Morgunblaðið - 17.10.1950, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.10.1950, Blaðsíða 7
I Þriðjudagur 17. okt. 1950 MORGVXBLAÐIÐ 7 Kristmann Guðmundsson skrifar um - BÓKH Saga mannsandans. III. Hellas. Eftir Ágúst H. Bjarnason. Hlaðbúð. DR. Agúst H. Bjarnason hefur nú gefið út þriðja bindi af menningarsögu sinni og fjallar það um Hellas, frá elstu timum, kringum 3500 f. kr. og allt fram Itndir Krists fæðingu. Er þarna geysi mikill fróð- leikur haglega saman dreginn ©g bókin auk þess skemmtileg eflestrar. Það er erfitt verk að veita svo yfirgripsmikla fræðslu í jafn stuttu máli, en höf. er einkar vel lagið að rita fyrir almenning og „Hellas“ er hreinasta gullnáma fyrir fróð- leiksfúsa lesendur, er fátt vita ttm þetta efni. Mun hin nýja og endurbætta útgáfa sæta ekki lakari móttökum en hin fyrri, Eem á sínum tíma- var lesin upp til agna! Verkið hefst á stuttri land- kynningu, eða lýsingu Grikk- lands, en síðan er gerð nokk- ur grein fyrir uppruna hinnar grísku menningar og reynt að rekja rætur hennar aftur í forneskju. Þá er sagt frá þjóð- fluttningunum til Grikklands og landnámi þar, rakinn upp- runi og þróun borgríkjanna um þrjú hundruð ára skeið, lýst blómaöld og hnignunar, frá 500 til’ 338 f. Kr. og loks hellen- istisku öldinni fram til 30 fyrir Krists fæðingu. Er hjer stiklað á stóru, en gefið skírt yfirlit Og nú er höf. kominn að aðal- efni bókarinnar, en það er að lýsa trúarbrögðum, listum. menntun, þeimspeki og vís- indum Grikkja. Gerist frá- sögnin nú fjörlegri og fer víða á kostum, einkum í köflunum um Sókrates, Platon, Epikurea og Stóumenn. — Vera má, að þeir, sem þegar hafa myndað sjer ákveðnar skoðanir t. d. um speki Platons, langi til að gera einhverjar athugasemdir við túlkun doktorsins. En enginn mun neita því, að höf. hefur tekist að skapa skírt og glæsi- legt yfirlit yfir gríska menn- ingu. Hann er ekki aðeins lærð ur maður, heldur einnig þjálf- aður rithöfundur, er kann svo vel að fara með erfitt efni, að það hlýtur að vekja virðingu lesandans. Bókinni fylgia 52 ágætar myndir, af byggingum og lista verkurn fornaldar. Erágangur allur er góður og smekklegur. „Leiðin lá til Vesturheims,, Eftir Svein Auðunn Sveins son. Keilisútgáfan. MEÐ þessari skáldsögu- er nýr og athyglisverður höfundur kominn fram á sjónarsviðið. Hann hefur valið sjer örðugt viðfangsefni og leyst það vel af hendi, einltum þegar þess or gætt, að þetta mun vera fyrsta bók hans. Hann mun þó hafa talsverða æfingu í að rita og má sjá þess merki í bók- inni. Sveinn Auðunn Sveins- son er dulnefm og skulu hjer ekki hafðár i;npi v^inar get- gátur um hver maðtirinn er. En vel ■ -ti hann hafa fengist eitthvað’ við blaðamennsku og kennshi, og efl «t hefir hann skrifað nolt'fcuð mi’-ið, áður en þetta ’erkr var hafið, sennilega mestme :ns smásögur? Saga ;'-''’?i gerist á einum- vetri, við amerískan háskóla. Aðalpersónan, Álfur Eyleifsson, kemur þangað heiman frá Is- landi, eftir að kona, sem elsk- aði hann, hefur drýgt sjálfs- morð. Leggst sá viðburður, að vonum, þungt á sinni hans og hann hefur heitið sjálfum sjer því, að láta ekki framar neinn kvennmann ná tangarhaldi á sjer. Ekki líður þó á löngu áð- ur en hann hrífst af dóttur eins kennarans. Hún nefnist Vera Lankin og lýsingin á henni er mjög lífræn. Mjer