Morgunblaðið - 12.08.1956, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.08.1956, Blaðsíða 3
Sunnudagur12. ágúst lOSf W O R C V K B rA Ð t Ð 3 ISTÆRSTA firðinum á Aust- f jörðum eru tvö kauptún, Eskí- f jörður og Búðareyri við Reyðar- fjörð. Bæði lifðu þau blómaskeið sitt á dögum Austf jarðasíldveið- anna um síðustu aldamót. Við skulum fyrst heimsækja stærra og cldra kauptúnið, Eskifjörð. BYGGT TJTAN UM VERZLANIR. Upphaflega er það byggt á lít- illi jörð er Lambeyri heitir. Hinir fyrstu, sem verzluðu á Lamb- eyri voru Norðmenn og hét fé- lagið Wallace og Sön og hóf verzl un í þann mund er verzlun var gefin frjáls hér á landi fyrir þegna Danakonungs 1787. Síðan verzluðu örum og Wulff á Eski- firði og voru það þeir sem reistu elzta húsið sem í dag stendur á Eskifirði, Gömlu búðina, en hún er nú veiðarfærageymsla togara- félagsins. Hún mun hafa verið flutt þangað frá Breiðuvík um 1811. Síðan rak verzlunina Carl D. C. Tulinius frá því 1864 til 1903. Verzlun sú sem hér um ræðir var nefnd Útkaupstaður, en svo hóf önnur verzlun starf- semi sína á öndverðri 19. öld og var hún nefnd Framkaupstaður og var eigandi hennar Kjartan ísfjörð. Utan um þessar verzlan- ir byggðist kauptúnið Eskifjörð- ur. VINALEGT SAMBAND GAMALS OG NÝS TÍMA. Þegar lcomið er yfir Hólmaháls, blasir við okkur lítill, hlýlegur fjörður girtur háum íjöllum á þrjá vegu. Gegnt okkur norðan megin fjarðarins mynda húsin nærfellt samfellda röð meðfram meginhluta strandarinnar og skera sig ljósleit í síðdegissólinni frá dökku landinu. Eskifjarðar- kauptún er langt og mjótt, sund- urskorið af fjórum ám, sem xalla gegnum það og hafa stundum veitt íbúum þess nokkuð harðar búsifjar. Við höldum inn í kaup- túnið, sem stendur nær allt í brekkum, því undirlendi er næsta lítið. Þessi staður er vinálegt sam- bland af gömlu og nýju. Meira en aldargömul hús Standa rétt við nýjar stórbyggingar. Eftir að hafa virt fyrir okkur umhverfið ofurlitla stund leitum við uppi Þorleif Jónsson fram- kvæmdastjóra togaraútgerðarinn ar, sem er stærsta atvinnufyrir- tæki staðarins, og leitum upplýs- inga um líf og störf fólksins, sem byggir þennan viðkunnan- lega stað. Og Þorleifur svarar spurningum okkar vel og greið- lega. TOGARAFÉLAG ÞRIGGJA KAUPTÚNA. Togaraútgerðin er það serr? mesta atvinnu skapar á Eskifirði. Við snúum okkur því strax að henni. Togarinn „Austfirðingur“ var keyptur árið 1951 og var hann skrásettur á Eskifirði, en kauptúnin þrjú, Eskifjörður, Búðareyri við Reyðarfjörð og Búðir við Fáskrúðsfjörð eru stofn endur og eigendur hlutafélags- ins Austfirðings, sem nú á tvo togara, þann sem fyrr getur og „Vött“, sem áður hét „Keflvík- ingur“ og keyptur var á þessu ári og skrásettur á Fáskrúðs- firði. Velflestir íbúar þessara þriggja kauptúna hafa ásamt hreppsfélögunum lagt fé í þetta fyrirtæki, þótt að vísu séu hlutir sumra smáir. Það er því fyrir sameinað átak og góða samvinnu, sem þetta þjóðþrifafyrirtæki er sett á stofn öllum byggðarlögun- um til hags og blessunar. Þótt höfuðstöðvar togaranna séu á Eskiíirði, leggja þeir afla sinn upp á stöðunum til skiptis. Eskfirðingar hafa hraðfrystihús og fiskimjölsverksmiðju, svo og megnið af útgerðarvörunum. í- búar Reyðarfjarðar verka salt- fisk og hafa nctaverkstæði í sam- bandi við útgerðina. Fáskrúðs- firðingar taka á móti afla til hrað- frystingar. Þannig geta allir eig- afrakstursins og atvinnunnar sem þessi stórvirku tæki skapa. HRAÐFRYSTIHÚS, VÉLBÁTAR OG FISKIMJÖLSVERKSMIÐJA. Hraðfrystihúsið á Eskifirði er sameign íbúanna í hreppnum í svipuðu formi og togarafélagið, nema hvað það er einskorðað við þetta eina kauptún. Ennfremur er þar fullkomið vélaverkstæði, sem annast getur viðgerð á tog- urunum. Á Eskifirði voru gerðir út f jórir vélbátar, en eru nú gðeins þrír, þar sem einn fórst með ’ á miðin. Á staðnum er fiskimjöls- sviplegum hætti í vetur. Vélbát- verksmiðja, sem frystihúsið re>cur arnir leggja lítið upp af afla í og um borð í Austfirðingi er unn- sinni heimahöfn. Þeir eru á ver- ið fiskimjöl og mun það nú vera tíð fyrir sunnan á