Morgunblaðið - 06.07.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.07.1933, Blaðsíða 4
MO8GON8LÁ Í li Smá-auglýsingar| ■umigify" srasmsaBaM«l Glæný smálúða, ásamt mörgu fleira. Símar 4456, 2098 og 4402. Haflii Baldvinsson. Nýr Silungur. Nordalsíshús. — Sími 3007.___________________ Morgunblaðið fæst á Laugaveg 12. _________________________ MorgunfclaSið fæst keypt í Oafö r/anur við Barónsstíg- Lax fá að veiða, þeir sem búa í Þrastalundi, á ca. 2 kílómetra svæði, í Soginu, án endurgjalds. Kjötfars úr nýju nautakjöti og fiskfars heimatilbiiið fæst daglega á Fríkirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Hjartanlegar Dakklr er mjer ljúft og skyit að votta ölium þeim, er á einn eða annan hátt glöddu mig á áttræðisaf- mæli mínu 24. júní s.l., Og sjer- staklega þakka jeg þá stórhöfð- inglegu gjöf (útvarpsviðtæki) er mjer þá barst frá einhverjum, sem ekki hefir viljað láta nafns síns getið, og með þessu vill ljetta sem unt er min æfikjör þar sem jeg sökum vanheilsu minnar hefi ekki komist út af heimili mínu í nær 15 ár. Bið jeg góðan guð að blessa alstaðar og ávalt öll fyrirtæki slíkra velgerðarmanna minna. Hólmfríður Magnúsdóttir. Austurgötu 13, Hafnarfirði. $v/\iiA /MJÖR L1KÍ hefir verið og er eingöngu framleitt úr jurtaolíum off auk þess blandað rjóma, smjöri og- eggjarauðu. Þrír bílar flytja bað daglega ný- strokkað til kaupmanna bæj- arins. Notið bað besta! Biðjið um Svana - smjörlíki. •#•••••••••••••••••••••< f Smábarnafðt. Í mikið nrval. • Gott verð. 1 VOrnhúsið. í brekkunni sunnan við Klepps- veginn, á vegamótunum til Vatna- garða stóð geysimikill mannfjöldi, er bíll Balbo og forsætisráðherra kom þangað. Laust mannfjöldinn upp fagnaðarópi er Balbo bar þar að. Hið sama endurtók sig hvað eftir annað, er fjelagar hans komu þangað í seinni bílum. Balbo ráðherra gefur skýrslu Balbo ók að Hótel Borg. Þar gista og um 60 af fjelögum hans. Er hann hafði skamma stund þar verið, Ijet hann það boð út ganga, að hann væri fús til að hafa tal af blaðamönnum. Blaðamenn erlendir og innlendir gengu á fund hans. Þar lagði hann fram svohljóðandi ferðaskýrslu: Frjettastofa Stefani — Róm. Veðurskeyti þau, sem í morgun bárust yfirstjórn flugleiðangursins, töldu örugt að draga myndi úr lægðinni við strendur írlands og að lægðin á leiðinni myndi hjaðna, eri þó myndi iægðarmiðjan við norðvesturströnd Grænlands hald- ast. — Af ótta við það að Verða veður- teptir, ljet fararstjórinn kl. 11 eft- ir Greenwieh-tíma bera þau boð til áhafnanna að fara um borð í flug- vjelarnar og leggja af stað, og hófst brottförin kl. 11.45 með því að flugdeild fararstjórans hóf sig til flugs. Kl. 12.07 var allur flug- flotinn kominn af stað og kom til Bvíkur kl. 17.55, og hafði flogið með meira en 245 km. meðalliraða á klst. Tvo fyrstu tíma flugsins var bjart veður með hægum vindi úr suðaustri, en á 3ja tímanum mættu flugvjelarnar þokuhökkum, sem