Morgunblaðið - 02.07.1929, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.07.1929, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐJÐ * MorQtmbMtb Stofnandi: Vilh. Finsen. UtKefandi: Fjelag i Heykjavlk. Ritstjórar: JOn Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Auglýsingast Jóri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstræti 8. Slml nr. 500. Autflýsingraskrifstofa nr. 700. Heimaslmar: Jón Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. i íftajf Jald . Innanlands kr. 2.00 á mánu&i. Htanlands kr. 2.60 - --- 1 lausasölu 10 aura eintakið. trísndar sfmfregnir. Kliöfn, PB 29. júní. Ófriðarskuldir Frakka. Prá París er símað: Þingið hefir rætt um skuldasamning Frakka við Bandaríkin. Poincaré óskaði í>ess, að samningurinn yrði stað- f'estur, eins og sagt var frá í skeyti öýlega. Prakkar verða að greiða Pandarík j unum fjögur hundruð roiljónir dollara þann 1. ágúst, ef skuldasamningurmn verður ekki Staðfestur fyrir þann tíma. Prank- lin og Bouillon hafa lagt það til, reynt verði af nýju að hefja samningatilraunir við stjórnina í Bandaríkjunum, um frestun þess- ara fjögur hundruð dollaramilj- óna. Þingið samþykti tillöguna. Poincaré lofaði að reyna að semja við Bandaríkin, en ljet í ljós, að iítil von væri um árangur af því. Bandaríkjamenn tregir að veita gjaldfrest. Frá París er símað: Bandaríkja- stjórn hefir synjað beiðni Prakka um frestun á gjalddaga þessara 400 dollara-miljóna, sem áður hefir verið getið um í skeytum. Kveðst Bandaríkjastjórnin ekki geta frest að gjalddaganum, nema Frakltar staðfesti skuldasamninginn fyrir þ. 1. ágúst. Flugþraut. Prá Los Angelos er símað: — kapt. Hawkes hafi flogið hingað fiá New ú ork á rúmlega nítján klukkustundum og fimm mínútum. Hefir enginn annar flogið þessa Lið á jafnskömmum tíma. Flugmönnum bjargað. Frá London er símað: Plotamála- stjórnin tilkynnir, að breska her- skipið „Eagle“ hafi fundið spán- verka Atlantshafsflugmanninn Pranco og fjelaga hans. Pann her- skipið flugvjelina á reki sunnan 'við Azoreyjar og bjargaði mönn- Unum. — Plugmönnunum líður VeL Oengið. Kaup. Sala. 22.04 22.15 4 543/4 4.57 Vx 108.41 108.95 17.79 17.95 63.59 88 05 24.04 65.11 183.65 13.57 121.88 122.49 121 18 121.79 12109 121.70 &1- kr. 100.00 81.60. d. kr. 82. AtlantshaisSlngin. Cramer, fjelagi Hassels frá í fyrra, er að leggja á stað í Atlantshafsflug. Khöfn, PB 30. júní. Kaupmannahafnarblaðið „Nati- onaltidende“ skýrir frá því, að Cramer, sem tók þátt í flugi Hass- els í fyrrasumar, ætli ásamt Gast flugmanni að fljúga í næstu viku frá Chicago, um Hobbs-stöð í Grænlandi, Reykjavík, og Bergen, til Berlín og hafa viðdvöl í áður- nefndum stöðum. Kauþmannahafnarblaðið „Polif tiken“ skýrir frá því, að Cramer ætli að fljúga frá Chicago, þann 13. júlí, en þó fyr ef veðurhorfur verða góðar. Tilgangurinm er að rannsaka möguleikana fyrir reglu- bundnum Atlantshafsflugferðum á framannefndri leið. Blaðið Chieago Tribmie og blað- ið New York Times bera kostn- aðinn af flugferðinni. Fulltrói Chicago Tribune samdi í gær við Dani um lendingu í Grænlandi. Cramer fer að engu óðslega. Kliöfn, FB. 1. júlí. Prá New York City er símað: Plugmennirnir Cramer og Gast flugu í gær hjeðan til Chicago. Hefja þeir Atlantshafsflugið það- an, líklega um næstu helgi, en þó er hugsanlegt, að þeir fari af stað um miðbik þessarar viku. Þeir nota stóra fjögra hreyfla Amfebie- flugvjel. Pyrsta daginn ætla þeir til Ru- pert House, Canada, annan daginn til Hobbs-stöðvar á Grænlandi, þriðja daginn til Reykjavíkur, fjórða daginn til Bergen og fimta daginn til Berlínar. Þeir ætla áð fljúga sömu leið til baka yfir Grænland og Island. Landsmálafundur í Norðfirði. Norðfirði, 1. júlí. Landsmálafundur Sjálfstæðis- manna hófst kl. 4 í gær og stóð óslitið til kl. 11 y^. Pundarmenn á fjórða lmndrað. Jón Þorláksson hóf máls á stofnun Sjálfstæðis-; flokksins; rakti síðan gang helstu þingmála og vítti það, sem víta- verðast, er í aðgerðum stjórnarinn-1 ar og stuðningsmanna hennar. Kom : hann allvíða við og gaf gleggri j mynd af stjórnarfarinu en ætla mætti unt á jafn takmörkuðum ræðutíma, % stundar. Gerðu fund- armenn ágætan róm qð máli hans og fanst á, að kjósendum þótti ó- líkt betur framreitt en þeir eiga að venjast á leiðarþingum Sveins og | Tngvars. — Næstur skrafaði