Morgunblaðið - 10.05.1945, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.05.1945, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ Fiintudagnr 10. maí 1945, 34 Á SAMA SOLARH Eftir Louis Bromfield 39. dagur Jeg var einn úr þeirra höpi — og þó ekki, því að flestir þeirra komust aldrei lengra en í verk smiðjurnar, þar sem þær voru aðeins fyrsti áfangi minn. — I verksmiðjunum öðlaðist jeg jafnvægi, lærði að hafa stjórn íx sjálfum mjer. Þjer kannist <;f til vill við þessa tilfinningu um að maður sje frjáls og hafi ekki til einskis fæðst í þennan heim, þegar maður skilur hlut- ina til hlý.tar og þekkir lífið frá öllum hliðum. Það er kend, sem menn, eins og t. d. Hektor Champion, kannast ekkert við. — Auk þess stæiti vinnan í verksmiðjunum vöðva mína — herti líkamann“. Hann kreppti handlegginn, svo að miklir og sterklegir vöðvarnir komu í ljós. „Þessa vöðva fjekk jeg af því að vinna í verksmiðjunum. Má vera, að Hektor Champion og sálufjelag ar hans líti á þá með fyrirlitn- ingu, vegna þess að þeir hafa ekki komið af róðrum, póló- leik og öðrum álíka dásamleg- um aðferðum til þess að stæla líkamann". Hann sneri sjer aftur frá henni. „Meðan jeg vann í verk- smiðjunum, lagði jeg altaf fyr- ir peninga, og hugsaði um það, þegar jeg yrði ríkur og voldug- ur. Þegar jeg vann á nóttunni, las jeg á daginn, og þegar jeg vann á daginn las jeg á nótt- unni. Jeg gekk í verslunarskóla á kvöldin, því að völd mín ætl- aði jeg að byggja á verslunar- viðskiptum. Jeg ætlaði að eign- ast verksmiðjur og járnbraut- ir. Og vegna þess að jeg var góður í stærðfræði og fljótur að hugsa, og vegna þess að jeg þekti verkamennina og illgirni þeirra, komst jeg að sem aðstoð armaður hjá deildarstjóra, þeg ar jeg var tæplega tvítugur að aldri, og fjekk svo góð laun, að jeg gat lagt fyrir helming þeirra. Sama ár varð jeg fyrir tveim óhöppum. Móðir mín dó og jeg kvæntist. Jeg ætlaði mjer ekki að kvæn ast. Jeg var ekki ástfanginn af stúlkunni og hafði aldrei til hugar komið, að kvænast henni. Hún var mjög snotur, þrem árum eldri en jeg, rauð- hærð og frekknótt — heimsk og leiðinleg. Faðir hennar var heiðvirður, þýskur kaupmaður, Hostetter að nafni. Konur hafa aldrei verið mín veika hlið, og hún var fyrsta stúlkan, sem jeg var með. í raun rjettri hugsaði jeg aldrei um, hvort það væri' siðferðilegá rjett eða rangt að vera með henni, því að flestir | verkamannanna áttu vinkonur.: sem þeir rekkjuðu hjá. Verna ' Hostetter þóttist vera hrein ( mey, þegar jeg hitti hana, en jeg trúði henni aldrei. Hún | vissi of mikið. Við byrjuðum á því, að fara saman í skemmti- göngu á kvöldin eða keyra í hestvagni föður hennar, og um haustið kom faðir hennar bölvandi og ragnandi til mín, sagði að jeg hefði lagt líf dótt- ur sinnar í rústir — hún ætti von á bajpni. Ef jeg ekki kvænt ist henni þegar í stað skyldi hann skjóta mig, eða draga mig fyrir lög og dóm. Mjér var nú öllum lokið. — Síst af öllu vildi jeg kvænast einskisnýtum kvenmanni eins og Vernu Hostetter — verða nauðugur viljugur að eyða peninguum mínum í