Morgunblaðið - 23.08.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.08.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐTÐ gjaldkeri, að fyrir hafi stundum komið, að menn hafi komið í bank- ann með erlendan gjaldmiðil og ætlað að selja, en hafi hætt við það, af þvi að þeim hafi þótt gangverðið of ligt, það er bankinn hafði sett á gjaldmiðilinn. En hvernig sem þessu kæruatriði er varið, þá er það of smávægilegt til þess að brottrekstri geti varðað, hvorki eitt út af fyrir sig né heldur í sambandi við önnur þau atriði, sem kærubréf bankastjórn- arinnar 24. des. f. á. greinir. Samkvæmt þvi, sem að framan segir, getur stjórnarráðið ekki orðið við þeirri kröfu bankastjórnarinnar, að féhirði bankans Jóni Pálssyni verði vikið frá sýslan hans í bankanum. Hinsvegar treystir stjórnarráðið því, að þeir úr núverandi bankastjórn, sem þar til hafa bæði lipurð og vilja, geri framvegis sitt bezta til þess að bæta úr þvt, sem áfátt hefir verið bæði um samvinnu milli sumra starfs- manna bankans og annað, sem mið- ur hefir farið í bankanum en skyldi. Einar Arnórsson. Jón Hermannsson Til stjórnar Landsbankans. Sir William Ramsay látinn. Einhver fræðasti efnafræðingur Breta, Sir William Ramsay, er ný- lega látinn, 63 ára að aldri. Hann fæddist í Glasgow árið 1852, fór ungur til Þýzkalands og nam þar efnafræði í borg þeirri er Túbingen heitir. Þegar hann var 28 ára gamall, varð hann prófessor í efnafræði við háskólann í Bristol, og árið 1887 var hann gerður að prófessor við University College í Lundúnum. Frægðar sinnar aflaði hann með rannsóknum á andrúmsloftinu og tókst honum að finna margar nýjar lofttegundir. Þeir Rayleigh lávarð- ur urðu fyrstir manna til að finna lofttegund þá er Argan nefnist. Síð- ar fundu þeir Ramsay og Travers prófessor fjórar lofttegundir, sem mjög er lítið um i gufuhvolfinu, Eru þær nefndar Helium, Neon, Krypton og Xenon. Arið 1904 fékk Ramsay efnafræð- isverðlaun Nobels fyrir uppgötvanir sínar og auk þess var hann gerður að heiðurfsélaga i mörgum vísinda- félögum. Málamaður var hann með afbrigð- um. Má telja það til dæmis, að árið 1892 hafði náttúrufræðisfélagið danska boðið honum til Kaupmanna- hafnar, og hélt hann þar fyrirlestra um loftrannsónir sínar, og flutti þá — á dönsku. * Síðustu símfregnir. Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. London, 22. ág. Flotamálastjórnin tilkynnir opinberlega, að kafbáturinn »E 23«, sem komið hafi aftur úr leiðangri í Norðursjónum, hafi að morgni 19. ág. hepnast að skjóta tundur- skeyti á þýzkan bryndreka af Nassau- flokknum. Yfirforinginn tilkynnir, að er 5 tundur- spillar voru á leið til hafnar með bryn- drekann mjög skemdan, hafi hann sketið öðru tundurskeyti, sem hæfði skipið, og að bryndrekirn hafi að likindum sokkið. Kaupmannahöfn 22. ág. Beitiskipimum Nothing- ham og Faimouth heíir veriö sökt. 38 menn fórust. Tveimur þýzkum kafbát- um hefir veriö sökt. Flugmaðurinn Brinde- jong féll úr lofti við Yer- dun og beið bana. Rúnafundur í Irlandi. Fyrir skömmu er í Kunjáttuborg á írlandi fundinn rúnasteinn. Var hann i rústum dómkirkju þeirrar, er Killaloe er kölluð, og mátti sjá það á löguu steinsins, að hann var brot úr stórum steinkrossi. A hann er letrað: THVRGRIM RISTI KRVS THINA (Þorgrímur reisti kross þenna). Það er auðvitað eigi hægt að segja með neinni vissu, hve gamlar þess- ar iúnir muni vera, fyr en fræði- menn hafa skoðað steininn grand- gæflega. Verður aldur steinsins helzt maikaður á gerð rúnastafanna. Aður höfðu norskar rúnir aðeins fundist á einum stað í írlandi. Voru þær skráðar á bronzeflögu, sem fanst í Greenmount, og eru svolátandi: DOMNAL A SVERTH THETA (Dufnal á sverð þetta). Er því rúna- letri dálítið breytt til stafagerðar íra. A Great Blasket-eyju, sem liggur uudir Keiry-hérað, hefir og fundist dálitill steinn, sem þrír rúnastafir virðast höggnir á. Eru tveir staf- irnir úr hinu gamla germanska rúna- letri, sem þó var lagt niður í Noregi snemma á víkingaöldinni. Þessar rúnir hafa að vísu ekki ákaflega mikla þýðingu, því að þær sanna eigi annað en það, sem menn vissu áður, að Norðmenn höfðust við í írlandi á víkingaöldinni, og að íslendingar voru þar kunnugir og hafa tekið mörg einkenni sín í arf frá Keltum. En fyrir Norðmenn og lslendinga hafa þær þó svipað gildi, eins og gamlir menjagripir hafa fyrir einstaklingana. Og þær eru enn eitt dæmi