Morgunblaðið - 16.02.1924, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.02.1924, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ svifið yfir þýsku skólunum og gagnsýrt þá guðleysi, liernaðar- anda og hnefarjettar.st. Englénd- íiigar vandlættu þetta mest. En jafnframt því þótti þeim þörf á að endurreisa ensku skólana; þeir sáu hvar fiskur 14 undir steini og vildu gjarnan eiga máttuga fikóla. Löngu áður hjelt Henrv Mand- ley sálfræðingur því fram, að skólamentunin geri illa innrætta menn verri og hættulegri en þeir annars væri. Og flestir „menta- vinirnir'1 á „upplýsingatímun- um“ hjeldu því líka fram, að inennimir yrðu því bctri og sælli, sem upplýsingin yrði meiri í heim- inum. Sumir þeirra fullyrtu jafn-' vel, að þegar hver maður kynni að lesa og skrifa, þá rynni upp ný gullöld meðal þjóðanna; þá hyrfi fátæktin, og siðleysið úr heiminum. Göethe hafði ekki þessa trölla- trú á upplýsingunni. Hann sagði, að alt sem auki andlegt frelsi ruanna, án þess að það fái til- svárandi vald yfir ástríðuin og Ittnderni þeirra, sje einungis til óhamingju þjóðanna. Hann kveið því, að upplýsing þjóðanna yrði að lokum svo mikil, að sjálfur guð yrði leiður á mannskepnunni og afmáði hana af jörðinni, en skapaði í staðinn nýtt, og hetra mannkyn. Um sömu mundir hjelt upp- •eldismeistarinn Rousseau því fram, @ð alt hið illa í heiminum stafaði frá upplýsing mannanna, öfugu uppeldi og tíðskulærdómi. Hann vænti þess, að mennirnir.sjái þetta best, og biðji almáttugan guð, að frelsa þá frá upplýsing feðr- anna, en gefa þeim aftur einfeldn- ica og sakleysið! Rúmum 2000 árum áður, sagði Sókrates, hinu spakvitrasti maður mannkynsins, að þekkingin væri vald og gerði manninn færarí en ella í því, að vinna öðrum mönnum mein. Grísku sófistarnir voru prófsteinninn. En Sókrates bætti því við, að sjálfsþekking og samræmislegur þroski tilfinninga og hugsana geri manninn betri og dygðugri. Mest. alla æfina var hann að, fræða unga og gamla. Minna má á það, að ekki gat, sjálfur Jsókrates gert Alkibíades, lærisvein f^inn að góðum og ráð- vöndum manni. — „Náttúran er náminu ríkari“. Og eitthv. murdi þykja athugavert við þá kynslóð, sem fengið hefði þá þekkingu og það uppeldi, sem ,,Emil“ átti að fá hjá Rousseau. pað má telja staðreynd, að skól- ar geta haft ólík áhrif eftir anda þeim, sem ríkir í þeim og hver er stefna þeirra. Hnífurinn er alt- af hnífur til hvers sem þann er notaður. Með honum má særa menn líkamlegum sáruin, en einn- ig skera burt meinsemdir líkam- ans og græða þær. Alþýðufræðsl- unni er líkt farið; —- hún getur verið tvíeggjað sverð, eftir því hvernig hún er. FramJi. S p. —-------X------— DAGBÓK. Messað á morgun í Dómkirkjnnni ikí. 11 sjera Friðrik Friðriksson. — Engin síðdegismessa. f Fríkirkjnnni í Reykjavík kl. 5 e. h. sjera Ámi Sigurðsson. Old Boys. Æfing í kvöld kl. 5%. •— Mætið. Frændum Síðu-Halls svarað nefn- ist erindi, er sjera Jakob Kristins- son flyttir í Nýja Bíó kl. 3 e. h. á riorgun. Aðgöngumiðar á eina krónu fást í Isafold í dag. Messufall verður í fríkirkjunni í Hafnarfirði á morgun vegna sam- komubannsins. • \ Happdrætti stúdenta. Dregið verð- ur um það í dag og úrslitin tilkynt í Haraldarskemmu., íþróttafjelag Reykjavíkur byrjar aftur æfingar í Old Boys og V. fl. og VI. flokki. Fjelagsmenn eru beðn- ir að fjölmenna á æfingar. Redd-Hannesarríma er nú komin út., Höfundur hennar er, eins og kurinugt mun vera, Steingrímur Thor- steinsson skáld. Orti hann rímuna á skólaárum sínum, 'og hefir hún ekki verið prentuð fyr. Útgefandinn er sonur skáldsins, Axel Thorsteinsson. Togararnir. Nyban kom af veiðum í gær og fór til Englands samdægurs með aflann. Njörður, Tryggvi garnli og Asa komu einnig af veiðum og fóru með aflann til Englands. Ása var með 1300 kitti. Háskólinn. 