Morgunblaðið - 20.01.1948, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.01.1948, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 20. janúar 1948. MORGUTSBLAÐIÐ 5 Þjðiyiljinn og saltfisksölumáiin Fróðlepr háskóla-! iyrirleslur um vík- inga í LAUGARDAGSBLAÐI Þjóð- viljans er grein með stórri fyrir- sögn, er hljóðar svo: „Útvegs- mönnum í Vestmannaeyjum bann að að selja saltfiskbirgðir sínar“. Af því að fyrirsögn greinarinn- ar kemur vafalaust fleirum en mjer undarlega . fyrir sjónir, vil jeg með þessum fáu línum lýsa því yfir að ofannefnd fyrirsögn, og svo greinin öll, er algjörlega röng og tóm vitleysa, að öðru en einu einasta atriði, sem jeg mun síðar koma að. Efnislegt innihald greinarinnar er þetta: 1. Um 1000 smál. af fiski er ó selt í landinu. 2. Jóhann Þ. Jósefsson hefur bannað útvegsmönnum í Vest- mannaeyjum að selja þurfisk sinn. 3. Jóhann Þ. Jósefsson hefur veitt S. í. S. (Sambandinu) einko útflutningsleyfi á saltfiski og megi aðrir ekki gera tilraunir með sölu. 4. Fiskur sá, sem þurkaður hef- ur verið í Vestmannaeyjum, er 150 smál., og veitist eigendum örðugt að verja hann skemmdum. Eins og allir, sem vel þekkja til ,'fisksölumála íslendinga, vita, eru ofangreindir liðir allir rangir. — Hið rjetta í máli þessu er: 1. Allur harð-þurri fiskurinn er seldur og verður afskipaður til Ameríku innan fárra daga. Öllum öðrum þurkuðum fiski mun verða afskipað í þessum mánuði. Enn- fremur er all-mikið af óseldum og óverkuðum ufsa til í landinu. 2. Fisksölusamlag Vestmanna ■ eyinga hefur aldrei óskað eftir að selja sjálft umræddari þurrfisk, enda mjer vitanlega ekki getaS það. Að Jóhann Þ. Jósefsson hafi bannað þeim að selja fisk þerinan, veit jeg og Vestmannaeyingar þeir, sem fiskinn eiga, að er al- gjörlega rangt. 3. Sölusamband ísl. fiskfram • leiðenda hafði eitt löggildingu á síðastliðnu ári til að selja salt- 'fi'sk landsmanna eins og áður, en' það hefur heldur ekki neitað beiðni Vestmannaeyiriga um sölu á þurrfiski sínum, þar sem slik beiðni hefur aldrei verið fram borin. 4. Fiskur sá, er Vestmannaey- ingar eiga verkaðan, er ekki 150 tonn, eins og Þjóðviljinn segir, heldur allmikið meiri, og er það auðvitað kostnaðarsamt að halda fiski þessum sem öðrum frá skemdum. Hefur það verið stjórr. Fisksölusambandsins mesta á - byggjuefni frá því í haust, hversu langur tími fór í að koma hinurn þurrkaða fiski ámarkað. í þessu sambandi vil jeg benda á tvö mjög þýðingarmikil atriði, sem varpa nokkuð skýru ljósi á hina tvo aðila, ákærandann Þjóð- viljann og hinn ákærða Jóhann Þ. Jósefsson. Á jeg þar við stöðv- un þá, sem varð á útboðum og sölu íslensks saltfiskjar í allan fyrravetur, sem ölium fiskfram- leiðendum mun kunnugt, að átti rót sína að rekja til hinna fölsku vona, er aðal forustumenn Þjóð- viljans, sem þá rjeðu málum, höfðu gefið þjóðinni um því nær ótakmarkaða sölu í Rússlandi. — Þeir menn, sem voru svo ógæfu- samir að framleiða saltfisk síð- astliðinn vctur, munu nú þessa dagana, þfcgar þeir eru að gera upp reikninga sína, finna það hve .gífurlegu tjóni þeir urðu fyrir af þessum ástæðum. Það er ekkert 'launungarmál að fiskútboð voru ekki leyfð meðan á hinurn .opin- beru ríldssamningum stóð við Rússa, og eyddlst því til einskis hinn dýrmæti kaldi tími yetrar- ins til þpss að koma fiskinum á aðra markaði. Það er heldur ekk ert launungarmál, að komið var undir vor, þegar hið dýrkeypta nei loksins koiíi. Hitatíminn stóð fyrir dyrum í hinum öðrum mark aðslöndum vorum og útflutning- ur að mestu stöðvaður fram i september. Þarna urðu hinar glæstu vonir, er Þjóðviljinn