Morgunblaðið - 13.02.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.02.1954, Blaðsíða 12
 5 12 MORGUPiBLAEiÐ Laugardagur i3. íebr. 1954 Þau voru að sleikja kjöfboílur ÞAÐ vildi til í Aabenraa fyrir skömmu, að hringt var í slökkvi- liðið og það beðið að fara til Blegen, en þar væri kviknað í húsi hjá gömlum hjónum og væri áreiðanlega um mikinn eld að ræða. Slökkviliðið t/’á skjótt við og fór með brunastiga Og mik- inn annan útbúnað til hússins sem var algjörlega hulið þykk- um reykjarmekki. Slökkviliðs- mennirnir brunuðu inn í húsið með miklum fyrirgan,\i, og þreif- uðu sig áfram í reyknum. Ekki fundu þeir samt sem áður neinn eld lausan, en í eldhúsinu rák- ust þeir á steikarapönnu með viðbrendum kjötbollum, sem gömlu hjónin höfðu gleymt að taka af eldavélinni. Slökkviliðs- mennirnir tóku kjötbollurnar af vélinni og héldu síðan heimleiðis. — Kvennasíða Framh. af bls. 7. Skerið fleskið og kartöflurnar í teninga. Steikið fleskið ljóst á pönnu og síðan kartöflurnar líka. Setjið það í eldfast mót og hellið yfir eggjum og mjólkinni, sem hefir verið þeytt saman. Bakað um stund í ofni eða þar til það er fallega gulbrúnt. FYLLTAR, BAKAÐAR KARTÖFLUR 12 stórar kartöflur (ca. 2 kg.) 60 gr. smjör 100 gr. rifinn ostur 1 egg salt, sykur, múskat (ef vill). Bakið kartöflurnar í ofni, þar til þær eru mátulega meyrar. Kljúfið þær síðan langs. Skafið þá innan úr kartöflunum með skeið, hrærið saman við það Smjörinu og kryddinu, blandið egginu og ostinum saman við. Ef deygið er nokkuð þykkt, má hræra saman við það rjóma eða mjólk. Fyllið kartöfluskálarnar með þessari hræru, smyrjið að ofan með svolitlu smjöri og bak- ið áfram í ofninum þar til það er gulbrúnt. SÍLDAR-KARTÖFLUSALAT 250 gr. hreinsuð afvötnuð síld 250 gr. soðnar kartöflur 250 gr. rauðrófur 250 gr. epli 1 dl. rjómi edik, salt og pipar eftir smekk. Skerið síldina, eplin, rauðróf- urnar og kartöflurnar í teninga. Blandið rjómanum í og kryddið. Fallegar hendur þurfa sér- lega góða hirðingu. — Séu hendumar blá-rauðar, gróf ar og þurrar, er bezta ráð- ið, í hvert sinn þegar hend- urnar eru þvegnar, að nota Rósól-Glycerin. Núið því vel ins í hörundið. Rósól-Glyce- rin hefur þann eiginleika, að húðin drekkur það í sig og við það mýkist kún. Rós- ól-Glyeerin fitar ekki og er því þægilegt í notkun. Mikil- vægt er að nota það eftir hvern handþvott, við það verða hendurnar hvítar, húð in mjúk og falleg. Er einnig gott eftir rakstur. Rósól-GIvcerÍT» Framh. af bls. 2. rnundar Falk, sem um leið kom fram á stjórnpall. — En þá var svo komið, að árekstur milli skip anna var óumflýjanlegur, en Guð mundur kvaðst hafa gripið stýrið snúið því eins og frekast var unnt til stjórnborða, ef vera mætti að Rifsnes rynni aftur með Gissuri hvíta í stað þess að koma beint á hann og hafði báturinn verið far- inn að snúast lítið eitt er skipin skullu saman. BJARGAÐI LÍFI VÉLSTJÓRANS Þessu næst kom fyrir réttinn fyrsti stýrimaður á Gissuri hvíta, en ekkert sérstakt kom fram við framburð hans. Þá kom fyrsti vélstjórinn á bátnum. — Af framburði hans kom í ljós að það mun hafa bjargað lífi hans, að er árekstur- inn varð, var hann á þiljum uppi. Því stefni Rifsness gekk inn í vélarúmið. — Hafði vélstjórinn verið á þiljum uppi tvær til þrjár