1 frásögninni um laga- prófið 'í blaðinu í gær höfðu tvær einkunnirnar ruglast í prentuninni. Hæstu stigatöluna hlaut Hermann, Jónasson (f- glímukongurinn) 134% stig (I. eink.), en Grjetar Ó. Fells fjekk stigatölu þá, 56% stig, IT. eink., sem stendur við nafn II. J. Skilagrein fyrir gjöfum og áheit- um til Landsspítalasjóðs Islands árið 1924.: Frá nokkrum konum i Borg- arnesi 100 krónur, í Bitru, Stranda- sýslu 50 kr. Frá Akureyri ágóði af hátíðahaldi 19. jún'í 1923 770 krónur. Úr Reykjavík ágóði af hátíðahaldi 19. júní 1923 8201 kr. Áheit frá Baulu 10 kr. Ágóði af lilutaveltu í september 1923 2084 krónur. — Alls krónur 11216,89. Skilagrein fyrir gjöfum til Minn- ingargjafasjóðs Landsspítalans árið 1923: Móttekið af frú Ásdísi Rafuar, Útskálum 21 kr. Elísabetu Guðmunds- dóttur, Gili kr. 70,50. Elísabetu por- varðardóttur, Vík í Mýrdal kr. 32,50. Guðrúnu Pjetursdóttur, ísafirði 287 kr. Guðrúnu Torfadóttur, Stokkseyri 76 kr. Herdísi Pjetursdóttur, Sauðár- króki 75 kr. Ingibjörgu Finsen, Akra- nesi 99 kr. Ingveldi Einarsdottur, Svalbarði 12 kr. Jakobínu Sigurgeirs- dóttur, Borg 185 kr. Jóhönnu Magn- úsdóttur, Staðarhrauni 39 kr. Jóhönnu Pálsdóttur, Bíldudal 36 kr. Margrjeti Halldrsdóttur, Eskifirði kr. 265,50. Oddrúnu porkelsdóttur, Eyrarbakka 21 kr. Ólafíu Asbjarnardóttur, Garð- húsum 78 kr. Ólöfu Barðadóttur, Siglufirði 75 kr. Ragnheiði Jónas- dóttur, Vopnafirði 106 kr. Sigríði P. Jensen, Reykjarfirði 10 kr. Viðdísi Pálsdóttur, Stafholti 165 kr. por- björgu Bergmann, Hafnarfirði 339 Kr. porbjörgu Pálsdóttur, Gilsá, Suð- ur-Múlasýslu 18 kr. póru Halldórs- dóttur, Reykjavík 3981 kr. frk. Iugu L Lárusdóttur, Rvík kr. 3596,75, frk. Ingibjörgu H. Bjarnason, Rvík 1410 kr. frú Soffíu Guðmundsson 165 kr. Alls krónur 11160,25. Qllum sem styrkt hafa sjóði þessa, vottum vjer kærar þakkir. Reykjávík í janúár 1924. Ingibjörg H. Bjarnason, form. sjóðs- stjónar. Ágústa Sigfúsdóttir, gjald- keri. Inga L. Lárusdóttir, ritari. Alþingi. Fundúr í dag kl. 1. Búist er þar við umræðum um kosninga- kærurnar, sem getið er í þingfrjett- unum hjer á öðrum stað í blaðinu. Rannsókn kæranna í kjördeildunum varð ekki lokið í gær. Akureyri, 15. febr. FB. Samkvæmt skýrslum lækna eru nú 78 manns veikir af inflúensu bjer í bænum. Veikin er alstaðar mjög væg. Dálítill afli af smáfiski hefir ver- ið hjer á Pollinum undanfama daga, og fyrir utan Oddeyri. I Stokkseyri, 15. febr. FB. Dálítill afli hefir verið hjer undanfarið af ísu og þorski, hæst 150 af þorski á skip. Silungsveiði hefir verið mikil í pykkvabæjarvötnum undanfarið. „Tengdainamma' ‘ Kristínar Sig- fúsdóttur hefir verið leikin bjer nokkrum sinnum, og þótti taLast vel. Vestmannaeyjum, 15r febr. F®* Seint í gærkvöldi kviknaði frá olíu- lampa í beituskúr einum hjer höfuina, og eru þar tugir slíkra skura sambygðir, svo mikið tjón hefði get' að 1 orðið að, ef eldurinn hefði náð að breiðast út. En