þykir lík- legt að flestir lesendur bók- arinnar minnist hennar lengst af öllum persónunum. Margar persónur koma við sögu. Mikið ber á tveimur flóttamönnum frá Evrópu; — sagan gerist í síðari heims- styrjöldinni. — Annar er Pól- verji, ágæt mannlýsing, vönduð og lifandi. Hinn er gyðingur og er ekki jafn góður persónu- gerfingur, þótt margt sje frá honum sagt. Eiginlega er hann þjáning aðalpersónunnar, holdi klædd, og er sú aðferð ekki ilia tilfundin, — hún minnir á vissa tegund hljómlistar. En reyndari rithöfundur hefði þó ef til vill soðið gyðinginn sam- an við aðalpersónuna, eða gert úr honum sjálfstæða sögu? Eins og þarna er í pottinn búið, verð ur júðinn og harmur hans full- þung byrði í byggingu sögunn- ar, svo.að stundum liggur við slagsíðu, þótt ýmislegt sje ann- ars vel um hann. I sögu þessari. er áhersla lögð á sálfræðilega rannsökun persónanna. Er hún víða svo vel af hendi leyst, að telja verð ur sálarlífslýsingarnar höfuð- kost bókarinnar, enda þótt fleira sje gott og sumt ágætt. Höf. er skapandi skáld og á þá gáfu að geta samræmt ytri og innri gerð persóna sinna. Hann kann einnig þá örðugu list, að láta þær þróast með at- burðunum. án þess að lesand- inn verði var við að hann stjórni þeim. Hann vinnur sam- viskusamlega og stiklar ekki á dramatískum punktum. Stund- um er hann nokkuð langorður og margorður, sem vandi er ungra höfunda, en hvergi leið- inlegur. Frásögnin leiftrar og lifir. Málið er oftast allgott, bregður þó fyrir klaufalegum setningum á stöku stað. Merkustu þættir bókarinnar eru sálfræðilega þróun aðal- persónunnar og Jýsing - Veru Lankin. Hvort tveggja er af- rek, sem hlýtur að vekja að- dáun allra unnenda góðra bók- mennta. Auk þess er fjöldi ágætra atvikalýsinga og nokkr ar bráðlifandi aukapersónur. Byggingin er mjög ’ sæmileg, þátt nokkuð skorti á að fyrr- nefndur gyðingur sje nógu vel settur inn í umgerðina. En sá galli er naumast umtalsverður, því hann hefur sína kosti! Sag- an er athygTisverður viðburð- ur í bókmenntaheimi okkar. Við höfum nýjan rit- höfund sem er líklegur tií að gera st*ra hluti og hei'ur þeg- ar farið : vo vel af stað; að framhiá honum verður ekki gengið. ,.Dauðar s.iHr“. Eftlr Niko- laj Gogol. Magnús Magnú són íslenskaði. ^rfgr.feÉ. ÞÁ er hessi iVsega káldsaga Gogols komin á íslensku og er það ekki vonum fyrr. Hún hef- ur fyrir löngu verið þýdd á öll menningarmál heims og alstað- ar verið vel tekið, að vonum. Gogol var rússneskt skáld, fæddur 1808, í Ukraínu. Hann vakti þegar á unga aldri mikla athygli og aðdáun fyrir sögur frá æskustöðvum sínum. Síðan samdi hann leikrit er einnig var vel tekið. — En mesta og ; þekktasta skáldverk hans er „Dauðar sálir“ — og er sagt að Púskín hafi gefið honum hug mync^na að því. — Sagan átti að vera í þremur þáttum. en Gogol gaf aldrei út nema þann fyrsta og vel má vera að það sje happ, bæði skáld inu og lesendum þess. Síðustu ár æfi sinnar var Gogol þung- lyndur og truflaður á geði með köflum. Brendi hann þá öll handrit sín. þar á meðal annað bindi af „Dauðum sálum“, og verður því ekki vitað neitt um framhaldið. En sagan er sjálf- stætt verk, í sinni núverandi mynd, og ekki hægt að sjá að framhald af henni hefði bætt nokkru við ágæti hennar. Magnús Magnússon hefur margt gert betur en þessa þýð- ingu, sem er