Morgunblaðið - 22.03.1942, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.03.1942, Blaðsíða 3
Simnudagur 22. mars 1942. MORGUNBIiAÐIÐ 3 Flugvjelamóðurskipið „Formidable“ i Ereska flugvjelamóSurskipið „Formidable" er eitt af nýj- ustu flugvjelamóðurskipum Breta. l>að er af svonefndum „Ulus- trious"-flokki og eiga Bretar nokkur slík skip. Þau eru 23.000 smálestir áð stærð. Þau eru vopnuð sextán 4.5 þuml. fallbyss- um og áhöfnin er 1600 manns. „Formidable“ hefir tekið þátt í orustunl og var ‘ t. d. í "'sjóorustunni við Matapanhöfða 28. mars 1941, þegar ítalski flotinn beið hið mesta afhroð. ilálíðleg úlför »g iiiinningarafhöfn * Eyjum i gær MIKIL og hátíðleg minningarathöfn fór fram í Vestmannaeyjum í gær, til minningar um sjómennina, sem fórust með vjelbátunum ,,Ófeigi“ og „Þuríði formanni“ 28. febrúar s.l. Var jafnframt útför tveggja jnamianna, Þórðar Þórðarsonar for- manns á „()feigi“ og Sigvalda Benjamínssonar báseta af „Þuríði for- manni“, en lík jieírra hafði rekið. — Vísitatan — enn óbreytt: 183 stig ■ yauplagsnefnd og Hag- stofan hafa reiknað út vísitölu frainfærslukostnaðar fyrir marsmánuð og er hún 183 stig, eða hin sama og var í febrúar og einnig í janúar. Flefir vísitalan þannig hald its ðbreytt þrjá fyrstu mán- uði þessa árs og er það að þakka aðgerðum ríkisstjórn- arinnar í dýrtíðarmálunnm. Ilefir aldrei, síðan stríðið hófst, náðst slíkur árangur í þeSsum málum hjer hjá okkur. ik Alþýðublaðið á sýnilega erfitt með að kvngja þessum , sannindum, eftir alt sem á undan er gerjgið. Finnur blað- ið þá upp á því snjallræði. að ljóga því að almenningi, að kol hækki stórkostlega nú al- veg á ntestunni. Eftir þpim upplýsínguni sem Mbl. hefir fengið, er ekki minsti fótur fyrir þessu og alls engar líkur til þess, að kolin hækki um éinn eyri. Vegagerðar* maður slasast II eykvískur verkamaður, sem vann við vegagerð hjá rík- inu suður á Vatnsleysuströnd, slasaðist árdegis í gær. Var það Brynjólfur Kristjánsson, Háteigs- vegi 11. SJysið varð með þeim hætti, að Brynjólfur var staddur í gryfju og var að losa þar ofáníburð. Ejell þá steinn niður og lenti í höfnð hans; var fallið 7—8 rnetr- ar. Brynjólfur misti strax með- vitund og var háim fluttur til Reykjavíkur og liggur hjer í sjúkrahúsi. Hann hafði fengið rænu, en ekki fidlrannsakað hve mikíl méiðslin eru. Góður hlutur sjómanna við ísafjörð Isafirði, laugardag. gætur afli hefir verið hjer midanfarið og gæftir sæmi- legar. Eru hlutir sjómanna orðn- ir góðir, alt, upp í 4000 kr. síðan á áramótum hjer á ísafirði og hæst um 3000 kr. í Bolungavík á sama tíma. ísfisksflutningar hjeðan ganga greiðlega og hendir naumast að skortur sje skipa til flutninga. Er mikil atvinna við fisktökuna í skipunum og skortir jafnvel mannafla í hana. Verða verka- menn þessvegna oft að vinna nótt með degi að fiskmóttökunni, þeg- ar afli ér niikill og gæftir góðar. Frjettaritari. Til húsmæðra: Komið með skömtunarseðÞ ana í þessari viku Samþyktir matvöru- kaupmanna A fSalfundur