Morgunblaðið - 06.07.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.07.1933, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Stjómarskrármálið og ko5ningamar 16. júli. Kafli úr útsarpserinði lóns Porláfcssonar. Kosningarnar 16. júlí eiga fyrst vg fremst fram að fara vegna stjórnarskrármálsins. Þær eiga að skeva iir því, hvort landsmenn vil.ja aðhyllast þær breytingar á sí.jórnar skránn i, sem samþyktar vcrn á síðasta þingi. Aðalbreyt- ingarnar eru þessar: Færsla aldurstakmarks fyrir kosningarrjetti vir 25 árum, niður í 21 ár. Burtfelling ákvæðisins um að skuld fyrir þeginn sveitastyrk varði missi kosningarrjettar. Niðurlanging landskjörsins, sem nú er, en í þess stað komi alt að 11 jöfnunarþingsæti til skifta milli þeirra fiokka, sem bera færri þingsæti úr býtum við kjördæma- kosningarnar, en þeim ber að til- tölu við kjósendaf jölda. -Tafn- fiamt sje þiilgmönnum Eeykjavík- tii' fjölgað um tvo. Innan Sjálfstæðisflokksins er fult samkomulag um það, að stvð.ja þessa stjórnarskrárbreytingu. Þó eru S.jálfstæðismenn engan veginn ánægðir með ákvæðin um kosn- íngatilhögunina, því að þau full- nægja ekki þeirri kröfu flokksins, uð kosningarrjettur landsmanna verði jafn, svo að hverjum þing- flokki verði trygð þingsætataia í fullu samræmi við kjósendafylgi hans. En þetta stjórnarskrárfrum- varp felur í sjer svo miklar um- bætur frá því misrjetti, sem nú er rikjandi í þessum efnum, að Sjálfstæðisflokkurinn vill sam- þykkja það, og telur að með því sje stigið vænt spor áleiðis í átt- ína að því marki, sem flokkurinn befir sett sjer, en það er full- komið jafnrjetti kjósendanna. Mál þetta var samþykt með svo miklu atkvæðamagni á síðasta þingi, að í rauninni ætti ekki að vera nein hætta á ferðum fyrir málið við þessar kosningar. Þó eru til sterk öfl, sem vilja málið feigt, einkanlega hjá Tímadeild Framsóknarflokksins. Ef þessum öflum afturhaldsins tekst að stöðva þetta mál, þá er umráða- rjettur almennings í landinu yfir málum þjóðarinnar í bráðum voða. Með núverandi kosningatil- högun er rjettur landsmanna til áhrifa á skipun Alþingis orðinn svo misjafn, að ekki er nokkur von til að menn uni lengur við slíka skrípamynd af lýðræði. — Hinsvegar er einræðisstefnan í hraðri uppsiglingu í Norðurálf- unni, og má nú lieita komin að bæjardyrunum hjá okkur, eftir að hún er orðin algerlega ofan á í stofnlandi og liöfuðbóli hinn- ar germönsku þjóðkvíslar, í Þýska- landi s.jálfu. Sagan sýnir, að allar slíkar hreyfingar utan frá berast upp að ströndum vorum og leita hjer landtöku. Ekkert afl er megn- u gt þess að verja. ]and vort fyrir slíkri öldu, annað en jafnrjettis- hugsjón lýðræðisins. Jafnan rjett við aðra landsmenn á hver maður að geta látið s.jer nægja. Ef grund völlur jafnrjettisins er yfirgefinn. og misrjettinu ætlað að ráða, þá endar þetta óhjákvæmilega með einræði í höndum þess eða þeirra, sem liafa hesta aðstöðu til þess að nota misrjettið, beita þvi. Þess vegna eru þau öfl, sem nú vilja hindra framgang stjórnarskrár- málsins beinlínis að hrinda frelsi og sjálfsforræði almenninsg í landinu út í opinn voðann. Þess vegna ber kjósendunum fyrst og fremst að varast það við þessar kosningar, að gefa atkvæði sitt þeim frambjóðendum, er greiddu atkvæði á móti