að sjá fyrir henni. Jeg vildi heldur ekki segja upp atvinnu minni, því að þetta var á krepputímum, og mikið atvinnuleysi ríkjandi. Eftir mikil heilabrot rjeði jeg loks við mig að kvænast henni, og reyna síðan að losna við hana. Það myndi sennilega kosta mig stórfje, en það varð að hafa það. í raun rjettri hefði jeg átt að hlaupast á brott frá öllu saman, en óttinn við at- vinnuleysi hjelt í mig. — Síðan giftum við okkur. Barnið fædd- ist andvana. Jeg var innst inni þakklátur skaparanum fyrir það. Jeg vildi ekki, að Verna Hosteíter væri barnsmóðir mín — og í raun rjettri gat jeg hreint ekki vitað, hvort það væri mitt barn eða ekki. Jeg vildi eignast betri eiginkonu en Vema var og mannvænlegri börn, en hún myndi nokkurn tíma geta alið mjer, og jeg vildi ekki eignast börn, fyrr en jeg gæti veitt þeim alt það, sem mig hafði skort um ævina. Það hefði verið hræðilegt, ef barn- ið hefði lifað. Hlutskipti þess í lifinu hefði orðið ömurlegt, og jeg hefði verið bundinn Vernu um aldur og ævi. Jeg hafði ekki litið svo á, að samband okkar ætti að vera varanlegt — það var aðeins dægrastytting, sem hún hafði eins mikla ánægju af og jeg. Svo ákvað jeg að ef Verna eignaðist fleiri börn, skyldi það a. m. k. ekki verða með mjer. Jeg skipti mjer eins lítið af henni og gerlegt var, og vann mtira en nokkru sinni. — Hún var eyðslusöm og eyddi öllum jeim peningum, sem jeg vann íyrir — og jafnvel meiru. Jeg læsti mig inni í herbergi mínu á nóttunni og vann — og var hún þá vön að koma og knýja dyra hjá mjer, og húðskamma mig fyrir að jeg skyldi ekki vilja sofa hjá sjer. Það var ekki vegna þess að hún elskaði mig. Hún var ekki annað en skækja. Það kom oft fyrir, að jeg svaf á skrifstofunni í verksmiðjunni — fór ekkert heim. Þannig liðu þrjú ár. Jeg var orðinn tuttugu og sex ára gam all. Jeg tók að hugsa um, að ef ekki yrði einhver breyting á högum mínum innan skamms, myndi jeg aldrei komast lengra áleiðis en verða skrifstofuþræll í verksmiðju — án peninga og metorða og þær hugsanir leiddu af sjer, að jeg fór að brjóta heil ann um það, hvernig jeg gæti losnað við Vernu. Jeg var van- ur að hugsa um það í vinnunni á daginn og á nóttunni, þegar jeg gat ekki sofið. Svo datt mjer í hug, að ef til vill gæti jeg stytt henni aldur án þess nokkur þyrfti að komast að því. Þessi hugsun náði stöðugt sterkari tökum á mjer, þar til loks að svo var komið, að mjer fanst ekkert eðlilegra. Jeg hugsaði jafn ró- lega um þetta og störf mín á skrifstofunni. Fyrst datt mjer í hug, að gefa henni inn eitur, en hætti svo við það, og komst að þeirri niðurstöðu, að best myndi að kyrkja hana, og sökkva líkinu í tjörn, sem var í djúpri steinnámu sjö eða átta mílur frá borginni. Jeg var á- gætur sundmaður, og ætlaði að kafa með líkið og leggja það á klettasnös, þar sem þeir myndu aldrei finna það, jafn- vel þótt þeir slæddu tjörnina. Jeg ætlaði svo að segja, að hún hefði hlaupist á brott, og jeg hefði ekki hugmynd um, hvar hún væri niðurkomin. Jeg hafði lagt á öll ráðin. I hjarta mínu var jeg morðingi. Það eina, sem