Morgunblaðið - 28.06.1931, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.06.1931, Blaðsíða 6
I) MOHGUNBLAtl.fi Kjördæmamálið. Líkt er um smithættu við fleiri sjúkdúma. Taugaveiki kemur uá- lega ætíð upp þannig, að heiihrigð ur sýkilberi smitar út frá sjer. Bf sýkilberinn er leitaður uppi og honum kendar viðeigandi varúðar- reglur þá smitar hann ekki frá sjer. Þannig hefir hver tauga veikisfaraldur verið upprætt- ur hjer á landi hin síðari árin. Þar er tekið fyrir orsökina. Fólk er venjulegast hræddast við þá sjúklinga, sem af hælum koma. Langoftast eru þeir sjúklingar alls ekki smitandi og þeir sem það eru hafa lært varúðarreglur og fara- því vel með hráka sinn og hósta. Af þeim stafar því lítil smithætta og engin, ef eftirlit er haft með ytri aðbúð þéirra, svo sém vera ber. Margt er fleira, sem endurbóta þarf í berklamálunum. Það er ekki nóg að sjúklingar gefi sig fram eða þeirra sje leitað, læknamir verða að (hafa tök á að þekkja veikina snemma, en það er mjög oft hinn inesti vandi, þarf til þess auk góðrar þekkingar meðal annars smásjárrannsóknir. Plestir læknar munu eiga eða hafa afnot af smásjá, en ennþá hefir heil- brigðisstjórnin ekki gert þá sjálf- sögðu kröfu til embættislækna, að þeir hafi smásjá, sem þó er ólíku þarfari en hvert annað verkfæri, sem læknir er skyldaður til að hafa. Fátt er gert til að ýta undir utanfarir lækna, heldur hið gagn- stæða. Sjálfsögð krafa til embætt- islækna er, að þeir fari utan á ákveðnu árabili. Ekki þarf að kosta upp á ferðirnar. fslensku skipin sigla hálftóm milli landa og ríkissjóður borgar tómu plássin í skattaeftirgjöf og styrk. Væri ekki sýnu nær að nota auðu plássin? Röntgentæki eru ómetanleg hjálp við greiningu lungnaberkla. Hjálparstöðin í Reykjavík hefir ekki slík tæki. Læknir stöðvarinn- ar, Magnús Pjetursson, hefir reynt að bæta úr því eftir megni, með því að semja við Röntgendeild rík- isspítalans um ókeypis myndatöku af sjerstaklega grunsömum sjúk- lingum. Er þetta bót en algerlega ófullnægjandi. Hjálparstöðin á eft ir eðli sínu að vera praktiserandi læknum, í Reykjavík sama hjálp við Röntgengreining lungnaberkla eins og hrákarannsóknarstofa há- skólans er,. að því er athugun á hráka áhrærir. Við það vex lækn- um tiltrú til stöðvarinnar, hún kemst í samband við sjúklinga þeirra, sem er markmiðið. Hjálp- arstöðinni er éinnig nauðsyn að ráða yfir sjúkrahússplássi, þar sem hún geti lagt inn sjúklinga þegar knýjandi ástæður eru. Það er ilt til þess að vita, að Reykjavíkurbær hefir ekki hlynt svo að stöðinni, að hún hafi getað eignast Röntgentæki. Verð þeirra er 8—10 þús. og eru þau tiltölu- lega ódýr í rekstri. Spítala1 á Reykjavík, en hefir ekki sjeð sjer fært að reka hann. Sjúkra- og dánartölur berklaveikra í Reykja- vík benda þó' til að vafasamur hagur sje að ofantaldri sparsemi. En það er ekki nóg að hjálpar- stöðin í Reykjavík fái Röntgen- tæki, þau verða að koma í hvert einasta a .m. k. af hinum stærri læknishjeruðum. Enda eru þau gagnleg við fleira en greiningu lun gnaberkla. En hvar á að taka fje til þess- ara. eða annara