mín., við að þvo dregill. Vél- stjórinn kvaðst ekki hafa orðið verulega var við stefnubreytingu þá, sem skipstjórinn á Rifsnesinu getur um í skýrslu sinni. AFTUR Á FIMMTUDAG Umræddur matsveinn á Gissuri I hvíta kom ekki fyrir Sjóréttinn í gær. en Bjarni Bjarnason for- seti dómsins boðaði að málið yrði tekið fyrir til framhalds rann- sóknar á fimmtudaginn kemur, en þá verður Rifsnes komið aftur úr róðri þeim, sem það fór í, þegar að loknum réttarhöldum í gær. X—□—X Vélskipið Gissur hvíti var vá- tryggt hjá Samvinnutryggingum fyrir 1.2 milljón krónur og var sú trygging aðeins 11 daga gömul. — Sjómannafélagið Framh. af bls. 11. máli. Þar eru í gildi nýgerðir samningar, verulega bættir frá því sem var, enda hefur nú geng- ið mun betur að fá menn til starfa á bátana en undanfarið, þótt vegna talsverðrar fjölgunar á bátum vanti nokkuð á að hægt sé að fullskipa þá íslenzkum mönnum, nú í byrjun vertíðar. Með hliðsjón af þessu mun stjórn félagsins láta átölulaust þótt færeyskir sjómenn verði ráðnir að einhverju litlu leyti á bátana, þótt hún sé hinsvegar sannfærð um að úr muni rætast um menn, þegar fram á kæmi, en þá gæti verulegur hluti vertíðar vei-ið liðinn hjá. Skemmtifundí heldur KVENFÉLAG og BRÆÐRAFÉLAG LAUGAR- NESSÓKNAR, sunnudaginn 14. febrúar kl. 8,30 í Borg- artúni 7 uppi. — Félagsvist og dans. NEFNDIN ORATOR FÉLAG LAGANEMA HÁSKÓLANUM HELDUR ÁR8HÁTÍÐ þriðjudaginn 16. febrúar. DAGSKRÁ: Kl. 10,15 í Háskólanum: Ávarp frá Orator. Erindi: Próf. Ólafur Lárusson. Kl. 19,00 í ÞjóSIeikhússkjallaranum: Borðhald með fjölbreyttri skemmtiskrá Dansað til klukkan 2 — Samkvæmisklæðnaður. — Aðgöngumiðar að kvöldskemmtuninni seldir í Háskólanum á laugardag, mánudag og þriðjudag frá kl. 11—12 og hjá Bókaverzlun S. Eymundsson á laugardag frá kl. 15—16 og á mánudag frá kl. 16—18. Hátíð þessi er fyrir laganema, lögfræðinga og gesti þeirra. Fjölmennið — Skemmtið ykkur STJÓRN ORATORS S. A. R. DANSLIIK6R í Iðnó í kvöld klukkan 9. HAUKUR MORTHENS syngur með hljómsveitinni. Aðgöngumiðar seldir í dag í Iðnó frá kl. 5. — Sími 3191 - /*L 102. DANSLEIKtJR í kvöld klukkan 9. Hljómsveit Magnúsar Randrup Aðgöngumiðar seldir frá kl 8. — Sími 5911. Dansleikur Almennan dansleik heldur Félag verkfræðinema í Brcið- firðingabúð í kvöld kl. 9. Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar leikur. Aðgöngumiðar seldir á sama stað frá kl. 7. VETRARGARÐURINN VETRARGARÐURINN DANSLEIKUR £ Vetrargarðinum í kvöld kl 9. Aðgöngumiðasala frá kl. 3—4 — Sími 6710. V. G. DANSÆFIIMG Loftskeytaskólinn heldur dansæfingu í Edduhúsinu j í kvöld klukkan 9. — Góð hljómsveit. ■ ■ Skemmtinefndin. * TONLISTARFELAGIÐ Hljgknsveiff bandaríska flucphersins Stjórnandi GEORGE S. HOWARD, offursti Síðustu tónleikar n. k. miðvikudag klukkan 4 síðdegis. NÝ EFNISSKRÁ MARKÚ8 F/ftlr Eð Dodd ffNJ I'M GOIWS TO 8EFER THIS TO A COMMlTTFFl 1) — Eg ætla að vísa þessu til nefndar. — Fundarstjóri, ég mótmæli því. Við skulum hlíða á drenginn og ræða þetta hér. 2) — Þú átt við skógarsvæðið hans gamla Vilhjálms, drengur minn. — Já, herra. 3) — Og hver segirðu að það sé, sem ætlar að taka svæðið til eigin afnota? 4) — Það er van Horn hérna. « QUU l< •»» * UO » ■ lÚMUMMUlÚ »»■■*■ au

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.