Morgunblaðið - 21.08.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.08.1938, Blaðsíða 5
TSunnudagur 21. ágúst 1938, MORGUNBLAÐIÐ \ —— JjporgtmMaðið --------------------------- Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjðrar: Jðn Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgOarmaBur). Auglýsingar: Árnl 6la. Ritstjðrn, auglýsingar og afgrelBsla: Austurstrœtl 8. — Slml 1600. | Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuBi. i lausasölu: 15. aura eintakiB — 25 aura meB Lesbðk. HITAVEITAN OG ALÞYÐUBLAÐIÐ verjum er Alþýðublaðið að ojóna með skrifum sínum ---fyr og síðar — um hitaveitu .Reykjavíkur? Ekki getur blaðið verið að þjóna íbúum bæjarins og síst verkalýðnum í bænum. Hver einn og einasti íbúi Reykjavíkurbæjar vill hitaveit- una. Verkamenn eru þar engin undantekning, síður en svo. — ,'Sennilega hafa engir meiri þörf hitaveitunnar en einmitt verka- mennirnir. Fyrst er nú á það að líta, að hitaveitan myndi færa verka- mönnum aukna atvinnu, sem næmi mörgum miljónum króna. Þetta er máske smávægilegt í „augum burgeisa Alþýðuflokks- ins, sem sitja í feitum embætt- um við kjötkatla ríkissjóðs. En þetta myndi vera hreinn hval- reki á fjörur verkamanna bæj- .arins. Og hitaveitan sjálf; hún yrði *ekki síður kærkomin á heimili •verkamanna. Eða hvernig held- ur Alþýðublaðið, að umhorfs yrði á þúsundum heimila verka- i manna í þessum bæ, ef kola- verðið skyldi einhvern tíma eiga eftir að komast upp í 100—200 ---300 krónur tonnið? Myndi þá , ekki vera gott fyrir verkamenn, ; að hafa rennandi, heitt vatn úr iðrum jarðar í miðstöðvarofn- íunum? ★ ' Hversvegna er Alþýðublaðið •_æ ofan í æ að ljúga því að les- er.dum blaðsins, að sænski verk- fræðingurinn hafi talið rann- : sóknir og áætlanir verkfræðinga i bæjarins á hitaveitunni einbera • vitleysu og að engu hafandi? Og hversvegna bætir Alþýðu- i blaðið þeirri lýgi ofan á, að • sænski verkfræðingurinn hafi rtalið að nægilegt vatn væri ekki til á Reykjum, til þess að hita tbæinn? Alþýðublaðið hefir þó í hönd- i um skýrslu sænska verkfræð- ingsins, sem sýnir og sannar, að ’jnunurinn á áætlun hans og verkfræðinga bæjarins er að »eins 4 %. Það er alt og sumt! 1 sömu skýrslu segir sænski verkfræðingurinn, að hann telji það vatn, sem þegar er fyrir hendi á Reykjum nægilegt til -'ð hita allan bæinn, innan Hringbrautar, með því að nota hitamiðstöð, sem kynt verði með kolum mestu frostdagana. Það er álit sænska verkfræð- ingsins, að það sje miklu hag- kvæmara og gefi miklu betri útkomu á fyrirtækinu, að hafa slíka hitamiðstöð í stað þess að nota eingöngu heita vatnið mestu frostdagana. Á þetta sama bentu verkfræðingar hjer síðastliðinn vetur. Sænski verkfræðingurinn bendir rjettilega á, að rann- sóknir þær á meðalhita í Rvík, sem gerðar hafa verið undan- farin ár sýni, að köldustu mán- uði ársins (janúar—febrúar) sje meðalhitinn h- 1°. Það sjeu því aðeins örfáir dagar, sem grípa þurfi til hitamiðstöðvar- innar. ★ Hversvegna erB Alþýðublaðið að ljúga því, að sænski vérk- fræðingurinn telji útilokað að meira vatn fáist á Reykjum, og þessvegna sje hann í áætlun sinni með hitamiðstöðina? Það kemur þó skýrt og