Morgunblaðið - 08.01.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.01.1948, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxafléi: NORÐ-AUSTAN kaldi eða stinningskaldi. — Skýjag en úrkomulaust. ÞJÓÐVILJINN gramur yfii' vöruverglækkuninni. — Sjá bls. 8. — íslensk leikkona erlendis Anna Borg Reumert Mikill leiksigur Önnu Reumert í Konunglega leikhúsinu FRÚ ANNA BORG REUMERT hefur unnið enn einn leiksigur- inn á dönsku leiksviði og keppast dönsku blöðin um að hæla henni fyrir leik hennar í nýju leikriti eftir Kjeld Abell, sem frumsýnt var í Konunglega leikhúsinu í miðjum desember s.L. Þetta er ný- tísku leikrit og fjallar um atomsprengjuna, en gerist á skýi, þar sem hinir gömlu grísku guðir hitta flugmann frá jörðinni. Frú Anna leikur Aphrodite, ástargyðjuna, sem er eitt stærsta og vandasamasta hlutverk leiksins. ---------------- Mokafli fær- eyskra togara í FR.JETTUM sem Morgunblað- inu hafa borist frá Færeyjum, segir frá mokafla færeyskra togara, er stunda veiðar norð- ur við Svalbarða og austur við Novaja-Semlja. Miili 10 og 20 togarar hafa verið á veiðum á þessum slóð- um að undanförnu og hafa afla- brögðin verið slik, að skipin hafa fengið fullfermi á nokkr- um dögum. Nú eru 10 togarar á leið til Englands með afla sinn og seldi sá fyrsti afla sinn þar s.l. mánudag, fyrir 10,000 stpd. en það eru um 391 þús. ísl. kr. I togaraflota Færeyinga eru nú 40 skip. Læfur nærri, að Færeyingar eigi helmingi fleiri skip en við. Hæsta sala hjá íslenskum tog ara árið 1947, var 13,965 stpd. Skipverjar á Lapp- land þakka FYRIR mína hönd og skipverja minna, þakka jeg af hrærðum hug þær miklu og ómetanlegu gjafir, sem oss hefur borist frá íslensku ríkisstjórninni og öll- um almenningi víðsvegar að af landinu, í peningum, fatnaði og matvælum. Svo mikið hefur oss borist, að jeg mun afhenda Rauða Krossinum í Bremen, til úthlut unar því, sem vjer höfum feng- ið fram yfir vorar eigin þarfir. Jeg mun, þegar heim kemur, segja opinberlega frá þeirri miklu rausn og gestrisni, sem vjer höfum mætt á Islandi, og vjer erum forsjóninni þakklátir fyrir að oss skyldi auðnast að bjarga hinum sjóhröktu íá- lendingum. Hjartans þakkir og hugheilar óskir til íslensku þjóðarinnar. Henning, skipstjóri á „Lappland“. „Kjötlausir þriðjudagar" NEW YORK: — Amerísk veit- ingahús eru nú hætt að hafa kjöt laúsa þriðjudaga, en það hefur síðan stríðið byrjaði verið venja að selja ekkert kjöt einu sinni í viku. Frábærir blaðadómar Öll Kaupmannahafnarblöðin eru undantekningarlaust sam- mála um að hæla Önnu fyrir leik hennar. Frederik Schyberg seg- ir t. d. á þessa leið í Politikén: „. . . . Anna Borg sem Afrodite — nýr sigur á nýju sviði, sjálf ástargyðjan, ástþrungin og móð urleg. Ódauðleg og kona, glað- leg og viðkvæm. Fyrsta eintal hennar við flugvjelina, sem flýg ur kringum skýið. mælir hún svo fram að til fyrirrr.yndar er. Stórkostlegt og fínt. .. . “ Hans Brix segir í Berlingske Aftenavis: .....Afrodite, ást- mey og móðir, Anna Borg var juniskur Venus, jarðbundin í kvenlegum veikleika, en háborin vaxandi í sálinni.... Er hún stóð upprjett minti hún á lista- verk frá hinum gömlu góðu tím- um“. Svend Kragh-Jakobsen segir í Berlingske Tidende: „Anna Borg var ástargyðjan í yfirnátt- úrlegri fegurð, ekki fyrir hinn skrautlega búning, heldur og fyrir sinn líkamlega yndisþokka, sem hlýtur að draga að marga nýja Aphrodite-dýrkendur. Með hita í látbrigðum, hreyfingum og tali ljek hún þá Aphrodite, sem verður að móður í okkar augum. Það var frábærlega ynd islegt að horfa á“. Á hátindi frægðar o? í'rama Frú Anna Borg Reumert er sú leikkona íslensk, sem komist hefur lengst í list sinni og stend- ur hún nú á hátindi frægðar sinnar og frama. Eru þeir marg- ir, sem skoða hana frrmstu leik- konu Konunglega leik.hússins og eina fremstu leikkonu á Norður- löndum. Fyrir utan leik hennar á Konunglega leikhúsinu leikur hún í kvikmyndum við og við og hefur henni tekist einstaklega ve lkvikrnyndaleikurinn. íslendingar eru hrcvknir yfir listasigrum frú Önnu Borg Reu- mert, sem sjálf er íslendingur í anda og framkomu allri og er líka góður Reykvíkingur, sem oft dvelur í huganum heima í fæðingarbæ sínum. Glóaldin frá Póllandi HULL: — Nýlega komu hingað 2,000 tonn af kolum og 55.000 gló- aldin, frá Póilandi. Eimskip