Morgunblaðið - 23.08.1916, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.08.1916, Blaðsíða 1
3. argang:. i s? < o idar prentsru ið j a Atgre'Osiasimí or. 500 Ritstj órnarsimi nr. 5(K) Ritst)ón: Vilhtanmn frnse 289. töiutoiaö Latneska Leyniskjalið. Stórfenglegur sjónleikur í 6 þáttum, 105 atriðum. Leikinn af hollenzkum leikendum. r. þáttur: Latneska skjaiið. 4. þáttur: Hvernig hefna skal. 2. — Hjá borgarrústunum. 5. — Til hins nýjaheims. 3. — I leit eftir glæpakvendi. 6. — Sigur réttvísinnar. Ef menn vilja sjá mynd sem er reglulega spennandi, þá gefst þeim hér alveg einstakt tækitæri til þess. Látið það ekki ónotað! Myndin stendur yfir hálfa aðra klukkustund. Aðgöngu- miðar kosta: kr. 0.60, 0.50 og 10 aura fyrir börn. HafnarfjarðarbílHnn nr. 3 fer til Keflavíkur fimtndaginn 24. þ. m. kl. 10 hád. frá Hotel ísland, ef nógu margir gefa sig íram. Upplýsingar í talsíma 35 og 36 i Hafnarfirði. Sæmnndur Vilhjálmsson, bifreiðarstjóri. Kaupamann og kaupakonu vantar nú þegar það sem eftir er heyskapartímans. Hátt kaup. R. v. á. K. F. U. M. Knattspyrnufél. Valur. Æf- ing í kvöld kl. 8 Mætið stundvíslega! Hrl. símfregnir (frð fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Kaupmannahöfn 21. ág. — Frakkar hafa tekið íleury aftur. Bretar sækja fram bjá F'oureaux-skóginum. Búlgarar sækja fram í Grikklandi í áttina til Ka- valla. Brussilofif hershöfðingi hefir tekið samtals 350,000 fanga síðan hann hói sókn- ina gegn Austurríkis- mönnum. — Dana konungur hefir kvatt til sín fulltrúa allra stjórnmálaflokka í Ríkis- deginum til þess að reyna að koma á samsteypuráðu- neyti. Vilhelm Wiehe leikari er látinn. Gjaldkeramálið. v. Úrskurður stjórnarráðsins. Niðurl. Loks kærir bankastjórnin féhirði fyrir það, að hann komi ótilhlýðileqa fram við viðskijtamenn bankans. Þessi kæruatriði fela auðvitað einnig í sér kærur um brot gegn »erindisbréfinu«, sbr. 11. gr. þess, er aðallega sýnist mega telja þau hér til. Þar sem svo tilfinnanlegt ólag hefir verið á samvinnu starfsmanna bankans, er eigi ólíklegt, að slíkt ólag hafi að nokkru leyti áhrif á afgreiðslu í bankanum og framkomu starfsmanna yfirleitt í starfa þeirra gagnvart al- menningi. Og þegar ólagið er orðið heyrinkunnugt og jafnvel viðskifta- menn bankans ganga þess eigi duldir, að sumir starfsmenn bankans nota jafnvel hvert færi til að ergja aðra og gera þeim óhagræði, þá er eðli- legt, að bankinn hafi fremur óhag en hag af slíku ástandi, að störfin gangi þar ógreiðara en ella myndi, og að hverjum þeim, sem er sann- færður um, að starfsbræður hans beínlinis njósni um hann eftir fyrir- lagi surnra yfirboðara sinna, og að þeir jafnvel séu sér úti um sakar- giftir gegn þjónum sínum, eins og átt hefir sér stað um annan forstjóra Landsbankans, sbr. hér að ofau, verði óljúfari í öllu viðmóti en ella, og að þetta geti komið einnig niður á viðskiftamönnum bankans. í máli þessu liggur þó ekkert fyrir um ótilhlýðilega framkomu féhirðis gagnvart viðskiftamönnum, annað en staðhæfingar bankastjórnarinnar, sem hún styður með einu algerlega þýð- ingarlausu dæmi, svo sem síðar verð- ur sýnt, og »vitna« þeirra, sem sér- staklega virðast hafa átt útistöður við féhirði og sum sett til þess að grenslast sérstaklega eftir öllu hátt- erni hans og skýra einstökum banka- stjórnarmönnum eða manni frá því. Upp úr skýrslum þessara »vitna« getur stjórnarráðið eigi lagt svo mikið, að það sjái sér fært að víkja féhirði frá á þeim grundvelli. Telur banka- stjórninni hefði verið sæmra að laga