stjórnarskrármál- iru á síðasta þingi, og þeim, sem eru líklegir til að leggjast á móti því á næsta þingi. Allir fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins munu fylgja þessari stjórnarskrár breytingu, ef þeir verða kosnir á þing. Lœknaþingið. V’ðskFtamálaráðstefnan. London, 5. júlí. United Prcss. F1.L Aðalnefnd viðskiftamálaráðstefn unnar frestaði fundum sínum í gær til kl. 10 árd. á fimtudag. — ■Cirdell Hull hefir gefið út nýja dilkynningu um stefnu Roosevel'ts í gjaldeyris- og verðhækkunar- málunum. — Bankastjórar aðal- bankanna í Evrópu koma saman á fund í París á laugardag, ef til vill á föstudag, til þess að ræða xim hvaða ráðstafanir sje hægt að gera til þess að komast hjá sumum afleiðingunum af stefnu Roose- velts. Litvinoff, fyrir Rússlands hönd, <>g fulltrúar Tjekkóslóvakíu, Jú- •róslafíu, Rúmeníu og Tyrklands, hafa undirskrifað sáttmála, til skýringar á því hvað telja beri árásir, og er sáttmálinn hliðstæð- ur átta velda samningunum, sem undirskrifaðir voru á mánudag, nieð viðbótarákvæði um boð til allra þjóða að skrifa undir. en samningurinn, sem gerður var s.l. mánudag á að eins að ná til þeirra 8 þjóða, sem skrifuðh undir hann. I Verhsmiðludeilunni 6 Sigluflrði lokið. Samningar tókust í gærkvöldi í deilu þeirri, sem staðið hefir yfir á Siglufirði út af kaupi verk- smiðjufólksins, er vinnur í síld- arhræðsluverksmiðju ríkisins. Gengið var að öllum hinum upp runalegu tilboðum verksmiðju- stjórnarinnar. Samkv. samningunum lengist vaktatíminn á vikn nm 4% klst., úr 491/2 upp í 58 klst. — Snnnu- dagahelgin styttist úr 86 klst. nið- ur í 24 klst. Komúnistar höfðu það eitt upp úr krafsinu, að Þormóður Eyjólfs- son hafði dregist á að greiða ráðn- ingaskrifstofu verkamanna gjald það, sem hún tekur fyrir ráðningu manna, en það er 1 kr. á mann, eða um 100 kr. útgjöld samtals fyrir verksmiðjuna. Á þriðjudagsfundinn þ. 4. júlí komu 7 læknar, sem ekki voru áðiir taldir, svo alls hafa 51 sótt þetta þing. Einn þeirra var Lárus læknir Einarson, sem tekur í liaust við kenslu í lífeðlisfræði í læknadeild háskólans. Hefir hann lengi dvalið við sjernám erlendis og er nú nýkominn heim. Bauð formaður hann velkominn. 1) Yfirlæknir Meulengracht flutti langt erindi 11111 uppruna á illkynjuðu blóðleysi og meðferð þess, og sýndi fjöþla af myndum til skýringar. Sjúkdómur þessi hefir til skams tíma verið ólækn- andi og leitt alla sjúklinga til bana, en nú er mikil hreyting á þessu ’ orðin. Amerískir læknar (Minot og Murphy) nppgötvuðu, að hann mátti lækna með því að borða lifur daglega,, og síðar fanst. að magi úr svínum kom að sama gagni og revndist jafnvel betur. Hjer rak hver uppgötvunin og endurbótín aðra. þegar eitt sinn var komið 1 jós í þessu myrkri, og eru nú fengin sæmilega hand- hæg lyf, sem fá má í lyfjabúðum. Þau verða sjúklingamir að nota stöðugt, til þess að halda fullri heilsu. og alldýr eru þau enn 2— 500 kr. á ári. Eru allar þessar rannsóknir ein af frægðarsögum læknisfræðinnar, og þó er þeim ekki lokið. Yfirlæknis Meulen- gracht er einn af þeim, sem lijer hafa brotið ísinn. Formaður þakkaði hið ágæta er- indi með stuttri ræðu. 3) Lárus Einarson flutti erindi um skemdir á taugakerfi við ill- kynjað blóðleysi. Hafði hann rann sakað taugakerfi sjúklings, sem dó úr sjúkdómi þessum. Fundust ýmsar skemdir, sem gátu skýrt sum einkenni sjúkdómsins. Sumt af þessu var lítt þekt, áður, svo hier var um eftirtektarverða rann sókn að ræða. Ræðumaður sýndi ágætar myndir af skemdum þess- um. — Yfirlæknir Meulengracht þakk- aði L. E. fyrir erindið. Fór hann nokkrum lofsamlegum orðum um L. E. og aðra íslenska lækna, sem dvalið hefðu á spítaladeild hans, og kvað þá hafa verið sjer til góðrar hjálpar og aðstoðar. 