Morgunblaðið - 16.04.1953, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.04.1953, Blaðsíða 10
10 M O K U I’ * « L 4 fM *> Fimmtudagur 16. apríl 1953 SYSTIRIIM SKÁLDSAGA EFTIR MAYSIE GRIEG Framhaldssagan 51 ar. Fyrir henni var alltaf eitt- hvað nýtt að gerast svo hún tók ekki eftir slíku. Sambandið á milli hennar og Jacks var að verða eins náið og það hafði verið fyrir nokkrum mánuðum. Þau dönsuðu saman stundum niðri í reykingarsalnum, stundum uppi á þilfarinu, þar sem tunglið varpaði daufri birtunni yfir þau. Þau voru að nálgast suðlsegari höf. Dagarnir voru heitir og sólin steikjandi. Á daginn lágu þau í stólum á þilfarinu eða syntu í litlu lauginni sem sett hafði verið upp. Á næturna var líka allt of heitt, og stjörnurnar á himninum voru allt of skærar. ,.Þetta er dásamlegt:‘, tautaði Alice kvöld nokkurt, þar sem þau stóðu við handriðið uppi á bátaþilfarinu. ,.Hitinn, stjörn- urnar og tunglið .... það er eins og við værum að sigla inn í himnaríki“. „Við erum í himnaríki“, sagði hann. „Það er eins og himnaríki að vera með þér, Alice. Alveg eins dásamlegt eins og þegar við kynntumst fyrst. Hvað kom fyrir okkur, Alice. Það var eins og við týndum hvort öðru“. „Við skulum ekki tala um það, Jack“, sagði hún. „Mig langar ekki til að tala um það“. Hann dró hana nær sér. „Ég vil aðeins tala um líðandi gtund .... þessi kvöld með þér“. „Finnst þér þú ekki gerast sekur um órétt“, spurði hún lágt. „Finnst þér?“ Hún hrissti höfuðið og flutti sig svolítið fjær honum. „Nei, Jack. Eiginlega ætti mér að finnast það, en mér finnst það ekki. Ég hlýt að vera svona illa innrætt". Hann kom nær henni aftur og tók um axlir hennar, „Þú gætir aldrei verið illa innrætt. Láttu þér ekki detta það í hug“. „Ég gæti það“, sagði hún. „Einu sinni datt mér ekki í hug að ég gæti gert það, sem mér finnst ég vel geta gert núna. Þú ert giftur systur minni, og ég ætti að muna það alltaf. í stað þess umgengst ég þig allt of mikið, ég daðra jafnvel við þig ...“ „Þú veizt sjálf að þú segir tóma vitleysu núna“, sagði hann og hló. „Þú ert eins og engill af himni sendur, og þú gætir aldrei gert nokkrum mein. Ég vii heldur ekki gera neinum mein. Þú veizt hvern ég á við, Alice“. En hann hafði tekið hana í fang sér og kyssti hana. „Þú ert dásamleg", sagði hann. Svo horfði hann á hana og hélt áfram stamandi: „Ég skil ekki hvað kom yfir mig .... Alice, fyrirgefðu, en ég get ekki iðrast samt .... Ég held að ég ætti að fara niður“. Hann tók um hönd hennar og kyssti hana. Svo hvarf hann nið- ur stigann. Hún hallaði sér fram á handriðið. Andardráttur henn- ar var ör. Jack hafði kysst hana eins og hana hafði einu sinni dreymt um að hann ætti að kyssa hana. Hávaxinn maður kom í áttina til hennar í rökkrinu, Hvítt skyrtubrjóst lýsti í tunglskininu. Hann var alvarlegur á svipinn. „Ég bjóst ekki við að hitta þig eina, Alice“, sagði hann. „Jack fór niður fyrir nokkrum mínútum“. Hann svaraði því engu, en hall- aði sér upp að handriðinu við hlið hennar, tók sígarettu úr veski sínu og bauð henni. „Undarlegt hve stillt er í kvöld“, sagði hann. „Það er eins og skipið hreifist varla. Loks hefur maður tilfinninguna af því að við séum komin á hitabeltis- svæði. Við komum í land eftir nokkra daga. Hlakkar þú til“. „Nei, það