skil- merkilega fram í skýrslu sænska verkfræðingsins, að upp ástungan um hitamiðstöðina byggist fyrst og fremst á því, að með henni myndi hitaveitan gefa meiri arð. Sænski verkfræðingurinn vill hagnýta heita vatnið til hins ýtrasta, og telur óþarfa eyðslu, að nota það eingöngu til upp- hitunar þá fáu daga, sem frost eru hjer mest. Af sömu ástæðu er það, að ænski verkfræðingurinn slepp- ir ekki hitamiðstöðinni í áætlun sinni fyrir 325 sek. lítra hita- veitu, sem þó nægði fyllilega til að hita upp allan bæinn, einnig mestu frostdagana. En þá vill sænski verkfræðingurinn færa veituna út í nánustu út- hverfi bæjarins, utan Hring- brautar, því að með því myndi fyrirtækið gefa enn meiri arð. ★ Alþýðuflokkurinn hefir átt aðalfylgi sitt hjer í Reykjavík. Hitaveitan er mesta velferðar- mál allra Reykvíkinga, og ekki síst verkamanna, sem myndu fá feikna vinnu um leið og ráð- ist væri í framkvæmdir. Finst ekki verkamönnum bæjarins skrif Alþýðublaðsins furðuleg í þessu langstærsta velferðarmáli þeirra? Er þeim það ekki hulin ráðgáta, hverj- um Alþýðublaðið er að þjóna með rógsskrifum sínum um hita- veituna? Umræðuefnið í dag: Slysið við Tungufljót. Lund skipstjóri á „Lyra“ heiðraður Osló í gær. ráðuneytisfundi í dag var samþykt að veita Jacob Lund skipstjóra á Lyru Robins- s j óðs- b j ör gunarver ðlaunin fyrir 1938, fyrir að bjarga í Norðursjó 23. janúar 1937 áhöfninni, sex mönnum af sænska fiskikúttern- um Norrlandi. (NRP — FB). Betanía. Samkoma verður í kvöld kl. 8 y2. Ólafur Ólafsson kristniboði talar. Allir velkomnir. 5 1 — H eykjavf kurbrjef — - 20. ágúst---- Síldarvertíðin. ann 13. ágúst, á laugardaginn var, var bræðslusíldaraflinn rúml. 1 miljón hektólítrar. Er það helmingur ársaflans í hinu mikla síldarári í fyrra, en % af þeim afla sem kominn var á land á þeim tíma. Nú halda sjómenn því fram, að óvenjulega góðar horfur sjeu á því, að síldarafli lialdist með lengra móti fram á haustið. Marka þeir það ef til vill að nokkru leyti af því, að síldarmagn hefir undanfarnar vikur verið alveg ó- hemjumikið og óvenjulega mikið fyrir Norðurlandi. En þó er annað sem er meira virði í þessu tilliti. Síldin kom seint í ár. Og hún hef- ir verið og er enn óvenjulega mög- ur. Það er alment álit sjómanna, er þeir marka af reynslu uudan- farinna ára, að sje síldin orðin mjög feit, þá sje liætt við að hún hverfi af miðunum, en veiði hald- ist fremur, sje hún mögur. Sumarið 1935 var síldin óvenju- lega feit snemma sumars, svo hún var fullltomlega nægilega feit til söltunar í miðjum júlí. En þá tók fyrir veiði óvenjulega snemma. Hvort þær vonir rætast, að veiði haldist lengi frameftir í ár, fer mjög eftir því, að því er kunnug- ,ir segja, hvernig fer um höfuð- dagsstraumana. Menn hafa veitt því eftirtekt, að í veðrabrigðum sem þá verða oft á Norðurlandi, hefir síldin liorfið að miklu leyti, þó vel hafi veiðst fram að þeim tíma. Haklist veiði fram yfir höf- uðdag, gera menn, sjer miklar von- ir um að vertíðin verði ekki snubb- ótt. Óvenjulegt síldarmagn. Alt að því mánaðartíma fram- an af síldarvertíðinni var veiðin ákaflega lítil að þessu sinni. En síðan fór að veiðast að marki, þegar vika var eftir