það tókst s® slökkva hanu þegar í stað. Afli er hjer heldur tregur. -------o------- HITT OG ÞETTA. Verkamannastjórn og aðaB. prír ráðherrar og aðstoðarráðherr81’ í verkamannaflokksstjórninni ensk« hafa nýlega tekið aðalstign af bend* konungsins. En það eru þeir Siánef Arnold, aðs toðarr áð h erra, nýleod0' mála; Sidney Olivier Indlandsra^' herra og Thomson loftfararáðherW* Peir eru állir gerðir barónar. Marcus Hartog frægur náttúrufræðingur og ritböf' undur, sem um tíma staraði meðal annars á Ceylon, er nýlega dáinæ Dixmuide. Stórt franskt loftskip, Dixmeriáer fórst um áramótin, eftir allmikl® hrakninga. Foringi skipsins hjet Duppessis, en alls voru á því S® manns, og munu allir hafa farist. Jafnaðarmaðurinn. 888EÉ2 Skáldsaga eftir Jón Björnason á eftir. Þá fer þá að þyrsta í að verða menn og vaxa upp úr moldinni. Og þegar sá þorsti kemur innan að, en ekki frá falsspárnönnurn eins og þjer — þá verðiir honum svalað. Sálin og hjartað á undan kronunum — það er veg- urinn. — Þetta er bull, sagði Þorbjörn fyrirlitlega. — Blindur maður sjer ekki sólina. Heimsk- um manni finst spekin vitleysa. — Þú ert fdllur, Samson. Það er ekki hægt að svara þéssu rugli þínu. — Iljer í bæ er fúlt af hræsnurum, gleið- gosum, yfirskinsmönnum, sagði Samson og ljet sem hann hefði ekki heyrt til Þorbjamar. En þið eruð verstir, Þorbjöm! ,Verstir af því að þið hafið hæst, dreifið eitrinu lengst, nemið hræsninni stærst land. Alt til þess að stíga sjálf- ir feti framar. Svöngum hefir þú gefið mjer mat í dag. En samt hefi jeg óbeit á þjer cg öllu þínu starfi, óbeit á öllu — nema þessu eina sorgarandliti. Samson stóð upp og færði sig yfir í legn- bokkinn og fleygði sjer þar endilöngum. Þorbjörn gekk um gólf, brúnaþungur og þögull. Þegar hann leit á Samson, var hann sofnaður. Þorhjörn sótti frakltann sinn og breiddi hann yfir hann. Þorbjöm vakti fram á nótt og skrifaði kosn- ingagreinar í „Þjóðina“. Samson svaf — hafði ekki hreyft sig. Þorbjörn las greinarnar, þegar hann hafði lok- ið við þá síðustu. Eftir lesturinn datt honum í hug, að sterkasti þáttur þeirra væri lífshat- ur. Honum, varð bylt við. Væri hugsanlegþ að hann hefði nokkur áhrif með þessum kaldrænu, hvassvrtu greinum 1 Þyrfti ekki gróðrarhita, vor- mátt, til þess að skapa nýtt líf, nýja, sterka stjett úr gamalli? Hann stóð upp og reikaði um gólfið. Klukk- an var tvö. Bifreið ók um götuna, geyst, svo hús- ið skalf við. Tveir síðförulir, ungir menn sungu neðar á götunni drykkjuljóð með lágri rödd. Annars var alt hljótt. En nú gæti hann ekki skrifað öðm vási —i lQdega aldrei hjeðan í frá. Kuldinn væri setst- ur að hjartanu. Hanii stakk greinunum uiður í skrifborðs- skúffuna. Samson glaðvaknaði alt í einu og fleygði af sjer frakkanum. — Hvemig er heilsan? spurði Þorbjöm. —: Heilsan er ágæt. Jeg funa allur af nýj- um þrótti. Og sál mín er eins og þúsundradd- aður söngur. Samson reis á fætur. — Áttu vatn, Þorbjörn? Nóg vatn? — Fulla vatnsflösku og fulla þvottakönnu. Er það nóg? — Gott! — Ertu þyrstur? — Jeg þarf að þvo mjer. Fátt er jafn dýr- legt og vatnið. Jeg hefi tilbeðið litla uppsprettu- lind. Má jeg þvo mjer? — Velkomið! Þorbjörn opnaði dymar að svefnherberginu. — Má jeg sitja hjema í stofunni þinni og drekka wisky og yrkja kvæðið um andlitið? — Gerðu það, sem þú vilt. Þjer levfist hvort sem er allur andskotinn! Samson