umbóta. Stjóm- Verslnnarmannafjel. fflerkár Hðlbókhaldari. sem unnið hefir í. mörg ár við stærstu verslunarfyrirtæki, óskar eftir stöðu. Upplýsingar eru gefn- ar á ráðningarskrifstofu Merkúrs, Lækjargötu 2, sími 1292. málamennimir munu flestir vilja heldur skerða en auka opinber fjárframlög til berklamála. Hjer- uðin sjálf eru fjelaus nema þá helst Reykjavík. Erlendis hjálpa berklavarnarfjelög mikið til með fjárframlegum og fjársöfnun. — Berklavarnarfjelag var stofnað hjer fyrir fáum árum, en mun lítið eiga undir sjer. Áhugi almennings fyrir berklavörnum er svo lítill, ;að varlegast ’mun að treysta ekki um of þeirri fjáröflun, þó vel gefist í menningarríkjiim. Er þá sú eina leið eftir að finna nýja tekjustofna, sem notaðir yrðu í þarfir berklamála-. í Noregi virtist rnjer að flestar nauðsynjavörur væru seldar lægra verði en hjer. Hins vegar era vind lingar þar ca. 30% dýrari en hjer. Sama var reynsla mín í Færeyj- um. Einn ferðafjelaga minna sagði mjer að reyktóbak væri 20—30% dýrara í Danmörku en hjer heima. Enda er mjer sagt, að tóbak sje hjer svo hagkvæm verslunarvara, að tóbaksfjelög gefi áður óheyrð- an hlutgróða (50%!?). Er þetta háskalegt mjög, að hjer sjeu nauð- svnjar úr hófi dýrar, en erlendar munaðarvörur seldar vægu verði. Er það verðhlutfall einkar hag- kvæmt berklaveikinni. Legg jeg því til, að lagður sje sjerstakur heilsuskattur á tóbak, sem hækki útsöluverð þess a. m. k. um 25%. Vita allir að tóbak er heilsuspill- andi og sýnist því ekki vera úr vegi að leggja á það heilsuskatt eins og vegaskattur er lagður á bíla, þó þarfari sjeu. Heilsuskatt- urinn af tóbaki gengi síðan óskert- ur til berklavama og skift niður á hjeraðin eftir fólksfjölda. Ekki þarf að óttast að ríkið missti fyrri tekna vegna minni tóbaksnautnar. Reyktu Norðmenn- vindlinga sína með bestu lyst þó dýrari væra. Þá held jeg að kaupendur Spán- arvínanna myndu ekki firrast þó lögð væri á þau t. d. 5% útsölu- gjald til viðreisnar berklamálum. Yrði það hækkun sem næmi ca. kr. 0.20—0.50 á flösku. Þannig má finna ótal leiðir til fjáröflunar til berklavama, án þess að skerða núverandi tekjur ríkissjóðs eða skattleggja til ba>ga aðra borgara en þá, sem kjósa fremur að eyða síðasta eyri í er- lendar eiturjurtir eða drykki en eiga það á hættu að eignast skild- ing til sjúkdóms eða elliára. Eru slíkir menn hvort sem er byrði hverju þjóðfjelagi. Jeg hefi nú bent á, að berkla- veiki rjenar alls staðar nema hjer, að berklavamir okkar þurfa um- bóta við og að ekki þarf að skorta fje til þeirra umbóta. Er tilgangur minn að vekja athygli á þessu svo að síður verði fyrir einstrengings- skap og skilningsleysi lagður steinn í götu berklavarnanna, ef síðar skyldi renna upp sú menn- ingaröld, að við tækjum okkur fyrir ihendur að hreinsa lanaið að berklum. Það er undarleg deila sem risið hefir um kjördæmaskipunina hjer á landi. Deilan er ekki merkileg aðeins fyrir það, að skoðanamun- urinn í þessu máli virðist vera ’höfuðorsök þess, að Framsóknar- flokkurinn hlaut meirihluta þing- sæta við kosningarnar 12. þ. m., heldur vegna