held ég ekki“, sagði hún. „Ég hef notið svo vel sjó- ferðárinnar. Hún hefur verið svo ólík öllu, sem ég hef áður þekkt“. „Um leið og við komum í land, fer ég með mína leiðangursmenn inn í landið“, sagði hann. „Við verðum þar í nokkrar vikur. Kvenfólkið verður um kyrrt í Port-au-Prince. Hvernig fellur þér við samfefðakonurnar?" „Ágætlega“, sagði hún, „en ég hef ekki umgengist þær mikið“. Hann lyfti annarri augabrún- inni og leit á eldinn í sígarett- unni. „Nei, ég hef tekið eftir því“. Hún leit snögglega á hann. — Hún skildi ekki hvað fólst bak við orð hans. Hann hélt áfram: „Mágur þinn og þú virðist vera góðir vinir“. „Auðvitað“, sagði hún, en hún var fegin myrkrinu. „Ég .... ég vildi helzt ekki tala um þennan vinskap þinn við Ashburn“, sagði hann. „Raunar kemur mér slíkt ekkert við, en heldur þú að það sé viturlegt að sjást svo mikið með honum? Ég á ekki bara við vegna söguburð- arins, heldur líka þín vegna“. Það varð löng vandræðaleg þögn. Hún fann að henni hitnaði í framan og svo varð henni kalt. Hún sárskammaðist sín. „Nei, það er auðvitað ekki vit- urlegt“, sagði hún lágt. „Mér datt ekki í hug að það gæti kom- ið af stað söguburði". „Það er ekki nema eðlilegt að þið njótið þess að vera saman“, sagði hann. „Þið eigið svo margt sameiginlegt og þið eruð bæði ung“. Rödd hans var hranaleg. Þau voru bæði ung. Var það þess vegna, sem hann var afbrýðissam ur? Hann hafði álitið að hann talaði við hana sem eldri vinur. En þegar hann leit á hana þar sem hún stóð við hlið hans, grönn og beinvaxin, í hvítum kvöldkjólnum, langaði hann mest til að taka hana í fang sér og kyssa varir hennar. Hann hélt sér þó í skefjum, en hönd hans titraði þegar hann tók um sígarettuna. „Ekkert er verra en gamlir menn, sem haga sér eins og fífl“, hugsaði hann. „Ég vona að ég hafi ekki kom- ið þér úr jafnvægi“, sagði hann. „Það var vingjarnlegt af þér að benda mér á þetta“, sagði hún. J Hún reyndi að forðast Jack: þessa síðustu daga áður en þau komu til Haiti. Hún reyndi að vera ekki ein með honum. J „Ertu reið við mig, Alice“, spurði hann einu sinni, þegar hann hitti hana á þilfarinu. „Nei, ég er ekki reið“, sagði hún. „Ég .... mér datt í hug að það væri réttara að ég reyndi að kynnast betur hinum farþegun- um“. „Ég skil“, sagði hann. „Orðin leið á mér?“ „Nei“, sagði hún og hristi höf- uðið. Hún gat ekki sagt honum að Bruce lávarður hefði talað við hana. „Ég naut þess svo að vera með þér“, sagði hann. „En svo er eins og þú hafir breytzt“. „Ég hef ekki brevtzt“. „Hvað er það þá, Alice? Ætlar þú að taka upp nýja siði?“ Hún leit niður. „Ef til vill“. Hann horfði í augu hennar, en hún leit undan. Roðinn þaut fram í kinnar henni. Þetta var ekki hægt .... og þó. Átti Jan- ice nokkuð betra skilið af henni? Hún hafði varað Janice við og ' sagt að þetta gæti komið fyrir og Janice hafði bara hlegið og ! skorað á hana að taka hann frá henni. □ □ □ Kvöldið áður en skipið lagðist að bryggju, lá það við akkeri úti á höfninni við Port-au-Prince. Það var dimmt en fjöllin virtust rísa beint upp úr sjónum. Tungl- ið hafði horfið á bak við ský, svo að skuggi féll yfir eyna. Alice minntist sagnanna sem Derek hafði sagt henni frá. Hún sneri DRENGURINN, * J J SEM KUNNI FUGLAMÁL Spönsk þjóðsaga 3 „Jæja, Piarres, sonur minn. Eins og þú sagðir, þá notaðir þú tímann í skólanum til þess að læra fuglamál í stað þess að læra að lesa og skrifa. Nú skulum við sjá hvort þú hefur sagt satt frá. Segðu mér nú hvað fuglinn segir,“ sagði faðir hans. „Ég skil vel hvað fuglinn segir," svaraði Piarres- „Hann segir, að þótt þú hafir nú yfirhöndina — getir skipað mér í fyrir verkum — þá muni sá dagur koma, að ég verði yfir- drottnari þinn.