Morgunblaðið - 20.01.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.1948, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. janúar 1948. Síldarverksmiðjunefnd bæjaríns skilar áliti: fflægt að koma upp 10 þús. mála verksmiðju í skipi fyrir næsta haust Síldarverksmiðjunefnd sú, er kosin v.ar af bæjarstjórn á fundi 20. nóv. s.l. hefur nú lökið við að semja álitsgerð og var hún lögð fram á aukafundi í bæjarráði í gær. Verður í eftirfarandi frásögn stuðs.t við álitsgerðina og teknir kaflar úr henni. Þó ekki sje ýkja langt síðan þetta mál kom fyrst tii umræðu í bæjarstjórn, þykir rjett að skýra frá tillögu þeirri, er bæj- arstjórn samþykti i máli þessu, en flutningsm. hennar var Jóh. Hafs.tein. Till. var samþ. með sam hljóða atkv. bæjaríulltrúanna. Tiliagan er svohlj.-: „Bæjarstjórn teur mjög aðkall- andi og brýna nauðsyn þess, að nú þegar sje framkvæmd ítarleg rannsókn á því á hvern hátt verði með hagkvæmustu ráðum hægt að nýta tii fulls síldveiðimögu- léika þá, sem eru og verða í Faxa flóa. I því sarnbandi leggur bæjar- stjórnin sjerstaka áhersiu á eftir- farandi: 1. Stofnað sje til rannsóknanna með samvinnu eftirtaldra aðila: Stj'órn síldarverksmiðja ríkisins, Landssambands ísl. útvegsmanna Fiskifjelags Islands, Sjómannafje lags Rvíkur og bæjarstjórnar Reykjavíkur. 2. Rannsókn málsins sje við það miðuð, að hægt verði að Ijúka öllum nauðsynlegasta viðbúnaði fyrir byrjun næstu vertíðar, á hausti 1948. 3. Stefnt sje að Í>ví varðandi væntanlega mannvirkjagerð, svo sem byggingu síldarverksmiðju og annað í sambandi við hagnýt- 5ngú aflans, að efla sem víðtæk- ast samstarf einstaklinga, fjelaga og þess opinbera, til þess í senn að flýta öllum framkvæmdum.og um leið að dreifa þeirri áhættu, sem óhjákvæmiiega er samfara slíkum framkvæmdum, að svo koranu. Felur- bæjarstjórnin borgarstj. og bæjarráði að hafa forgöngu um framkvæmd þessa máls“. A fundi bæjarráðs, er haldinn var 21. n.v. var till. samþ. að hiðja aðila, sem að málinu eiga að starfa að tilnefna fulltrúa, en auk þess var samþ. að biðja sjáv- arútvegsn. Rvíkur að tilnefna af sinni hálfu fulltrúa. Tekið til starfa. ; Þ. 3. des. boðaði borgarstjóri jnefndina á sinn fund og voru þá mættir allir fulltrúar þeirra stofn ana, er sæti áttu í nefndinni, en þeir eru: Jóhann Hafstein, frá bæjarstjórn Rvíkur og er hann • íorm. nefndarinnar, Sveinn Bene j diktsson frá Síldarverksm. rík- | ísins, Jakob Hafstein frá Lands- bandi ísl. útvegsmanna, Þor- varður Björnsson frá Fiskifjelagi Islands, Ingvar Vilhálmsson frá Kjávarútvegsnefnd Rvílcur og Jón A. Pjeturssorn frá Sjómanna fjelagi Rvíkur. Þegar nefndin tók til starfa, yoru. einkum þrjú atriði er hún beindi sjerstaklega athugunum sínum að, en þau voru: I fyrsta 3agi: Hvar ráðlegast væri um etaðsetningu og stærð síldarverk- smiðjunnar hjer. I öðru lagi: — Hvernig komið yrði fyrir*Tieppi- legri samvinnu fleiri aðila um framkvæmdir og i þriðja lagi: Hvernig tryggja mætti vjelakaup 1 til verksmiðjunnar í tæka tíð. Þrír