Morgunblaðið - 19.12.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.1948, Blaðsíða 6
6 -rnr-3 MORGUNfíLAÐIÐ Stmnudagur 19. des. 1948. Útg.: H.f. Árvakur,. Reykjavík. Framkv.stj. Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Tæpasta vaðið Á MEÐAN að Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu í rík- sijórn um innflutning nýrra atvinnutækja á árunum 1944— 1946 var því margoft lýst yfir af formanni flokksins, þá- verandi forsætisráðherra Ólafi Thors, að flokkurinn teldi að jafnhliða því, sem hin nýju tæki væru flutt inn yrði að tryggja rekstur þeirra og annara atvinnutækja landsmanna. Ólafur Thors lagði á það megináherslu að þótt dýrtíðin, hækkað kaupgjald og verðlag innlendra afurða, hefðu að vissu leyti dreift stríðsgróðanum, þá fælist geigvænleg hætta fyrir atvinnulíf þjóðarinnar í vaxandi verðbólgu. Is- lendingar yrðu þessvegna að vera viðbúnir því að ráðast gegn verðbólgunni og lækka rekstrarkostnað frnmleiðslu- tækjanna jafnskjótt og þeir sæju að atvinnulífið þyrfti á því að halda. Ef litast er um í íslensku þjóðlífi í dag getur engum blandast hugur um það að þessi stund er komin og það fyrir nokkru. En hvorki þing nje þjóð hefur áttað sig á því að þétta er þannig. Mikill meirihluti íslenskra stjórnmála- manna sjer það að vísu. En flokkaskipting á Alþingi og harðsnúin andstaða einstakra stjetta og hagsmunasamtaka þeirra torvelda raunhæfar aðgerðir. Frumvarp það, sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi um dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna, er að vísu tilraun til þess að styðja atvinnulífið. En hvorttveggja er að sumir þeir, er njóta góðs af á- kvæðum frumvarpsins, telja of skammt gengið, sem og hitt, að enn er ekki hafin gangan á þeirri braut, sem þó ein leiðir að markinu og má segja að þar eigi alhr sök á, bjóð jafnt sem þing. Enn snýst verðbólguhjólið og heldur áfram að grafa undan heilbrigðum atvinnurekstri og auka íhlutun ríkis- valdsins um allar athafnir þjóðarinnar. Sjálfstæðismenn munu ekki skorast undan sínum hluta ábyrgðarinnar á þessum ráðstöfunum. En eins og þeim var það ljóst þegar þeir tóku forystuna fyrir stórfeldri eflingu atvinnulífsins í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar, að framtíð þjóðarinnar var undir því komin að henni tækist að afla sjer nýrra og fullkomnari framleiðslutækja, eins er þeim það fulljóst nú að efnahagslegt öryggi hennar er háð því að hún hverfi til aukins raunhæfis um rekstur þeirra. Þess- vegna hika þeir ekki við að segja þjóðinni að hún verði að taka npp nýja stefnu ef hún vill njóta ávaxtanna af hinum þróttmiklu atvinnulífsframkvæmdum. ÚR DAGLEGA LÍFINU Forgansrjettur strætisvagna ÞAÐ eru margir, sem hafa bölvað strætisvögnunum hátt og í hljóði vegna þess, að vagn stjórarnir taki ekki tíllit til neins, steli rjetti af öðrum bíl- um og hagi sjer í einu orði sagt eins og þeir einir eigi göt- una og ráði yfir henni. Hvort, sem þetta er nú algengt, eða ekki, þá. er hitt rjett, að það fer mikið fyrir strætisvögnun- um í umferðinni, sem og eðli- legt er. " Vinur minn benti mjer á ráð til að bæta úr þessu og það ofur einfalt. Hann sagði: — Það þarf að veita strætisvögn- unum forgangsrjett í umferð- inni framyfir alla nema slökkvi liðsbíla eg lögreglu. Og hann rökstuddi þessa hug mynd sína nokkuð vel. Bifreiðar almcnnings ÞAÐ er mikilsvert, að strætis- vagnarnir komist leiðar sinnar óhindrað til þess að þeir geti haldið sína áætlun. Þetta eru farartæki almennings, sem ekki er svo lánsamur að eiga einkavagna til að leika sjer í. Þetta er ekki neitt luxusflakk, heldur nauðsyn, sem ekki er lengur hægt án að vera fyrir fjöldann; Það mætti ekki minna vera, en að almenningi yrði veitt þau forrjettindi, að strætis- vagnar fengju að fara óhindr- að um göturnar. Að sjálfsögðu