Morgunblaðið - 28.01.1942, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.01.1942, Blaðsíða 3
3 VerðlagseftirlitiO sem almenninp krafðist Þögn AlþýðublaDsins Málin skýrast. Ef ekki hefði staðið þannig á, þegar bráðabirgðalögin um gerð ardóm í kaupgjalds- og verð- lagsmálum voru sett, að hafin voru v.erkföll í nokkrum iðn- greinum hjer í bænum, myndu áreiðanlega allar stjettir bjóð- fjelagsins hafa fagnað þessum lögum, og talið þau mesta og heppilegasta bjargráðið, sem fengist hefur frá því að stríðið braust út. Sannleikurinn er sá, að þetta er í fyrsta skifti sem stjórnarvöld landsins taka dýr- tíðarmálin þeim tökum, sem al- menningur hefir frá upphafi gert kröfu til. ★ Gallinn á framkvæmd máls- ins var sá, segja ýmsir, að lög- in voru sett meðan verkfall stóð. Lögin hefðu þurft að koma talsvert fyrir áramótin. Því er til að svara, að þetta var ekki hægt, því að ,enginn vissi þá, að Alþýðuflokkurinn ætlaði að svíkjast frá hinni frjálsu leið í dýrtíðarmálunum. Ríkisvaldið reyndi og allar leiðir til þess að leysa kaupdeilurnar friðsam- lega, en þar hafa og vafalaust öfl frá Alþýðuflokknum staðið á móti. Verkfallsmenn, sem una því illa, að ríkisvaldið greip inn í þeirra deilu á þann hátt sem gert var geta því fyrst og fremst þakkað það ráðamönnum Al- þýðuflokksins, sem hugsuðu um það eitt, að fá pólitískan ávinn- ing af verkfallinu. Og nú eru ráðamenn Alþýðu- flokksins að reyna að telja verk fallsmönnum trú um, að þingið, sem saman kemur 15. febrúar, muni fella gerðardómslögin, stjórnin hrökklist frá og nýir menn taki við. Þetta er mesta fjarstæða, enda mun það aðallega vera Stefán píslarvottur, sem er að vona, að þannig verði gangur málsins. Stefán kunni vel við sig í ráðherrasessinum, en þess verð ur hvergi vart, að þjóðin harmi það, að hann hefir vikið þaðan. Ráðherrarnir, sem stóðu að gerðardómslögunum trygðu það að sjálfsögðu, að þingflokkam- ir, sem þeir eru fulltrúar fyrir í ríkisstjórninni væru samþykkir lögunum. Það er því alveg víst, að þingið samþykkir gerðar- dómslögin. ★ Það hefir og verið reynt að telja verkamönnum trú um, að þeir væru sviftir samningsrjett- inum. Þetta eru vísvitandi ó- sannindi. Þrátt fyrir gerðardóms lögin hafa aðilar í kaupgjalds- málum fult samningsfrelsi; lög- in leggja aðeins hömlur á hækk- hn grunnkaups. Eins og málum er nú komið, •€r vitaskuld eina rjetta leiðin fyrir verkfallsmenn, að ganga til samninga um sín mál, því að með því tryggja þeir best hags- muni sinna fjelaga. Hitt er ó- samboðið þessum stjettum, að ætla að þrjóskast gegn ríkis- valdinu og neita að hlýða lands- lögum. Þegar Alþýðublaðið hefir verið að fræða verkamenn um gerðardómslögin í kaupgjalds- og verðlagsmálum, hefir blaðið jafnan forðast eins og heitan eldinn að minnast á nokkur önn ur ákvæði laganna en þau, sem verkamönnum eru ógeðfeld. — Blaðið hefir sí og æ tönnlast á því, að grunnkaupshækkun væri bönnuð (sem þó er rangt), að verklýðsf jelögin væru svift samningsrjetti (líka rangt) og að verkföll væri bönnuð. í gerðardómslögunum eru mörg önnur ákvæði, sem öll hafa það sameiginlegt, að tryggja rjett launastjettanna, en um þau ríkir dauðaþögn í Alþýðublaðinu. Hver er ástæð- an? — * Þegar dýrtíðarmálin voru til meðferðar á aukaþinginu í vet- ur, vildu Framsóknarmenn lög- festa, að