gaf, síður en Svo Ve'stmannaeyingum nje öðrum fiskeigendum til hagsbóta. Þegar svo sýnt er orðið í hvaða óefrii er komið, er það einmitt Jóhann Þ. Jósefsson, sem biður Fisk- ábyrgðarnefnd og S.. í. F. að hvetja fiskeigendur til að verka nokkurn hluta fiskjar síns til þess að minka hina geysilegu áhættu, sem fylgdi því að geyma hann óverkaðan yfir allan hitatímann. Er þetta hið eina atriði, er Þjóð- viljinn fer rjett með. Síðan trygg- ir Jóhann Þ. Jósefsson, sem fjár- málaráðherra, fiskeigendum út- flutningsverð fyrir hinn þurrkaða fisk, sem var tilsvarandi saltfisks ábyrgðinni. Samtímis hóf hann forgöngu um sölu saltíiskjarins til allra hugsanlegra markaðslanda með þeim áhuga, að jeg fullyrði að enginn íslenskur ráðherra hvorki fyrr hje síðar,. hafi unnið daglega svo ósleitulega, sem liann hefur gert á síðastliðnu ári, að sölu fiskj arins. Sýndi það glöggt, að hann skildi vel þá hættu, er fiskurinn var í, ef sala hans drægist um of, svo og þá ábyrgð er hann sjálfur bar gagnvart ríkissjóði. Þá er það atriðið, sem einnig er vert að minna á —- þurrfisks- salan. Flestum er í fersku minm hverinig veðurfar var hjer síðast- liðið sumar. Ollu hinir stöðugu óþurkar því, að örlítill hluti fiskj arins náðist fullþurr, nokkuð 7/8 oð 3/4 þurt og sumt komst ekki svo langt að næði einni breiðslu. Spánn var því eina landið af hinum gömlu markaðslöndum, sem venjulega notaði þannig verk aðan flsk. Vonir þeirra manna,' sem til þektu, stóðu og einnig til þess, fram á síðari hluta sumars, að takast mætti að selja Sþán- verjum, en því miður varð ekki sú raun á. Hefur það valdið Is- lendingum miklum vonbrigðum að geta nú ekki, að nýju, sent nokkur hundruð smálestir af fiski til hins góða og gamla viðskipta- lands okkar ■—■ markaðslands sem löngum hafði verið lífæð íslensks sjávarútvegs. Skal pví Þjóðvilj- inn, og raunar aðrir íslendingar líka, nú spurðir að því, hvort þeir telji iíklegt, að afgreiðslubannið fræga, er-kommún'istar hjer settu á skip, er fluttu vörur til eða fra Spáni, hafi orðið, eða verði, að- stoð eða fyrirgreiðsla á sölu ís- lensks saltfisks til þessa lands. Þetta tvennt — saltfiskssalan til Rússlands og afgreiðslubann- ið á Spán — eru hvorttveggja svo stórir svartir blettir, að illa fer Þjóðviljanum að minnast á þessi mál í þeim tilgangi einum að sverta núverandi sjávarútvegs- málaráðherra. Jeg vil fullyrða, að Jóhann Þ. Jósefsson er ólíklegastur allra ís- lendinga til þess að vilja verða því valdandi, að fiskur útvegs manna seljist nú ekki, eða seljist seint og illa. Hann sem núverandi fjármálaráðherra á að standa fisk eigendum skil á tjóninu. Og þeg- ar því, svo auk þess er getið til, að hann sjerstaklega sitji yfir hag útvegsmanna í Vestmannaeyjum, ,þá finst rnjer auðsætt að árásar- efni Þjóðviljans sjeu mjög að þrotum komin. Kristján Einarsson. Tll áferaisess hafa boiisf ríim 52 þús. í SKÝRSLU þeirri, er Lands- samband ísl. útvegsmanna ljet Morgunblaðinu í tje og birt var i sunnudagsbl. hafði gieymst að geta síldarmagns þess er Akra- nesverksmiðjunni hafði borist að kvöldi 15. janúar. — Þangað höfðu þá borist 52.779 mál síldar. JON STEFFENSEN prófess- or flutti háskólafyrirlestur fyr- ir almenning í hátíðasal háskól ans á sunnudaginn eð var. — Fjallaði fyrirlesturinn um vík- inga og var hinn fróðlegasti. Húsfyllir var og klöppuðu á- heyrendur fyrirlesaranum lof í lófa. ísiand byggt af vestrænum víkingum. Steffensen prófessor hefir unnið að víðtækum beinarann- sóknum úndanfarin ár. Af rannsóknum sínum hefir hann komist að raun um, að á Vík- ingaöld voru tveir kynflokkar. víkinga, hver