verða vagnstjórarnir að fara eftir almennum umferðarregl- um, eins og aðrir bifreiðastjór ar. En ef tveir bílar mætast og annar er strætisvagn og báð ir hafa sama rjett til götunnar þá sje það gert að reglu, að strætisvagninn hafi forgangs- rjett. Því ekki það? Það er að minnsta kosti eins gott og raunar betra, en að þeir taki sjer þenna rjett sjálfir. Alveg eins gott að vita hvar maður hefur þá. • Erfiðleikar Selásbúa LANGT brjef, of langt til þess, aó kostur sje að birta það í heild, liggur hjerna hjá mjer frá Selásbúa. Hann kvartar sáran yfir því, að samgöngur almenningsvagna að Selási og frá sjeu ljelegar og það lje- legri, en viðunandi sje. Brjefritari segir, að fyrir sjer hafi farið eins og fleir- um, að hann hafi neyðst til að hörfa þangað upp eftir sökum húsnæðisskorts í sjálfúm bæn- um, en atvinnu sína stundi hann inni í borginni. Hann bendir á, að það fólk, sem býr á þessu svæði, en þar eru nær 70 íbúðarhús, geti ekki skropp ið í búð, eða farið á fund nema að eyða til þess heilum og hálfum dögum, eða kaupa sjer leigubíl fyrir 40—50 krónur. • Börnin eins og útigangshross VERST sje þó mannúðarleysið gagnvart börnunum, segir Sel ásbúi. Þau þurfa að sækja skóla í Laugarnes og ekki standi svo á, að öll börn á þessu svæði fari á sama tíma í skóla. Þau sjeu á ferðinni all- an daginn, stundum fótgang- andi og hágrátandi (Hvar er nú skólavagninn?). — Sje merkilegt, að ekki skuli vera hreyft við þessu ferðalagi barnanna um hávetur af hinu opinbera, eins og margir eru þó glöggskyggnir á auðnuleysi útigangshrossanna, og það með rjettu, en börnin virðast ekki hljóta betri aðhlynningu. Allt þetta megi bæta með því, að bæta einum vagni við Sogamýrarferðina á fyrsta og þriðja korteri og láta endastöð hans vera hjá trje- smíðastofunni á Selási. Vonandi að þeir, sem um málefni strætisvagnanna fjalla og þar um einhverju ráða, gefi þessum athugasemdum og umkvörtunum gaum og bæti úr svo framarlegá, sem nokkur föng eru á. • Jólasveinar einn og átta ÞÁ hafa jólasveinarnir loks gefið kost á sjer að fara með jólagjafir heim til fólks um jólin. Þeir hafa meira að segja verið svo lánsamir, að geta út- vegað sjer síma, en það er meira en flestir geta sagt nú til dags, því margir eru sambands lausir, þótt 200 númerum hafi verið bætt við sjálfvirku stöð- ina. Jólasveinar þessir hafa bíla til að skjótast með gjafir til fólks á jólunum og gera þeir ráð fyrir, að þeir, sem eru í erfiðleikum með að fá sendla noti sjer af þessari greiðvikni þeirra. Enda er það rjett, að þetta gæti orðið hin skemmtilegasta nýlunda og vafalaust nota margir sjer af henni. Þeir, sem ætla að nota sjer af þessari greiðvikni jólasveina þurfa aðeins að gæta þess, að hafa þá til á tilsettum tíma og merkja vel nafn viðtakanda og sendanda til að koma i veg fyrir vanskil. Lítið gagn af þeirri svínafæðu DR. Jón Sigurðsson, borgar- læknir, segir í tilefni af brjefi, sem birtist hjer í fyrradag um matarleyfar til svínafæðu, 'að þetta sje mjög hæpin hug- mynd. í áliti til bæjarstjórnar um sorphreinsunina í bænum gat borgarlæknir þess, á sín- um tíma,1 að það hafi verið reynt, að fá fólk í borgum t.d. í Svíþjóð og Danmörku til að safna sjerstaklega matarleyf- um í þessum sama tilgangi, en þessar tilraunir hafa yfirleitt mistekist. í fyrsta lagi fjekkst fólkið ekki almennt til að aðgreina matarleyfar frá sorpinu og þar sem það var gert sýndi það sig, að matarleyfaílátin urðu gróðrarstíur fyrir rottur, eða fugur að sumarlagi. Engin á- stæða sje til að ætla, að betra verði að fá Reykvíkinga til að safna matarleyfum sjerstak- lega, en borgara í öðrum Norð urlöndum. Þá fauk sú vonin um ódýrt svínafóður! MEÐAL ANNARA ORDA . . . miiiiiiui niiMi wi——TiiMmiiiiiiiii»T——nnrxi—nwniiiiiiiimiiniimrTr Aðalatriði þessa máls nú, er að þjóðin sjái það, á