sæmileg á sprett- um, en fjarska misjöfn. Hún er sennilega gerð eftir norsku út- Etáfunni, sem er talin ágæt, en þýðandi hefur ekki vandað verkið sem skyldi. Prentvillur eru og margar í bókinni, en útgáfan að öðru leiti hin snotr- asta. Sagan er frá tímum bænda- ánauðarinnar í Rússlandi, en fullvaxnir og vinnufærir menn, meðal bændanna, voru kallað- ir „sálir“. Urðu jarðeigendur að greiða skatt tíl krúnunnar af hverri „sál“ — og eins þótt hún hrykki upp af. Fjekkst ekki leiðrjetting á því fyrri en við næstu endurskoðun, af hálfu hins opinbera, en þessar endurskoðanir munu hafa far- ið fram á tíu ára fresti. Voru bví dauðu „sálirnar“ lifandi á Dannírnum, skattskyldar — og veðhæfar, þar til þær voru loks úrskurðaðar dauðar af vfirvöld unum, við næstu endurskoð- un. Þetta sleifarlag notar sjer braskari nokkur, í sögunni. Hann kemur í afskekt hjerað og falar þar allar dauðar „sál- ir“ til kaups. Hann kann vel að snúa snældu sinni og verð- ur honum gott til fnga. Sagan fjallar um samskifti hans við heldri menn hjeraðsins og er beim lýst af glitrandi kýmni og eitruðu háði. Jafnframt eru mannlýsingarnar flestar bráð- lifandi og sumar ógleymanleg- ar. Bókin er hin rammasta á- deila, gerð af þunglyndislegu raunsæi. Undir keskninni og spriklandi gamanseminni er huneur straumur biturleika og bölsýni. En fyrst og fremst er '■agan mikið og gott skáldverk, °r hlýtur að verða minnisstætt hverjum lenanda, er hefur bók- menntaskyn. „UppfylHð jörifina'*. Eftir Jean Giom. Guðmundur Gíslason Hagalin þýddi. Helgahll. JEAN GIONO er mjög aðlað- andi skóM. Frásagnarmáti har." er r'eð Jur ák .fTega töfr- u di — hann er skygn á ieg- urð náttúrunnar og gleði hins hversdagslega lífs, og kann að lýsa hvorttvéggja þannig, að lesandinn fær fullkomna hlut- deild í skygni hans. Mál hans ber rnikinn keim af tungutaki almúgans í átthögum hans, en hann er uppalinn í sveitaþorpi 1 Provence í Suður-Frakklandi. Er örðugt að þýða bækur hans, svo vel sje. Bestar hafa þótt þýðingarnar á þýsku útgáfun- um og munu sumir, er lögðu út Giono á norðurlandamál, hafa stuðst við þær. Hagalín hefur tekist vel þýð- ingin úr norsku; nær hann ein- mitt talsverðum af þeim safa málsins, er auðkennir höf., meðál annars. En ilia kann undirritaður við íslenskanir á nöfnum manna og staða, í þess- ari bók, sem öðrum útlendum skáldsögum. Má vera að það sje hótfyndni mín, því þetta er alltítt í útleggingum erlendra bóka á íslensku og virðist falla í góða jörð. En mjer finnst það skemd, enda hæpið að þýðandi hafi leyfi til slíks. Sagan er ekki stórvægileg, en vel gerð og mjög skemmti- leg aflestrar. Jean GionO' hefur skrifað miklu betri bækur en þessa; þó fær lesandinn nokkra hugmynd um sjerkenni hans og frásagnartöfra í sögunni. Hún fjallar um einfalt og frum- stætt almúgafólk i franskri :sveit, harma þess og baráttu, ástir og æfintýri, — en eink- um samband þess við móður náttúru, moldina og gróður- inn. Bókin er hverjum manni holl lesning og á ekki síst erindi til þeirra, er nú flýja þúsund- um saman úr sveitum íslands á ömurlega möl Reykjavikur! „Ástin sigraði“. Eftir Graham Greene. Helgafell. EKKI er frá þvi sagt, hver þýtt hafi þessa bók og er skiljan- Teet, að sá hinn sami vilji ekki Táta nafns síns get.ið. Þýðingin er illa af hendi leyst, vægast