, aff þar stendur skýrt og skorinort, að þaff sé álit ráffsins, „aff ástand og horfur í alþjóffamálum hafi ekki batnaff svo, aff eigi sé lengur þörf fyrir varnarliff á íslandi.“ Ráðiff tekur þaff einnig fram, aff „varnarmátt- ur bandalagsins hafi átt ríkan þátt í aff bæta horfur í al- þjóðamálum. Ef dregiff væri úr vörnum, gæti þaff auffveld- lega haft þau áhrif, aff þeirri þróun yrði snúið viff.“ Þegar ráðið hefur gert grein fyrir hinni stjórnmálalegu hlið málsins, tekur það til meðferðar tiltekin hernaðarleg atriði, sem sérstaklega varða ísland. Segja má, að jafnvel þó sleppt væri úr svarinu því, sem beinlínis varðar hernað, þá væri það nægilegt til að íslendingar hugsuðu sig vel um áður en þeir varpa frá sér öllum vörnum. En það spáir ekki góðu, þegar blað sjálfs forsætis- ráðherrans.falsar staðreyndir um efni skjalsins og hvernig það sé orðið til. Slíkt og annað eins at- hæfi gæti bent til þess að sá flokkur, sem að blaðinu stendur, vilji hvorki sjá né heyra og ætli sér að neita staðreyndum. Afstaða kommúnista ÞAÐ er fyrir löngu vitað, að ríkisstjórnin er klofin um af- stöðuna til Atlantshafsbandalags- ins. Kommúnistar greiddu at- kvæði á móti fyrri hluta sam- þykktar Alþingis í vor, sem fjall- aði um áframhaldandi samstarf við Atlantshafsbandalagið. Þegar svo utanríkisráðuneytið gaf út yfirlýsingu sína 30. júlí s.l. og lýsti yfir, að „tilgangur ríkis- stjórnarinnar væri alls ekki sá að fjarlægjast Atlantshafsbanda- lagið, heldur þvert á móti að halóa samstöðunni við það“, lýsti Þjóðviljinn því yfir, að ráðherr- ar „Alþýðubandalagsins" hefðu ekkert um yfirlýsinguna vitað, áður en hún var gefin út, og blaðið vildi ekki birta hana. Samt sem áffur cr í yfirlýs- ingunni talaff um „tilgang rikisstjórnarinnar“, eins og hún stæði öll að henni! Það er glöggt, aff ríkisstjórnin er klofin í málinu og aff þaff er í fyllsta máta villandi, þegar utanríkisráðuneytiff telur sig tala fyrir munn ríkisstjórnar- innar allrar. „Þjóðviijinn" reyndi af veik- um mætti að breiða yfir klofn- inginn með því að segja, að af- staðan til bandalagsins væri ekki á dagskrá, þar sem Islendingar væru bUndnir við þátttöku í því 3 ár fram í tímann! Þetta er þó missögn, því enn erum við bundnir við þátttöku í 13 ár liér eftir. Þetta tal „Þjóðviljans" er auðvitað ekkert annað en gagnsæ blekking, eins og hver maður getur séð, því það er einmitt end- urskoðun varnarsáttmálans og þar með endurskoðun afstöðunn- ar til bandalágsins, sem nú stend- ur fyrir dyrum. Málið er engan veginn útkljáð, þó varnarliðið víki úr landi, því þá er eftir aff ákveffa nánar, meff samningi, af- stöffuna til bandalagsins, eftir aff liffiff er horfiff úr landi. í yfir- lýsingu utanríkisráðuneytisins segir svo um endurskoðunina: „Höfuðtilgangur þeirrar endur- skoðunar á að vera sá, að íslend- ingar taki i eigin hendur gæzlu og viðhald varnarstöðvanna, þannig að þær séu ætíð og án fyrirvara við því búnar að gegna hlutverki sínu, ef horfur í heim- inum breytast til hins verra, en að herinn hverfi úr landi.“ Hér er beint sagt, að ríkis- stjórnin vilji semja um, að ís lendingar haldi hér uppi hern- aðarlegum bækistöðvum, sem séu „ætíð og án fyrirvara við því búnar að gegna hlutverki sínu.