þeim ráðstöfunum, sem felast í hinni nýju dýrtíðarlöggjöf, að bog- inn hefur verið spenntur of hátt, að hann er að bresta. En það er ekki nóg að hún geri sjer það ljóst ef hún ekki vill sjálf taka afleiðingunum af því. íslendingar vinna aldrei bug á verðbólgunni i landi sínu ef þeir halda áfram að neita þátttöku í skynsamlegum ráðstöfunum til 'ækningar sjálfri meinsemdinni. En lækningin er sú, að lækka tilkostnað inn við framleiðsluna og skapa henni þar með samkeppnis- aðstöðu á mörkuðum okkar. Sú aðstaða skapast ekki hvað háa skatta og álögur, sem lagðar eru á þjóðina til þess að standa undir niðurgreiðslu verðlags og útflutningsuppbót- irm á sjávarafurðir. Þess lengur, sem sú braut er gengin, þess óhægra verður að snúa við til aukins raunsæis. Framsóknarflokkurinn hefur um langt skeið sagt íslend- ingum að hann einn allra flokka kynni ráð við verðbólg- unni. En þau bjargráð hafa ekki komið betur í Ijós eftir að ílokkurinn hóf þátttöku í ríkisstjórn en meðan hann var í stjórnarandstöðu. En hvað sem þeim líður, og raunar hefur enginn búist við ull úr geitarhúsi, þá er það auðsætt að við Islendingar höfum teflt á tæpasta vaðið í þessum málum og það er ekki nóg að nokkrir stjórnmálamenn sjáí það, án þess þó að geta snúist gegn hættunni. Þjóðin verður að skilja að hún verður sjálf að taka þátt í raunhæfum aðgerðum gegn verðbólgu og dýrtíð. Á með- ?.n hún ekki gerir það getur engin stefnubreyting orðið, Nægur jólamatur í Bretlaudi. Eftir Leslie Haynes, frjettaritara Reuters. LONDON — í fyrsta skipti frá ófriðarlokum hafa mat- vælaverslanir í Bretlandi næg an jólavarning. Gallinn er að- eins sá, að viðskiptavinirnir virðast í ár vera hálf hikandi við að eyða peningum sínum. Fulltrúar stærri verslana í London og öðrum borgum hafa undanfarna mánuði lagt á það megináherslu að safna til jól- anna ýmiskonar góðgæti, sem hörgull hefir verið á í Eng- landi undanfarin ár. Síðastlið- ið ár, þegar feykinógir pening- ar voru í umferð, hefðu versl- anirnar heldur ekki átt í nein- um vandræðum með að selja þennan varning. En í ár veldur það jólaversluninni erfiðleik- um, að það eru of litlir pening ar í boði fyrir of mikið af vör-, um, og verslánirnar hafá ýfir- leitt orðið að lækka verðlag sitt til þess að laða til síh kaup endurna. VARKÁRT MEÐ PENINGA FORSTJÓRI einnar þekktustu matvöruverslunarinnar í Lon- don orðar þetta þannig: „Fólk er varkárara núna með pen- ingana sína. Fyrir síðustu jól spurði það ekki einu sinni um verðið. í ár spyr það fyrst um verðið — og hugsar 'sig svo tvisvar um, áður en það ákveð ur að kaupa vöruna“. Sömu sögu er að segja frá úthverfum London, þar sem eigandi stórrar matvöruversl- unar sagði: „Viðskiptavinirnir eru mjög vandlátir þessi jól. Ef þeir sjá ekki nákvæmlega það, sem þeir vilja, kaupa þeir ekki neitt. í ár má heita að nóg sje til af öllu — nema pening- um“. • • • SKAMMTAÐ — ÓSKAMMTAÐ VÖRURNAR í verslunurium eru í tveim flokkum: skamtað ár vörur, sem eru undir vérð- lagseftirliti, og óskammtaðar vörur. sem sumar hverjar, en ekki nær allar, falla undir verð lagseftirlitið. Allir Bretar munu fá sam- svarandi skammt af skömmt- uðu vörunum, auk jólauppbæt is af sykri, sælgæti og tei, eins og John Strachey, matvælaráð herra, tilkynnti fyrir skömmu síðan. í ár fær hver breskur borg- ari tæplega hálft pund af sykri í aukaskammt (114 pund í fyrra); um 15 grömm af skömtuðu sælgæti (helmingi meir síðastliðið ár); og 25 gr. af tei (enginn auka-teskammt ur var veittur í fyrra). • • BESTU JÓLIN SÍÐAN 1939 ÞEGAR á allt er litið, ættu Bretar í ár að geta haldið betur upp á jólin en nokkru sinni áður síðan 1939. — Strachey matvæláráðherra og ráðunaut- ar hans virðast hafa tekið þá stefnu að gefa Bretum éins Frh. 4 bls. 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.