3) Próf. Sig. Magnússon flutti erindi um berklaveiki og berkla- varnir. Hafði hann og dr. med. Kalldór Hansen veríð kosnir til þess á síðasta fundi, að rannsaka það mál og gera tillögur um það í samvinnu við landlækni. Úr þeirrj samvinnu varð ekki neitt, en sjálfir höfðu þeir unnið ýmis- legt að því. Yerður ekki unt að seg.ja í stuttu máli frá efni er- indisins. 4) Dr. med. Halldór Hansen skýrði nánar frá niðurstöðum þeirra nefndarmanna og tillögum þeirra. Lagði hann til að enn væri skipuð 3 manna nefnd til þess að reyna. að þoka þessu máli áleiðis. Eftir allmiklar umræður var nefnd kosin: Sig. Magn., Halld. Hansen og N. Dungal. 5) Próf. Jón Hj. Sigurðsson flut.fi ágætt erindi 11111 meðferð lungnabólgu, málefni, sem varðar alla lækna miklu. Sagði hann frá helstu framförum í þessu efni, lyfjum. hjúkrun o. fl. Talsverðar umræður urðu um þetta efni. 6) Samþyktir voru gerðar um ýms mál: Utanfararstyrk hjeraðs- ækna, heilbrigðisráð o. fl. Var ein þeirra þessi: „Fundurinn telur ummæli Vil- mundar Jónssonar, landlæknis í Alþbl. 22. febr. og 18. mars villandi fyrir almenning og ómaklegt í garð Læknafjel. og lækna'4. 7) Stjórn var kosin: Magnús Pjetursson, M. Júl. Magnús og dr. dem. Halldór Hansen. Hafði Guðm. Hannesson færst undan endur- kosningu. Fundi var slitið kl. að ganga 2. Fulltrúafunöur kennara og presta. Stjórnir Kennarasambandsins og Prestafjelagsins urðu í vetur á- sáttar um það, að stofna til sam- eiginlegs fulltrúafundar kennara og presta ti] þess að ræða ýms þau mál, er alþjóð varða og hvorir tveggja láta sig miklu skifta. — Skyldu hvorir um sig kjósa 10 fulltrúa fyrir sína hönd. Samkvæmt þessu voru á síðasta Kennaraþingi kosnir þessir menn: Aðalsteinn Eiríksson, Aðalsteinn Sigmundsson, Arngrímur Kristjáns son og Gunnar M. Magnússon, kennarar við Austurhæjarskóla Reykjavíkur, Hallgrímur Jónsson, Pálmi Jósefsson og Sigurvin Ein- arsson, kennarar við Miðbæjar- skólann, Guðjón Guðjónsson skóla stjóri í Hafnarfirði, ólafur Þ. Kristjánsson kennari, sama stað, og Halldór Guðjónsson kennari í V estmannaeyjnm. Á aðalfundi Prestaf jelagsins voru kosnir þessir fulltrúar: Síra Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur, Ásmundur Guðmundsson háskóla- kennari, Sigurður P. Sivertsen vígslubiskup og síra Þórður Ólafs- son í Reykjavík, síra Eiríkur Al- bertsson prófestur, Hesti, síra Halldór Kolbeins, Stað í Súganda- firði, síra Hálfdán Helgason. Mos- felli, síra Ólafur Magnússon pró- fastur. Arnarbæli, síra Páll Sig- urðsson, Bolungavík, síra Sigurður Ilaukdal prófastur, Flatey. Fulltrúafundur var síðan hald- inn í Reykjavík dagana 30. júní og 1. júlí. Fundarstjóri var Sigurður P. Sivertsen vígslnbisknp og fundar- ritarar síra Páll Sigurðsson og' Gunnar M. Magnússon, en til vara Sigurvin Einarsson. Fundarstjóri hafði