ekki yrði greidd hærri dýrtíðaruppbót en samkvæmt október vísitölunni. Sjálfstæðis- menn vildu ekki ganga inn á þetta, töldu, að með því væri gengið á rjett launastjettanna, þar eð engin trygging væri fyr- ir því, að verðlagið hækkaði ekki. Hefur og sú orðið raunin, að vísitalan hefir hækkað um 11 stig frá því í október. Gerðardómslögin leggja eng- ar hömlur á þetta mikils verða atriði. Launastjettirnar fá dýr- tíðina bætta að fullu. En um þetta þegir Alþýðu- blaðið. Sjálfstæðismenn hafa og gert þá kröfu, að fram færi endur- skoðun á þeim útreikningi öll- um, sem dýrtíðarvísitalan er bygð á og leiðrjetting gerð, ef þar skyldu koma fram veilur. * Langsamlega veigamesta á- kvæði gerðardómslaganna er án efa 5. greinin, varðandi hið almenna eftirlit með verðlagi nauðsynjavara. Ríkisstjórnin hefir nýlega birt skrá yfir þær vörur, sem bannað er að selja hærra verði en gert var í árslok 1941, nema samkv. úrskurði gerðardóms. Þessar vörur eru: Kjötmeti. Kindakjöt (nýtt og saltað), nautakjöt, kálfskjöt, hrossakjöt, hangikjöt, kjötfars, pylsur og kæfa. Fiskmeti: Þorskur, ýsa, lúða og koli (nýtt eða fryst og hvern ig sem þetta er tilreitt), salt- fiskur, harðftiskur, fiskfars, fiskbollur. Mjólk, feitmeti o. fl. Nýmjólk og rjómi, skyr, smjör, smjör- líki, tólg, jurtafeiti, mjólkur- ostur, mysuostur, egg. Kornvara. Rúgmjöl, hveiti, haframjöl, kartöflumjöl, sagó- grjón, hrísgrjón. MORGUNBLAÐIÐ Brauðvara. Rúgbrauð, nor- malbrauð, franskbrauð, súr- brauð, kringlur, tvíbökur, vín- arbrauð. Garðávextir o. fl. Kartöflur, rófur, gulrætur, rabarbari, tó- matar. Nýlenduvara. Strásykur, mola sykur, kaffi (brent og óbrent), kaffibætir, kakaó, te. Eldsneyti: Kol, koks, stein- olía, benzín, hráolía. Hreinlaetisvara: Grænsápa, stangasápa. ★ Af þessari upptalningu geta menn sjeð, að fjölmargar nauð- synjavörur, sem almenningur notar mest, eru nú þegar háðar ströngu verðlags eftirliti. Marg- ar þessar vörur hafa til þessa engu eftirliti sætt, hvað verðlag snertir. Vafalaust bætast nýjar vörur við á þennan lista, eftir því sem þörfin kallar. Alþýðublaðið hefir ekki með einu orði minst á þetta róttæka verðlags eftirlit, rjett eins og það væri ekki til. Hvers vegna ríkir um þetta dauðaþögn í Al- þýðublaðinu? Er það ekki vegna þess, að hjer er ríkisstjórnin einmitt að koma á því eftirliti með verðlagi nauðsynjavara, sem almenningur hefir frá byrj un stríðsins krafist? Jú, vissulaga er þetta þannig. Og vegna þess að þessar ráð- stafanir eru fyrst og fremst í þágu launastjettanna, þorir Al- þýðublaðið ekki að skýra frá þeim. Blaðið veit, að þegar launamenn fá rjetta vitneskju um gerðardómslögin og tilgang þeirra, hverfur öll andstaða gegn lögunum og þau verða vin- sælust allra laga, einmitt hjá þessum stjettum. Gullna hllðið Dæmafá aðsókn. Leikfjelagið hefir nú leikið leikrit Davíðs Stefánssonar, Gullna hliðið, 15 sinnum við dæmafáa aðsókn. Seljast allir aðgöngumiðar að hverri sýn- ingu svo að segja á svipstundu. Fjöldi manna hefir orðið frá að hverfa í hvert sinn, sem ekki hafa getað fengið aðgöngumiða. Leikf jelagið varð að taka upp þá reglu, að selja aðeins 4 miða í einu, vegna þess að aðgöngu- miða braskarar voru farnir að kaupa upp miða í stórum stíl og selja með uppsprengdu verði. Fá eða engin dæmi eru til þess hjer í bæ, að