Jón Baldvinsson af miklum móð en rýrum rökum. Þótti mörgum þetta linbakaður pólitískur þrumari. — Pjarðar-Sveinn ljet lítið af fram- söguræðunni en treystist bersýni- lega ekki að igerast málsvari stjórn arinnar, en helt venjulegt leiðar- þing. Árni frá Múla flutti einarð- lega og þróttmikla ræðu, kom víða ,við og endaði á nokkrum alvarleg- um íhugunarorðum til Jóns Bald- vinssonar út af mútufjenu danska til íslenskra jafnaðarmanna. — InRvar reyndi lítillega að verja aðgerðir stjórnarliðsins, en tókst aumlega sem vonlegt var; þótti með lakasta móti framreitt af hans hálfu. Ritstjóri Jafnaðarmannsins kom og til liðs við Jón Baldvins- son, en sneri síðan máli sínu aðal- lega gegn Sveini út af aðgerðum luins í jarðakaupamáli Neskaup- staðar á síðasta þingi; Ilver ræðu- maður talaði þrisvar og fór fund- urinn prýðilega fram. Sjálfstæðis- menn fórn með sigur af hólmi, en Ingvar og Jón Baldvilisson þóttu sárt leiknir. f lrvöld flytur Jón Þorláksson erindi. Almenn ánægja yfir hingaðkomu Sjálfstæðis- manna. Þeir fara til Eskifjarðar á morgun. Pundarmaður. Landsmálafundurinn í Siglufirði fórst fyyir, vegna þess hvað Goða- foss stóð þar stutt við. Knattspymumót íslands. K. R. vinnur íslandsbikarinn. Á sunnudagskvold lauk hinu veg legasta knattspyrnumóti íslands. Kappleikar mótsins urðu að þessu sinni 10 með úrslitaleiknum. Fjöldi bæjarbúa kom á völlinn til að horfa á úrslitaleikinn milli K. R. og Vals. Áhorfendur fylgdu leikn- um með mikilli athygli frá byi'jun til enda. Yar úrslitaleikurinn eins °S vera bar tvímxelalaust besti og fjörugasti leikur mótsins. f byrjun leiks gerði Valur skarpt álilaup á K. R.., sem stöðv- að var af ágætri vörn K. R. Um 15 mínútur lá þó meira á K. R. En eftir það gei-ði K. R. mikla sókn á Val, sem helst að miklu út hálfleikinn. Skoraði Þorst. Jónsson úr K. R. þá fyrsta íxiai’kið hjá Val. Var þá eftir um 10 mínixtixr af hálfleik, og endaði liann með 1: 0. í seinni hálfleik var fjörug sókn og vörn á báða bóga. Um tíma lá þó nxeira á K. R. en síðast í leikn- um hóf K. R. sókn og þeg- ar 8 mínútur vorú eftir af leikn- um skorar Daníel Stefánsson mark hjá Aral. Eftir nokkra sttund skor- aði Ingvar Ólafsson þriðja markið hjá Val. Á síðustu stundu hóf Val- ui' aft.ur sókxx og skoraði þá Agnar Breiðfjörð mark hjá K. R. Endaði þá leikuriim svo, að K. R. vann Val nxeð 3:1. Leikur beggja fje- laganna var hinn prýðilegasti og drengilegasti og enginn efi er nú á, hvað er hesta og næsthesta fje- lagið senx stendur. Að ólöstuðum himxm unga og efnilega knatt- spyrnumanni Tngvari Ólafssyni, er ljek í liði K. R. í stað Þorsteins Einarssonar, nxunaði K. R. þó mik- ið unx að hafa ekki Þorstein. (Hann meiddist í fæti í kappleik við Vestmannaeyinga). En á mót- inu skoraði K. R. samtals 20 mörk, en hin fjelögin mest 8. Forseti í. S. í. afhenti K. R. að leikslokum fslandsbikarinn og hverjum keppanda í liði K. R. heiðurspening úr gulli. K. R. held- ur því áfram nafnbótinni „besta knattspyrnufjelag íslands“. Er það í sjötta sinn nú, sem K. R. hef- ir unnið bikai’inn. Gætið hagsmuna yðar! Notið aðeins góðar vðrnr. .EVERYDAY* - mjólhiii ð erindi inn ð hvert eínasta heimili, sakir ðuiðiafnanlegra gæla. Heildsfilnbirgðir hjá 0. lohnson & Kaaber, Reykjavík. Ódýrar góðer vörur. Léreft, Sportbuxur, Tvisttau, Stormjakkar 12,25. Kjölaefni, Sportsokkar, Kjólar, Svnntnr, Skyrtnr. Tösknr, allar stærðir, afar ódýrar. Alt nýjar vðrnr með áreiðanlega betra verði en á ntsölum. Verslnn Toría G. Þórðarsonar. Langaveg. Hjei’ með er skorað á váti’yggixigarfjelög, sem hjer á landi starfa og aðalumboð hafa í Reykjavík, en ekki hafa ennþá sent skýrslu um eignir sínar í ái’slok 1928 og tekjur það ár, að senda þær skýrslur til skattstofunnar í Hafnarstræti (Edinborg) í síðasta lagi 10. júlí n. k. Annars kostar verða þeim áætlaðar eignir og tekjur til skatts að þessu sinni, eins og lög standa til. Varaskattstjórinn í Reykjavík, 1. júlí 1929. Signrjón Markússon. Kartöflnr. Með e.s. SELFOSS/16. þ .m. fáum við valdar ítalsk- ar kartöflur, sem vjer seljum á lægsta fáanlegu verði. Kaupmenn, pantið ekki kartöflur án þess að tala fyrst við okkur. Eigum lítið eitt óselt af því, sem kom með e.s. GOÐAFOSS. Eggert Kristjánsson S Co. Símar 1317 og 1400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.