með sínum greini legu útlitseinkennum. Annan flokkinn nefndi fyrirlesarinn austræna víkinga^ þá sem heima áttu í Noregi og öðrum Norð- urlöndum og svo vestræna vík inga, þá sem voru á Bretlands- eyjum. Beiriarannsóknirnar sýna að ísland var byggt af vestrænu víkingunum. Mannlýsingar Heimskringlu og. Flateyjarbókar sannaðar. Fyrirlesarinn skýrði m. a. frá rannsóknum á beinum þeirra jarlanna og frændanna Magnús ar Erlendssonar Rögnvaldar Kolssonar. Eh bein- þeirra eru varðveitt í Kirkju hins heilaga Magnúsar í Kirkwall. Þessar rannsóknir sanna að lýsingar á þeim í sögunum eru rjettar og rjett er farið með frásögn af vígi Magnúsar helga. Er frá því skýrt í sögunum, að Magnús hafi verið veginn með því að honum var veittur á- verki á höfuð og sjest á haus- kúpu hans og svohefir vérið, Erægur flupiaður kemur hingað í flugvirki EINS OG skýrt var frá hjer í blaðinu fyrir helgina kom risa ■ flugvirki ameríska hersins til Keflavíkur á leið sinni til Þýska- lands. Flugvjel þessi er á hnatt- flugi. Hóíst flugið á Andrews- flugvelli við Washington og var flogið til Keflavíkur í einum á- fan|ta. Hjeðan fór vjelin til Eng - lands og síðan til Wiesbaden í Þýskalandi. Síðan verður flogið um Japan til Bandaríkjanna. — Búist er við tveimur risaflug- virkjum til Keflavikur núna í vikunni. Flugforingi í hnattfluginu er Hewitt T. Wheless ofursti, en hann er kunnur amerískur her- ílugmaður, þótt hann sje aðeins 33 ára. Hann tók þátt í orusíun- um um Japan, Philippseyjár og víðar á Kyrrahafi. Hann stjórn- aði loftárásunum á Japanséyjar 1945. Hefur hann hlotið mörg heiðursmerki fyrir frækiíega frammistöðu í styrjöldinni. öspsktir í Egypfefandi Cairo í gærkvöldi. TIL átaka kom milli stúdenta og lögreglu í dag, er þeir fyr nefndu fóru með óspektum um Cairo vegna deilumála Breta og Egypta um framtíðarstjórn Sudan. Nokkrar óeirðir urðu einnig í Alexandríu, og Var iiafður v’örð ur um háskólann þar og í höf- uðborginni. — Reuter. Frá Guðjóni Samúelssyni próf. , húsameistara ríkisins hefir blað- inu borist eftirf.arandi um bygg- ingaframkvæmdir á árinu, sem leið: A liðnu ári 1947, hafa bygg- ingaframkværpdir á vegum þess opinbera verið með allra mesta móti, þrátt fyrir vöntun á bygg- ingarefni og vinnukrafti. Byggingar þær, sem unnið var að á liðnu ári og uppdrættir gerð ir að, eru þessir: Sjúkrahús og tilheyrahdi byggingar: Kleppur. Viðbygging við geð- veikaraspítalann, rúmar.40 sjúk- linga, var fullgert 1946, en er nú að miklu leyti fullgert að innan, nema enn vantar í það öll hrein- lætistæki, en þeirra ér von á næst unni. 8 starfsfólkshús eru í smíð- um voru, eru nú fullgerð, þau rúma 24 manns, sumpart eins manns herbergi ög 2 herb. íbúðir með öllum þægindum. Vífilsstaðir. Hjúkrunarkvenna- hús fyrir 7 manns er fullgert. Bíla- og verkfærahús einnig full- gert. Ráðsmannshús ásamt íbúð- um fyrir yfirhjúkrunárkonu og yfirmatreiðslukonu gert fokhelt. Akranes. Sjúkranús fyrir 25 rúm er í smíðum, en ekki nærri lokið. Eyrarbakki. Lokið byggingu læknishúss. Akureyri. Nýtt spítalahús nærri fokhelt, rúmar fullgert 110 sjúklinga, auk annara maiðsyn- legra herbergja. Siglufjörður. Uppdrættir nær fullgerðir af sjúkrahúsi fyrir 32 sjúklinga, auk stárfsfólks og ann ara herbergja, var ekki enn haf- ið: Reykjavík. Fæðingadeild Landsspítalans, rúmar 54 sæng- urkonur. Gerðir frumuppdrættir að hjúkrunarkvennaskóla Landsspí- talans, er á að rúma 100 nem., auk húsnæðis fyrir skólann. Patreksfirði. Gerðir uppdrætt- ir að læknishúsi, en verk ekki hafið ennþá. Kópasker. Læknishús i smíð- um, fokhelt. Biskupssetur og