staðir. Háldinn var fundur með hafn- arstjórn Reykjavíkur um stað- , setning verksmiðjunnar og voru I þá ræddir þrír staðir, nefnilega: j Elliðaárvogur, Vatnagarðar, og ’ Oíiri$ey. Þá var sameiginlegt É áríf atíra að Elliðaárvogur kæmi i ekki til greina vegna þess hve j gí u .nur hann er og ginnig vegna Æiaður staður í Reykjavíkurhöfn ísalaga, sem eru þar í miklum frostum, og svo vegna annara ráð gerðra framkvæmda. Hafnar- stjórn og bæjarráð, er síðar fjall- aði um málið kvaðst geta fallist á þá tvo staði er að ofan greinir, en sett voru þau skilyrði, að kom- ið yrði í veg fyrir ódaun og ó- þrif frá verksmiðjunni. Hafnar- stjórn tók þá afstöðu til staðsetn- ingar verksmiðjunnar að hún fyr ir sitt leyti gæti mælt með því, ef til kæmi, að verksmiðjan yrði reist í Orfirisey. Verksmiðjur við Faxaflóa. Eins og nú* standa sakir, eru starfræktar 4 síldarverksmiðjur hjer við Faxaflóa, sem hafa samt. 3500 mála afköst á sóiarhring. En nú eru uppi ráðagerðir um að bæta við þessar verksmiðjur og aðrar nýjar að taka til starfa. Með ráðgerðum stækkunum gætu' afköstin orðið 14.900 mál á sól- arhring. Með hliðsjón af þessu, þótti síldarverksmiðjunefnd ráð- legt að miða afköst verksmiðj- unnar við 5—10 þús. mála afköst á sólarhring Vjelar í verksmiðjuna. Næsta viðfangsefni nefndar- innar var að kynna sjer mögu- leika fyrir því, að útvega vjelar til verksmiðjunnar í tæka tíð, þannig að vinsla gæti örugglega hafist á næstu síldarvertíð. Leit- að var upplýsinga hjá ýmsum aðilum varðandi vjelakaup. — Nefndinni var einnig kunnugt um að Öskar Halldórsson útgerðarm. átti liggjandi á Siglufirði síldar- bræðsluvjelar. Þessar vjelar geta afkastað 6—7 þús. málum af norð ansíloT á sólarhring og 9—10 þús. af Faxáflóasíld. Óskar Halldórsson mætti nú á fundi síldaiverksmiðjunefndar og gerði grein fyrir áformum sínum um hagnýting vjelanna. Óskar hafði hugsað sjer að koma vjel- unum fyrir í skipi, þannig, að hægt væri að flytja verksmiðj- una milli Norður- og Suðurlands, eftir vertíðum. Síldarverksmiðja í skipi: A þessu stigi málsins tók nefnd in til sjerstakrar íhugunar, hvort heppilegra kynni að reynast að ráðast í að koma upp síldarverk- smiðju í fekipi. Itarlegar viðræður fóru fram við Óskar Halldórsson útgerðarmann, sem hafði haft þetta mál í undirbúningi, ásamt Jóni Gunnarssyni, verkfræðingi, í New-York. Eftir þær viðræður liggur það mál þannig fyrir í stór um dráttum: Jón Gunnarsson upplýsir, að hægt sje að fá keypt í Ameríku, með litlum fyrirvara, hentugt skip til þessara nota. Hann hefur á hendinni tilboð í sjerstakt skip, en tekui jafnframt fram, að sjálf ~ sagt sje, að sjerfróðir menn at- hugi, ef til kemur, hvort önnur skip muni henta betur og reyn- ,ast hagkvæmari. Það, sem fyrii liggur um hið umrædda skip, er í stórum dráttum þetta: Stærð skipsins er 6900 smálest- ir. Það er byggt 1903 og endur- byggt 1943 af ameríska flotan- um, og er nú í eign Bandaríkja- stjórnar. Skipið er talið í góðu ástandi, og er talið, að það mætti notast án