hjelt aítur af mjer var hugsun in um það, hvernig jeg gæti verið viss um, að komast und- an handhöfum rjettvísinnar, því að ef mjer yrði varpað í fangelsi, væri loku fyrir það skotið, uð nokkrir af framtíðar draumum mínum fengju að sjá dagsins ljós. En betur rættist úr, en á horfðist. Kvöld eitt kom Vei’na til mín og sagðist vilja fá skiln að — kvaðst ætla að giftast mið aldra bankastjóra. Mig hafði lengi grunað, að ekki væri alt með feldu, því að hún var ein þeirra kvenna, sem ekki geta lifað karlmannslausar. Þau ætl uðu að ganga í heilagt hjóna- band innan skamms, og hún vildi því fá skilnað við mig þeg ar í stað. Ef þau hefðu verið gædd heilbrigðri skynsemi, svo ekki sje meira sagt, hefðu þau átt að sjá, að það sem jeg þráði mest af öllu var einmitt að skilja við kvenmanninn. Fyrst í stað gaf jeg í skyn, af einskærri illkvitni, að jeg kærði mig ekkert um að skilja við hana. Þá sagði hún mjer, að bankastjórinn væri fús til þess að borga mjer vel fyrir það, og í einni af orðasennu okk ar hafði hún gloprað því út úr sjer, að þau hefðu sofið sam- an um langt skeið. Hún sagði, að þau væru fús til þess að greiða mjer fimm þúsund doll- ara. Jeg gat mjer því til, að hún myndi eiga von á bami. Jeg vissi og, að það var ekki mitt barn, og þau myndu ekki vilja vekja hneyksli, vegna stöðu hans. Jeg ljest vera als ófáan- legur til þess að gefa henni eft ir skilnaðinn. Nokkrum dögum síðar kváðust þau fús til þess að borga mjer tíu þúsund doll- ara. Jeg sagðist ætla að hugsa málið. Jeg komst nú á snoðir um, að einkarjettur til starfrækslu spor vagna var til sölu í nærliggj- andi bæ. Mig skorti fje til þess að kaupa stærsta hlutinn í fyr- irtækinu, sem jeg hugði mjög arðvænlegt. Þegar mánuður var liðinn og engum duldist lengur, að Verna ætti von á barni, og útlitið varð stöðugt ■ískyggilegra fyrir þeim, tilkynti jeg, að jeg myndi fús til þess að yfirgefa borgina morguninn eftir, fyrir fult og alt, ef þau vildu greiða mjer tuttugu og fimm þúsund dollara. Æfintýr æsku minnar dftir JJ. C. ^dnderáen 61. við börn rektors, eða þá að jeg sat uppi í litla herberginu mínu, en lengi var bókasafn skólans bæði svefnstofa mín og dagstofa, þar lifði jeg meðal allra gömlu skræðanna, þar voru gerðabækur skólans. Enginn kom til mín. Fje- lagarnir þorðu það ekki, því þeir kærðu sig ekki um að hitta rektor. Oft dreymir mig enn illa drauma um þá æfi, sem jeg átti þá. Þá sit jeg aftur á skólabekknum, get ekki svarað, — þori það ekki, og reiðileg augu stara á mig, háð og hlátur gellur við allsstaðar. Það voru þungar og beisk- ar tíðir, — fimm ársfjórðunga var jeg til húsa hjá rektor í Helsingör, og lá við sjálft að jeg gæfist upp, því með- ferðin á mjer var ákaflega harðneskjuleg, — allt of harð- neskjuleg. Bæn mín til Guðs á hverju kvöldi þá, var þessi: Tak þenna kaleik frá mjer, eða: Láttu mig ekki lifa næsta dag. í skólanum var það rektor skemtan að hæða mig, gera mig hlægilegan og tala um gáfnaskort minn. Og' þegar skólinn hætti, var jeg enn á heimili hans. Charles Dickens hefir sagt okkur frá