prestsseturshús: Reykjavík. Húsið „Gimli“ breytt og endurbætt fyrir bisk- upssetur. Gerðir uppdrættir að prestsseturshúsi í Laugarnes- sókn. Hafin bygging orestsseturs húss í Hallgrímssókn, -slegið upp mótum fyrir 2. hæð. Fnjóskadal. PreStsseturshús að Hálsi, nærri fullgert. Fljótum. Presstseturshús að Barði, nól. fullgert. Hvanneyri. Prestsseturshús full gert. Desjamýri. Presseturshús full- gert utan, unnið inni. Breiðabólstað. Prestsseturshús fullgert utan, unnið inni. Miklabæ. Prestsseturshús full- gert utan, unnið inní. Kirkjur: Reykjavík. Hallgrímskirkja, undirkór fullgerður fyrir páska. Laugarneskirkja, verður full- gerð á þessu ári. Bessastaðir. Unnið að endur- bótum kirkjunnar, verður lokið i vetur. Mentaskólar: Akureyri. Heimavistarhús fyrir 160 nemendur, nál. fokhelt og 'mnihúðun sennilega lokið á þessu ári. Hjeraðsskólar: Skógar undir Eyjafjöllum. — Bygging fokheld, unnið innan- húss: Reykir í Hrútafirði. Heimavista hús fokhelt og sundlaug nærri fullgerð. Laugaland. Bréyting og stækk- un skólans hafin. Varmahlíð. Búningsklefar við sundlaug, fókhelt og byrjað að grafa fyrir aðalbyggingunni, Eiðar. Heimavist og kennara- hús nærri steypt upp. Núpi. Leikfimihús fokhelt. Barnaskólar og Fjelagsheim- ili. Akureyri. Viðbygging við skóla húsið fokheld. Borgarnes. Skólahús fókhelt. Kópavog. Skólahús að nokkru steypt upp. Akranes. Fullgerðir uppdrætt- ir, undirbúningur hafinn. Öláfsfirði. Húsið í smíðum, vel fokhelt. Grindavík. Húsið fullgert. Hveragerði. Húsið fullgert. Hólmavík. Húsið í smíðum, vel fokhelt. Villingaholti. Skólahúsið full- gert. Grafarnesi. Fjelagsheimili íull- gert. Jökuldalur. Fullgert skólahús. Stykkishólmur. Fullgert leik- fimihús. Lýtingsstaðahreppur. Nálega fokhelt skólahús. BreiðdaJsvík. Fjelagsheimili fullgert og byrjað á skólanúsi. Suðursveit. Fjelagsheimili . gert. fokhelt. skólahús. Fljótshlið Fokhelt fjélags- heimili. Gaulverjabær. Unnið að fje- lagsheimili. Ljósafoss. Fakhelt skólahús. Sauðárkrókur. Fullgert skóla- hús. Blönduós. Skólahús fullgert. Vopnafjörður. Heimavistar- skóli að Torfustöðum, fokheldur. ísafjörður. Fullgert leikfimi- hús. Asahreppur. Fjelagsheimili.fok helt. Miklaholtshreppur. Fjelags- heimili fokhelt. Bæjarsveit. Fjelagsheimili fok- helt. Norðfjörður. Fjelagsheimili og barnaskóli fullgert. Sundlaugar o. s. frv. Vopnafjörður. Sundlaug, undir stöður og botn steypt. Kéldurieshreppur. Fullgerður sundskáli. Seyðísfjörður. Sundlaug nærri fullgerð. Flúðir. Sundlaug fullgerð. ' Hörðudalur. Fokheldur sund- skáli. Reykhólar. Steypt sundþró. Klúku. Fullgerð sundlaug. Fáskrúðsfirði. Fullgerð sund- höll. Súgandafirði. Baðstofa nærri fullgerð. Lundarreykjadal. Sundlaug og klefar í Brautartungu fullgert. Verkamannahús: Víða reist verkamannahús. En ókunnugt að öðru leyti. Skrifstofuhús o. fl. Arnarhváll. Hæstirjettur full- gert utan og að nokkru leyti að innan. Ríkisskip. Tillöguuppdrættir gerðir að skrifstofu og geymslu- húsi i Rvik. Gagnf ræðaskólar: Reykjavík. Skólinn fullgerður að utan og að mestu leyti húð- áður að innan, rúmar 500 nem- rindur. Vestmannaeyjar. Undirstöður steyptar. Rúmar 11 kenslustofur. Húsmæðraskólur. Kvennaskólar. Isafirði. Skólahúsið nær full- gert. Borgarfirði. Skólahúsið full- gert. Hafnarfirði. Vinna nýl. hafin. Þjóðleikhúsið í Reykjavík. unnið við að fullgera bygging- una. Elliheimili. Hafnarfjörður. Byggingin aö nokkru steypt upp. íbúðarhús o. fl. Reykjavik. Tillöguuppdrættii* að húsi fyrir hæstarjettardónr- ara. Norðfirði. Hús fyrir bæjarfó- getann í smíðum. Frn. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.