“ Þegar skipstjórinn heyrði þessi ummæli sonar síns, varð hann ofsareiður. Hann lét sækja tóma tunnu. Síðan setti hann drenginn í hana og lokið yfir. Að svo búnu lyfti hann tunnunni upp á borðstokkinn og henti henni í hafið. „Þessa refsingu færðu, ófétið þitt, fyrir að ljúga að föður þínum. Óþakkláti ormurinn þinn,“ hrópaði faðir Piarres, þegar tunnan var komin í sjóinn. Karlinn var ofsareiður. En í tunnunni lá Piarres, og honum leið langt frá því vel, því að tunnan kastaðist til í sjónum af miklum krafti. — Eftir langan tíma skolaði tunnunni upp á strönd nokkra. Piarres gat eftir mikið erfiði spyrnt botninum úr tunnunni og síðan svipaðist hann um, hvort hann sæi ekki einhvers staðar mannabústaði. En hvergi gat hann komið auga á hús. Hann var orðinn dauðþreyttur og fór því að svipast um fcftir vatni. — Ekki hafði hann gengið lengi, þar til er hann kom að læk, þar sem hann svalaði þorstanum. Þegar hann hafði drukkið nægju sína, hélt hann göngu sinni áfram. t Þegar komið var kvöld, var hann orðinn mjög þreyttur. Hann skreið inn í hellisskúta og sofnaði um leið og hann, lagðist út af. Næsta morgun vaknaði hann eldsnemma og hélt áfram göngu sinni. Þegar hann hafði gengið nokkurn spöl, sá hann álengdar hóp ríðandi manna. Og var einn þeirra glæsilegastur og fagurlegast búinn. — Þetta var sem sé kóngurinn í landi því, sem Piarres hafði skolað upp á. Hafnarfjorður! Hús óskast Hef kaupanda að litlu ein- býlishúsi í Hafnarfirði eða sérstakri íbúð. Árni Gunnlaugsson lögfr. Austurgötu 28, sími 9730 kl. 11—12 og 4—6. — Heima 9270. — 1 herb. og eldhús til lcigu í kjallara, innan Hringbrautar. Stór inn- byggður skápur, en engin önnur geymsla. Snyrt'klefi raeð steypibaði. Ekkert Jjvottahús. Einhver húshjálp áskQin. Tilboð merkt: — „Reglusemi — 712“, sendist* blaðinu fyrir sunnudag. I.S.I. I.B.R. ísiandsiótinu í körfnknattleik lýkur að Hálogalandi í kvöld klukkan 8. Mfl. karla: Qosi — Í.S. Mfl. karla: ÍR — Í.K.F. (úrslit). Mfl. kvenna: Ármann — Í.R. Þá leika: S| Mótanefnd. í Pappírspokar 1— 2 — 3 — 4 — 5kg. nýkomnir. Í3rynfólýóóon ~J*\v varan HANDSÁPA Höfum fyrirliggjandi ágæta tegund ■J af handsápu sem við seljum á ■ sérlega lágu verði. ■ ■ ■ Jicfcfert ^JCrlstjáf ióJon Cs? (Jo. h.f. \ mm) ■ ■1 við Njálsgötn Járnvarið timburhús, hæð og rishæð á steinkjallara, ásamt eignarlóð, til sölu. — í kjallara er þriggja herbergja íbúð, þvottahús og geymsla. — Á hæðinni er 3ja herbergja íbúð og í rishæð 3 herbergi. Vegna brottflutnings eiganda úr bænum, selst húseignin fyrir kr. 185 þúsund. Til greina komur að taka tveggja og hálfs til þriggja tonna vöru- bifreið upp í. Nýja fasteignasalan Bankastræti 7, sími 1518 og kl. 7J10—8,30 e. h. 81546 Nýkomin frönsk sumarkjólaefni Glæsilegt úrval MARKAÐURINN Bankastræti 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.