þess, hvað fornsögur okkar ís- lendinga eru áreiðanlegar í öllum að- alatriðum. Frá Somme. í »Kölnische Zeitung* ritar pró- fessor Wegener nýlega um orustuna hjá Somme. Hann hefir um tíma verið þar syðra og segist hafa átt þar tal við fjölda manna, æðri og lægri og farið nær orustusvæðinu en nokkur annar vopnlaus maður. — Hann segist hafa séð Péronne og fleiri bæi í rústum og segir síðan: Eg skal hér þegar gera grein fyrir áliti minu á öllu því sem eg hefi séð og heyrt: horfurnar eru góðar hjá Somme. Orustan hefir verið hin ákafasta og hræðilegasta af öli- um þeim, sem enn hafa háðar verið. En aðalhættan er um garð gengin. Það er örugg sannfæring allra manna í þýzka hernum, jafnt Iiðsforingjanna sem hinna óbreyttu liðsmanna. — Bandamenn hafa ekki náð því tak- marki, sem þeir settu sér með þess- ari sókn. Hinn eini árangur af hin- um látlausu árásum þeirra er sá, að þeir fórna lífi beztu manna sinna, alveg tilgangslaust. Þeim tekst aldrei að brjótast gegnum fylkingar vorar á þessum slóðum. Viðureignin hefir nú breyzt í höggorustu og þótt hún sé oft æðisgengin og mann- skæð, þá á hún ekkert skylt við reglulega orustu um herstöðvar. Meira að segja hlykkur sá, sem orðið hefir á herlinu óvinanna, þá er þeir náðu stöðvum vorum hjá Péronne fyrst í júlímánuði, er oiðinn þeim að fótakefli. Frá stöðvum vorum, sem liggja í boga umhverfis þennan hlykk, getum vér látið stórskotahríð- ina dynja á óvinunum úr öllum átt- um i senn og völdum þeim með því miklu meira manntjóni heldur en þeir geta vaidið oss með skot- hríð frá þessum stöðvum. König. Svo sem menn muna, var hinn austurríkski heimskauisfari dr. Felix König, í þann veginn að leggja af stað í suðurheimskautsför, þegar stríðið hófst. Áiið 1913 dvaldi hann i Noregi, eins og Shackleton, til þess að búa sig undir förina. Keypti hann þar ýmsan farangur, svo sem svefnpoka, báta, vistir o. fl. Skipið, sem hann ætlaði að fara á, hét »Deutschland«, og hafði hann keypt það í Noregi. Var talsvert kapp á milli þeirra Shackletons um það hvor yrði fyrri til þess að komast á suðurskautið, en svo kom ófriðurinn og König varð að setjast aftur. Var nann þá skipaður yfirliðsforingi skíðahersveitar einnar suður i Buko- wina. Rússar tóku hann höndum í fyrra og fluttu hann til Síberíu og þar er hann nú. Munið að bezt er að aug' lýsa í Morgunblaðinu. e=K3 D A0 8 ó Ff IN. CS5 Afmæli í dag: Ágústa Hjörleifsdóttir, húsfrú. Guðrún Blöndahl, húsfrú. Ólöf Auðunsdóttir, húsfrú. Ragnheiður Skúladóttir, húsfrú. Valgerður Þórðardóttir húsfrú. Vilborg Runólfsdóttir, húsfrú. Ágúst Thorsteinsson, kaupm. Dalhoff Halldórsson, gullsmiður. Sveinbj. Egilsson, ritstj. S ó 1 a r u p p r á s kl. 4,44 Sólarlag — 8.14 Héflóð í dag kl. 1.49 f. h. og í uótt kl. 2.26 e. h. • (eftir íslenzkum meðaltíma.; Veðrið í gær: Þriðjudaginn 22. ágúst. Vm. a. kul, hiti 9.5 Rv. a. kul, hiti 11.5 ísafj. logn, hiti 9.3 Ak. s.a. andvari, hiti 7.0 Gr. logn hiti 10.0 Sf. logn, hiti 7.6 Þh., F. a.n.a. andvari, hiti 8.7 Ingólfur fór til Borgarness í gær. Með honum fóru jungfrú Hildur Bjarnþórsdóttir, Helgi Helgason hjá Zimsen og kona hans. Ætla þau að dvelja upp í Borgarfirði um tíma. Gullfoss kom hingað snemma í gær- morgun. Meðal farþega voru TómaS Tómasson ölgerðarmaður, Þorvaldur Pálsson læknir, frú Laura Finsan, jungfrú Þórunn Thorsteinsson (skálds). Botnia kom frá Vestfjörðum í gær- morgun snemma, með allmarga far- þega. Skipið fer hóðan aftur í dag áleiðis til útlanda. Þinghúsgarðurin. Það er því mið- ur lítil rækt sem bæjarfólk sýnir hin- um fagra garði að baki þinghússins. Tryggvi Gunnarsson hefir auglýst að garðurinn væri opinn á hverjum sunnu* degi, en það eru fáir, sem þangað koma. Óvíða — ef til vill hvergi — hór í bæ eru fallegri tró en í þing* húsgarðinum. — Tryggvi Gunnarssoo hefir sjálfur gróðursett þau flest og safnað vígsvegar af landinu fögruio blómum og komið þeim fyrir í garðin* um. Tryggvi á sannar þakkir skilið fyrir starf það, sem hann hefir unnið fyrir þinghúsgarðinn. — Launin fyrlí starfið eru engin, en í garðinum lifii" bann sínar ánægjulegustu stundir. Anieríku-ferðin. Þeir ætla að verð» allmargir farþegarnir, sem vestur ætl* að fara á Gullfossi til Ameríku. ErU það mest kaupmenn hóðan úr bænuiu og nokkrir sem fara hóðan alfarnir. Gullfoss fer héðan til New York 7< september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.