kaupir eiftt oí stóru „KN0T“ skipunum Á að heila „Tröllaloss" EIMSKIPAFJELAGI ÍSLANDS hefur nú tekist að fá keypt eitt af hinum stóru amerísku skipum af þeirri gerð, sem fjelagið hefur naft á leigu undanfarin þrjú ár, (,,Knot“-skipum) segir í frjett frá fjelaginu. — Skipin eru eign Bandaríkjastjórnar og hefur sendiherra Islands í Washington, hr. Thor Thors unnið sleitulaust að því síðan í síðastl. maímánuði að fá skipið keypt, en eftir- spurn hefur verið mikil eftir skipum af þessari gerð. 70 umsóknir í 11 skip. Á fundi nefndnr þeirrar, er sjer um sölu skipanna, sem haldinn var 18. des. s.l., lágu fyrir 70 umsóknir um skip af þessari gerð, en aðeins 11 skip átti að selja. Hlaut Eimskipa- fjelagið eitt þessara ellefu skipa. Síðan þetta gerðist hef- ir verið unnið að því að fá yf- irfærslu á andvirði skipsins, en það á að greiðast við afhend- ingu. Dollaralán til kaupanna. Fjelagið hafði að sjálfsögðu áður en það hóf umleitanir um kaup á skipinu, fengið leyfi Ný byggingaráðs og síðan staðfest- ingu Fjárhagsráðs til kaupa á því, en vegna þeirra erfiðleika, sem síðan hafa orðið á yfir- færslu dollara, var sendiherra beðinn að reyna að útvega doll- aralán vestan hafs fyrir eins hárri upphæð og unt væri af kaupverði skipsins. Tókst hon- um að útvega lán að upphæð 375,000 dollara hjá National City Bank í New York, með ábyrgð Landsbankans og veði í skipinu. Eftirstöðvarnar á- samt öðrum stofnkostnaði sem til greina kemur um 375.000 dollara mun Landsbankinn svo yfirfæra. Lánið er aðeins til tveggja ára og á það að greiðast með jöfnum afborgunum árs- fjórðungslega. Vextir af láninu eru 4% á ári. Gjaldeyrislega verða greiðslur þessar allmiklu hagstæðari, en greiðslur á leigu svona skips, en þær hafa að jafnaði numið um 80—100 þúsund dollurum fyrir hverja ferð, sem skipið hefir verið leigt. Hvað gjaldeyrishliðina snertir, ætti því andvirði skips- ins að geta unnist upp á rúmu ári, miðað við þá leigu, sem fjelagið hefir að jafnaði greitt fyrir hverja ferð. 30—35 manna áhöfn. Skipið verður afhent nú þeg- ar og hefir skipaeftirlitsmanni fjelagsins í New York verið fal- ið að velja skipið. En með því að skipin liggja í höfnum víðs- vegar í Bandaríkjunum, m. a. í Kaliforníu, er ekki að svo stöddu hægt að segja um hve nær skipið kemur hingað til landsins. Skipshöfnin á þessu skipi verður 30—35 manns, en ekki er enn þá búið að taka ákvörð- un um hverjir verða á skip- inu. Stærð hins nýja Tröllafoss. Stærð skipsins er um 5800 D.W. smálestir. Lengd þess er 338 fet og 8 þumlungar. — Breiddin er 50 fet og það ristir 21 fet fullfermt. Lestarrúm skipsins er um 225,000 tenings- fet, þar af 9—10,000 tenings- feta frystirúm. Það getur flutt allt að 3800 smál, af almennum vörum, en af þungavöru (salti, kolum o. þ. h.) allt að 5000 smál. Útbúnaður allur er fyrsta flokks, og einkum eru lestar- op, vindur og bómur hentugar til þess að hægt sje að ferma og afferma það fljótt. Skipið er með 1700 hestafla dieselvjel og ganghraðinn er 10—11 mílur fullfermt. Stjórn Eimskipafjelagsins hef ir ákveðið að nefna hið nýja skip „Tröllafoss“. Ilufningar 1 Á SIGLUFIRÐI er nýlokið við að lesta skip, sem flytur ll þúsund sekki af síldarmjölL unnu úr Hvalfjarðarsíld, til Danmerkur. Undanfarna daga hefur leg" ið hjer í höfninni pólskt skip» sem fara átti beint til SiglU" fjarðar til þess að taka síld- armjöl. En hingað leitaði skip" ið oe beið þess að veður lægSL Skinið lagði af stað um hádegi í gær áleiðis til Siglufjarðaí- Síldarmjölið sem þetta skip flytur fer til Hollands og erd það um 30 þús. sekkir. Á næstunni er von á tveih1 skipum enn til þess að flytj3 síldarmjöl. Þau geta tekið uh1 40 bús. sekki til samans. Þetta mjöl fer til Bandaríkjanna Danmerkur. | Norðmenn kaupa I af okkur beítu- I síld s 5 s s 1 i NORSKA útvarpið skýrði \ \ ffá því í gær, að frá Nor- % \ egi væri lagt af stað til Is- 5 í lands kæliskip, til þess að | | taka beitusíld, er íslend- \ 1 ingar hefðu selt Norð- | I mönnum. I . Morgunhlaðið fekk þessa % \ fregn staðfesta í gær- % | kvöldi. Við höfum selt í \ Norðmönnum 3000 tunnur | ; af frystri bcitusíld. — Um | I verðið var blaðinu ekki ; i kunnugt, en það m'in | Í vera mjög sæmilcgt. ,n,i..n.i,....................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.