slík aðsókn hafi verið að leikriti, sem nú er að Gullna hliðinu. Breskt fallhlífarherlið. I íþróttasamband íþróttasamband íslands var stofnað 28. janúar 1912, og held ur því hátíðlegt þrítugsafmæli sitt nú í vikunni. Aðal hvata- menn að stofnun sambandsins voru þeir Axel V. Tulinius fyrv. sýslumaður og Guðm. Björnson fyrv. landlæknir og Sigurjón Pjetursson glímukappi. Þá hafði vaknað hjer öflug íþrótta hreyf ing, en íþróttafjelögin voru fá og höfðu litla samvinnu me§ sjer fyrst í stað. Nú sáu menn, að svo búið mátti ekki lengur standa, enda rak og annað á eftir: undirbúningur þátttöku Is lendinga í Olympíuleikunum í Stokkhólmi sumarið 1912, en Sigurjón var lífið og sálin í því máli. Varð það og fyrsta stór- málið, sem í. S. í. b.eitti sjer fyrir, að senda myndarlegan fiokk til Stokkhólms, og var tal- ið, að sú för hefði orðið oss til mikils sóma. Axel Tulinius var kjörinn for- seti þessa nýstofnaða sambands, og var það íþróttamönnum vor- um mikið happ, að eignast slík- an forystumann. Stjórnaði hann sámbandinu af árvekni og dugn aði til sumarsins 1926, eða í 14 og hálft ár. Þá tók við for- ustunni núverandi forseti I. S. í., Benedikt G. Waage kaupmaður og hefur hann verið forseti sam- bandsins óslitið síðan, en alls hefur hann setið í stjórn sam- bandsins í 27 ár, og mun engum gert rangt til, þó að sagt sje, að öll þessi ár hafi hvílt á hon- um meiri vinna fyrir sambandið en öðrum stjórnendum þess. — Margir aðrir góðir menn hafa lagt hjer hönd að verki, svo sem dr. med. Halldór Hansen, ,er sat í stjórninni 11 og hálft ár, Guðm. Björnson landlæknir, sem var í stjórn 10 fyrstu starfs árin, og ýmsir aðrir, þótt eigi sje hjer nefndir. íþróttasamband íslands hefur verið brjóst og skjöldur íþrótta- málanna í þrjá áratugi. Hefur margt þokast áleiðis á þessu íslands 30 ára. tímabili fyrir atbeina sambands ins, en margt er þó ógert og margt hefði mátt fara b.etur, og er það engum ljósara en þeim, sem starfað hafa í stjórn sam- bandsins. Veldur því margt, m. a. fámenni og strjálbýli og tóm- læti ýmissa aðilja, sem íþrótta- starfsemin á mikið undir. Stjórn í. S. I. er nú þannig skipuð: Benedikt G. Waage, forseti, en meðstjórnendur Er- lingur Pálsson yfirlögregluþjónn Frímann Helgason afgrm., Sig- urjón Pjetursson fulltrúi og Þór- arinn Magnússon skósmíðameist ari. Efnir stjórnin til mannfagn- aðar á afmælisdaginn, 28. jan- úar, en íþróttasýningar í sam- bandi við afmælið munu verða síðar. P. S. Á undan tímanum. I norska útvarpinu frá Lond- on var nýlega sögð þessi saga, eftir manni, sem fyrir skömmu hafði verið í Berlín: I hópi manna, sem stóð fyrir framan aðgöngumiðasölu að kvikmyndahúsi, þar sem seldur var aðgangur að dýrustu sæt- unum, stóð maður .einn mjcg tötralega klæddur. Stakk klæðn aður hans í stúf við fatnað þeirra, sem í þessum hópi voru, og hafði dyravörður, sem þarna var, orð á því við hinn klæðlitla öreiga, að hann myndi hafa vilst að skakkri aðgöngumiðasölu. Ætlaði dyravörðurinn að vísa þessum fátækling þangað, sem ódýru aðgöngumiðarnir voru seldir. En maðurinn brást reiður við, þegar vikið var að klæðnaði hans. „Jeg er“, sagði hann, „aðeins þessu eina ári á undan tíman- um. Eftir eitt ár v.erða allir Þjóð verjar eins útlítandi og jeg er nú“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.