þeirrar hugsunar, sem að baki þeirrar deilu stendur. Það er ekki vitað að nokkur maður hjer á landi líti öðravísi á, en að grundvöllur stjórnskip- unar landsins sje lýðræði, en af því leiðir að menn verða að viður- kenna rjettmæti hins almenna kosningarjettar. • Menn hefir ekki greint mikið á um það hjer, að takmörkin fyrir kosningarjetti skuli vera þroski mannsins, vitsmunalega og sið- ferðilega, og að lokum era flestir á það sáttir, að þar skuli aðeins miðað vlð aldur, og sje þá um heiðarlegan mann og fullvita að ræða. Aftur hefir menn greint á um það, hvar þetta aldurstakmark væri, þó nú megi víst telja, að flestir hallist að þeim aldri, sem til þess þarf að verða fjár síns ráðandi, 21 árs aldrinum. Um það hefir aldrei heyrst nokk ur rödd fyr en nú, að atkvæði þeirra- manria, sem á annað borð hafa fengið kosningarrjett, eigi að hafa mismunandi gildi. Það er sjálfsagt öllum ljóst, að með hinni upphaflegu kjördæmaskipun var ekki verið að gefa hinum sjer- stöku íhjeraðum kosningarjett, held ur fólkinu í hjeraðunum, þess vegna var landinu í upphafi skift þannig niður í kjördæmi, að sem svipaðastur kjósendafjöldi stæði að hverjum þingmanni, og látin standa opin leið til að fjölga þing- mönnum, bæði með skiftingu kjör- dæma og fjölgun þingm. í kjör- dæmi, eftir því sem hlutföll milli kjósenda og þingmanna röskuðust. Það kom þó í ljós, áður langt leið, að þetta hlaut að leiða til hraðfjölgunar þingmanna. Eins varð bert, að með þessu fyrirkomu lagi fjellu ógild atkvæði þeirra kjósenda allra, sem ekki studdu atkvæðaflesta frambjóðandann. — Hefir þannig oft komið fyrir, að ógild hafa fallið atkvæði mikils meirihluta kjósenda í kjördæmi, ef fleiri en tveir hafa verið í kjöri. Þroskuðustu stjórnmálamenn þjóðfjelagsins sáu brátt, að þetta var fullkomin röskun á grandvelli stjórnskipulagsins, er það skyldi velta á tilviljun einni, hvort lýð- ræðisstjórn væri í landinu. Virtust menn vera mjög sammála um það, hvaða flokk sem þeir skipuðu, að úr þessu bæri að bæta', og eins það, á 'hvem hátt því marki yrði náð að tryggja lýðræðið, en það var með hlutbundnum kosningum. Þessari skoðun hafa haldið fast fram fremstu menn aðalflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokksins, Fram sóknarflokksins og Alþýðuflokks- ins, en engin rödd lieyrst á móti, fýr en á síðasta ári. Þegar þetta hvort tveggja nú er athugað, hve sjáifsagt það virðist vera í lýðræðisríki, að allir kjósendur hafi jafnan kosninga- rjett, og eins hitt, að allir núver- andi stjómmálaflokkar í landinu, eða að minsta kosti fremstu menn þeirra, höfðu gert þetta að sínum málstað, þá virðist það ekki ein- leikið, að hin gagnstæða skoðun skuli hafa ráðið kosningaúrslitum hvað þingmannafjölda snertir. Er víst full þörf á að gera sjer grein fyrir orsökunum. Til þingrofsins liggja sjálfsagt margar og alvarlegar orsakir, þó aðeins væri ein uppi látin af ríkis- stjóminni, sem sje kjördæmamálið. Nú er það ekkert undarlegt, þó stjómin legði mikið upp úr þessu máli, því við undangengnar kjör- dæmakosningar árið 1927 hafði greinilega komið í