verulegra aðgerða eða endurbóta í ca. 15 ár. Kaupverð skipsins, í því ástandi, sem það nú er, mundi vera 1.3 millj. kr. Hinsvegar er um það að ræða að breyta þessu skipi og undirbúa það, til þess að setja niður í það síldarbi æðsluvjelar þær, sem Óskar Halldórsson á liggjandi á Siglufirði. Sú breyting væri í því fólgin að koma fyrir í skipinu undirstöðum undir vjelarnar, þannig, að einfalt sje að setja þær niður á sinn rjetta stað. Öll færibönd í sambandi við verk- smiðjureksturinn væru sett í skip ið. Þá væri.fyrir komið í skipinu: lýsisgeymj, fyrir ca. 1900 tonn, mjölgeymsla fyrir ca. 1250 tonn, geymi fyrir buensluolíu handa skipinu sjálfu ca. 900 tonn, síld- arþró, sem tæki ca. 7000 mál. — Skipið er með olíukyntum gufu- katli, sem notaður yrði jafnframt við verksmiðjureksturinn. — Þá yrði komið fyrir í skipinu aflvjel til rafmagnsframleiðslu. Einnig löndunartækjum. Vatnsgeymar váeru í skipinu fyrir ca. 1100 tonn sem gætu komið að mjög miklum notum, ef um vatnsleysi frá landi er að ræða, en mætti ella nota til lýsisgeymslu. Ganghraði skipsins «r 10—11 mílur. Þá eru í skipinu vistarverur fyrir áhöfn, og líklegt er, að með góðu móti mætti koma fyrir vistarverum fyrir alla þá, sem að verksmiðjurekstrinum þyrftu að staría. Lengd skipsins er 390 fet'. Það ristir fullhlaðið 22 fet. 5 lestar eru í skipinu og tvö- falt dekk. Þegar skipið hefur verið úthúið, eins og hjer greinir í stórum drátt um, með allar undirbyggingar Undir verksmiðjuvjelarnar og til- færingum í sambandi við þær, geymum, þróarplássi, aflvjel og löndunartækjum, er áætlað verð skipsins um 3 milljón króna. — Þessu skipi mætti síðan sigla til Siglufjajðár, til þess að taka þar vjelar Óskars Hallcku'ssonar, og kæmi þá til athugunar, að skipið geti einnig flutt heim nokkurn farm. Eftir þann útbúnað, sem skipið hefur fengið, telur Jón Gunnarssoh, að ekki þyrfti að taka nema mánaðar tíma að koma vjelunum fyrir í skipinu. Hins vegar er ráðgert, að breytingun- um á skipinu fyrir vestan gæti verið lokið á fjórum mánuðum. Það þykir ekki of knappt að á- ætla verð á vjelum og niðursetn- ingu þeirra hjer 214 milljón kr. Og yrði þá skipið fuilbúið til vinnslu að andvirði 514 milljón króna. Vjelar þær, sem hjer um ræðir, eru fjórar samstæður, sem ætla má, að brætt geti alt að 10 þús. mál á sólarhring af Faxaflóa síld við góð skilyrði. Nú er á það.að líta, að slíkt síld arverksmiðjuskip, að stærð um 7 þús. smál., þarf að hafa góða og örugga aðstöðu til viðlegu í landi a. m. k. á haust- og vetrarvertíð- ‘inni hjer í FSxaflóa. Hjer í Rvik virðist einkum tvent koma tii greina: Annað hvort að skapa við unandi skilyrði í Vatnagörðum, sem mundi þýða ail jmfangsmik- il hafnarmannvirki þar, eða að ætla skipinu pláss í Reykjavík- urhöfn. Síðara atriðiö hefur sjer- staklega verið rætt vio hafnar- stjóra, og kemur þar ýmislegt til athugunar. Hugsanlegt væri, að skipinu yrði ætlaður staður við nýjan hafnargarð, sem fyrirhug- að er að byggja út frá Austur- garði, og með þcim