“ Með þessari yfirlýsingu er að vísu horfið frá stefnunni frá 1949, því að þá voru engar slík- v ar herstöðvar ráðgerðar hér. Hiit er annaff mál, livort yfirlýsingin sjáli stenzt. Hvort nokkur möguleiki sé á því, aff stöffvarnar „séu ætiff og án fyrirvara viðbúnar aff gegna hlutverki sínu,“ ef herinn hverfi úr landinu. Eina skýr- ingin á stuðningi kommúnista viff slika ákvörffun er sú, aff þeir telja hana gagnslausa. Því að fullyrðingar þeirra um áframlialdandi andstöðu við At- lantshafsbandalagið eru ótvíræð- ar, og „Land og Folk“ í Dan- mörku hefur berum orðum sagt, að , íslenzkir kommúnistar hafi fariff í stjórnina, til að grafa undan Atlantshafsbandalaginu. Er og enginn vafi á, að sá er til- gangurinn. Hitt er fjarstæða, sem sum social-demokratisk blöð á Norðurlöndum hafa verið að reyna að hugga sig við, að koma kommúnista í stjórn á íslandi, merki stefnubreytingu kommún- ista gagnvart Atlantshafsbanda- laginu. Þeim er þvert á móti ætlaff aff gegna hlutverki Troju- hestsins forna, svo sem „Eand og Folk“ fer ekki dult meff. An varnarliðs engar varnir EINS OG vikið er að hér á undan segir í yfirlýsingu utanríkisráðu- neytisins, að stefna hennar sé ,,að íslendingar taki í sínar hendur gæzlu og viðhald varnarstöðv- anna þannig, að þær séu ætíð og án fyrirvara reiðubúnar að gegna hlutverki sínu.“ En hefur meiri hluti ríkis- stjórnarinnar gert sér nokkra grein fyrir því, hvaff í þessu felst? Hefur ríkisstjórnin at- hugaff, hvort íslendingar séu þess megnugir aff hafa meff höndum allt, sem til þess þarf aff hafa mikilvæga og stóra varnarstöff „ætíff og án fyrir- vara reiffubúna", ef styrjöld bæri aff höndum? Þaff verffur mjög aff draga í efa, aff ríkis- stjórnin hafi gert sér nokkra grein fyrir þeim stórkostlega vanda, sem hér á aff leggja á herffar íslendinga og hvort viff erum honum vaxnir. Á það má benda, að ef til vill má segja, að yfirlýsingunni sé að þessu leyti svarað í álitsgerð At- lantshafsbandalagsins. Þar segir: „Eins og nú horfir mundi brott- för hins bandaríska varnarliðs, sem dvelst á jslandi á vegum alls bandalagsins, valda því, að land- ið yrffi gjörsamlega varnarlaust. Veigamikið skilyrði til að koma í veg fyrir árás á Norður-Atlants- hafssvæðinu væri ekki lengur fyrir hendi og hlekk vantaði í varnarkeðju þá, sem öryggi vort byggist á.“ í þessum orðum sýnist það ótvírætt felast, að án varnarliðs sé ekki hægt að halda hér uppi varnarstöðvúm. Sá möguleiki, að íslendingar geri það, virðist ekki vera fyrir hendi að dómi ráðs Atlantshafsbandalagsins. í álits- gerð þess segir ennfremur: „Meðal bandalagsþjóðanna fimmtán* er ísland eina landið, sem hefur ekki eigið herlið. Ef ríkisstjórn íslands hafnaði þeirri vernd, sem varnarlið bandalags- þjóðanna í landinu veitir, mundi árásarríki geta náð íslandi á sitt vald með mjög litlu liði, sem annaðhvort kæmi loftleiðis eða gerði innrás af hafi, áður en bægt yrði að láta í té virka að- stoð. ísland ætti þá á hættu að verða hernumið og glata frelsi . sínu.“ i Frh. á bls. 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.