Fjelags matvöru- kaúpmanna í Reykjavík, var haldinn á föstudagskvöld. Formaður fjelagsins,, Gu,ðm. Guðjónsson gaf skýrslu um starf semi f jelagsins á liðnu ári. Hann mintist og tveggja látinna fje- laga, þeirra Jóns Hjartarsonar og Símonar Jónssonar. Reikn- ingar fjelagsins voru samþykt- ir. Var þá gengio til stjórnar- kosningar. Guðmundur Guð- jónsson var endurkosinn for- maður. Ur stjðrninni gengu Sigurliði Kristjánsson og Sigur- bjjörn Þorkelsson; voru báðir endurkosnir. Sæmundur Jóns- son var kosinn í stjórnina í stað Símonar heit. Jónssonar. Auk þessara manna á sæti í stjórn- inni Tómas Jónsson kaupm. Á fundinum voru ýms mál rædd og ályktanir gerðar. Sam- þykt, var áskorun til sælgætis- gerðanna, að þær ssfeju til þess, að matvörukaupmenn færu ekki varhluta af framleiðslu þeirra. Allmiklar umræður urðu um ítðgerðir gerðardómsins varð- andi álagningu matvörukaup- manna. Var það einróma álit fundarmanna, að gerðardómur- inn gengi of langt í að rýra hlut þessarar stjettar, sem bæri rninst úr býtum fyrir vjmnu sína. TIL HÚSMÆÐRA Á næstu mánaöamótum er útrunnið skömtunartímabil það sem er. Samþyktu matvörukaup raenn að engar afgreiðslur út á skömtunarseðla færu frám í páskavikunni, svo að húsmæður verða að taka út á skömtunar- seðlana í þessari viku. Ennfremur samþyktu mat- vörukaupmenn, að taka alls ekki á móti pöntunum laugar- daginn fyrir páska. Þessar ráðstafanir eru gerðar vegna þess, aö reynslan hefir sýnt, að fóllc dregur oft að taka út á skömtunarscðla til síðustu stundar. En þar sem páskavikan er nú í lok þessa skömtunar- tímabils, yrði matvöruverslun- um það mjög bagalegt, og reyndar ókleift með öllu, að af- greiða þá miklar pantanir út á skömtunarseðla. En laugardag- urinn fyrir páska er jafnan mesti annadagur matvöruversl- ana. Húsmæður ættu að festa sjer í minni þessar samþyktir mat- vörukaupmanna. Þær eiga nú þegar að taka frarn skömtunar- seðlana og gera pantanir sínar út á þá í þessari viku. Svo sem kunnugt ér fórust 9 vaskir sjómenn með áðurgreinduni vjelbátum, 4 nieð „Ófeigi“ og 5 með „Þuríði fornianni“. Mikil viðliöfn var í Eyjum í gær, þegar útför hinna tveggja ínanna. fór fram og jafnframt var Biihsf hinna fjelaganna, sem hvíla í skauti Ægis. , AUur bátaflotinn var í höfn og var fáni í hálfa stöng á hverjum hát og einnig á öðrum skipum við Eyjar. JJm allan bæ voru og fánar í hálfa stÖng. Öll vinna var stöðvuð, banki og verstanir lok uðu. Mikill mannfjöldi streymdi til Landakirkju, en þar fór athöfnin fram. Komst ekki nálægt helm- ingur fólksins inn í kirkjuna. , Sóknarpresturinn, síra Sigurjón Árnason talaði í kirkjunni. Karla- kór annaðist sönginn. Oddgeir Kristjánsson Ijek sorgarlag á fiðlu, en Helgi Þorláksson ljek undir á orgel. Var öll minningarathöfnin eink- ar hátíðleg og fór vel fram. Útvarp frá Alþingi. FjárlageræDan verður á þriðjudag U jármálaráðherra flytur sína * fjárlagaræðu á þriðjudag.. Þingsköp mæla svo fvrir, að út- varpa skuli fjárlagaræðunni, svo og hálfrar stundar