hætti að sökkva þar niður tveim stein- körum, sem ráðgert hefur verið að kaupa frá Englandi. Slík kör gætu í ýmsum tilfellum jafn- íramt komið að mjög mikiisverð- um notum sem síldarþrær. Af kunnugustu mönnum er þessi staður þó tæpast talinn nógú ör- uggt lægi. Öruggara .væri, ef skip ið lægi við Ægisgarð, og þar er nú fyrir öll aðstaða til þess. — Heistu erfiðleikar á því, að sk'ipið lægi þar, væru fólgnir í þvi að koma .frá sjer. limvatninu og. öðru áffalli í sambandi við lýsisbræðsl' una, sem ekki mætti fara í innri höfnina. Þyrfti þá að gera sjer- stakar ráðstafanir tii þess annað hvort að eima límvatnið og hag- nýta, þannig verðmæt efni þess, eða að leiða límvatnið sjerstak- lega frá Ægisgarði og ves.tur fyr- ir Grandagarð. Þá*kemur í þriðja lagi til athugunar að ætia slíku skipi sjerstaka aðstöðu við Vest- urgarð eða Norðurgarð. í höfninni. Slíkt síldarverksmiðjuskip þarf vitanlega að hafa góða og örugga aðstöðu til viðlegu í höfn a. m. k. á haust -og vetrarvertíðinni hjer í Faxaflóa. hjer í Faxaflóa. Hjer í Reykjavík Að sjálfsögðu verður að reikna með töluverðum kostnaði við að búa skipinu góða aðstöðu hjer í höfninni. En steinkarabryggjan, sem ráðgert var að kaupa frá Englandi, myndi sennilega ekki kosta öllu meira en 14 miljón króna niður komin. Og er þá að á að líta, að hún gæti jafnframt gegnt því hlutverki að vera síld- arþró, og geta rúmað um 30 þús. mál. Ennfremur yrði að hafa til viðbótar við geymslur skipsins mjölhús og lýsisgeymi í landi eða á geymsluskipi. Kostnaðúr við að koma upp slíkum geymslum, sem rúmuðu ca. 2500 tonn af mjöli og 2500 tonn af lýsi, mætti áætla um 1 milljón króna. Ef ýmislegur kostnaður yrði áætlaður til við- bótar 14 miljón kr., er heiidar- kostnaður þess, sem hjer að fram an greinir, skipið fullbúið til vinnslu, með aðstöðu í höfninni og umræddum geymslum í landi, ca. 714 miljón króna. Að áliti nefndarinnar er það mjög hag- stætt verð, miðað við alt að 10 þús. mála bræðslu á sólarhring. Þá er ótalinn einn höfuðkost- ur þess að setja slíkar vinnsluvjel ar niður í skip, að með því móti verður verksmiðjan hreyfanleg og er hægt að hagnýta hana á sumarvertíðinni fyrir vestan, norðan og austan land. En að sjálf sögðu kemur þá til athugunar lcostnaður vegna viðlegu skipsins í höfn, gem ekki er hægt að áætla meðan engir staðir eru ákveðnir. Niðurstöður nefnuarinnar: Þegar á það er litið, sem hjer að framan greinir, virðist nefnd- inni einkurn athugandi. 1. Ráðgerð eru, svo sem að framan greinir, mjög aukin af- köst síldarverksmiðja hjer við Faxaflóa, þannig, að ætlá má, að þær geti samanlagt afkastað inn- an skamms sem svarar 12—15 þús. mála bræðslu síldar á sólar- hring. 