náðu yfir nálega 350 km. svæði. Flugvjelarnar flugu 150 km. yf- ir sjálfri þokunni, en það sem eft- ir var, eða 200 km., flugp þeir í blindni, því að þokan rann þá saman við skýin. Það sem eftir var flugsins var veður óstöðugt, sterkur vindur af suðvestri, stór- sjór. rigning og lág ský. Af þess- nm veðurskilyrðum leiddi, að strendur íslands sáust ekki fyr en flugvjelarnar voru yfir þeim. — Þrátt fyrir allmikinn vind tók lendingin ekki nema 15 mínútur. Flugforinginn gerir ráð fyrir nokkurra daga dvöl í Reykjávík vegna slæms veðurútlits“. Skýrsla þessi er fáorð og er hún samin sem opinber tilkynning til Stefani-frjettastofu. Ekkert er þar sagt um álit Balho ráðh. á ferðinni. En það leyndi sjer ekki, að hann var ánægðnr með daginn. Hann flýr frland vegna þess að hann óttast að verða þar veðurteptur. Flugsveit hans fær alskonar ílskn veður, þoku, misvindi og storm. Við suðurströnd íslands var í gær vindhraði 80 km. á kLst. af suð- vestri. En öllu reiðir vel af. Eng- um hlekkist á. Flugvjelarnar1 halda svo til hópinn. Vestmannaeyjar sá Balbo fyrst. Dáðist hann að fegnrð þeirra úr lofti sjeð. / Um kvöldið. Og það sagði einn fjelaga hans hlaðinu í gær, að í sínum hóp ljeti Balbo í ljós ánægju sína yfir því sem hann þegar hefði sjeð af ís- Ienskum móttökum. Er þeir ftalir vorn sestir að kvöldverði að Hótel Borg í gær- kvoldi, og Balbo ráðherra kom þeirra síðastur inn í salinn stóð ,einn gestanna, sem eigi var í ftala hóp, npp og stjórnaði fagn- aðarhrópi fyrir Balho, ítalíu og flugleiðangrinum., en flugmenn svöruðu með einkennishrópi sínu. Er það kallmerki flugstöðvarinn- ar í Ortebello. Varð eigi annað 'sjeð á hinum ítölsku gestum, en að þeir kynni vel við sig í hinum íslenska höfuðstað í gærkvöldi. Ekkert verður að sjálfsögðu sagt um brottför flugsveitarinnar. En svó mikið var víst, í gærkvöldi, að eigi verður hugsað til hrott- ferðar í dag. T dag bíður ríkisstjórnin Balbo ráðherra og öðrum foringjum flug sveitarinnar í bílferð; en óvíst var í gær- hvert verður farið. í kvöld heldur forsætisráðherra þeim veislu að heimili sínir. Dagbók. Veðrið (miðvikudagskv. kl. 5) : Vindur er SV-lægur um alt lanú með skúrum og 10—13 st. hita á S- og V-landi. Á N- og A-landi er víðast þurt og sumstaðar hjart veður og- hiti alt að 15 st. Við S-Grænland er ný lægð sem mun valda S-lægri átt og nokkurri rigningu á S- og V-landi á morgun. Veðurútlit í Rvík í dag: S-kaldi. Rigning öðru hvoru. Háflóð í Rvík kl. 16.45. Ægir 6. tbl. er nýkominn út. Þar eru m. a. leiðbeiningar fiski- matsmanna um fiskverkun, grein eftir Sig. H. Pjetursson gerlafræð- ing um rauða jarðslagann í salt-, fiskinum o. m. fl. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Klukkusláttur. Grammófón- tónleikar: Tschaikowsky: Fiðlu- konsert í D-dilr. (Miseha Elman og Symphoníuorkestrið í London, Jolin Barbirolli). 20.30 Erindi um skógræktarmál. (Hákon Bjama- son). 21.Frjettir. 