sagt, málið ruglingslegt, stíll höfundar eyðilagður. Þetta er bví Ieiðinlegra sem sagan sjálf er allgóð, — á frummálinu. Graham Greene er ásætt skáld, enda talinn meðal fremstu rit- höfunda enskra, í sínum aldurs flokki. Hann hefur á síðari ár- um verið þýddur á flestar menningartungur og hlotið mikla aðdáun, jafnt lesenda sem ritdómara. Vera má þó, að hann sje ofmetinn nokkuð, en úr því mun síðar skorið. Aðalpersóna sögunnar er á flótta, þegar lesandinn kynn- ist honum. Ekki er það þó lög- reglan, sem hann óttast mest, heldur fielagar hans, er hann hefur svikið. Hann leitar hælis hiá ungri stúlku, í afskektu húsi í skóginum. Samskifti beirra og sálfræðileg lýsing aðalpersónunnar eru merkustu þættir bókarinnar. Margt er heldur ótrúlegt og æfintýra- kent í sögunni, og verða gallar hennar miklu meira áberandi í þýðingunni, sökum klaufalegs málfars og bullkendra setn; ngg. Á enskunni er allur annar biær yfir frásögninni. En spennandí er bokin, þrátt fyrir allt og örðugt að leggja hana frá sjer, fyrr en henni er lokið. „Ljóð“. Eftir Halldóru B. Bjömsson. Helgafell. ÞETTA er lítið kver, en eink- arlaglegt. Á siðari árum hafr* smákvæði -eftir frú Halldóm vakið eftirtekt í blöðum oy timaritum og eru þau flest í Dessari bók, — þó saknar und- irritaður þar eins eða tveggj» ljóða, sem hefðu prýtt kverið- Fegurst er kanski hið indælfv litla vögguljóð á fimmtu síðu; Litla barn með lokkinn bjarta, leggðu þig að mömmu hjarta, hún mun þerra þína brá. Seinna verður sorgin stærri og sárari — en tárin færri. Gott væri að mega gráta þá. Flest eru kvæðin söngvin smá Ijóð um hversdagslega hluti, vel kveðin, án mikilla tilþrifa, en með ferskum og hressancli blæ.---„Fyrst er allt frægast'* er nokkuð gott, sömuleiðia „Gekk jeg út í skóginn“. En „Augun þín“ er perla: r Jeg undi mjer við eldinn í augunum þínum. Brennt hef jeg á báli því barnagullum mínum. 1 Jeg þekki dökkva djúpið, sem dylja augun þín. Það er minnar gleði gröf, ar geymist sorgin mín“. ..Handan við hamrana gráa**, er fallegt söngljóð, „Ást“ vel gert og „Tregi“ mjög laglegt, eitt af þeim frumlegustu í bók-. inni: Nóttin helkyrr , að hástól þokar og húmið blástjarna augum lokar. Fölur, Ijósrauður logi brennur á leiði þínu, uns dagur rennur. „Hlógum við á heiði“: lag- legt. „Myndin“: sjerkennilegt og frumlegt. Við „Þokumynd- ir“ þyrfti að semja fallegt lag, þá nyti það sín fyrst, — og svo er um mörg af kvæðunum. Skáldkonan virðist hafa raulað þau fyrir munni sjer, ef til vill við sjálfgerð lög? — „Kaþólskt ljóð“ er gullfallegt, en ofur- lítið gallað, — með 'jvolítið meiri umhugsun og yfirlegu hefði skáldkouan vafalaust get- að gert úr því meistaraverk. En það mun nú samt lifa lengi. ..Órímað ljóð“ er og gott, frumlegt, fallegt. Það er síðasta kvæðið og lesandinn lokar bók- inni með þeirri ósk, að Hall- dóra B. Björnsson eigi eftir að yrkja og gefa út miklu meira — og vanda verkið sem best! iiiiiiiiiiitiMiMMiiiiimimiiiiiMiiiiii iii iii 111111111111 j Kaupi j | vel með farin karlmanna fatnað, | : gólftcppi, sauntavjelar o. fl. | I gagnlega muni. — Geri við § | og breyti allskonar karlmanna- | II fatnaði. * FATASALAN Lækjargötu 8 uppi, gengið inn I ] frá Skólabrú. Simi 5683. 3 (F LOFTVR GETVR Þ4B EKKM þA hverf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.