Ijós, að Fram- sóknarflokkurinn græddi stórkost- lega á hinum ójafna kósningar- rjetti. Eftir siðferðisþröska stjórn- arinnar var ekki undarlegt, þó hún ljeti sjer vel líka- að lifa á misrjetti. Og með því að fje er jafnan fóstri líkt, var þetta einn- ig eðlilegt um aðra Tímamenn. En nú er það sýnilegt, að allmargt af Sjálfstæðismönnum hefir kosið með Framsókn, auk þess sem meiri hluti jafnaðarmanna utan Reykja- víkur hefir einnig gert það. Blöð stjórnarinnar hafa talið mönnum trú um tvent, er þeir virðast hafa ginið við í þessu máli. í fyrsta lagi það, að með hlutfalls- kosninga fyrirkomulaginu væra sveitimar sviftar rjettinum til að kjósa þingmann, að minsta kosti að nokkru leyti, og Reykjavík fenginn sá rjettur, sem þær nú liefðu. I öðru lagi það, að Reyk- víkingar og aðrir kaupstaðabúar væra miklu lítilsigldari menn en sveitafólk (sbr. „Reykjavíkur- skríll“, „Grimsbylýður“ o. fl. þ. h.) og ættu þess v>egna ekki að hafa ja-fnan kosningarjett við sveitafólkið. Af þeim 42 þingmönnum, sem kosnir eru alls, ráða kjósendur ut- an Reykjavíkur einir vali 32ja. Að sönnu fá þeir einnig að taka þátt í va-li hinna 6 landskjömu þingmanna, en sá rjettur er ekki sjerlega mikils virði í þessu sam- bandi, því Reykjavík hefir ætíð ráðið vali þeirra og við tvenn síð- ustu lamdskjör hafa efstu og kosnu menn allra listanna verið Reykvíkingar. Er engin ástæða til að ætla að það muni breytast í framtíðinni. Nii flutti Tíminn þá fregn, að ef hlutfallskosningin kæmist á, væra Reykjavík ætlaðir 9 þing- menn. Þetta var nú víst alveg ó- afráðinn hlutur. En ef út frá þessu væri nú samt sem áður gengið og einnig því, að tala þingmanna yrði sú sama og nú, fengju þá kjós- endur utan Reykjavíkur að ráða vali 33ja þingmanna. Að sönnu er það eðlilegur 'hlutur að þeir menn, sem lesið hafa- Tím- ann ár eftir ár, og kannske lítið annað, sjeu orðnir heimskir, að maður ekki nefni innrætið, en þó liggur við að maður roðni af blygð un við þá staðreynd, að það reynd- ist ofvaxið skilningi allmikils hluta hinnar íslensku þjóðar að sjá, að rjettur kjósenda utan Reykjavíkur minkaði ekki við það, að fá að kjósa 33 þingmenn í stað S2ja. Um síðara atriðið: hvort kaup- staðabúar, og þá sjerstaklega Reykvíkingar, sjeu lítilsigldari Niðursuðuvörur: Uaffalbitar, Fiskbollur, Bayjarabjúgu, Kjötkál, ^ Kindakjöt, ;o Nautakjöt, Kæfa. Áskurðttr (á brauð): Svínslæri, reykt, Svínasíður, reyktar, Spegepylsur, Malacoffpylsur, Mortadelpylsur, Skinkupylsur, Kjötpylsur, Cervelatpylsur, Lyonpylsur o. fl. O s t a r: Bachsteiner, 83 ÖO Edamer, QD ^ Taffel, ^ Gouda, % Steppe. Smjör í kvartclum og % kg. stykkum, Tólg, í V2 kg. stykkjum, Rúllupylsur, sauða, Hangikjöt, sauða, Dilkakjöt, saltað. Kaupið þessar vörar frem- ur >en sams konar erlendar. — Það eykur atvinnu og vel- megun í landinu. Slátnrfj el. Saðnrlands. Sími 249 (3 línur). Cft £ o FA.BRIEKSMERK Suðusukkulaði „Overtrek“ Átsúkkulaði KAKAO EKGERT CLAESSEN hæstarjettarmálaflutnmgsmaður Skrifstoia: Hafnarstræti 5. Sími 871. Viðtalstími 10—12 f. h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.