ræðum af hálfu annara þingflokka. Hefst fjárlagaræðan kl. 1 á þriðjudag. Næturakstur annast, í nótt B. S. R. Sími 1720. Aðra nótt bif- rliðastöðin G'eysir. Sprengjur fjellu vlð bændabýll I Eyjaflrðl Flugvjel hafði mist sprengjurnar Akureyri, laugardag. gærmorgun kl. rúmlega 10 kom flugvjel úr suðri og flaug norður yfir Kaupangssveit- ina í Eyjafirði. Þegar hún flaug yfir bænum Syðra-Hóli heyrði fólkið þar sprengjugný og sá moldarmökk gjósa upp úr túninu skamt frá íbúðarhúsinu. Bóndiun, Snorri Sigurðsson fór að athuga hvað gerst hafði og sá þá tvo gýgi eftir sprengjur um 70 metra frá íbúðarhúsinu, með 30— 40 metra bili á milli gýganna. Hnausar, moldarstykki og mold hafði tvístrast um túnið frá gýg- unum. Steinn, sem giskað er á vegi fast að 150 kg., hafði kastast 11 metra frá gýgunum. Klaka- stylrki fjell á þak hússius og skemdist þakið. Þá fundust og nokkur sprengjubrot. Gýgarnir reyndust vera 7% metíi í þver- mál, en 3 metrar á dýpt. Tvö börn voru stödd úti fyrir íbúðarhúsinu, en þau sakaði ekki. Sjest hafði til ferða flugvjel- arinnar út á Akureyrarpoll. Fr jettaritari. Stórhættulegur leikur drengja með benzín Níu ára drengur skaðbrennist að slys vildi til í fyrrakvöld, að níu ára gamall drengur skaðbrendist í andliti og höndum, er hann var ásamt öðrum dreng á líku reki að leika sjer að því að kveikja í bensíni. Drengurinn liggur nú í Landspítalanum. Þetta var um 8-leytið uni kvrthl- ið. Þes.sir .tveir drengir höfðu kom ist í bensíndunka, sem géymdir voru í skúr einuin skamt frá Berg- þórugötu. Dnnkar. þessir áttu að vera tómir, en smálögg var í flest- úm þeirra og, söfn.uðu , piltarnir afgöngunum í krús, sem þeir voru nieð og kveiktu síðan hál á bak við húsið Bergþórugötn 16. Drerig urinn sem ekki meiddist segir svo Irá, að jieir hafi verið búnir að kveikja hál, en hafi síðan farið til að safna sjer meira bensíui í krúsina. Er þeir voru á leiðinni með-krús ina að bálinu sáu þeir mann, sem þeir hjeldu að væri að athuga iramferði þeirra. Greip þá hræðsla og köstuðu krúsinni frá sjer, en hún lenti nálægt eldinum og sprakk með miklum hávaða. Föt drengjanna hafa sennilega verið orðin rök af bensíni. Læstist eld- urinn í föt annars drengsins og ljeku logarnir um hann allan. Hljóp hann út á Bergþórugötuna og bar þá að mann. sem sveipaðí utan um drenginn frakka sínum og tókst á þann hátt að kæfa eld- inn í fötum hans. Fór maðurinn síðan með dreng- inn heim til hans, én heimili drengsins er þariia f næsta husi, Síðan var drengurinn fluttur f sjúkrahús. ★ • Þetta er mál, sem ætti að yerða öðrum ti 1 viðvörunar. Bensín og annað eldfimt efni þarf að geyma þar sem börn ná ekki til þess og foreldrar ættu að brýna mjög fyr- ir börnum sínum að varast að leika sjer að eldfimum efnum. Háskólafyrirlestur. Síðasti fyr- irlestur dr. Einars Ól. Sveinsson- ar njji Njálssögu verður í dag kl. •">.15' í í. kenslustofu Háskólans. Efni: Lífsskoðanir. Öllum heimill aðgangur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.