21.30 Tónleikar. Bifreiðaskoðunin. í dag eiga að koma til skoðunar bifreiðar og bifhjól R E 201—250. Þórólfur lagði á stað hjeðan í gær, á síldveiðar. Einar Einarsson hóndi að Garðs- auka í Rangárvallasýslu, er stadd- ur hjer í bænum. Hann segir, að bændur þar eystra sje nýbyrjaðir að slá, spretta sje ágæt og hey- skaparhorfur góðar, ef nú skyldi breyta um tíð. Eggert Stefánsson sönsvari var meðal farþega á Brúarfossi. Goðafoss kom að norðan og vest an í fyrradag. Meðal farþega voru Árni Gíslason, Finnhogi R. Þor- valdsson verkfræðingur, N. Mon- herg, Halldór Guðmundsson, Stein grímur Einarsson og frú, Ólafur Pálsson, Sæmundur Stefánsson, Guðm. Signrðsson, Magnús Ein- arsson, Egill Egilsson, Halldór Einarsson, Tngi Halldórsson, Jó- hannes Hjálmarsson o. m. fl. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- herað trúlofun sína á ísafirði Anna Pálsdóttir frá Evrarhakka og Ólafur Þorbergsson vjelstjóri frá Bíldudal. Fundnr yfirfiskimatsmanna var nýlega haldinn hjer í Reykjavík, en slíkur fundur hefir ekki verið haldinn síðan 1931. Á fundinum voru tekin fyrir ýmis mál, er snerta fiskimat og fiskverkun og var öllum fundarmönnum það ljóst, að vjer íslendingar verðum að leggja fram vora ítrustu krafta, ef vjer eigum að standast sam- kepni þá, sem nú er á heimsmárk- aðnum, og vanda sem allra best verkun fisksins. Þá voru samndar leiðbeiningar fyrir fiskimatsmenn til þess að reyna að samræma fisk- matið um land alt. Enri fremur vár samin reglugerð um merkingu fiskumbúða og hefir hún nú feng- ið staðfesting stjórnarinnar. Knattspyrnukappleikur fór fram síðastl. sunnudag á Akranesi. Kept var tfm knattspyrnubikar Akra- ness. Keppendur yoru: Knatt- spyrnufjel. Akraness og Knaft- spyrrmfjel. Kári. Knattspyrnufjel. Akraness vann með 2:1 og er þar með talið besta knattspyrnufjel. Akraness. Dómari var Axel And- rjesson. Um kvöldið hjeldu fje- lögin dansleik í samkomuhúsi bæj- arins og var þar saman komið á annað hundrað manns. Kennari Axel Andrjesson hjelt ræðu fyrir minni knattspyrnuíþróttarinnar og afhenti sigurvegurunum gripinn. íþróttamótið 17. júní. Verðlaun fyrir íþróttaafrekin þar verða af- hent í kvöld kl. 10 í K. R.-húsinu. Alt íþróttafólk er velkomið. Á eftir verðiu' stiginn dans. Ferðafjelag íslands efnir til skemtiferðar austur á Heklu á sunnudaginn kemur, og verður lagt á stað á laugardaginn, ef veðurútlit verður sæmilegt, og gist um nóttina að Galtalæk. Þaðan verður farið á hestum upp í hesta- rjett á Heklu, en síðan gengið á Heklutind og er það um 4 km. vegur, en bratt nokkuð. Þyki skygni af Heklu ekki gott á sunnudagsmorgun verður riðið upp með Þjórsá að austan að Þjófa- fossi og Tröllkonuhlanpi. Vegna hestaútvegunar verða. þátttakend- ur að gefa sig fram fyrfr kl. 7 í kvöld á afgreiðslu ,,Fálkans“. Farþegar með Goðafoss frá Rvík í gær til Hull og Hamborgar: Emil Nielsen frkvstj., Egill Vil- hjálmsson, Guðrún Sveinsdóttir, Katrín Viðar, Aðalbjörg Sigurð- ardóttir, Sigurhjörn Á. Gíslason, Þóra Árnadóttir, Inga Hoffmann, Sesselja Sigurðardóttir, P.jetur Sigurjónsson. 