neyð vesælla drengja, en hefði hann þekkt þá tíma, sem jeg lifði, hvern- ig jeg fann til og þjáðist, þá hefði honum ekki fundist það miður þungbærara, nje kátbroslegra að segja frá. Það eru til vissir hlutir í æfi manna, sem eiga sjer svo mikla stoð í lífi annara, að maður getur sjálfur ekki frá því skýrt, og þéss vegna get jeg ekkert um þetta tímabil sagt nú, eins og jeg þá þagði um það við alla. Aldrei kvartaði jeg við neinn, sem jeg umgekkst, heldur aðeins við sjálfan mig, því jeg trúði statt og stöðugt, að jeg væri kominn á villigötur, þar sem jeg var öllum að spotti og háði. Brjef mín til Collins sýndu líka vel þetta örvæntingarfulla hug- arástand mitt, og það snerti hann mjög. Það hefi jeg síðar heyrt frá honum sjálfum, en við því var ekkert að gera; hann taldi, að það sem mest þjakaði mig væri í mínum eigin huga, og það varð hann líka að gera, — hann hjelt mig sárþreyttan við námið, og að ekkert verkaði á mig utan að, sem þó var. En raunin var su, að sál mín var Ef Loftur getur það ekki — þá hver? Fjallabúi í ónefndu landi fann spegil, sem einhver ferða maðurinn hafði týnt. Þegar hann leit í spegilinn, varð hon- um að orði: — Svei mjer sem þetta er ekki hann pabbi gamli, aldrei hjelt jeg samt, að hann hefði látið taka mynd af sjer. — Hann fór með spegil- inn heim til sín og læddist með hann upp á háaloft til að at- ^ huga myndina í næði. Þrátt fyr ir alla varkárni, fór þetta þó, ekki fram hjá konu fjallabú- 1 ans og um nóttina eftir skreið hún upp á háaloftið og fann spegilinn. Þegar hún leit í hann varð henni að orði: — Nú, svo þetta er þá þessi kerlingar- afmán, sem hann er að elta. * Þetta gerðist í landinu, þar sem enn eru gamaldags hæg- fara járnbrautir. — Jeg var að lesa hjerna í blaðinu um hræði- | lega hefnd, sem ræningjaflokk- j ur hafði komið fram á einum meðlima sinna, sem hafði gerst j svikari við flokkinn. I — Hvað gerðu þeir, þeir hafa | líklega skotið hann? — Nei, þeir bundu hann fast an á jái’nbrautarteinana. j — Aumingja maðurinn, og svo hefir lestin kramið hann í sundur? — Nei, ekki aldeilis, hann varð hungurmorða áður en næsta lest kom. ★ I skóla einum hjer á landi tókst nemanda að sanna það, að einn köttur hefði tíu róur. Sönnunin var þannig: — Eng- inn köttur hefir níu róur. Einn köttur hefir einni róu fleira en enginn köttur. En úr því að enginn köttur hefir níu róur og einn köttur hefir einni róu fleira en enginn köttur, þá hlýt ur einn köttur að hafa tíu róur, ★ Tveir menn hittust á götu og tókust innilega í hendur, en í sama vetfangi sáu þeir báðir, að hjer var um misskilning að ræða, því þeir höfðu aldrei sjest fyrr: — Fyrirgefið þjer, byrjaði annar. — Blessaðir verið þjer ekki að biðja afsökunar, sagði hinn, jeg hjelt að þetta væruð þjer og þjer hjelduð að þetta væri jeg, en svo var þetta bara hvorugur okkar. — Segðu mjer, Kalli minn, hvað er langt hjeðan til Hafn- arfjarðar? — Hvernig veistu, hvað jeg heiti? — Jeg gat upp á því. — Gettu þá líka, hvað er langt til Hafnarfjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.