þvoði sjer vandlega — gekk í bað með höfuð og brjóst og herðar. Þegar hann hafði lokið því, sótti hann wiskyflöskuna fram í frakkavasa sinn og bað Þorhjörn um vatn og glas. Ilann bar honum það með auðsýnilegri óbeit á þessúm aðförum. Svo lokaði hann herberginu og háttaði. En hann gat ekki sofnað. Freyju hefði hann hrakið burt úr huga sjer. En innan veggja hans sæti nú maðnr, sem stilti strengi sína til lof- söngs um hana. Undarlegt væri lífið. Honum datt í hug að reka Samson út. En önnur hugsun bar þá ofurliði. Og jafnskjótt fanst honurn, að liann geta fallið um háls þeim manni, sem ætlaði að vaka og lykja um Freyju allri liugsun sinni með lotningu og tilbeiðslu. Hann steig fram úr rúminu nokkm síðar og ljet á sig ilskóna. Opnaði svo hurðina hægt og hljóðlega og spurði: — Má jeg trufla þig, Samson? Sámson skrifaði og leit ekki upp, en sagði:1 — Þó fjöllin hryndu, hnöttum rigndi og eld- ingar leiftruðu um mig, mundi það ekki trufla mig. Guðs eldur logar í mjer. Kom þú, Þor- björn! Þorbjörn gekk fram á gólfið og leit með sam- blandi af lítilsvirðingu og lotningu á Samson. Nokkur skrifuð blöð lágu á borðinu við hlið skáldsins. Beint fram undan því stóð flaskan, tóm langt niður fyrir axlir. Nær honum stóð tómt glasið. — Blandaðu fyrir mig, Þorbjörn. Sinn helm- inginn af hvom! Samson skrifaði tvær ljóð- línur. — Þú ert búinn að drekka nóg. Jeg snerti ekki á þessu! — Aldrei of mikið drukkið, meðan ort Þú hefir ekkert vit á þessum hlutum Samson seildist í flöskuna, blandaði og -- , Hárið, þylct og, mjúkt, hjekk niður fyrir eJjBl hans, kinnarnar voru rjóðar og auguu andi. Þorbjörn stóð um stimd og horfði á baJ^ þögull og hugsandi. Ilann skildi ekki sjálf8® sig á þessari nóttu. Ný og máttug tilfinning sValí í sál hans og ljet hann gleyma bosningutt1 stjettabaráttu. Þeir sofnuðu báðir klukkan fimrn. En Jdv&' an átta stóð Samson yfir rúmi hans með glas í lrendinni og sagði: — „Dagur er á lofti, dynja hanafjaðrir. Mál er vflmögum að vinna erfiði.“ Þorbjörn klæddist skjótt og bað húsfreyj um kaffi handa þeim báðum. Þeir urðu ferða út á götuna., En skildu þar. ÞOT' — Jeg sendi þjer kvæðið, þegar jeg hefi $ ^ gert það, sagði Samson að skilnaði. A11® færðu ekki fyrir ma.tinn og húsaskjólið. Egill ritstjóri skrifaði af kappi í bla® fyrir kosningarnar. Og nú sýndi hann hverja grein áður en hún fór í blaðið. ÞeS þurfti ekki. Ritstjórinn mintist aldrei a björn — nú orðið. En hann varaði í sífeHu stjettabaráttunni og iTlfúðinni í þjóðfje^a^g, og livatti til samhugs og samúðar milli alls *aJl lý8s- ~ . . JCOJ® Einn daginn, skömmu fyrir kosnmgar, Ilildur inn í skrifstofu manns síns með SJ eintakið af „Þjóðinni“. 0 — Hvað segir Þorbjörn í dag? spurði ja og benti lconu sinni að setjast við hlið $Jer' — Hann er að skýra fyrir lesendutt1 ins á hvern hátt auður þeirra ThordarseIlS e sje fenginn. — Ilvað segir liann um það mál? , — Jeg get varla haft það eftir. HaTin ur að vera fenginn með lýgi o.g sviku'U o„ ^ • gglJl un og undirokttn á verkamönnum þeiir - ’ þeim hafi unnið. birUJ — Það er auðvitað mál. Þetta er 0 r líkt. Hvað segir hann fleira? Einhveriu hann við þetta. ag — Hann dregur þær ályktanir af Þ ^ 0g verkamönnum beri skylda til að sameJ^ Iirinda slíkum mönnum úr götu sinni sjálfir ráðin í sínar hendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.