2. Aðstaða er til þess að koma upp fljótandi síldarverksmiðju í skijji, með vjelum, sem nú þegar eru til í landinu, crugglega fyrir næstu haustvertíð með mjög’hag kvæmum kjörum. Og hefði þá slík verksmiðja þann kost fram yíir aðrar, að hægt væri að nota hana bæði á síldarvertíð við Faxaflóa og sumarvertíð fyrir horðan. * Af þessu og öðru, sem fratn kemur í greinargerð nefndarinn- ar, ályktar liún ao lcggja til við bæjarstjcrnina cftiríarandi: Bæ.iarst.iórr.in beiti sjer fyrir því, að mynda verði hlutafjelag til þess að byggja og reka síldar- veriísmiðju í skipi, sem geti uan- ið úr alt að 10 þós. málum á sól- arhring. Hluthafar í þessu fjc- lagi verði: 1) Reykjavíkurbæf, 2) Síldarverksmiðjur ríkisins, 3) einstakir bátaeigenslur með á- kveðnu hlutafje fyrir hvern bát, sem hefðu þá forgangs aðstöðu tií viðskipta við verksmiðjuna, (sbia greinargerð), aðrir útgerðarraem* og sjómenn, og 4) Óskar Hall- dórsson útgm., sem legði til.vjel- arnar í verksmiðjuna. Þessir f jór- ir aðilar ættu jafna hluti í fjelag- inu eina miljón króna hver, ef miðað er við það, að fjelagið vrð* stofnsett með 4 milj. króna liluta- fje. Stjórn fjelagsins sje skipuð' einum fulltrúa frá hverju liinna. fjogra tilgreindu aðila, en þeir kjósa fimmta manninn í stjórn- ina. Skcri atkvæði ekki úr, eða. samkomulag næst ekki tilnefnir sjávarútvegsmálaráðherra fimta mann í stjórnina. Stjórnin skipti. með sjer verkum. Nefndin telur sjálfsagt að kom ið yrði fyrir í skipinu fullkomn- ustu tækjum til lyktareyðingar við verksmiðjureksturinn. Jafn- framt sjeu rannsakaðir til hlýtar möguleikar til eimingar á lím- vatninu og hagnýtingar verð- mætra efna þess. Varðandi skip fyrir síldar- bræðsluvjelarnar vill nefndin sér staklega taka fram, að hún telur höfuðskilyrði, að skipið gcti kom ist inn á Reykjavíkurhöfn og haft aðstöðu til vinslu þar. Einnig vegna aðstöðu á öðrum höfnum þarf skipið að sameina þá kosti áð vera grunnskreitt um leið og það er mikið að burðarmagni og rúmgott. Rjett væri að athuga í þessu samöandi gerð fljótaskipa. ★ A fundi bæjarráðs í gær, var ákvörðun um málið frestað tii. annars fundar, sem haldinn verður fyrir bæjarstjórnar- fund, sem halda á n. k. fimtu- dag, en þá tekur bæjarstjórn- in afstöðu til málsins. Stjórnir Síldarverksmiðja ríkisins og stjórn Landssam- bands ísl. útvegsmanna hafa lýst sig samþykka tillögum nefndarinnar á fundi sem þess- ir aðilar hjeldu í gær. Á morgun, miðvikudag, boö ar LÍÚ til fundar útgerðar- manna til þess að taka ákvÖrðun um þátttöku þeirra í stofnun hlutafjelags til þess að koma verksmiðjunni upp. Telpaiuem !ý$l m eftir bomin fram í GÆRKVÖLDI lýsti lög- reglan eftir fjögra ára telpu. Eddu Björnsdóttur, Ægissíðu 102. Hún hafði farið út að leika sjer, en í gærkvöidi um kl. 8 var hún enn ekki komin heim. Var hennar leitað á líklegum stöðum, en kom ekki fram. Var þá farið að óttast um hana og lögreglunni tilkynt um hana. Nokkru eftir að tilkynningin var lesin í útvarpið var lög- reglunni tilkynt um að Edda litl-a væri komin fram. Hún hafði verið hjá einhverju kunningja- fólki skamt frá. Þrcffán drukkna Beriín í gærkvöldi, TILKYNT var hjer í Berlín f kvöld, að 13 hafi látið lífið, er ferju á Elbu hvolfdi í dag skamt frá Magdeburg á rússneska her- námssvæðinu. —- Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.