af' júlí, hefir svo mikil síld verið fyrir Norður- landi, að sjómenn telja það alveg óvenjulegt. Síldarmagnið hefir oft verið svo mikið, að það hefir blátt áfram gert veiðimönnum erfitt fyrir. Sjómenn hafa skýrt svo frá: Þó þeir liafi kastað fyrir torfur, sem á yfirborðinu hafa sýnst litlar, þá hefir svo mikið af torfunni verið neðan við yfirborð, eða torfan ver- ið svo þykk, að margfalt meira magn hefir komið í nótina, en menn liafa átt von á, svo veiði- menn liafa oft átt ákaflega erfitt með að ráða við síldina, stundum hafa næturnar rifnað af þunga síldarinnar, og komið hefir það fyrir, að gripið hefir verið það örþrifaráð, að skera á nótina og hleypa síldinni út, til þess að ná þó minsta kosti nótinni, þegar við ekkert varð ráðið á annan hátt. Mönnum hefir virst síldin líka vera óvenjulega þung í sjónum á þess- ari vertíð, en ekki getað gert sjer grein fyrir hvernig á því hefir staðið, orsökin kannske sú, að vegna þess hve hún er horuð, drepst hún fyr í nótinni en ella. Þessir erfiðleikar, sem hjer hef- ir verið lýst koma vitanlega fyrir oft og einatt á öllum síldarvertíð- um. En kunnugir segja, að óvenju- lega mikið hafi borið á þessu í sumar. Stóru næturnar. á hafa síldveiðimenn oft haft, við þá erfiðleika að stríða, að síldin hefir vaðið á svo grunnu vatni, að þegar veiðimenn hafa ætlað að snurpa hana, þá hafa næturnai’ rifnað í botni. Síldar- nætur þær sem stærstu veiðiskipin nota eru nú orðið alt að því 38 faðmar á breidd, svo ekki er hægt að koma þeim við þar sem ekki er meii’a dýpi. Til þess að varast að ldeypa sjer í vandræði með því að fá meira af síld í næturnar, en menn búast við eða ráða við, þá hafa síldveiðimenn tekið það ráð, að sneiða hjá að kasta á torfur, sem eru litlar á yfirborðinu, en kast- að lieldur á stærri torfur, sem þá sennilega eru allar uppi, og sneitt af þeim mátulega iitskækla í liverju kasti. En skiljanlegt er, að það hlýtur að vera freistandi, að reyna að ná sem mestu í einu, ekki síst þegar menu liafa sveim- að um öll mið viku eftír víkn framan af vertíð og litla sem enga veiði fengið. Yfirleitt hlýtur þessi síldarver- tíð að liafa verið ákaflega erfið fyrir sjómenn. Fyrst sú raun að fá engan afla að kalla vikum saman, og síðan þrotlaust erfiði við að glíma við síldina, sem er orðin svo mikil, að hún reynist lítt viðráðanleg. Skamt öfganna á milli, þar sem síldin er. Vantar olíugeyma. Verðið á síldarlýsi er enn mjög lágt, og má segja að það sje lítt seljanleg vara. En eftir þessa löngu aflahrotu er geymslupláss fyrir síldarlýsi mjög á þrotum við sumar verksmiðjurnar. Við verk- smiðjur ríkisins á Siglufirði liefir t. d. jafnvel verið talað um, að safna lýsi í hina svonefndu „gull- kistu“, en það er hin margumtal- aða síldarþró Gísla Halldórssonar, þegar allir geymar eru orðnir fullir. Takmarkið verður að vera það, að tíl sjeu i landinu geymar fyrir ársframleiðslu lýsisins. Því meðan svo er ekki, þá verður að senda út lýsið þessar vikur, rneðan véiðiíi stendur yfir, annað hvort til þess að selja það þá, hvernig sem verðið er, í þann svipinn, ellegar kosta Jiarf upp á geymslu á því í útlöndum. Er hætt við, að meðan kaupendur vita, að