35 Goodtemplarar fóru hjeðan með Goðafossi í gærkvöldi til Vest mannaeyja til að sitja Stórstúku- þingið. Sundkensla barna í Reykjavík. Á fundi slcólanefndar 4. þ. m. var lagt fram brjef leikfimiskennar- anna Valdimars Sveinbjörnssonar og Vígnis Andrjessonar um fyrir- komulag sundkenslu skólabarna. Samþykti skólanefnd að börnum verði kent sund í flokkum á nám- skeiðum, að kent verði 10 stundir 4 dag og hvert námskeið standi 3 vikur. Ennfremur samþykti skólanefnd að mæla með því, að Júlíus Magnússon verði settur sundkennari við Miðbæjarskólann frá 1. okt. n.k. Skipafrjettir. Gullfbss er í Kaup mannahöfn. Goðafoss fór til Hull og Hamborgar í gærkvöld. Brúar- foss er í Reykjavík. Lagarfoss fór frá Kaupmannahöfn í fyrradag, áleiðis til Leith. Dettifoss fór frá Hull í fyrradag, áleiðis til Reykja víkur. Selfoss er í Leith. Noregsför skólanemenda. Að til- hlutnn Norræna fjelagsins fara hjeðan í lcvöld með „Lyra“ þessir nemendur í skemtiför og námsför: Ur Mentaskólanum: Ásta Helga- dóttir, Birgir Guðmundsson, Björg Ellingsen, Dagný Ellingsen, Ing- unn Hermannsson, Jónas Pjeturs- son, Jórunn Viðar, Katrín Ólafs- dóttir, Ólafur Guðmundsson og Pjetur Thorsteinsson. Frá Versl- unars’kólannm: Betzy Petersen, Martha M. Jóhannsdóttir, Sigríð- Tfi Bsrgarfjarðar cg Borgaroess alla mánudaga os: fimtudaga.. Símar 1216 Ctvær línur). „Ama“ Siatbra&ð. Pk. 0.50. Þeir, sem kaupa trúlofunarhringa hjá Sigurþór verða altaf ánægðir. ur Pjetursdóttir, Stella Petersen: og Þuríður Jóhannsdóttir. Frá Gagnfræðaskóla Reykvíkinga: Ef- einía Georgsdóttir, Hjördís Pjet- ursdóttir, Magnús Helgason og Ólafnr Georgsson. Frá Laugar- vatnsskóla: Ragnhildur Stefáns- son. Frá Landakotsskóla: Sigrid Mogensen. Frá kvöldskóla: Ás- laug Oddsdóttir, Gerda Höýdal og Hulda Höydal. Frá Kvenria.sk-ólan- Um: Tonny Múller. Fararstjórar eru Arngrímur Kristjánsson kenn- ari, Sigríður Magnúsdóttir kenslu.- kona og Þórunn Magnúsdóttir. Kvikmyndasalur Austurbæjar- skólans. Skólanernd hefir samþykt að fara þess á leit við hæjarráðr að gerðar verði ráðstafanir til þess; að koma kvikmyndasalnum í lag. á þessn sumri. Sjálfstæðisflokkurinn hefir skrif stofu í Varðarhúsinu við Kalk- ofnsveg og er hún opin alla daga. Þar liggur kjörskrá frammi og- þar eru gefnar allar upplýsingar er kosningarnar varða. Sími skrif- tofunnar er 2339. Siálfstæðiskjósendur utan af 'ándi, sem dvelja í bænum og eiga kosningarrjett í öðrum kjördæm- um, og búast, ekki við að verða komnir heim fyrir kjördag, eru ’mintir um að kjósa lijer hjá lög- manni og senda atkvæðin til við- 'unandi kjörstjóma tímanlega. Geta þeir snúið sjer til skrifstofu Sjálfstæðismanna í Varðarhúsinu um upplýsingar þessu viðvíkjandL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.