samvinnu allra þeirra manna, en að taka »próf« þau öll, er fram eru komin í þessu máli, af starfsmönn- um bankans bverjum um annan. Dæmin, sem bankastjórnin nefnir um ótilhlýðilega framkomu féhirðis gagnvart viðskiftamönnum bankans, eru þessi: a. Sparisjóðsbókar-dæmið, og b. Neitun féhirðis á viðtöku er- lendrar myntar. Ad a. Þann 3. júlí f. á. kom ónefndur þriðjimaður iun i Lands- bankann með 466 krónur, sem hann ætlaði að leggja inn f sparisjóðsbók. Voru þar af 245 krónur í smápen- ingum (t 1 kr. peningum 72 krón- ur, 2 kr. peningum 12 krónur, í 25 aurum 92 kr. og í 10 eyringum 69 kr.). Gjaldkeri kveðst eigi annrikis vegna hafa mátt vera að þ?í, að telja þessa smápeninga, en svo stóð á, að stúlka sú, sem freniur öðrum var vön að aðstoða hann, hafði af einka- ástæðum fengið leyfi til að fara úr bankanum. Samt sem áður kom hún þar að, að sögn gjaldkera eftir beiðni hans, en að sögn bankastjórn- ar að tilhlutun annars starfsmanns bankans (Guðm. Loftssonar) og segir bankastjórnin, að þessi starfsmaður (Guðm. Loftsson) hafi fengið ónot hjá féhirði fyrir þá tilhlutun sina. En svo fór, að hlutaðeigandi þriðji- maður firtist við gjaldkera, enda þótt stúlkan væri komin til að telja féð, og þvi yrði veitt viðtaka, og tók það út úr bókinni, sem í henni var, eða 938 krónur. Bankastjórnin fær að vita þetta, hvort sem sú vitneskja stafar upphaflega frá þeim, er leggja ætlaði inn peningana, eða starfs- mönnum bankans. Eftir ósk Björns bankastjóra Kristjánssonar lætur svo hlutaðeigandi í té skriflegt vottorð um þetta atvik, og er vottorðið af- hent stjórnarráðinu með máli þessu og í öllum atriðum, sem máli skifta, málinu þar svo lýst sem hér. Þetta atvik telur bankastjórnin fela i sér eina ávirðingu féhirðis. — En stjórnarráðið verður að telja svo at- vik geta legið, að gjaldkeri bankans gerði öðrum viðskiftamönnum of- mikið óhagræði með því að taka við og telja sjálfur, hvernig sem á stend- ur, smápeninga sem bankanum bjóð- ast. — Hinsvegar liggur málið svo fyrir hér, að boðist var þó til að telja peningana, en hlutaðeigandi innleggjandi vildi þá eigi leggja þá inn, svo að féhirði verður eigi sök á því gefin, hvernig fór. En dæmi þetta sýnir ljóst ástandið í bankanum, eigi einungis að því leyti, hvernig Björn bankrstjóri Krist- jánsson skilur stöðu sína, heldur og að því er snertir fréttaburðinn meðal starfsmanna bankans, því að hvaðan ætli bankastjórnin hafi fengið fregn- ina um, að gjaldkeri hafi látið um- ræddum starfsmanni óuot úti fyrir afskifti hans af sparisjóðsbókarmáli þessu? — Og afhending bókarinnar í hendur Birni bankastjóra Kristjáns- syni er, eins og áður er að vikið, allglögt dæmi upp á samvinnu þess manns við og afstöðu til einstakra starfsmanna bankans. Ad b. Féhirðir neitar því, að hann hafi neitað að kaupa erlenda mynt, nema »klink«-peninga afböm- um eða smápeninga, sem hanu hafi fyrirfram búist við, að bankinn vildi ekki kaupa. Bankastjórnin fullyrðir þó, að féhirðir hafi neitað að kaupa enska gullmynt og gulldollara án þess «ð bera það undir bankastjórn- ina. Svör »vitna« þeirra, sem banka- stjórnin spurði um þetta atriði 16. des. f. á., veita engar upplýsingar um þetta. Þau segja tvö (Árni Jó- hannsson og Rich. Torfason), að þau hafi orðið þess vör, að féhirðir hafi neitað að kaupa utanríkismynt, og eitt (Guðm. Loftsson) hyggur að það hafi komið fyrir. En hvort hér er átt við »klink«-peninga eða ann- að, verður eigi sagt. — Hitt segir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.