lýsið verður að fara hjeðan, svo að segja „npp á stundina“, geti þeir notað sjer af þessum vandræðum. Doktorsritgerð Halldórs Pálssonar. yrir nokkru er dr. Hall- dór Pálsson frá Guðlaugs- stöðum komínn hingað heim, eftír að hafa lokið doktorsvörn við Edinborgarháskóla. Hins og áður hefir verið minst á hjer í blaðinu, fjallar doktorsritgerð hans um kjötgæði. Hefir hanu lagt í rit- gerð þessa feikimikið verk, enda er Halldór eljumaður mikill. Rannsóknir lians lúta aðallega að því, að hann hefir gert mjög ítarlegar og margbrotnar mæling- ar á líkamspörtum og skrokkum ýmsra fjárkynja. Hefir lianu sett mælingar þessar í ákveðið kerfi, þannig, að eftir þessum málum er hægt að meta gæði einstakra kjöt- skrokka og fjárkynja í hedd sinni. A mælingum þessum hefir hanu bygt sjálfstæðar rannsóknir á sato- anburði holdafjárkynja, sem b'era vott um rnikla skarpskygni og ríka athugunargáfu. Er ekki að efa, að dr. ILalldór er fróðastur Islendinga á sínu sviði. Verkefni. ann er nú genginn í þjón- ustu Búnaðarfjelags ís- lands, sem ráðunautur í sauðfjár- rækt. Verkefni lians verður nú að ákveða að hve miklu leyti er reyn- andi, með þeirri meðferð sem ís- lenska fjeð fær, að kynbæta það, og gera úr því verðmætara af- urðafje. Nokkrar bendingar eru um það m. a. í einblendingsdilk- unum norðlensku, sem hann hefir tekið með í samanburði í doktors- riðgerð sinni. Mjög telur Halldór að bændur verði fyrir miklu afurðatjóni er þeir leggja langa rekstra á slát- urfjeð, enda eru menn alment farnir að gefá því gaum. Þá er það naumast, að menn geri sjer eins mikla grein fyrir því sem skyldi, hve fjeð missir mikið við reksturinn. Væri mjög æskilegt, að gerðar yrðu nákvæmar tílraunir með þetta. Þær yrðu ekki kostnaðar- samar. Að taka jafna fjárhópa, reka annan en slátra hinum á staðnum eða flytja á bíl og sjá msimuninn nákvæmlega á frálag- inu. En þó yrði sá samanburður ekki fullkominn, nema gerður yrði einnig samanburður á því, hvern- ig kjötíð geymist af því fje sem rekið var, og hinu sem lógað var ólúnu. Skemtileg at- vinnugrein. uður í Fossvogi, í Trjárækt- arstöð Skógræktarfjelagsine, var fyrir nokkrum árum sáð all- miklu birkifræi. Af fræi þessu er nú komin upp mikil mergð birki- plantna, sem fjelagið fyrst gróð- ursetur í reiti þar sem plönturnar geta dafnað í nokkur ár, áður en þeim er dreift út um landið. En þar eð Skógræktarfjelagið hefir ekki mikil fjár- eða mann;;- ráð, má búast við því, að eftir- spurnin eftir birkiplÖntiim veroi meiri, en f jelagið getur fullnægt. Því væri það mjög æskilegt, ef menn, sem víðast uin landið tæftju sig til og sáðu birkifræi, tíí þess á iiæstu árum að geta hjálpað náunganum um birkiplöntar í hundraða og þúsundatali. Fyrir- höfnin er lítíl. Eigi þyrfti að selja hverja plöntu háu verði, til þéss að öll fyrirliöfn borgaði sig. Aðferðin. ðferðin við birkisáninguaa er í stuttu máli þessi: í deigu graslendi er grasrót skorin af á smáblettum eins og litlar túnþök ur á stærð, en svo þunnar eru þökurnar, að eigi er allri rótinni flett af, svo jarðvegurinu er vel samloðandi í sárinu. Sáningin fer þannig fram, að FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.