vetrum og á! eini togarinn, sem það gerir. Togarinn Austfirðingur. Gamli og nýi tíminn. — Efri myndin sýnir elsta húsið scm enn stendur á Eskífirði (t.v.), Gömiu búðina. T.h. er verzlunarstjóra hús Tuliniusarverzlunar. Neðri myndin er að nýjum íbúðarhúsum. síldveiðum fyrir norðan á sumr- um. Það eru því togararnir og frystihúsið sem megin atvinnuna veita, því engin smábátaútgerð endurnir beint og óbeint notið er á staðnum, of langt er að sækja Séð yfir nokkurn hluta Eskifjarðar. Þessa mynd, og myndina af togaranum, tók Vilberg Guðnason, Ijósm. á Eskifiiði, en hann mun vera eini ljósm. á Austurl. Aðrar rnyndir með grcininni tók Vignir. G. I Hráefniðeraðeins góðfiSáir^ýsai Fiskimjölsverksmiðjan var end urbyggð þsgar togarinn kom og getur hún bæði unnið magran íisk og feitan, t.d. síld. ísfram- leiðsla er nokkur, en þó ekki ngegileg, fyrir togarana og vantar tilfinnanlega ísframleiðslutæki. ENGINN LANDBÚNAÐUR. Höfnin er góð í nærfellt öllum veðrum og bryggja ágæt og er þar bæði bryggjuvog og uppskip- unarkrani. Á staðnum eru 5 verzlanir þ.a. 2 félagsverzlanir. Verzlun nær hverfandi lítið út fyrir sjálft I kauptúnið. Landbúnaður er ekki stundaður og mjólkurframleiðsla því nánast engin á staðnum. Flest ir kaupa mjólk sína frá bæjun- um inní í firðinum, en þeir til- heyra Reyðarfjarðarhreppi. NÝ TEGUND AF HARÐFISKI. Við skoðuðum sérkennilegt fyriríæki skömmu áður en við fórum frá Eskifirði. Heitir það Sporður h.f. og geíur nafnið til kynna að það vinni eitthvað úr fiski. Hér er í fyrsta lagi um að ræða hraðfrystihús, eða frystihús. Húsið er ekki til annars ætlað en frysta fisk, sem síðan er not- aður til harðfiskgerðar. Er harð- : fiskgerð þessi einstæð hér á landi og sennilega í öllum heiminum. steinbítur og lúða, sem flökuð eru og hreinsuð og síðan fryst. Þá eru þau aftur látin þiðna og skor- in niður í smá bita eða ræmur, sem síðan eru hraðþurrkaðar í þurrkhúsi á einum sólarhring eða svo. Þykir þetta lostæti mikið, en framleiðslan er enn sem komið er lítil og hefir að mestu verið seld til Akureyrar. Fyrir þessu fyrirtæki stendur Egill Karis- son borinn og barnfæddur Esl:- firðingur. Hefir hann ekki sér- menntað sig í neinni grein, en er hagleiksmaður á hverju sem hann snertir. Hefir Egill verið að prófa sig áfram við þetta í 2 ár og er kominn á það stig að geta framleitt góða vöru, en miklu magni getur hann ekki skilað enn, bæði sökum hráefn- isskorts o.fl., því fiskurinn verð- ur að vera ný og góð vara. Þurrk- húsið er auk harðfiskverkunar- innar notað til þess að þurrka saltfisk. NÝTT FÉLAGSIIEIMILI I BYGGINGU. Félagslíf er og hefir verið fremur dauft á Eskifirði. Starf- andi eru þó kvenfélag og slysa- varnafélag. Vonir standa til bóta með tilkomu nýs félagsheimilis, sem hreppurinn og félögin á staðnum eru að byggja. Sundlaug er hálfbyggð á staðnum. En til hennar vantar fé svo og rafmagn til þess að hita hana upp, en á staðnum er dieselrafstvið, sem nægir til heimilisnotkunar og iðnaðar. Áður var þar ein með elstu vátnsaflsstöðvum landsins, en hefir ekki verið starfrækt í 2 undanfarin ár og ekki talið svara kostnaði að gera við hana. Fram- haldsskóli er rekinn í 2 deildum ásamt með barnaskóla og þurfa þeir sem í framhaldsskólanurn eru ekki að vera nema einn vet- ur, t.d. á Eiðum, til þess að geta lokið gagníræðaprófi. íþrótta- kennsla er engin. GRÓSKA í ATVINNULÍFINU HEFIR SKAPAÐ FÓLKS- FJÖLGUN. Eins og fyrr segir var mesti uppgangstími þessa staðar á tím- um síldveiðanna. Ráku Norðmenn þá umfangsmikla atvinnu á Eski- firði eins og víðar á Austfjörðum. Eru margar byggingar enn við lýði frá þeim tímum. Síðan hrak- aði kauptúninu á ný, en er nú aftur komið á framfaraleið og inu síðustu 4—5 árin og fólkinu má þar mest þakka togurunum. Hefir verið gróska í efnahagslii- fjölgað, en þar búa nú um 740 manns. Frh. á bls. 15. K.R.R. K.S.Í. Islandsmótið í kvöld klukkan 8,00 keppa KR — Víkingur. Dómari: Guðmundur Sigurðsson. Allt af eykst spenningurinn. — Komið og sjáið spennandi leik. Mótanefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.