fyrstur orð fyrir prestum, en Hallgrímur Jóns son fyrir kennurum. Þeir töluðu um nauðsyn samvinnu milli kenn- ara og presta og tilgang hennar og- bentu á ýms mál, sem þeir ættu að taka höndum saman um, t. d. kristindómsfræðsluna. mál- fegrun, meðferð vanþroska og veiklaðra barna, sumarskóla o. fl. Margir tóku í sama streng og hvöttu til samvinnu og töluðu þeir næstir Aðalsteinn Eiríksson. síra Hálfdán Helgason og síra Ólafur Magniisson. Síra Ásmnndnr Gnðmundsson hafði framsögu um samvinnu að kristindómsfræðslu og síra Eirík- ur Albertsson um samvinnu að menningarmálum. Umræður urðu mjög fjörugar og hnigu á einn veg nm það. að prestar og kenn- a.rar ættu að starfa í sameiningu að kristilegri menningu þjóðar- t þorgrímur Þðrðarson læknir í Keflavík andaðist á Landsspítal- anum 1 gær. innar og halda þeim samtökum, sem nú væru hafin. Myndi hvor- um um sig að því Iiinn mesti styrkur og það verða ungu kyn- slóðinni til heilla og þroska. Ljetu menn í ljósi þá ósk, að þessum sameiginlega fulltrúafundi mætti fylgja aukin kynni og- samvinna milli presta og kennara um land alt. — Fundurinn kaus í nefnd 2 presta og 2 kennara til þess að gera til- lögur um kristindómsfræðslu og kenslubækur í þeirri grein og legg.ja þær svo fyrir prestafund og kennaraþing næsta ár. t nefndina voru kosnir: Ásmundur Guðmunds son, síra Hálfdán Helgason, Aðal- steinn Sigmundsson og Ólafur Þ. Kristjánsson. En til vara Sigurður P. Sivertsen og Gunnar M. Magn- ússon. Enn fremur var kosin 6 manna nefnd til þess að liafa á" liendi að- alframkvæmdir milli fulltrúafund ar og efla samvinu presta og kenn ara um menningarmál. Þessir hlutu kosningu: Aðalsteinn Eiríksson, síra Eiríkur Albertsson, síra Garð- ar Þorsteinsson, Hallgrímur Jóns- son, Sigurvin Einarsson og síra Þórður Ólafsson. En til vara Arn- Jánsson og síra Árni grimur Sigurðsson. Fundurinn fór fram hið besta og varð til þess að auka skilning og samhug með kennurum og prestum. (FB.). Y f i r s ý n. Eftir Þorst. J. Jóhanns- son. Prentað á kostnað höfundarins. Reykjavík 1933. 40 bls. Höfundur þessarar ritgerðar kom til mín einu sinni í vetur og bað mig að líta yfir handrit, sem hann hafði meðferðis. Það var um guðshugmyndina og þungamiðjan skýring hinna fornu orða, að Guð er kærleikur, sem höf. vill heldur orða svo, að kærleikurinn sje Guð. Jeg las ritgerðina með mikilli á- nægju, Ýmislegt var þar, sem jeg var ekki að öllu sammála, en það er gaman að lesa fleira en skoð- anir sjálfs sín, og meðferð höf- undar var sjálfstæð og rökvís og skoðunin borin fram af hita- straumi persónulegrar sannfæring- ar, svo að mjer varð hlýtt til höf- undarins. Mjer þótti merkilegt, að sjálfmentaður alþýðumaður gat rit að slíka grein um svo vandasamt efni. og mjer þótti gaman að s.já, að liann komst að sumu levti að líkri niðurstoðu og liinn' mikli heimspekingur Henri Bergson í síðustu bók sinni, sem jeg hefi gert nokkura grein fvrir í Skírni þ. á. Jeg hvatt.i því höfundinn til að birta ritgerð sína á prenti. Nú er hún komin út, og hefir hann gefið 600 eintök af henni, er seld verða til ágóða fyrir Slvsa varnafjelagið. -Teg býst við, að enginn sjái eftir þeim aurum, sem liann ver til að kaupa hana. Guðm, Finnbogason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.